Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 6
6-LAUGARDAGUR 14.FEBRÚAR 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Adstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Netfang auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
omar@dagur.is
460 6171CAKUREYRI) 551 6270 CREYKJAVÍK)
Aldahvorf
í fyrsta lagi
Fráfall Fíalldórs Kiljans Laxness verður þe«ar frá líður talið
táknrænt fyrir lok tuttugustu aldarinnar á Islandi. Hann var
ekki aðeins rismestur Islendinga á þeirri öld, heldur maðurinn
sem kom með hana inn í bókmenntir okkar og þar með allt
þjóðlíf. Þjóðin gerir útför hans í dag og vottar fjölskyldu sam-
úð og honum þakklæti. Um leið lýkur stórmerkum kafla í lífi
okkar. Eftir situr sama tilfinning og fylgir því að Ijúka við eina
af bestu bókum skáldsins: hugurinn er snortinn, heillaður af
því sem stendur skrifað, og albúinn að takast á við eitthvað
nýtt.
í öðru lagi
Þetta nýja er ný öld. Nýir tímar, ný hugsun, ný hólmganga. Við
stöndum sem þjóð í nákvæmlega sömu sporum og skáldið
unga í upphafi þeirrar aldar sem við kveðjum að því látnu.
Halldór Guðjónsson frá Laxnesi gerði ítrustu kröfur til sjálfs
sín, miðaði sig aðeins við það besta. Gerum við það sem þjóð?
Hann treysti á afl hugans, sköpunar, mátt tungu og mennta.
Gerum við það? Hann sýndi okkur hvað er markvert og hvað
stendur þegar mölur og ryð hafa unnið sitt verk. Trúum við
því? Skáldið kenndi okkur, en lærðum við?
1 þriöja lagi
Könnuðir þjóðarsálarinnar koma úr kafi hvað eftir annað
þessa dagana með upplýsingar um að ungt fólk sjái meiri
„tækifæri“ erlendis en heima. Hin svonefndu tækifæri eru ósk-
ir um hærri laun, lægri skatta, meira frí, minni vinnu, betra
veður... frítt fæði, fleiri stæði og mýkra snuð? Hætt er við að
hólmganga nýrrar aldar verði þessu fólki erfið. Sú öld sem við
kveðjum með Halldóri Laxness hefur breytt því fyrir íslenska
þjóð að nú fá mun fleiri en áður tækifæri til að skapa sér tæki-
færi. Hitt hefur ekki breyst: krafan er til manns sjálfs, metn-
aðurinn manns eiginn. A þann hátt lifir leiðsögn Halldórs Kilj-
ans Laxness með okkur til móts við nýja tíma. Honum óskum
við góðrar hvíldar. Okkur góðrar ferðar.
Stefán Jón Hafstein.
Aö vera eöa vera
ekkí atvinnulaus
Garri er í vinnu, eins og lang-
flestir Islendingar. Þjóðin á
víst heimsmet í atvinnuþátt-
töku. Það er bara ofboð lítið
brot af karlægum gamal-
mennum og mjög ungum
börnum sem ekki streitast í
svita síns andlits á íslenskum
vinnumarkaði. Svo er stór
hópur, 3-4 þúsund manns á
atvinnuleysisskrá, fær ekki
vinnu eða finnst ekki taka því
af þvl kaupið er
svo lágt að það
borgar sig ekki.
En þetta fólk
telst vera á
vinnumarkaði og
á þvi sinn hlut í
heimsmetinu.
En ekki er allt
sem sýnist.
Garra brá þegar
hann heyrði í
fréttum í gær að
hundruð ef ekki
þúsundir Islend-
inga væru í raun
atvinnulausir án
þess að vita það.
