Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGUR 7. F E B K Ú A R 199B LÍFIÐ í LANDINU Hildur Björk á fullu að Reykjalundi. Endurhæfingin gengur aö óskum. - mynd: hilmar HildurBjörkHilmarsdóttir, 27 ám kennari og flugfreyja, greindist með bráðahvítblæði fyrir þremurog hálfu ári. Á síðasta hausti var Ijóst að aðeins eittgat bjargað lífi hennar, mergskipti. Ágústa, náin ogkæryngri systir, 25 ára, reynd- ist með nánast samskonar merg. Hún hafði ákveðiðfyrirlöngu aðgera alltsem í hennar valdi stæði til að bjarga lífi stóru systur sinnar, efmeðþyrfti. Hildur og Ágústa systirhennar féllustáað segja lesendumfrá lífsreynslu sinni. Það var í sept- ember 1994 að Hildur Björk kom heim frá Saudi-Arabíu. Þar sem hún hafði unnið sem flugfreyja í þrjár vikur í pílagrímaflugi hjá Atlanta. Hjá því félagi hafa þær systur báðar unnið, og Hild- ur éinnig hjá Flugleiðum. Sum- arið hafði verið gott. Framtíðin var björt hjá ungri og glæsilegri stúlku sem var að ljúka við Kennaraháskólann. Hildur hafði unnið um sumarið sem leiðbein- andi í Nauthólsvík við að kenna krökkum að róa og sigla, brjáluð vinna, en verulega við hæfi Hildar sem hefur gaman af kennslunni. Síðan þá, reyndar með hléi, hefur hún barist við illvígan sjúkdóm, bráðahvítblæði. Allt bendir til að henni hafi tekist að vinna sigur á meininu. Hún er komin heim frá Svíþjóð eftir mikla meðferð, mergskipti, sem greinílega hafa heppnast vel. Með bættri tækni í mergskiptum hafa fjölmargir eignast nýtt líf á síðari árum. Þungur dómur, - hvítblæði „Veikindin komu skyndilega í september. Eg var nýbyTjuð á þriðja ári í Kennaraháskólanum og hlakkaði mikið til. Eg tók eftir því um þetta leyti að ég var alltaf svo þreytt. Eg reyndi að halda mér í formi og hjólaði því í skólann á fjallahjólinu mínu. A leiðinni sá ég bara stjörnur. Mig langaði mest til að leggja mig á næstu umferðareyju og hvíla mig. Þegar ég var komin í skól- ann var púlsinn kominn upp úr öllu valdi. Ég var búin að vera í skólanum í svona rúmlega viku og var í sundi. Stelpurnar störðu á mig í sturtunni og spurðu hvað hefði eiginlega komið fyrir. Ég var öll útsteypt í marblettum, alveg eins og ég hefði verið lúbarin. Þannig var það náttúr- Iega ekki og ekki hafði ég heldur dottið," sagði Hildur Björk Hilmarsdóttir í samtali ríð Dag. Hildur sneri sér til móður sinnar, Sigríðar Kristinsdóttur hjúkrunarfræðings. Og hún ræddi Iíka við kennara sína. Fyrst töldu margir að hugsan- lega væri um járnskort að ræða, eða að næringin hefði verið svo léleg úti í Jeddah að um væri að ræða vannæringu. En jafnframt var henni bent á að fara strax í blóðprufu, og það gerði hún. Þar fékk hún fréttir, fyrsta áfall- ið af mörgum. Hún var kölluð í nýja blóðprufu kortéri eftir þá fyrri, sem ekki hafði boðað gott. Hildur segir að eftir þetta erfiða erindi á St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði hafi hún farið heim til sín í Ásgarð. Hún fór út í garðinn og sofnaði þar í góða veðrinu. Hún vaknaði ekki fyrr kærastinn hennar kom heim og vakti hana. Sigríður móðir Hild- ar er svæfingarhjúkrunarfræð- ingur við skurðdeild St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði og þekkir því vel til í heilbrigðiskerfinu. Hún hringdi í dótturina og það duldist henni ekki að móðir hennar var áhyggjufull. Eitthvað