Dagur - 22.01.1998, Side 12

Dagur - 22.01.1998, Side 12
12- FIMMTUDAGUR 22.JANÚAR 1998 Leikfélag Akureyrar Á ferð með frú Daisy eftir Aifred Uhry Hjörlum mannanna svipar saman t Atlanta og á Akitreyri. Úr leikdómum: „Sigurveig ... nær hæðum ... ekki síst í lokaatriðum í nánum sam- lcik við Þráin Karlsson.’4 Haukur Ágústsson í Degi. „Það er ótrúlegt hvc Þráni tekst vel að komast inn í persónuna.“ Sveinn Haraldsson í Morgunblaðinu. „... einlæg og hugvekjandi sýning sem fyllsta ástæða er til að sjá.“ Þórgnýr Dýrfjörð í Ríkisútvarpinu. Sýnt á Renniverkstæðinu að Strandgötu 39. 8. sýning 24. janúar kl. 20.30 9. sýning 31. janúar kl. 20.30 V Söngvaseiður 6. mars verður Samkomu- húsið við Hafnarstræti opnað gestum eftir gagngera endurnýjun á áhorfendasal með frumsýningu á þessu hugþekka verki þeirra Rodgers og Hammersteins. AðalhJutverk: Þóra Einarsdóttir Hinrik Olafsson Hrönn Hafliðadóttir Jóna Fanney Svavarsdóttir. 4 Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Berg- dal. Frumsýning á Renniverk- stæðinu um páska. Gjafakort í leikhúsið. Gjöf sem gleður. Kortasala í miðasölu Leikfélagsins, í Blómabúð Akureyrar og á Café Karólínu. Sími 462 1400 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar ÍÞRÓTTIR Fram og Valur í bikarúrslit karla Leið Framara var létt í bikarúrslitaleikiim í Laugardalshölliimi. Sigurður Sveinsson skoraði aðeins 4 mörk og lét verja frá sér 2 vítaköst. Það er skemmst frá því að segja að Framarar tóku leikinn í sínar hendur frá fyrstu mínútu og komust í 6-0 á fyrstu 7 mínútun- um. Eftir það voru Kópavogsbú- ar í eltingarleik þar sem þeir náðu aldrei tilsettu marki og munurinn á liðunum var allan tímann frá 5 og upp í 7 mörk. Þess má geta að Sigurður Valur Sveinsson skoraði sitt fyrsta mark eftir 16 mínútur og það var meira en HK-liðið þoldi að þessu sinni. Staðan í hálfleik var 16-9, Safamýrarliðinu í vil. HK-menn virtust vakna eilítið af doða sínum í byrjun seinni hálfleiks og breyttu stöðunni úr 16-9 í 16-11. Eftir það hófst sama hjakkið aftur og Framar- arnir leiddu með 5-6 marka mun. Þegar staðan var 19-14 settu Framarar endanlega í 5. gír og skoruðu næstu 8 mörk. Þá loks náðu HK-menn að svara fyrir sig en fengu viðstöðulaust 3 mörk á sig frá Frömurum og skyndilega var staðan orðin 30-17. Eftir þetta voru endanlega allar víg- tennur dregnar úr HK-mönnum sem játuðu sig sigraða, 34-22. Bestu menn Fram í þessum leik voru markamaðurinn, Reyn- ir Þór Ragnarsson, sem varði 18 skot, og Sigurpáll Arni Aðal- steinsson sem skoraði 8 mörk og Sigurður Helgi Pálsson sem skoraði 4 mörk. Hjá HK var það Alexander Arn- arsson sem var skástur og skoraði 8 mörk og þá átti Sigurður V. Sveinsson einnig góða spretti með frábærum sendingum sem gáfu af sér mörk. Háspenna í Eyjum Sigfús Sigurðsson tryggði Vals- mönnum sæti í úrslitaleiknum með því að skora sigurmarkið gegn IBV í Eyjum í gærkvöld. Hálf mínúta var til Ieiksloka þeg- ar Sigfús skoraði 23ja mark Vals- manna og Eyjamönnum tókst ekki að svara fyrir sig í lokin. Valsmann voru sterkari til að byrja með og komust í 6-3 en leikurinn jafnaðist undir miðbik fyrri hálfleiksins og jafnt var á flestum tölum allt til loka. Eyja- menn náðu forystunni, 22-21, þegar 4 mínútur voru til leiks- loka en náðu ekki að bæta við marki á þeim tíma. Jón Kristjáns- son skoraði flest mörk Vals, 7 talsins, 4 þeirra út vítum, og Zoltan Belany gerði 5 mörk fyrir Eyjamenn, öll úr vítum. Oánægja þjálfara með lafir á útskrift Kurr er meðal þjálfara sem sóttu E-stigs nám- skeið til Þýskalands 1995. Útskrift hefur eim ekki farið fram vegna þess að nokkrir þjálfar- anna voru reknir