Atvmnulaus á kaupi
Sigurður B. Stefánsson, hjá
Verðbréfamarkaði Islands-
banka upplýsti á viðskipta-
þingi Verslunarráðs í vikunni
að þúsundir vinnandi manna
væru í reynd atvinnulausar á
fullum launum í íslensku
samfélagi. I ræðu sinni sagði
Sigurður að framleiðni ís-
lenskra fyrirtækja og stofnana
væri í mörgum tilvikum mun
minni en í nágrannalöndun-
um. Það bendi til þess að fyr-
irtæki og stofnanir séu of-
mönnuð. Blessað fólkið sem
vinnur hjá þessum fyrirtækj-
Sigurður B. Stefánsson
um og stofnunum veit það
sennilega ekki en staðreyndin
er að það myndi engu breyta
fyrir vinnuveitanda þess ef
það bara hætti. Þetta fólk er
að vinna störf sem fyrirtækið
gæti svo vel verið án.
Þetta finnst Garra alveg
hrikalegt. Hann veit að Dagur
gæti ekki án sín verið en ótt-
ast að ekki sé það öllum jafn-
ljóst og vill ekki liggja undir
svona ámæli.
Þess vegna fer
Garri fram á að
það verðí upp-
Iýst hvaða fólk
þetta er. Hvar
vinnur þetta at-
vinnulausa fólk
á fullu kaupi?
Ráðherrar eða
blýantsnagar-
ar
Er Sigurður að
tala um blý-
antsnagarana í
Seðlabankan-
um? Eða kannski verðbréfa-
markaðinn? Getur verið að
það þurfi minni mannskap til
að selja þess fáu verðbréf sem
til eru? Eða getur verið að
þjóðin komist af með færri
ráðherra og þingmenn? Getur
verið að Alþingi gæti framleitt
jafnmörg ólög og gert jafn-
margar vitleysur og það gerir í
dag með færri þingmönnum?
Er hugsanlegt að „skandalarn-
ir“ í ríkisstjórn yrðu jafnmarg-
ir þótt ráðherrunum yrði eitt-
hvað fækkað og belgvettling-
unum um leið? Ur þessu vill
Garri fá skorið.
GARRI
Mér varð eins og fleirum hugsað
til Halldórs Laxness þessa vik-
una og vegna þess að ég lá í rúm-
inu með flensu milli þess sem ég
sinnti dóttur minni sem var með
hlaupabólu Ieitaði ritgerð úr Al-
þýðubókinni á hugann. í þeirri
ritgerð skammaði Halldór þjóð-
ina fyrir að vera stöðugt með
kvef, vegna þess að gagnstætt því
sem tíðkaðist hjá siðuðum þjóð-
um, legðust Islendingar aldrei í
rúmið og bæru því stöðugt smit á
milli sín, auk þess sem þeir væru
aldrei alveg með fulla heilsu.
Þessi orð skáldsins voru mér
nokkur huggun í karlmannlegu
samviskubiti mínu yfir því að
vera ekki í vinnunni. Veikindin
voru þó ekki tóm eymd, því við
feðginin nutum samvistanna,
þrátt fyrir að vera hvorugt í sínu
besta formi.
Mér varð hugsað til þess að
framtíð og líðan dóttur minnar
er mér meira virði en mín eigin
Horft af brúmii
og afstaða mín til málefna líð-
andi stundar mótast að rniklu
leyti af þeirri föðurást sem mér
býr í bijósti.
Ráðherrar í vegin-
ii m
Kannski var það þess
vegna að það mál,
bygging Gullinbrúar,
sem sjálfstæðismenn
í Reykjavík virðast
ætla að gera að höf-
uðmáli kosningabar-
áttunnar snart mig
lítið og árangur
Reykjavíkurlistans í
dagvistarmálum er -----
mér ofar í huga. Þar
fyrir utan tel ég það dæmt til að
mistakast að reyna að snúa óvin-
sældum Halldórs Blöndals sam-
gönguráðherra upp á Ingibjörgu
Sólrúnu. Kjósendur vita að kjör-
dæmapotið ræður mestu um for-
gangsröðun í vegamálum, en
Gullinbrú.
ekki skynsemis- eða hagkvæmni-
sjónarmið. Mér hefur oft komið
til hugar að binda í lög meðan
núverandi kjördæmaskipan er
við lýði að samgönguráðherra
megi ekki koma úr
dreifbýliskjördæmi.
