Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 5
Tfc^iir
FIMMTUDAGUR 22.JANÚAR 1998 - S
FRÉTTIR
Allt landið verði
eitt skattiundæmi
77/ athugunar er ad gera landið að einu skattumdæmi og þá hættir væntanlega að
skipta máli hvort maður er skattborgari á Akureyr/, þar sem þessi mynd er tekin
eða i Reykjavik, eða á Egilsstöðum.
Fj ármálar áðherra
boðar ýmsar breyting-
ar og lagfæringar á
skattaumhverfi bæði
einstaklmga og fyrir-
tækja - gera á yfir-
skattanefnd skilvísari
en hiin hefur verið til
þessa.
Um Iangan tíma hefur verið uppi
gagnrýni á hve varnarlaus ein-
staklingurinn er gegn kerfinu í
skattamálum. A ráðstefnu sem
haldin var um skattamál á dög-
unum kom fram gagnrýni á ýmsa
þætti þessa máls. Nú virðist
breyting eiga að verða þarna á
því Friðrik Sophusson Ijármála-
ráðherra boðar ýmsar breytingar
á skattkerfinu sem stuðla eiga að
auknum rétti einstaklinga gagn-
vart því.
Friðrik sagði í samtali við Dag
í gær að í mörg ár hafi yfirskatta-
nefnd verið með langan mála-
hala og aðilar þurft lengi að bíða
eftir úrskurði hennar og því hafi
gagnrýni verið mikil á hve óhóf-
lega langur dráttur sé á af-
greiðslu mála hjá henni. Ekki
síst vegna þess að úrskurður
skattstofanna stendur og menn
verða að greiða skatt samkvæmt
úrskurði þeirra þar til að yfir-
skattanefnd hefur komist að
annarri niðurstöðu. Þess vegna
skiptir máli fyrir skattborgara að
yfirskattanefnd hafi hraðar
hendur.
„Við höfum verið að ræða um
að fá fleira fólk til að koma tíma-
bundið að þessu en það sem
skiptir höfuðmáli er að setja í lög
ákvæði um forúrskurði. Það er
þegar einstaklingur eða fyrirtæki
er að taka ákvörðun, sem getur
haft skattaleg áhrif fyrir viðkom-
andi, geti hann leitað til einhvers
í skattkerfinu og spurt hvernig
niðurstaða skattyfirvalda líklega
yrði. Þetta ætti að fækka ágrein-
ingsefnum sem fara í gegnum
kerfið," sagði Friðrik Sophusson.
Þá er í umræðunni að gera ís-
land að einu skattaumdæmi. Það
ætti að koma í veg fyrir mismun-
andi túlkun hinna ýmsu skatt-
umdæma sem nú er á mörgum
málum eins og dæmi eru um.
Hugmyndin um umboðsmann
skattgreiðenda hefur verið sett
fram og segir Friðrik að verið sé
að kanna það hvort ástæða sé til
að taka þetta upp hér á landi
þótt slíkur umboðsmaður þekk-
ist ekki á Norðurlöndunum.
Eins er að nefna viðurlög við
því þegar ekki er um skattskil að
ræða. Menn verið sektaðir um
tvöfalda þá upphæð sem þeir
hafa viðurkennt á sig en standa
ekki skil á, eins og til að mynda
viröisaukaskatti. Friðrik bendir á
að í mörgum tilfellum ráði menn
ekki við að greiða bæði skattinn
og síðan sektina. Þá er ekki um
annað að ræða en að menn taki
út vararefsinguna, sem er fang-
elsi. Þetta þykir hörð refsing.
Loks nefndi Friðrik tvö atriði í
viðbót, sem er annars vegar
breytingar sem gera þarf á
skattalögunum til að liðka til fyr-
ir samstæðufyrirtækjum og þar
sem fyrirtæki eru með rekstur
bæði hér og erlendis. Þá er starf-
andi nefnd til að fylgjast með
þróun í skattamálum í öðrum
löndum og leggja fram tillögur
sem tryggja að skattalegt um-
hverfi einstaklinga og fyrirtækja
hér á landi verði með svipuðu
sniði og annarsstaðar. -S.DÓR
Erlendir ferðamenn í Reykjavík verða
betur upplýstir en fyrr.
Milljóní
Reykja-
víkurkort
Borgarstjórn hefur samþykkt til-
lögur Atvinnu- og ferðamála-
nefndar um styrkveitingar af
fjárhagsáætlun 1998. Þessir
styrkir nema alls 2,8 milljónum
króna. Hæsti styrkurinn, eða ein
milljón króna, fer til undirbún-
ings að útgáfu Reykjavíkurkorts.