úr starfi meðan á verkefna- vinnu stóð. Stór hópur knattspyTnuþjálfara sem sóttu E-stigs námskeið til Hennef í Þýskalandi í nóvember 1995 hefur enn ekki verið út- skrifaður af námskeiðinu vegna þess að ekki hafa allir skilað inn lokaritgerð sinni og þar með end- anlega lokið námskeiðinu. Akveðið var í upphafi að allur hópurinn útskrifaðist saman og því er enn beðið eftir að síðasta ritgerðin berist. Oánægja er meðal þjálfaranna á þessum seinagangi þar sem E-stigið er Iokaáfangi í þjálfaranáminu og því þurfa þeir enn að bíða eftir því að fá fullkomin þjálfararétt- indi að sögn eins þjálfarans sem enn bíður eftir útskriftinni. Brottreknir þjálfarar tefja Gústaf Björnsson, sem sér um menntunarmálin hjá KSI, sagði að ástæða þessarar tafar væri sú að nokkrir þjálfaranna hefðu ver- ið reknir úr starfi meðan á verk- efnavinnunni stóð og það hafi kippt fótunum undan því starfi sem lokaritgerð þeirra átti að fjalla um. Formlega lauk nám- skeiðinu í janúar 1996 og skil á lokaverkefni um áramótin 1996 - 1997 og útskriftin átti að vera í kjölfarið. Sú útskrift hefur því tafist um eitt ár. „Það er alveg rétt að það hafa ekki allir skilað inn lokaverkefni sínu af þessu námskeiði," sagði Gústaf Björnsson. „Það er einn sem á eftir að skila af sér verk- efni og hann lendir í því í miðju verkefninu að vera sagt upp störfum. Þar með hrundi verk- efnavinna hans. Sem betur fer fór hann til starfa hjá öðru félagi þar sem hann setti í gang svipaða rannsókn. Þegar hann hefur lagt lokahönd á það verður allur hóp- urinn búinn og útskrift getur far- ið fram.“ Gústaf sagði að vegna þess hve atvinnuöryggi þjálfaranna væri ótryggt hefði mátt búast við ein- hverjum töfum. - GÞÖ Tveir Færeyingar til Leifturs Nú er Ijóst orðið að Færeyingarn- ir í Leiftursliðinu verða tveir en ekki þrír eins og til stóð í upphafi. Landsliðsmarkvörðurinn Jens Martin Knudsen frá Götu og sóknarmaðurinn Uni Arge frá HB-68 í Þórshöfn munu skrýðast Leiftursbúningnum á næstu Ieik- tíð. Margir fleiri útlendingar eru í sigtinu hjá Páli Guðlaugssyni, sem hyggst styrkja liðið enn frek- ar með tveim til þrem erlendum Ieikmönnum. Þar með gætu út- Iendingarnir í Leiftursliðinu orð- ið 5-6 á næstu leiktíð. — GÞÖ Úrslit gærkvöldsins Karfa — 1. deild kvenna ÍR-KR 33:98 Keflavík-ÍS 78:53 Víkingur mætir Stjöriniiiiii Það verða Víkingur og Stjarnan sem leika til úrslita í bikarkeppni kvenna. Víkingsstúlkur lögðu Gróttu/KR að velli, 20-18, eftir að hafa haft yfir í leikhléi 9-7. í hin- um leik undanúrslitanna, hafði Stjarnan yfirburði gegn IBV í Garðabænum. Eyjastúlkur veittu aðeins viðnám á fyrstu mínútun- um, 6 mörkum munaði í leikhléi, 11-5, og lokatölur urðu 25-17. ERLENT Verdur McManaman sektaður? Alþjóða knattspyrnusambandið hyggst rannsaka þátt Simon Full- er, umboðsmanns Steve McManaman, í viðræðum hans við spænska liðið Barcelona. Fuller, sem er fyrrverandi um- boðsinaður bresku popphljóm- sveitarinnar Spice Girls, hefur ekki löggilt réttindi sem umboðs- maður á vegum FIFA. Ef alþjóða knattspyrnusambandið kemst að þeirri niðurstöðu að Fuller hafi farið inn á verksvið umboðs- manna, geta bæði McManaman og Barcelona átt yfir höfði sér háar sektargreiðslur. Toppliðiu uunu! Tveir leikir fóru fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær- kvöld ogurðu úrslit Ieikja þessi: Groþwallstadt - Lemgo 24:26 Kiel - Wallau Massenh. 25:17 ítalska bikarkeppnin 4-liða úrslit; stðari leikir: Inter-AC Milan AC Milan vann samanlagt 5:1 Roma-Lazio Fyrri leikinn vann Parma 4:1 Nilfisk 14,990,- rviögerða og—i vðroliluíötijónusto

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.