Dagur - 07.02.1998, Qupperneq 5

Dagur - 07.02.1998, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 - 21 Dgptr. MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Úrþessu verdur kynlegur kokteiH, leikur sem ímargvíslegum skilningi fer fram „á mörkunum", í formhugsun, efnismeðferð og sjónarhorni - sem sagt íanda póstmódernismans eins og fram er tekið í kynningum - hvað annað? i i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 } Hver er í matinn? Leikfélag Reykjavíkur: FEITIR MENN í PILSUM eftir Nicky Silver. Þýðing: Anton Helgi Jónsson. Leikstjóri: Þór H. Tulinius. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Kári Gíslason. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins 4. febrúar. Þetta er í kynningum kallaður „gráglettinn gamanleikur" og eftir leikstjóranum er haft að verkið höfði „til púkans í okkur, þessa illkvittnislega húmors sem fær okkur til að hlæja að óförum annarra." Það er vægt til orða tekið. Sannleikurinn er sá að þetta leikrit er eitt hið ógeðsleg- asta sem hér hefur lengi sést, kaldranaleg mynd af því sem tekur við þar sem mennskunni sleppir, handan viö allt siðferði. Það getur verið að leikhúsinu þyki ekki skynsamlegt að mark- aðssetja leikinn hispurslaust og vilji því Ieggja áherslu á að þetta sé bara gamanleikur til skemmt- unar, en þá er verið að blekkja væntalega áhorfendur. Hitt er sjálfsagt að taka strax fram að leikurinn er skrifaður af mikilli kunnáttu, enda höfundurinn frægur og verðlaunaður leikhús- maður í Ameríku og víðar. Kynlegur kokteill Nicky Silver fer óvenjulega leið í þessu verki, blandar saman skopleik, absúrdleikhúsi og sál- fræðilegu fjölskyldudrama í góðri og gildri amerískri hefð (O’Neil, Williams, Albee). Úr þessu verður kynlegur kokteill, leikur sem í margvíslegum skiln- ingi fer fram „á mörkunum", í formhugsun, efnismeðferð og sjónarhorni - sem sagt í anda póstmódernismans eins og fram er tekið í kynningum - hvað ann- að? Höfundurinn er alltaf að segja áhorfandanum að þetta sé „bara leikur” með því að láta Ieikendurna tala beint til þeirra. Áhorfandanum er hins vegar ekki sú linkind sýnd að honum leyfist að skilja leikinn sem ein- bert fjarstæðuspil, heldur er jafnframt ætlast til að hann taki því sem hér er lýst sem blóðugri alvöru. Þegar villimeimskan tekur við Efnið er það að mæðginin Phyll- is og Bishop, ellefu ára sonur hennar, komast ein lífs af í flug- slysi á eyðieyju. Þau eru auðvit- að mótuð af nútímafirringu og hafa enga möguleika á að bjarga sér þegar komið er út fyrir borg- aralegt þjóðfélag. Eða hvað? Þegar siðmenningin missir tökin á fólki tekur villimennskan auð- veldlega við. Þau hafa sem sé lík farþeganna sér til framfæris. Á eyjunni eru þau svo í fimm ár og drengurinn verður kynþroska, leggst með móður sinni, breytist í ófreskju. Á meðan því fer fram hefur faðirinn, Howard kvik- myndaleikstjóri, tekið sér ást- konu sem er reyndar klám- myndaleikkona og gerir henni barn. Mæðginin konia aftur til siðmenningarinnar, frá öpunum á eyjunni, en það verður ekki auðveldlega snúið við og þau halda áfram uppteknum hætti, einkum Bishop sem er gerandi atburðanna. - Æ, ég hef varla geð í mér að rekja þennan óþverra öllu Iengra. Þrír stílar mætast Það er vandasamt að halda sam- hengi og samræmi milli þeirra stíltegunda sem leikurinn gerist í. Þetta hefur Ieikstjóra ekki tek- ist sem skyldi og hefði miklu stílfærðari leikmáti þurft að koma til. Höfundur lýsir þessu svo að fyrsti þátturinn sé ekki línulegur þar sem farið er fram og aftur í tíma og rúmi, annar þáttur, heillegur í atburðarás, nefndur kammerfarsi, og sá þriðji réttarhaldaleikrit. „Vand- inn í uppsetningu er,“ segir Sil- ver, „að finna hvar þessir þrír stílar mætast, ekki hvar þeir greinast að“. Fyrsti hlutinn, þar sem mæðginin eru á ströndinni áður en óhugnaðurinn hefst var áber- andi bestur í sviðsetningunni enda einfaldastur. Einkum þótti mér Jóhann G. Jóhannsson fara þar skemmtilega með hinn unga, stamandi, innskeifa Bis- hop, sem hefur Katherine Hep- burn á heilanum og talar linnu- Iaust um hana. Þarna er á ferð leikari sem ég hef ekki séð mikið til áður. Það er mikils krafist að eiga að sýna umbreytingu frá saklausu barni yfir í ófreskju. Jó- hanni tókst að vísu ekki alltaf að framkalla þann hroll hjá áhorl’- andanum sem þurft hefði, en gerði margt vel. Síðasti þáttur- inn, á geðsjúkrahúsinu, yfir- heyrsla læknisins, er slakastur, of líkur því sem maður er búinn að fá sig fullsaddan af úr amer- ískum leikritum og kHkmynd- um. Að ofbjóða áhorfendiun? Hanna María Karlsdóttir var ágæt í byrjun, en það vantaði nokkuð á demóninn og ör\'ænt- inguna í leik hennar þegar á leið, sem ef til \áll er sök leik- stjórans. Sömuleiðis þótti mér Eggert Þorleifsson daufur og ósérkennilegur sem Howard, - hann leikur líka Nestor geð- lækni, - og er greinilega tilætlun höfundar að læknirinn og faðir- inn renni saman, eins og Pam og geðsjúklingurinn Popo Mart- in sem Flalldóra Geirharðsdóttir leikur. Henni farnaðist að ýmsu leyti best leikendanna og tók einkum Pam sannfærandi tök- um. Annars er um persónugerð- irnar yfirleitt það að segja að hið póstmóderníska tvísæi gerir áhorfandanum erfitt að taka þær alvarlega - og þar með raunar það lífræna inntak sem í verkinu felst. - Þýðing Antons Helga er lipur og munntöm, en alltaf finnst mér hin amerísku fúkyrði, sem yfirfljótanleg eru hér, hljóma ankannalega þýdd á ís- lensku. Um ytri búnað leiksins er allt gott að segja, skógurinn á eynni var einkum vel heppnaður. - Þetta leikrit fjallar sem sagt um það þegar manneskjan breytist í dýr. Flvers vegna? Er eitthvað í lifnaðarháttum nútímafólks sem kallar á slíka afmönnun? Kannski firring afþreyingariðn- aðarins sem persónurnar lifa og hrærast í? Ekki get ég séð að höfundurinn varpi neinu ljósi á það. Læðist að manni að kannski hafi honum einkum gengið til að ofbjóða áhorfend- um, markaðssetja Hðbjóðinn. Það er eitthvert tómahljóð í þessu öllu þegar upp er staðið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.