Annað er að ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokks-
ins í ríkisstjóm hafa
reynt eftir bestu getu
að standa í vegi fyrir
framfaramálum í
borginni í þeirri veiku
von að það muni
koma þeirra mönnum
til valda.
Það er heldur ekki
svo að Grafarvogur-
inn hafi byggst upp á síðasta
kjörtímabili, né heldur að það
hafi komið mönnum á óvart sá
mannfjöldi sem þar býr. Hverfið
er ríflega 10 ára gamalt og sjálf-
stæðismenn hafa verið \ið völd 6
af þessum 10 árum.
Góð fjármálastjórn hindrar
Árni Sigfússon og FÍB (Félag ís-
lenskra briiarmanna) leita nú
logandi ljósi að viðlíka kosninga-
máli og sprungusvæðinu við
Rauðavatn sem varð meirihluta
að falli 1982. Illar tungur sögðu
að það kosningamál hefði verið
hannað af starfsmönnum borg-
arverkfræðings og sumir velta því
fyrir sér hvort eitthvað slíkt verði
upp á teningnum nú. Ég á ekki
von á því og sjálfstæðismenn
eiga erfitt með að finna stórmál
fyrir þessar kosningar. Fyrir síð-
ustu kosningar reyndu þeir að
búa til óráðsíu goðsögn um
stjórn félagshyggjufólks. Sam-
kvæmt þeirri goðsögn ætti íjár-
hagur borgarinnar að vera í kalda
koli.
Svo er ekki og það veldur sjálf-
stæðismönnum í Reykjavík veru-
Iegum vandkvæðum.
svaurad
Eiga íslendingar að
hálda upp á Valentínus-
ardaginn, dag elskenda,
að ameríshum sið?
Kristján Þorvaldsson
ritstjóri Séð og heyrt.
,/Ei, nei.
Reyndar er
mér fjanda-
kornið alveg
sama ef
þetta getur
skemmt Val-
dísum
Gunnars-
dætrum Is-
lands og
aukið foretningu í blómabúðum
landsins. Þá er þetta allt í lagi,
f)TÍr mér.“
Valgerður Sverrisdóttir
alþingismaður.
„Almennt
séð er ég fyr-
ir það að fólk
sé gott við
hvort annað.
Ef um það er
að ræða ann-
að hvort að
fólk sýni ná-
ungakærleik
svona al-
mennt eða þá þennan eina dag á
ári þá vel ég fyrri kostinn. Annars
er ég ekki sérfræðingur í faginu
hvað varðar þennan umrædda
Valentínusardag.11
Bára Sigurjónsdóttir
kaupkona íReykjavík.
„Ja, því ekki
það. Þetta er
góður, falleg-
ur og
skemmtileg-
ur siður og
því ekki að
innleiða
hann hér-
lendis. Þú
skalt ekki
halda að allt sé vont sem kemur
frá Ameríku og þetta er ekki ein-
asta þarlendur siður heldur er
Valentínusardagur einnig hald-
inn hátíðlegur í Evrópu. Ég hef
til dæmis verið á þessum degi
bæði í Þýskalandi og Sviss og þar
kom þetta mjög skemmtilega út,
til dæmis á veitingahúsum."
Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson
presturá Selfossi.
„Þú kemur
hér svolítið á
mig beran
því ég þekki
ekki sögu
Valentínus-
ardagsins til
hlítar. En við
erum jú að
halda uppá
dag mæðra,
eiginkvenna og -manna og ýmis-
legs annars og því þá ekki að
halda líka uppá dag elskenda.
Hins vegar tel ég mikilvægt að
menn hafi í huga að halda að-
skildum hátíðisdögum kirkjunn-
ar annars vegar og öðrum tilli-
dögum mannlífsins hins vegar
sem hafa rómantískara ívaf.“