Dagur - 07.02.1998, Síða 19
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 - 35
LÍFIÐ í LANDINV
Landogþjóð
Varúð á vegum. Afhvaða tilefni í umferðarmál-
um þjóðarinnar var þessi mynd tekin, fyrir tæpum
þrjátiu árum?
Hver er virkjunin. Hver er þessi virkjun sem við
sjáum hér á mynd og i hvaða á er hún?
Söngkonan. Þessi sællega söngdrottning sem
við sjáum hér á mynd hefur náð langt, þrátt fyrir
ungan aldur. Átt til að mynda mörg af vinsælustu
lögum landsins, síðustu ár. Hver er hún?
Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu i Reykjavík var
vígt árið 1950. Hvaða fjórir herramenn hafa vermt
stól þjóðleikhússtjóra á þeirrí tæpu hálfu öld síð-
an starfsemi hófst þar óg hver er arkitekt
hússins?
Þessi mynd er af nýjast skólahúsi Akureyrar-
bæjar, sem tekið var í notkun síðastliðinn mánu-
dag. Hvað heitir þessi skóli og í hvaða bæjarhluta
er hann?
1. Hann er fæddur í einu fámennasta byggðarlagi
landsins, sem er við afskekktan Ijiirð austan-
lands. Faðir hans var alþingismaður og ráð-
herra, en maðurinn sem um er spurt hefur get-
ið sér orð sem einn fremsti vísindamaður á
sínu sviði hérlendis. Hann var til að mynda
mikið í fréttum í vikunni starfs síns vegna, en
hann er þessa dagana að leita að því sem færa
mun þjóðarbúinu milljarða kr., svo fremi að
verkfall sjómanna leysist. Hver er maðurinn?
2. Hvað heita hólar þeir í Grímsnesinu sem til
stendur að taka milljónir af gjalli úr og flytja
út?
3. Þrír kappar eru í forsvari fyrir hönd sjómanna í
yfirstandandi verkfalli þeirra og er um þá spurt
hér. Hvaðan af landinu eru þeir Helgi Laxdal,
formaður Vélstjórafélags Islands og Guðjón A.
Kristinsson, formaður Farmanna- og fiski-
mannasambandsins og hvar býr Sævar Gunn-
arsson, formaður Sjómannasambands Islands?
4. „Margt sér í miðjum firði, ...hnjúkur hár,“ segir
í ljóðinu. Hvaða fjörð eða hérað var skáldið að
yrkja um þegar hann setti þessa hendingu sam-
an og hvaða hnjúk er skáldið hér að spyija um?
5. I dag, laugardag, fara fram almennar kosningar
um sameiningu Stokkseyrar, Eyrarbakka, Sel-
foss og Sandvikurhrepps í eitt sveitarfélag.
Hugmyndir um sameiningu af þessu tagi hafa
áður verið á floti og ritaði Guðmundur Daní-
elsson rithöfundur mikið um þær fyrrum. Tal-
aði hann þá fyrir nafni einu á sveitarfélagið,
sem kemur einmitt nú til greina sem nafn á
nýtt sveitarfélag, verði tillaga þess efnis sam-
þykkt. Hvert er nafnið?
6. Við hvaða íjörð á Barðaströnd er Brjánslækur
þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur kemur að
landi og hvað heitir sumarhótelið sem er við
fjörðinn?
7. Lagið Á sjó, sem Þorvaldur Halldórsson söng
fyrir meira en þrjátíu árum, nýtur enn mikilla
rinsælda. Hér er spurt; hvaðan af landinu er
Þorvaldur og hver er sveitungi hans sem samdi
textann við lagið?
8. Þrjár leiðir eru færar yfir Snæfellsnesfjallgarð.
Hveijar eru þær?
9. Hvar er íslenska háhyrningnum Keiko, sem nú
er vistaður í dýragarði vestanhafs, ætlaður stað-
ur ef hann verður á ný fluttur hingað til lands?
10. Ogmundur heitir maður Jónasson, formaður
BSRB og alþingismaður. Annars vegar er spurt;
hver er ætt sú sem Ögmundur er af í móður-
legg, ætt sem m.a. er þekkt fyrir starf á sviði
menningarmála. Og hins vegar er spurt; hver
er tengdafaðir Ögmundar?
Svör:
• Þessi mynd aí’ bílaumferð var tekin í lok maí
árið 1968, þegar skipt var yfir í hægri umferð
á Islandi, en það þótti gefast vel sé meðal
annars tekið tillii til þess að í-kjölfarið fækk-
aði umferðarslysum stórlega.
• Virkjunin sem hér sést á mynd er Ljósafoss-
virkjun í Soginu.
• Söngdrottning unga sem hér sést á mynd er
Emelíana Torríni.
