Dagur - 07.02.1998, Side 2

Dagur - 07.02.1998, Side 2
T 18-LAUC.ARDAGUR 7.FRBRVAR 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU Guðný GuðbjörnsdóWr. Söngur Ingibjargar Sólrúnar í þætti Arna og Ingós á þriðjudag vakti veru- lega athygli - enda hlið á borgarstjór- anum sem aldrei hefur verið sýnd áður. En þær eru fleiri Kvennalista- konurnar sem luma á ýmsu og getur Dagur upplýst að teiti þar á bæ geta orðið býsna Ijörug þegar þær iðka sönglist. Borgarstjórinn hefur sinn „standard“ sem er lagið sem hún tók í þættinum, Guðný Guðbjörnsdóttir söng í sama þætti hér á dögunum „Stand by your man“, og Kristín Halldórsdóttir þingkona á sinn „standard" líka sem hún tekur \ast al- gjörlega stórkostlega: „Ein í bragga, Magga...“ Þeir sem þekkja segja að sveiflan sé mun meiri í Kvenna- listateitum en nokkurn tíma í sjónvarpssal, sem von er. Stór helgi hjá Aðalsteini Sigurgeirs- syni, sem er forstöðumaður íþrótta- mann\'irkja Akureyrar. Takið eftir þessu: I dag keppir sonur hans í úr- slitaleik bikarsins í handbolta, en sá er Sigurpáll Arni, Frammari. Sonur Sig- urpáls og afabarn Aðalsteins átti fimm ára afmæli í gær. Annar sonur Aðal- steins, Geir Kristinn, er að spila tvo mikilvæga leiki í baráttunni um fyrstu deildarsæti fyrir hönd Þórs nú um helgina. Geir Kristinn á afmæli í dag, laugardag. Hvað þýðir þetta 3111? Aðalsteinn Sigurgeirsson. Barón von Trapp í Söngvaseiði, eða Hinrik Ólafsson leik- ari, æfir þessa dagana á fullu hjá Leikfélagi Akureyrar en frumsýning er áætluð í byrjun mars. Fyrstu vikurnar var Hinrik „einn“ á Akureyri, án fjölskyldu sinnar, en nú er hann búinn að ná henni norður til sín. Eiginkona Hinriks, Drífa, er komin með þriggja mánaða son þeirra, Isak, norður og munu þau búa hjá baróninum meðan á æfingum stendur. Eftir frumsýninguna halda þau hins vegar aftur suður á bóginn enda hefur Hinrik'í nógu að snúast. Hann ætlar sér síðan að fljúga á milli Akureyrar og Reykjavíkur meðan á sýningum stendur. Gestur Einar Jónasson útvarpsmaður má hafa fyrir hlutunum. Hann fór með KA liðinu til Italíu að lýsa leik þar í landi fýrir RÚV. Það var sá hluti vinnunnar sem landslýður vissi af. Hinn hlutinn var fjármögnun ferðar- innar. Gestur fór sjálfur af stað í að afla auglýsinga til að fjármagna Iýsing- una. RÚV afbrigðið af sjáifsþurftarbú- skap - varð Helgarpottverjum að orði. Gestur E/nar Jónasson. Snjóleysið fyrir sunnan hefur gert mörgum skíðamönnum lífið leitt í vet- ur en nú sést ljós í myrkrinu, Bláfjöll- in verða vonandi opnuð um helgina og þá geta menn farið að draga fram skíðin. Þeir eru þó margir sem eru löngu búnir að missa þolinmæðina og búnir að bjóða veðurguðunum byrg- inn. Þannig hefur til dæmis sjónvarps- fréttamaðurinn Logi Bergmann Eiðs- son fyrir löngu farið á skíði með fjöl- skylduna og það til Austurríkis. Hvert annað í öllu snjóleysinu hér heima... Tröllasögur heyrast nú um að Stuðmenn hafi sett sig í samband við Eyjamenn og lýst yfir áhuga sinum um að leika á Þjóðhátíð um komandi verslunarmannahelgi. Málið mun vera í skoðun og sömuleiðis hefur Kim Larsen, hinn danski, sagst ólmur vilja koma. Þá segja pottverjar að sveit- ir eins og Skítamórall og SSSól séu á sveimi hjá Þjóðhá- tíðarnefnd. Hinn skagfirski Geirmundur Valtýsson kemur einnig til greina sem toppnúmer á Þjóðhátíð - og sá mun hafa gert nefndinni tilboð í þjóðhátíðarlag og allan pakk- ann sem því tylgir. En talandi um Stuðmenn. Pottsögur heyrast um landið þvert og endilangt að Stuð- menn séu nú komnir í bullandi stuð við að pússa hljóðfæri sín og stilla magnarana, því sveitin hyggur á landvinninga á sveitaballamarkaði sumarsins, fyrir utan að ætla sér á Þjóð- hálíð. Frámarar mættu vei útbúnir til slagsins gegn Vaismönnum og hvöttu sina menn með ráðum og dáð, - en allt kom fyrir ekki. Muiningsvéiin hafði sigur og hikstaði aldrei. Gleymdi úrslltaleikuiinn Fyrsti úrslitaleikur bikarkeppninnar í handknattleikfórfram fyrirnærri 24 árum. Þeir sem þátt