Dagur - 07.02.1998, Page 21

Dagur - 07.02.1998, Page 21
LAUGARDAGUR 7.FERRÚAR 1998 - 37 Ólafi Ragnarí Ólafssyni er margt til lista lagt. Hann er ástríðufullur tölvunotandi og stjórnaði mótmælum á Internetinu gegn hækkun Pósts og síma á símgjöldum. Hann teiknaði kort fyrir útgáfu Þorsteins Thorarensen á Hringadróttinssögu Toikiens. Nýjasta afrek hans er stofnun félags sem sér um útgáfu ljóða og smásagna á Internetinu. „Ég hef ort nokkuð síðustu árin og átti á fjórða tug ljóða, misjafnlega góðra, sem mig langaði til að gefa út. Það var ekki hlaupið að því að finna útgefanda og ég fékk þá hug- mynd að gefa Ijóðin út á Internetinu,1' segir Óíafur Ragnar Ólafsson, tuttugu og átta ára gamall Reykvíkingur, sem nýlega hefur sent frá sér ljóð á Internetinu undir skáldanafn- inu Áleifur Skorrdal. Helgi Vífill Júlíusson, 14 ára sonur Júliusar Vífils Ingvarssonar for- stjóra, sá um uppsetningu og hönnun ljóð- anna á Internetinu. Ólafur Ragnar segist vissulega fremur hafa viljað gefa ljóð sín út á bók en á netinu en íjárhagurinn hafi einfaldlega ekki leyft það. „Bókin verður aldrei úrelt. Það er svo mikil rómantík í kringum bókina og hana tekst aldrei að endurskapa á Internetinu." Ljóðin eru flest órímuð og Ólafur Ragnar segir þau byggja á hugleiðingum um lífið og tilveruna. „I ljóðum mínum reyni ég einnig að segja sögur. Það skilja þær kannski ekki allir, en ég skil þær,“ segir hann. „Þetta eru mjög persónuleg Ijóð og Iýsa baráttu minni við sjálfan mig. A tímabili átti ég í erfiðleik- um með sjálfan mig sem tilfinningaveru og og gekk illa að skilgreina mig í þessum heimi.“ Ólafur hefur stofnað félag sem sér um útgáfu Ijóða og smásagna á Internetinu. Meðal þeirra ljóða sem finna má á Inter- netinu er ljóðabálkurinn Stemmning 1-7 en vinur höfundar er þessa dagana að semja tónlist við Ijóðin. „Stemmningsljóðin voru ort á fjórum dögum fyrri part árs í fyrra og síðan hef ég einungis ort tvö ástarljóð," segir Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar hyggst láta þýða ljóð sín yfir á ensku. Þótt hann hafi ekki verið afkastamikill í ljóðagerð undan- farna mánuði vinnur hann nú að skáldsögu sem hann skrifar á ensku. Umíjöllunarefnið er ástir karlmanna. Hann er einnig að gera drög að skáldsögu um bankarán og þrjár smásögur hans eru væntanlegar á Internet- ið. Þegar Ólafur Ragnar er spurður hvort hann eigi sér þann draum að verða rithöf- undur svarar hann: „Þessi heimur er svo hraður. Stundum finnst mér ég vera of hæg- ur fyrir þennan heim. Draumur minn er að verða nægilega Ijárhagslega sjálfstæður til að ég geti leyft mér að hverfa upp í sumarbú- stað með tölvuna og skrifa. Hvort þessi framtíðardraumur rætist veit ég ekki. Við sjáum hvað setur. Mér liggur ekkert á.“ Ólafur Ragnar hefur stofnað félag um út- gáfu ljóða og smásagna á Internetinu og nefnist það Bragabót. Stefna félagsins er að gefa út smásögur og ljóð á Internetinu. Þeim sem hafa áhuga á að koma verkum sínum á framfæri á þann hátt er velkomið að hafa samband við Ólaf Ragnar. Slóðin er: www this. is/bragabót. KB Fimintudagiim 19. februar verður Degi dreift inn á hvert heimili á svæðinu frá Sauðárkróki til Vopnafjarðar. Auglýsingapantanir í blaðið þann dag þurfa að berast fyrir hádegi mánudaginn 16. febrúar. Símar auglýsingadeildar eru 460 6191 og 460 6192. Leikfélag Akureyrar ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Hjörtum mannartna svipar saman íAtlanta og ú Akureyri. Úr leikdómum: „SigUrveig ... n;er hæðum ... ekhi síst í lokaatriðum í nánum samleik við Þráin Karlsson." I lauktir Ágústsson í Degi. „Það er ólrúlegt hve Þráni tekst vel að komast inn í persónuna.” Sveinn Haraldsson í Morgunhlaðinu. ..einlæg og hugvekjandi sýning sem fyllsta ástæða er til að sjá.“ Þórgnýr Dýrfjörð í Ríkisútvar|jinu. Sýnt á Renniverkstæðinu að Strandgötu 39. 11. sýning 6. febrúar kl. 20.30 12. sýning 7. febrúar ld. 20.30 næstsíðasta sýningarhelgi 13. sýning 13. febrúar kl. 20.30 14. sýning 14. febrúar kl. 20.30 Allra síðustu sýningar v Söngvaseiður 6. mars verour Samkomuhúsið við Hafnarstræti opnað gestum eftir gagngera endurnýjun á áhorfendasal með frumsýningu á þessu hugþekka verki þeirra Rodgers og Hammersteins. Aðalhlutverk: ' Þóra Einarsdóttir Hinrik Ólafsson Hrönn Hafliðadóttir Jóna Fanney Svavarsdóttir. 4 Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bergdal. Frumsýning á Renniverkstæð- inu um páska. Gjafakort í leikhúsið. Gjöf sem glcður. Kortasala í miðasölu Leikfélagsins, í Blómabúð Akureyrar og á Café Karólínu. Sfmi 462 1400 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.