• Þjóðleikhússtjórar hafa vcrið þeir Ciuðlaugur
Ró/inkrans, Sveinn R. Einarsson, Gísli Al-
freðsson og Stefán Baldursson. Arkitek húss-
ins var Guðjón Samúlesson, húsameistari rík-
isins.
• Giljaskóli er skólinn sem hér er spurt um og
er hann í Giljahverfi, sem er nýjasta hverfi Ak-
ureyrarbæjar.
1. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur.
2. Seyðishólar.
3. Helgi Laxdal, formaður Vélastjórafélags ís-
lands, er úr Grýtubakkahreppi við EyjaQörð.
Guðjón Arnar Kristinsson er Isfirðingur og
Sævar Gunnarsson er búsettur í Grindavík.
4. Fjörðurinn sem hér er spurt um er Skaga-
fjörður og hjúkurinn hái er þá vitaskuld Mæli-
fellshnjúkur.
5. Arborg.
6. Fjörðurinn heitir Vatnsfjörður og sumarhótel-
ið Flókalundur.
7. Þorvaldur Halldórsson er Siglfirðingur og
þaðan er líka Ólafur Ragnarsson, bókaútgef-
andi, sem samdi textánn við lagið.
8. Þessar leiðir eru um Heydal, um Kerlingar-
skarð og Fróðárheiði.
9. Háhyrningnum Keiko er ætlaður staður í kví
austur á Eskifirði, en einmitt á þeim slóðum
var hann upphaflega fangaður og Ruttur vest-
ur um haf.
10. I móðurætt er Ögmundur Jónasson af Steph-
ensen-ættinni svonefndu, og tengdafaðir Og-
mundar erAndrés Björnsson, útvarpsstjóri.
Fluéuvciöar að vetri (5 5)
Allt á fullu undir yfirborðinu, en veiðimaður sem ekki horfir vel tekur ekki eftir neinu. „Allt
dautt“ gæti verið niðurstaðan, þegar er ekkert fjær sanni. Fiskurinn tekur beygju eftir æti,
hrindir frá sér vatni og straumgáran breytist eitt andartak.
Hreyfiiigar fiska I
Ég man hve ég var heillaður þegar meist-
ari Kolbeinn var að segja mér frá ólíkum
matarháttum silunga. Hann hafði séð þá í
nánast öllum matarstellingum! Og svo
þetta andvarp í bijósti mér: aldrei á ég eft-
ir að sjá svona nokkuð. En svo gerðu guð-
irnir sér dælt við mann. Ég gleymi aldrei
þegar ég sá fyrst silunga standa á haus
með sporðana uppúr vatninu - þeir sveifl-
uðust letilega og spegluðust í kyrrum flet-
inum. Og þegar ég sá fyrst þetta örlitla
straumrof sem verður á grunnu vatni þeg-
ar silungur tekur krappa beygju undir yfir-
borðinu og gleypir lirfu. Eða þegar ég sá
fyrstu torfuna: bök og sporðar um allt.
Að sjá fiskinn
Ekki skammast ég mín fyrir að viður-
kenna að ég sé mjög illa fiska í vatni. Það
er æfing sem ég hlýt að komast í. En með
lestri bóka og fyrirspumum til meistara
minna hefur mér tekist að greina misjafn-
ar hreyfingar silunga í vatni og geta mér
til um fæðuvalið út frá þeim. Það er mjög
erfitt að sjá fisk í vatni. En það er auðvelt
að sjá vatnið sem fiskurinn hreyf-
ir.
Flestir hafa komið að fögru
stöðuvatni á kyrru íslensku sum-
arkvöldi. Fullkomin stilla. Hvergi
gára, hvergi fiskur að vaka. Speg-
ill sem endurkastar síðustu geisl-
um sólar og húmið svo hlýtt.
Ekkert að gerast. Eða hvað?
Með því að horfa yfir vatnið allt
sýnist ekkert hreyfast. Þá getur
vanur veiðimaður tekið mið
af einhverjum skýrurn lín-
um sem speglast í vatninu.
Húsgafli, eyju, flaggstöng,
nesi. Fylgstu með línunni
sem virðist óbrotin. Kemur
smá brot í hana? Er eins og
lyfti undir skuggann? Þar er
fiskur að athafna sig þótt
hann bijóti ekki vatnsflöt-
inn. Nei, það eru ekki alltaf
hringir um allt vatn. Sjötta
skilningarvitið getur verið
ágætt. En þar er ekki vit-
laust að nota sjónina líka.
Straumvatn er erfiðara. Sérstaldega
hraður straumur: Iðukast, straumbrot við
steina og flæðandi vatn. Þá horfir vanur
veiðimaður á strauminn, sér hvernig
hann leikur við steina og myndar form.
