Dagur - 07.02.1998, Síða 7

Dagur - 07.02.1998, Síða 7
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998- 23 LIFIÐ I LANDINU Los Klikkos Áhugamál í hófi! A Igjör söfnunarfíkíll eru orð sem hann notar til að lýsa sjálfum sér, segir sig Los Klikkos. Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi bankofull- trúi áAkureyri, erfé- lagsmálatröll sem sofnarfróðleik. Söfnunaráráttan og félagsmála- áráttan er nánast samtvinnuð hjá honum. Hvoru tveggja er eitthvað sem hann sökkvir sér í. I öllum þeim félögum sem hann hefur starfað þá hefur hann ver- ið settur ritari eða formaður og orðið þannig ritari eða formaður sem tekur til, heldur til haga ýmsu því sem enginn annar ger- ir eða nennir. Eftir ritarastörf hjá Leikfélagi Akureyrar og Knattspyrnufélagi Akureyrar settist hann t.d. niður og skrif- aði merkar bækur þessara fé- Iaga. Við þær skriftir, og margar aðrar, hefur kjallarinn góði und- ir heimili hans reynst vel enda fullur af fróðleik sem Haraldur hefur viðað að sér í gegnum árin. „Eg tek ekki eftir því að hafa límt mig við félagsstörf í 40 eða 50 ár,“ segir Haraldur, en hann var 16 ára þegar þetta félags- málavafstur byrjaði. „Eg var snemma settur í stjórn Tónlist- arfélagsins og Leikfélagsins. Eg var einn af stofnendum Lions- klúbbsins Hugins 1959 og ég hef starfað í Oddfellows frá 1960. Það er bara brot af þessu. Núna er ég í aegilega fínum fé- lagsskap sem heitir Karl II. Það eru karlar yfir 65 ára aldur sem nenna að sitja tvo eða þrjá tíma yfir kaffibolla, spjalla og hlusta á góðar vísur og ýmsan gamlan fróðleik.“ Var „svaka leikari“ Fyrir nokkrum vikum var Har- aldur sæmdur fálkaorðunni af forseta Islands fyrir störf að fé- lags- og menningarmálum. „Ég vil ekki vera að veifa þessari medalíu á bringunni. Ég held að ég hafi aðallega fengið hana fyr- ir þessar íjórar bækur sem ég hef komið frá mér. Skíðakappar fyrr og nú, 1981, Saga leiklistar á Akureyri, 1992, Haukur list- málari, 1995, og Saga KA, 1997.“ Þegar hann er spurður að því hvort hann sé ekki stoltur af þessari viðurkenningu segist hann í fljótu bragði ekki vita það. „Jú, jú, ætli ég geti ekki sagt það. Það var geysilegt verk að skrifa þessar bækur, sérstak- lega Sögu leiklistar á Akureyri. Ég var fjöldamörg ár með hana, sat á Aintsbókasafninu, fletti blöðum og leitaði. Eg fór t.d. tvær yfirferðir í gegnum elstu Akureyrarblöðin og svo Dag og Islending einungis til að athuga hvort ég fyndi ekki eitthvað um það hvað var leikið og hvenaer." Haraldur starfaði í mörg ár með Leikfélagi Akureyrar. Byrj- aði í leiklistarstússinu, eins og hann orðar það, 1954 þegar hann lék skrítinn þjón í Meyjar- skemmunní. Stússið leiddi hann síðar í stjórn LA og það stjórnar- starf hafði það upp úr sér að hann fór að gera skrá yfir verk félagsins frá upphafi. Að lokum skrifaði hann sögu leiklistarinn- ar á Akureyri. „Eg var svaka leik- ari. Það var nú ekkert smáræði," segir hann og glottir. „Eg lék frá 1954 til 1967. Þetta voru um 10 til 12 hlutverk. Ég hætti því vegna þess að ég nennti ekki að læra texta. Ég þurfti að hafa hvíslara sitt hvoru megin við mig og svo ráfaði ég á milli þeirra til að vita hvað ég ætti að segja næst. Það var gaman að vera í þessu leiklistarstússi og ég er nokkuð ánægður með þessa leikhúsbók mína.