Dagur - 07.02.1998, Page 14

Dagur - 07.02.1998, Page 14
30 -LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 v&r- HEILSULÍFIÐ 1 LANDINU eignir Að verða foreldrí 15-16 ára er ekki auðvelt hlutskipti og fæstir myndu kjósa sér það. Sóley Bender hjúkrunarfræöingur heldur rabbfund á þriðjudaginn, þar sem hún tekur fyrir efnið: Eru barneignir algengar meðal ungs fólks á islandi? mynd: eól „Við íslending- ar skerum okkur töluvert úr hvað varð- ar barneignir og viðhorf til þeirra," segir Sóley Bender, formaður Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir. „Varðandi viðhorf gagnvart barneignum almennt hérlendis, er viðmiðunin sú að eiga þrjú börn, sem er nokkru hærra en annars staðar í Evrópu. Ef við skoðum svo fjölda fæddra barna, þá eru þau 2,1 á hverja konu hérlendis, en í Þýskalandi 1,2 og á hinum Norðurlöndunum 1,8. Þannig að munurinn er talsverður.“ Sóleyju finnst forvitnilegt að skoða hvort og hvernig viðhorf þjóðfélagsins til barneigna skilar sér til unga fólksins og hvort það þykir sjálfsagt að þessi viðteknu viðhorf gildi um það líka. Fræðsla um kynlíf nauðsynleg Hér á landi er tiltölulega há tíðni barn- eigna meðal ungs fólks, en hefur þó farið Iækkandi á síðustu árum. Hins vegar hef- ur fóstureyðingum farið fjölgandi og spurning hvort þunganir eru ekki álíka margar eftir sem áður. Hérá landi er tiltölulega há tíðni bameigna meðal ungs fólks. „Því er spurning um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir óæskilegar þungan- ir hjá ungum stúlkum. Þar ber auðvitað fyrst að nefna fræðslu um kynlíf og barn- eignir og svo hvort getnaðarvarnir fást nógu víða og eru á nógu góðu verði,“ seg- ir Sóley. „Eg gerði viðhorfskönnun árið 1996,“ segir Sóley, „og þar kom fram að ungt fólk hefur mjög eindregna skoðun á því að eignast ekki börn of snemma. Hins vegar vill það gjarnan fá fræðslu og að geta leit- að á sérhæfðar móttökur varðandi kynlíf og barneignir og fá þar ráðleggingar." Vísiriim er koininn I Hinu Húsinu er kominn vísir að slíkri miðstöð, en hún er á tilraunastigi enn og hefur ekki mikið að segja á landsvísu. „Þetta myndi verða miklu markvissara ef til dæmis væri hægt að nota heilsugæslu- stöðvarnar til að koma upp slíkum mið- stöðvum. En fólk er gjarnan feimið og því þarf að gæta þess að koma vel til móts við það og gæta þess að því líði vel við það að koma og leita upplýsinga. Við vitum að ungar stúlkur kvíða því oft að heimsækja kvensjúkdómalækna og eitt af því sem þarf að gera er að gera þær heimsóknir þægilegri,“ segir Sóley. „I Bandaríkjunum kom það fram í könn- un að þegar hægt er að flétta saman þjón- ustu og kynfræðslu, þá verður úr því heild- ræn þjónusta sem nýtist unga fólkinu vel,“ segir Sóley Bender. VS Kynhvöt Lesandi hafði samband og var að velta fyrir sér mismunandí kynhvöt fólks. Hvort það væri til í dæminu að fólk hefði nánast enga kynhvöt eða kynlífslöngun og væri eins og hann orðaði það náttúrulaust. Þessi ákveðni lesandi nefndi sem dæmi þá sem væru til dæmis einsetumenn allt sitt líf. Því er til að svara, að kynþörf og kynhvöt er mjög einstaklingsbundin og þekkjum við öfgar í báðar áttir, svo sem óeðlilega mikla kynhvöt sem í seinni tíð hefur verið kölluð kynlífs- fíkn og svo í hina áttina algjört skírlífi. Það er magn testosterons í blóði beggja kynja sem stjórnar kynlöngun fólks. Ef um er að ræða einstakling, sem hefur litla eða alls enga kynlöngun og magn testosterons í blóði er lágt, getur hormónagjöf hjálpað. Slík meðferð þarf alfarið að fara fram und- ir eftirliti Iækna og eru þá kvensjúkdóma- og þvagfæraskurðlæknar sjálfsagt bestu kostir í stöðunni. Kynþörf fólks tengist líka aldri og er talið að kynþörf karla sé í hámarki um tví- tugt og eftir það fari að draga úr henni hægt og sígandi. Hjá konum eykst hins- vegar kynþörf með aldrinum. Þegar höml- ur minnka gengur þeim oft betur að fá fullnægingu og eru oft kynferðislega virkastar í kringum Oft heyrast vangaveltur um staðla í kynlífi og er þá verið að fiska eftir upplýsingum um hversu oft í viku eða mán- uði fólk stundar kynlíf. Slík viðmið er nær ómögulegt að gefa fólki, því það er sumum pörum jafn