Flæðandi vatn myndar form. Fiskur sem
athafnar sig undir yfirborðinu á það til að
minna rækilega á sig með því að brjóta
þetta form. Ekki með því að koma upp á
yfirborðið, heldur með því að hrinda frá
sér vatni sem brýtur form flæðandi vatns
- eitt andartak. Imyndum okkur fisk sem
liggur við stein. Hann sér lirfu eða púpu
koma fljótandi niður, skýst upp og tekur
beygju eftir ætinu. Hann Iendir þvert á
stefnu vatnsins og hrindir því frá sér; eitt
augnablik sést þverrák í straumi. Þetta
hef ég séð á hröðu grunnu vatni: smágár-
ur sem risu þvert á straumstefnu. Farðu í
bað, settu höndina í vatnið og gerðu
snögga úlnliðshreyfingu. Þá kanntu að
horfa eftir vatni sem fiskur hreyfir. Það er
stórkostleg sigurstund fyrir mann að sjá
þetta gerast og hugsa: ha! nú veit ég af
þér, en þú ekki af mér! Og þyngd púpa
fer á staðinn.
Uppi eöa niðri?
Algengustu mistök veiðimanna eru að
gera ekki greinarmun á töku UNDIR yfir-
borði, og A yfirborði. I þessum tilfellum
sér maður fiskinn, en ekki hvað hann er
að gera. Hringir á yfirborðinu sýna hvar
hann er. En hvað er hann að éta? Flugur
á yfirborðinu? Púpur og lirfur rétt undir
yfirborðinu? Snillingarnir kenna að líta
eftir flugum á vatninu. Sérðu flugu? Ef
svo, fylgstu með henni. Hverfur hún of-
aní fisk? Þá dregur maður fram þurr-
flugnaboxið. Athugaðu vel hvað er að ger-
ast. Kannski er þetta styggur fiskur sem
þú færð ekki að kasta oft á. En nú kemur
speki: ef fiskarnir eru önnum kafnir við
að taka púpur rétt undir yfirborðinu er
ólíklegt að þeir taki flugu uppi. Hins veg-
ar getur vel verið að þeir taki púpu ef hún
býðst, þótt þeir séu aðallega að taka flug-
ur uppi. Um ástæður þessa vita menn
ekki, þetta eru launhelgar silunga. Mín
niðurstaða er þessi: byrjum á smápúpu ef
maður fær ekki séð hvað fiskarnir eru að
gera. Það er auðveldara að kasta henni,
ólíklegra að við styggjum, og meiri
líkur á að hún sé tekin. Ef ekki,
nú þá er að hitta á réttu þurrflug-
una.
Sporðar
Sjaldan sér maður fiskana standa
á haus á grunnu vatni með sporð-
ana uppúr og veifa. En maður
gleymir því ekki svo glatt þá gefst.
Þá eru þeir að skafa botn-
inn, gófla í sig lirfum,
bobbum eða einhverjum
kröbbum. Þetta eru mjög
erfiðir fiskar. Þeir hamast
við að nudda botninn og
athyglin virðist einbeitt á
það sem þeir eru að gera.
Sjaldnast stendur sporður-
inn alveg uppúr, stundum
sjást bara smá sporðhorn
eða gárur, og maður held-
ur að þetta sé trýnið á
honum að snudda eftir
kvikindum í yfirborðinu.
Jafnvel er möguleiki að það eina sem sjá-
ist sé smá rák á lygnu vatni. Þetta býður
mistökum heim sé maður ekki því næm-
ari á það sem raunverulega er að gerast.
Maður þarf eiginlega að koma bobba,
þyngdri nymfu eða púpu alveg beint nið-
ur þar sem fiskurinn hamast og láta reka
beint upp í hann. Nú, eða hitt, svo ótrú-
legt sem það virðist: að láta þurrflugu
reka yfír staðinn. Því ráði hef ég beitt
með árangri. Það er eins og fiskurinn sjái
vel upp og framfyrir sig þótt hann sé að
krafsa í botninn. Komi heillandi fluga
fljótandi niður spegilinn á hann alveg til
að snúa sér frá lirfum og demba sér á
einn Black gnat! Ég gleymi aldrei augna-
ráðinu sem hann sendi mér fiskurinn
sem kom upp og tók þá flugu. Reif hana í
sig og sá mig um leið - tvo metra frá sér. I
æsipennandi hasarmyndum kallast það
augnablik „stund sannleikans". Svo hófst
slagur í lagi.
Næst: meira um hreyfingar fiska.
Myndir: The trout and the fly, A and C
Black, London, 1995.
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Sporðurinn uppúr. Fiskurínn er að
éta við botn. Þetta eru mjög erfiðir
fiskar.