Dagur - 07.02.1998, Qupperneq 18

Dagur - 07.02.1998, Qupperneq 18
34- LAUGARDAGVR 7. FEBRÚAK 1998 POPPLÍFIÐ í LANDINU Lywytr Samtök með iimdeild markmið Um síðustu helgi fögnuðu tónskáld og aðrir höfundarréttarhafar því að hálf öld er lið- in frá stofnun hagsmunafélags þeirra, STEFs, Samtaka Tónskálda og Eigenda Flutn- ingsréttar. Oftar en ekki fer það saman, að tónskáldin og aðrir þeir sem talist hafa til rétthafa eru jafnframt tónlistarmenn og má ætla að svo sé yfirgnæfandi meðal íslenskra rétthafa. Núver- andi formaður samtakanna er t.a.m. hinn landsfrægi poppari með meiru, Magnús Kjartansson. Það var hins vegar tónskáldið Jón Leifs, sem var hvatamaður- inn að stofnuninni og gegndi fyrstur manna for- mennsku í samtökunum. Afmælinu var vel fagnað um síðustu helgi, m.a. með frumflutningi á hinu mikla verki Jóns Leifs, Dettifossi og öðru nýju eftir Hauk Tómasson. Þá er komin út bók um starfsemi og sögu STEFs er nefnist, Þú skalt ekki stela. Höfundur er Sigurður R. Pétursson lögfræðingur og einn af ötul- ustu starfsmönnum samtakanna í gegnum tíðina. Hlutverk STEFs er það helst að'berjast fyrir hags- munum félagsmanna sinna, sjá til þess að þeir fái það sem þeim ber fyrir notkun á tónlist þeirra. Þessi Sar- átta hefur alla tíð verið hörð og erfið og er það svo sannarlega enn. Gagnvart útvarpi, skemmtistöðum og fleirum hefur innheimta á gjöldum eftir ákveðnum reglum um spilun komist í nokkuð viðunandi horf, en betur má ef duga skal að mati STEF-félaga. Að notk- un á verkum þeirra verði skilgreind sem einhverslags leiga í víðu samhengi, mun vera mikið baráttumál, auk þess sem glfma við smaerri opinbera staði á borð við rakarastof- ur heldur áfram. Barátta við viitdmyHux Á þessum tímamótum í sögu STEFs er þó rétt að staldra svolítið við og spyrja á hinn bóginn hvort þessi barátta, t.d. hvað varðar áðurnefnda innheimtu á gjöldum þar sem vissa þykir vera um að tónlist sé látin rúlla úr útvarpinu eigi í raun rétt á sér. Þá má og velta því upp hvort sú barátta og tilraunir að halda í við alla öru tækniþróunina sem gerir kleift að miðla tónlist meðal margs annars til fjöldans, sé ekki einfaldlega slagur Magnús Kjartansson er núverandi for- maður i STEF. við vindmyllur að hætti Don Kikóta, m.ö.o. vonlaus og til einskis gagns? Hvað tæknina varðar, virðist það t.a.m. blasa við að ómögulegt er að fylgjast með öllu sem hún bíður upp á í þessum efnum. Það væri að vísu hægt í tilfelli netsins að reyna að mynda „STEFHER" til að vakta og rekja alla þá sem dirfast að setja tónlist upp, en til þess þyrfti ómælda vinnu og vökur, sem vart myndu skila nema takmörkuðum árangri. Svo er það eilífa þrætueplið um gjöldin fyrir notkunina/leiguna á tónlistinni með meiru ef um er að ræða opinbera staði. Fyrir það fyrsta gildir það sama um þetta og tæknina, að afskaplega erfitt sýnist að hægt sé að fylgjast með öllum þessum stöðum. Finnst manni einhvern veginn að leiðin til að framfylgja þessu og sýna fram á að þetta sé ómaksins virði, sé álíka „auðveld" og sú að framfylgja upptökubanninu úr ljósvakafjöl- miðlunum eða að koma í veg fyrir að fólk IJölfaldi tónlistina sem það hefur keypt, taki upp á snældur fyrir vini og vandamenn o.s.fn'. Þegar og svo þar sem það annars telst ótvírætt að tónlist hafi verið útvarpað, vilja v'iðkomandi eigendur/aðstandendur samt sem áður ekki viðurkenna sína „skuld“ og telja engum koma við þótt þeir hafi kveikt á útvarpinu. Og þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni. Er ekki búið að borga? I Ijósi nokkurra staðreynda er líka ekki að