“ Verð alltaf ritari „I öllum þeim félögum sem ég hef starfað með þá hef ég lent í því að verða ritari eða formaður. Eg sökkvd mér niður í allt sem ég geri. Sem ritari þessara félaga þá hef ég alltaf teldð það saman hvenær félögin voru stofnuð, hverjir voru upphafsmenn, hverjir hafa verið í stjórn frá upphafi. Þetta er árátta og ekk- ert annað. Að taka saman smá fróðleik um tilgang félaganna, hvaða gagn þau hafi gert og til hvers þau hafi verið að þessu. Það er nú það.“ Af hverju varð hann alltaf rit- ari? „Maður er alltaf eitthvað að steita sig, þykjast vita hlutina betur en aðrir, alltaf að rífa kjaft. Eg vildi hafa hlutina skipulagða, skrifa þá niður, þannig að allt lægi klárt fyrir. Það vantaði oft reglusemi og mátti laga til í mörgum félögun- um. Eg gat ekki þagað.“ Sem rit- ari þá hefur Haraldur mikið haldið því til haga sem gerst hef- ur í félögunum. Hann er því svolít- ið fróðari en margir aðrir, eins og hann segir, og út frá ritara- starfinu fór hann að skrifa meira og meira. En hann hefur ekki eingöngu haldið þeim fróðleik til haga. Hann segist safna öli- um fróðleik, eins og sjá má í kjallaranum á heimili hans, sem er fullur af blöðum. Heilu stafl- arnir þekja gólfin. Ekkert annað en inania Er hann haldinn söfnunarúráttu? „Já, ég er vægast sagt algjör söfnunarfikill. Kannski sá al- v'ersti. Ég safna mynt og frí- merkjum, seðlum og aðalblaði hverrar þjóðar. Eg hef ekkert pláss fyrir þetta og konan fölnar í hvert skipti sem hún fer niður að hengja upp þvottinn. Núna er ég að safna saman öllu sem ég finn um söngvara á Islandi. Ég hef safnað þessu jafnhliða öðru. Ég geymi mikið úr blöð- um, heilu síðurnar. Fyrir utan allt annað sem ég safna úr blöð- unum. Það er bara örlítið brot af því sem ég held til haga. Ég safna líka öllu um það „hver er mað- urinn“. Það eru afmælis-, dánar- og viðtalsgreinar við fólk. Ég á upplýsingar um 60 til 70 þús- und manns.“ Þetta er ólæknandi söfnunar- manía hjá honum. „Þetta er eins og sumir geta ekki hætt að reykja. Aðrir safna og geta ekki hætt því. Finnst það eðlilegt og sjálfsagt. Maður heldur alltaf að maður sé að bjarga einhverjum verðmætum með þessu. Hirða það sem aðrir fley'gja. Til hvers að vera birta grein ef hún hefur ekkert gildi? Al’ hverju að Ieggja vinnu í grein sem er svo ómerki- leg að henni er fleygt í rusla- tunnuna daginn eftir? Þetta er elja og bilun," segir hann. „Öfgar líka. Eins og hjá þeim sem setjast við græna borðið og spila bridge alveg frá því dimmir í september og fram yfir páska og hafa ekki hugmynd hvað tímanum líður. En er ekki hverjum manni nauðsyn að hafa eitthvert áhugamál, svona innan hæfilegra marka? Þetta kalla ég allt Los Klikkos." HBG í kjallaranum, innan um allan fróðleikinn. Haraldur hefur i huga að gefa Amtsbókasafninu blaðasafnið sitt en hann kemur fljótlega til með að þurfa að fara i gegnum það. Hann og eiginkona hans, Elisabet Kemp Guðmundsdóttir, eru nefnilega farin að hugsa sér til hreyfings og ætla að minnka við sig. „Ég kvíði því ekkert að fara ígegnum þetta. Það er eitt afþví skemmtilegasta sem ég geri.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.