alvarlegt virtist á seyði. Sigríður sagði dóttur sinni að læknarnir vildu rannsaka hana nánar, hún ætti að mæta klukkan sex á sjúkrahúsinu til innlagnar. Sjálf vildi hún gera sem minnst úr hlutunum. „Ég hélt að ég væri með blóð- eitrun eða eitthvað slíkt, sem ég hefði fengið úti í Jeddah. Ég fór bara í bæinn eftir að tala við mömmu. Svo fáránlegt sem það hljómar núna, þá var ég með hugann við útskriftina að vori. Ég ætlaði að kaupa dragtarjakka, var búin að kaupa buxurnar áður. Ég var alveg staðráðin í að útskrifast eftir þennan vetur,“ sagði Hildur þegar hún rifjaði upp aðdragandann að veikind- unum. Daginn eftir voru blóðprufur teknar og í kjölfarið var hún sett í einangrun. Hún segist bókstaf- Iega hafa misst málið. Enginn mátti koma nálægt henni eða snerta hana. Hún hélt hún væri að deyja. Hún var dofin og þreytt. Þennan dag var hún flutt í sjúkrabíl á Landspítalann, krabbameins- og lyflækninga- deild. Á mánudeginum fór hún í mergstungu. Þann dag féll líka dómurinn. Hún gekk með blóð- krabbamein, bráðahvítblæði, - AML. „Þetta kemur ekki fyrir mig...“ - Hvernig tókstu þessum tíðind- um? „Þetta var hræðilegt. Allt í einu riðlaðist bókstaflega allt. Verst af öllu var að missa af skólanum fannst mér, auðvitað var það aukaatriði eftir á að hyggja. Ég hafði eins og aðrir hugsað sem svo að „þetta kemur ekki fyrir mig, bara aðra.“ Ég scm alltaf hafði lifað heilbrigðu lífi, stundað íþróttir og útivist og forðast alla óreglu. En nú var ég haldin banvænum sjúkdómi, þetta var mikið áfall,“ segir Hildur um þetta ferli. Á örfáum fallegum haustdögum var tilveru hennar ógnað. Fljótlega varð hún mjög veik og lá í móki marga daga með háan hita. Hildur fór í tvenns- konar meðferð. Fyrst í uppbygg- ingarmeðferð á nýjum lyfjum sem þá voru nýkomin hingað, til þess að bæta blóðið. Þegar blóð- ið var því sem næst eðlilegt hófst fyrsta lyfjameðferðin af sjö. Hver meðferð stóð í fimm daga og upp í viku. Alla með- ferðina var hún með sídreypi í hjartaæð og stöðugt bundin spít- alanum. Fyrsta og síðasta með- ferðin reyndust erfiðastar og voru mjög óhugnanlegar. Allar reyndu meðferðirnar mikið á lík- ama og sál og voru erfiðar. Hildur stundaði skólann um veturinn af og til af miklum dugnaði milli þess sem hún dvaldi á spítalanum í meðferð. Sjö mánuðum eftir að sjúkdóm- urinn uppgötvaðist var hún út- skrifuð úr sjöundu meðferðinni og komið fram á vor 1995. Og hún útskrifaðist sem kennari af íþróttabraut frá Kennaraháskóla Islands þetta sama vor. „Það var stórkostleg tilfinning að útskrifast af spítalanum. Ég skellti mér beint í æfingakennslu uppi í Réttarholtsskóla daginn eftir. Ég var auðvitað grá og guggin og krakkarnir hálfhrædd- ir við mig,“ segir Hildur og hlær við. „Ég var með hatt eða húfu til að hylja hárleysið. En krakk- arnir voru fín og skilningsrík." Hildur segist hafa mætt mikl- um velvilja og skilningi. En það sem kom henni þó á óvart í sjúkdómsferlinu var að vinir hennar tveir, góðir vinir, urðu hræddir við hana þegar hún kom til baka. Þeir heilsuðu ekki. Hún segir að þeir hafi örugglega fundið til með henni, en við- brögð þeirra hafi samt orðið þessi, hræðslutilfinning. Stund- um verða viðbrögðin einmitt þveröfug \ið það sem fólk vill ef til vill að þau verði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.