undra að menn séu ókátir með þessa gjald- kröfu rétthafa. Hvernig er það með útvarpið á rakarastofunni, sem látið er ganga yfir daginn, svo dæmi sé tekið. Er í raun ekki búið að borga fyrir flutninginn? „A ég að fara að borga aukalega fyrir að hlusta á útvarpið í vinnunni ofaná afnotagjaldið, fyrir eitt- hvað sem t.d. RUV er sjálft búið að borga fyrir, þ.e. að mega útvarpa og það ekki einu sinni heldur tvisvar. Fyrst með því að greiða fyrir viðkomandi eintak frá Skífunni t.d. og svo aftur STEFgjaldið sérstaka. Maður kyngir nú ekki svona rugli orðalaust." I þessum dúr og öðrum svipuðum hafa ýmsir rakarastofueigendur og fleiri eflaust mælt þegar þetta viðkvæma deilumál er annars vegar og hafa þar nokkuð til síns máls. I framhaldinu vaknar svo sú spurning hvort fleiri rétthafar í öðrum greinum, t.d. rit- höfundar ættu ekki sama rétt ef STEFdæmið gengi upp. Þ.e.a.s. hvort t.a.m. frændi þess sem þetta ritar, Thor Vilhjálmsson, ætti þá ekki Iíka að fá greitt frá rakarastofu- eigendum og öðrum sem hafa opið fyrir lestur hans á sögunni Raddir í garðinum, sem hann er að lesa þessa dagana á Rás 1? Fyrir hefur þó útvarpið að sjálfsögðu greitt Thor lesturinn og ef að líkum lætur líka keypt eintakið sem hann les upp úr. (Það er þó ekki víst). En hvað sem þessum álitamálum Iíður er tilvera STEFs ótvíræð og hafa samtök- in komið mörgum réttlætismálum í kring fyrir sína umbjóðendur og munu eflaust gera það ádeilulaust í komandi framtíð. Virðingarvottur Hann er heldur betur glæsilegur hópurinn sem feng- inn hefur verið til að votta hinum látna „flöskuháls- blúsara" (Slide gítar) Hound Dog Taylor, virðingu á plötunni Hound Dog taylor A tribute (Let’s have some fun). Luther Allison, Ronnie Earl, Giorge Thorogood, Steady Rollin’Bob Margolin, Sonny Landreth, Dave Hole, LiI’Ed & the Blues Imperials, Vernom Reid (fyrrum gítar- leikari fönkrokksveitarinnar merku Living Colour) með Alvin Youngblood Hart og fleiri túlka þarna mörg af helstu lögum Hound dog af mikilli innlifun og gleði. Ur verður samsafn sem vart gerist skemmtilegra ef miðað er við ann- að af sama tagi. Hound Dog, sem réttu nafni hét hvorki meira né minna en Theodore Rosewelt Taylor, fæddist 1916 og Iést 1975. Hann var ekki bara góður gítarspilari og söngvasmiður, heldur líka einstakur gleðigjafi í fátækrahverfum Chicago- borgar og er ekki hvað síst minnst fyrir hressleikann sem einkenndi hann. En upphefð hans kom þó ekki fyrr en á síðustu æviárunum og raunar varð hann aldrei mjög fræg- ur í Iifanda lífi, en eftir dauða sinn hefur vegur hans eins og svo margra annarra listamanna úr hinum margvísleg- ustu greinum, vaxið hröðum skrefum. Hann er í dag álit- inn með þeim merkari í sinni grein, t.d. á við Elmore James, sem Hound Dog dró ekki hvað síst dám af sjálfur í Slide/Bottleneck stílnum. Með sinn skemmtilega stíl sem m.a. markaðist af fingramissi, var Hound Dog kominn fast að fimmtugu áður en hann tók upp sína fyrstu plötu undir merkjum hins virta og nú eins helsta útgáfufyrirtækisins í blúsn- um í dag, Alligator Records. Var það stofnandi út- gáfunnar, upptökustjórinn með meiru Bruce Iglauer sem tók Hound Dog upp á sína arma skömmu eftir að hann hafði stofnsett fyrirtækið og urðu plöturnar alls fjórar sem komu út með kappanum. Þennan nýja virðingarvott ættu blúsáhugamenn ekki að láta fram hjá sér fara. Plötuna ætti t.d. að vera hægt að fá hjá Japis. Nokkur laganna hér hafa að vísu komið út áður m.a. með Lil’Ed og Bob Margolin, en það ætti ekki að skemma fyrir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.