tóku í leiknum muna ekkert eftir honum, - og dagblöðin gátu hans að engu, enda komu þau ekki út um 7 vikna skeið á þjóðhátíðarárinu vegna prentaraverkfalls. Um helgina fara fram úrslit í 25. sinn, - og enn eru það Valur og Fram sem mætast, eins og í fyrsta úrslitaleiknum. Eftirsóttur meistaratitill er gleymdur aldaríjórðungi síðar! Og kannski miklu fyrr en það. Dagur hringdi í margar af stjörnum fyrsta bikarúrslita- leiksins milli Vals og Fram sem fram fór síðla vetrar árið 1974, fyrir nær 24 árum síðan. Eng- inn viðmælendanna mundi neitt frá þessum leik!!! Um helgina fer fram 25. bikarúr- slitaleikurinn í meistaraflokki karla. Svo skemmtilega og ein- kennilega vill til að það verða sömu félögin sem mætast í úr- slitunum og í fyrsta leiknum, - Valur og Fram. „Eg man nú bara alls ekki eft- ir þessum ieik, hvað var fyrsti leikur eða hvað. Mig minnir þó að við höfum unnið þennan leik, mér finnst það nú trúlegt, en ég hef aldrei lagt á minnið svona einstaka leild,“ sagði Gunn- steinn Skúlason forstjóri í Sóln- ingu hf. og fyrirliði Vals á sfnum tíma. „Eg er ekki enn orðinn svo gamall að ég sé farinn að fletta þessum úrklippum. Maður gerir það seinna fyrir ævisöguna. Ég man bara ekki rassgat eftir þessu, ef það má orða það svo,“ -sagði Gunnsteinn og hló. Ólafur H. Jónsson, kaupmað- ur og frumherji Stöðvar 2, kom alveg af fjöllum. Hann hélt að hann ætti möppu með úrklipp- um heima. En þégar henni var flett kom í ljós að engar úrklipp- ur voru frá þessum Ieik. Eðli- lega, blöðin komu ekki út á þessum tíma, það var 7 vikna prentaraverkfall þegar leikurinn var háður. Hans er óvíða getið á prenti. En hann fór fram og Val- ur varð fyrsti bikarmeistarinn á þessu 1 100 ára afmælisári Is- Iandsbyggðar, þegar handbolta- strákar líktust meira handbolta- stúlkum með 20 sentimetra hár- lokka flagsandi niður eftir bak- inu. Olafur Aðalsteinn Jónsson, fyrrum tollvörður og formaður handknattleiksdeildar Fram á þessum tíma, afar minnugur og greindur maður, var orðið helsta haldreipið eftir þessi símtöl og nokkur önnur sem enduðu á svipaðan hátt. „Ég man bara ekkert eftir þessum leik, þetta er svo gamalt. Svo var þetta víst leikur sem maður tapaði, og maður reynir að gleyma slíku sem fyrst. Það væri helst Þórar- inn Eyþórsson sem myndi þetta,“ sagði Ólafur. Aðeins getum við fyllt upp í eyðurnar. Það er staðreynd að Valur varð fyrsti bikarmeistar- inn. Hjá Handknattleikssam- bandi Islands fékkst það staðfest ennfremur að úrslitatölur hefðu orðið 26:22, - og að Bergur Guðnason ætti að minnast þess að hann varð markahæsti maður leiksins með átta mörk! Valur var um þetta leyti að rísa úr öskustónni eftir tveggja áratuga lánleysi í handboltan- um, hafði engan titil hreppt í 18 ár, þegar þeir urðu íslandsmeist- arar 1973. Árið eftir kom FH sterkt út og hrifsaði Islands- meistaratignina 1974, Valur talsvert á eftir í öðru sæti. En Valur komst áfram í fyrstu bikar- keppninni þennan vetur, - og fékk Fram sem andstæðing, lið sem hafði orðið íslandsmeisari fjórum sinnum síðustu sex árin á undan. -jbp. MULNiNGSVÉUN, handboitakappar meö hár niður á herðar. Fyrstu bikarmeistararnir komu frá Val þjóðhátíðarárið 1974. Kári Mári er maður vikunnar Við vitum svo sem ekkert um það hvort hann er Kári klári, en aðrir halda það og það er nóg: nóg til þess að landa 15 milljörðum í að skoða erfðir íslendinga. Eftir að alkanöfnin komu í tölvunar leit ekki vel út hjá Kára, en stuttu stðar var sjálfur Davið mættur til að vera vottur í stóra undirskrifta- málinu. Það kom sem sagt í Ijós að hugvitið verður í askana látið. Staðarvarlsnefnd stóriðju hefur aldrei dotiið í hug að kanna landkosti í heilahúi landsmanna - núfær hún eitt- hvað að pæla í áður en Skagafjörður verður haðaður upp úr oltu. Islendingar orðnir rannsóknarefni, og rannsóknar- menn. Kominn tími til að fá fjárfesta til að kaupa hréfí Is- lendingaþáttum Dags? A 4

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.