Þá verða veittar 800 þúsund
krónur vegna samnings sem ætl-
unin er að gera við Iceland Revi-
ew um auglýsingar í tímaritum
þess. Um hálfri milljón króna
verður veitt til stuðnings við
akstur safnarútu í borginni í
samvinnu við SVR. Stuðningur
við útgáfu Ferðakorta ehf. á
tímaritinu „What’s on in Reykja-
vík“ nemur um 250 þúsund
krónum og álíka styrkveitingu
fær Nesútgáfan vegna tímaritis-
ins „Around Reykjavík." - GRH
SUÐURLAND
Átta sækia imi starf héraðsdómara
Átta umsækjendiir eru um starf dómara við Héraðsdóm Suðurlands,
en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þeir sem um starfið sækja eru
Ásgeir Magnússon, hrh, Guðmundur Kristjánsson, hrl., Hjalti Stein-
þórsson, hrh, Jónas Jóhnnsson, héraðsdómari, Jónas Finnbjörnsson,
settur dómari við Héraðsdóm Reykjaness, Ragnheiður Bragadóttir,
aðstoðarmaður hæstaréttardómara, Ragnheiður Thorlacius, fulltrúi
Sýslumannsins á Selfossi og Þorgerður Erlendsdóttir, settur héraðs-
dómari við Héraðsdóm Suðurlands.
ViII Landsmót
UMFÍ á Selfoss
Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, lagði til á síðasta
fundi bæjarstjórnar Selfoss að
íþrótta- og tómstundaráð bæjarins
kanni möguleika þess við Ung-
mennafélag Selfoss, HSK og
UMFI að næsta landsmót ung-
mennafélaganna verði haldið á Sel-
fossi árið 2002 eða 2007. Segir
Sigurður í tillögu sem hann lagði
fram að landsmót UMFI séu stór-
viðburður sem dragi að fjölda fólks
og veki mikla athygli á landsmóts-
staðnum. Sú hafi einmitt verið
raunin þegar landsmót var haldið á
Selfossi árið 1978. Tillagan fékk
góðar undirtekir í bæjarstjórn og var ákveðið að kanna málið frekar
gagnvart þeim er taka ákvarðanir um landsmótshald.
Giuinar kaupir Pizza 67
Gunnar Björgvin Guðmundsson, kaupmaður í Horninu á Selfossi,
hefur keypt rekstur Pizzahornsins ehf., sem stendur að rekstri veit-
ingastaðarins Pizza 67 á Selfossi. Elvar, sonur Gunnars, mun veita
pizzastaðnum forstöðu. Kaupin voru undirrituð í gær og munu taka
gildi um næstu mánaðamót. Gunnar B. Guðmundsson rekur eftir
þetta þríþætta starfsemi undir merkjum Hornsins ehf.; það er kjör-
búð, veitingastað og þvottahúsið Gullfoss. Starfsmannafjöldi á öllum
þessum stöðum er með þessu orðinn um 40 manns. - SBS
Sigurður Jónsson,
bæjarfulltrúl.
Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri t.v., Alfreð Þorsteinson formaður veitustofnana og Ólafur Sigurðsson formaður Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur við undirritun samstarfssamnings um ræktun á 100 hektara svæði í Hvammsvik i Kjós. Athöfnin fór fram i Ráð-
húsinu. mynd:e.ól.
Rækta skóg
í Hvamnisvik
Koma á upp útivistar-
og trjáræktarsvæði í
kmdi borgarinnar í
Hvammsvík, eu land
til skógræktar hefur
skort á höfuðborgar-
svæðinu.
Hitaveita Reykjavíkur og Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur hafa
stofnað til samstarfs um nýtingu
á rúmlega 100 hektara svæði í
Hvammsvík í Kjósarhreppi. Á
þessu svæði sem nefnt hefur ver-
ið Hvammsmörk er ætlunin að
koma upp skipulögðu útivistar-
og trjáræktarsvæði fyrir borgar-
búa. Þá er gert ráð fyrir því að
hópar, félög og fyrirtæki í borg-
inni geti fengið spildur á svæð-
inu til ræktunar.
Olafur Sigurðsson, formaður
Skógræktarfélags Reykjavíkur,
sagði v'ið undirritun samstarfs-
samningsins við Hitaveituna að
þetta væri ánægjuleg stund fyrir
félagið og aðra þá sem unna trjá-
rækt og útivist. Sérstaklega þeg-
ar haft væri í huga að skortur
væri á landi til trjáræktar. Af
þeim sökum hefði áhugasamt
skógræktarfólk orðið að leita
austur í Mýrdal til að sinna
áhugamálum sínum. Hann benti
á að hálf öld væri liðin síðan
álíka samningur hefði v'erið gerð-
ur við borgina um ræktun Heið-
merkur. Þangað koma árlega um
200 þúsund manns. Auk þess
hefði félagið staðið að ræktun
Öskjuhlíðar. -GRH