eðlilegt að stunda kynmök einu sinni til tvisvar í mánuði og það er öðrum að stunda kynlíf sjö sinnum í viku. Til er að fólk velji það að stunda skírlífi (stundar alls eldœrt kynlíf af neinu tagi) og er það vel þekkt við sum trúarbrögð, svo sem nunnur, munkar og kaþólskir prestar. Þessir einstaklingar líta þá gjarn- an skírlífið sem líkamlega fórn til guðs, sem þau færa af fúsum og frjálsum vilja. Víða í Austurlöndum er til hugtakið „sæðismáttur". Þar er átt við þann kraft sem karlmenn öðlast við að missa ekki frá sér sæði og stunda því skírlífi eða kynlíf án sáðfalls, til að halda orku í ' líkamanum.Tímabundið skírlífi er einnig vel þekkt, svo sem meðal íþróttamanna og jafnvel lista- manna, þar sem fólk iðkar ekki «- kynlíf tímabundið til þess að geta beint kynorkunni að ákveðnu mark- miði. Rannsóknir hafa sýnt að ef ein- hver breyting verði á kynþörf við langvar- andi skírlífi, þá sé það heldur að kynþörf- in minnld en hitt. Þetta á þó ekki við um ungt fólk sem stundar ékki kynlíf tíma- bundið, til dæmis vegna fjarveru að heim- an vegna vinnu. Vonandi svarar þetta einhverjum spurn- ingum, en hikið ekki við að hafa samband, ef þið óskið eftir að tekið verði fyrir eitt- hvað sérstakt efni. Öfundog afbiýði- semieru vísttil Afbrýði er tilfinning sem bærist í brjóst- um margra og á fullkominn rétt á sér þó að langflestir vilji helst bæla hana niður og alls ekki kannast við hana. Þegar nánar er að gáð er afbrýði þó fyllilega eðlileg tilfinn- ing, ein af mörgum sem hrærist í mann- fólkinu. Það er þess vegna kannski alveg eins gott að leyfa henni að koma upp á yf- irborðið, kannast við hana blessaða og leyfa henni að vera til. Maður hlýtur að spyrja hvort það sé ekki eðlilegt að finna til afbrýði í einhverjum mæli. Svarið liggur í augum uppi. Auðvitað er eðlilegt og allt í lagi að vera afbrýðisamur. Af og til. Neikvæðni hefur verið ríkjandi kringum þessa tilfinningu, kannski vegna þess að það er helst talað um hana eins og hún birtist þegar hún fer út í öfgar f sambandi kynjanna. Karlmaður getur til dæmis orð- ið afbrýðisamur þegar aðrir menn horfa á eða daðra við konuna hans á balli og sjálf- sagt getur kona orðið afbrýðisöm út í vin- konu sína, sérstaklega út af einhverjum karli. Svona fólk er til. Mönnum þykir það slæmt að vera afbrýðisamur en enginn kannast við að hann sé það sjálfur. En þrátt fyrir allt getur afbrýðisemin látið á sér kræla á öllum tímum við allar aðstæð- ur. Það er staðreynd. Önnur neikvæð tilfinning, náskyld af- brýðiseminni en sjálfsagt enn viðkvæmari, er blessuð öfundsýkin. Öfund bærist ör- ugglega innan í hverjum einasta líkama í landinu þó að enginn vilji kannast við hana eða leyfa henni að vera til af því að hún þykir svo neikvæð og „slæm“. Samt er öfundin eðlileg tilfinning að finna til við ýmsar aðstæður og allt í lagi að hafa hana og vita af henni. Það verður þó að viður- kennast að sjálfsagt getur það orðið slæmt, og kannski verst fyrir mann sjálfan, ef öf- undsýkin fer út í öfgar. Öfund er eftir allt saman einn þáttur af mannlegu lífi, af mannfólkinu sjálfu, en getur birst í leið- indaformi, baktali, átökum milli manna og öðru þvíumlíku. Mannskepnan, með huga sinn og hugsun, er þeim stórmerkilegu eiginleikum gædd að vera alltaf að keppa að einhveiju marki í lífi og starfr. Auðvitað hefur þetta komið mann- inum þar sem hann stendur í dag en öllum árangri íylgja kostir og lestir. Mennirnir hafa tilfinningar, eru metnaðargjarnir og vilja halda áfram. Þeir bera sig saman við aðra menn, sjá hvaða árangri þeir ná og vilja gera betur. Það er keppnisandinn sem krælir á sér og kannski einhver skammtur af öfund. Hjá því verður ekki komist. Þetta hefur til dæmis birst mjög áþreifanlega í lífsgæða- kapphlaupinu, sem Is- lendingar eru meistar- ar í og því ætti hver og einn að líta í sinn barm, sjá öf- undina og sam- þykkja hana. Hún íyrirfinnst í okkur öllum. er bara verst ef tilfinningar á borð við öfund eða afbrýði- semi verða sjúk- legar - þá þarf ef- laust að leita hjálpar hjá lækn- um eða öðrum sérfræðingum. Guðrún Helga Sigurðardótt- irghs@ff.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.