Dagur - 14.02.1998, Síða 7

Dagur - 14.02.1998, Síða 7
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 - 7 Xfc^MT' RIT STJÓRN ARSPJ ALL Snerti íslenska þjóðin kveður í dag nóbelsskáldið sitt með söknuði og þakklæti. Söknuði vegna þess að jarðvist mannsins sem skóp listaverkín er liðin. Þakklæti vegna þeirra mörgu og miklu andans verka sem Iifa þótt hold- ið deyi. Hægt er að meta framlag Halldórs Kiljans Laxness til ís- lenskrar menningar með ýmsum hætti, eins og margir hafa orðið til að gera undanfarna daga. Hann var mjög afkastamikill höfundur; sendi frá sér á sjö- unda tug bóka á rithöfundarferl- inum - allt frá „Börnum náttúr- unnar“ árið 1919 til „Daga hjá múnkum“ fyrir aðeins tíu árum. Hann tókst á við allar tegund- ir bókmennta á æviskeiði sfnu; skáldsögur, smásögur, Ijóð, leik- rit, ritgerðir, endurminningar og þýðingar finnast í yfirgripsmiklu ritsafni skáldsins. Í augum margra samtímamanna voru rit- verk hans miskunnarlaus spegill sem sýndi þjóðinni sjálfa sig og forfeður sína eins og þeir voru í reynd, með kostum sínum og göllum. Margir þoldu illa að líta í þann spegil. Fyrir komandi kynslóðir kann að skipta mestu máli að í bestu skáldverkum Halldórs geta les- endur kynnst margbrotnum per- sónum sem á heildina litið span- na allt þjóðareðlið; frá hinu besta til hins versta í íslenskri þjóðarsál. Skáldið og fegurðin Á þessari kveðjustund munu margir Islendingar rilja upp með sjálfum sér fyrstu kynni sín af verkum skáldsins. Þeir sem Iifðu átakaárin hatrömmu frá því Vefarinn mikli frá Kashmír sá dagsins ljós árið 1927 þar til Atómstöðin og Gerpla birtust um það bil aldar- fjórðungi síðar (1948 og 1952) muna þá tíma þegar Halldór Kiljan Laxness var umdeildasti og hvassasti rithöfundur lands- ins. Þá stóð hann líka í miðjum stormi heiftarlegra stjórnmála- átaka, engu síður en annar stór- brotinn Islendingur þessa tíma- skeiðs, stjórnmálamaðurinn Jónas Jónsson frá Hriflu. Aðrir eru svo ungir að árum að þeir þekkja bækur Halldórs fyrst og fremst sem verk nóbelsskálds sem hafði dregið sig út úr póli- tískum slagsmálum dagsins og sat á friðarstóli sem skáldrisinn mikli í íslenskum bókmenntum aldarinnar. Sá sem þessar línur ritar kynntist Ljósvíkingnum fyrst allra verka skáldsins á Gljúfra- steini. Snemma á sjötta áratugn- um dvaldi ég um allnokkra hríð á sjúkrahúsi sem hafði að geyma fjársjóð í kjallaranum; safn bóka eftir íslenska og erlenda höf- unda. Þegar ég fékk fótaferð, eins og það var kallað, varð ég fljótt fastagestur í bókasafninu á öllum opnunartímum og hámaði í mig Verne og Maryatt, Dumas, Dickens og Doyle og aðra snjal- la höfunda framandi landa sem Halldór Kiljan Laxness: Kvaddur i dag meö söknuði og þakklæti. höfðuðu sterkt til tíu ára drengs. Stundum sótti ég bækur fyrir aðra sem voru of veikir til að fara sjálfir niður í kjallarann. Þeirra á meðal var ungur maður sem bað mig eitt sinn að skila skáldsögu sem hann hafði lokið við að lesa og ná um leið í aðra bók sem væri beint framhald. Sú hét því dulmagnaða nafni: „Höll sumarlandsins." Skömmu sein- na fór ég sömu leið eftir þriðja bindinu; „Húsi skáldsins," og loks því fjórða: „Fegurð himins- ins.“ Þegar ég spurði um hvað væri skrifað í þessum bókum svaraði hann eitthvað á þessa leið; um skáldið, fegurðina og dauðann. Til að sanna mér þetta las hann fyrir mig sfðasta kaflann í síð- asta bindinu; um endalok Olafs Kárasonar Ljósvíkings; um för hans í tunglsljósinu til móts við jökulinn, fegurðina og himin- inn. Sjálfur hafði hann lesið allar þessar bækur áður. En vildi fá að njóta auðlegðar þeirra einu sinni enn áður en hann legðist undir hnífinn. Það reyndist vera í hin- sta sinn. Kraftbirtingarlilj dmurinn Sterkasti kraftbirtingarhljómur- inn í skáldskap Halldórs Kiljans Laxness er enn að finna í sög- unni af vestfirska alþýðuskáld- inu sem gafst að lokum upp á táradal mannlífsins og leitaði fullkominnar fegurðar í köldum faðmi hinna hvítu heima jökuls- ins og himinsins. Það var nefnilega rétt hjá þessuni dauðvona unga manni á sjúkrahúsinu að „Heimsljós,“ eins og bækurnar fjórar um Ljósvíkinginn eru gjarnan nefndar, er ekki aðeins saga mannsins fyrir vestan sem skildi eftir sig allar þessar þéttskrifuðu dagbækur sem Halldór byggði verk sitt meðal annars á. Þetta verk er saga „Skáldsins“ með stórum staf - sagnamannsins merkilega sem hefur fylgt mann- kyninu frá upphafi og mun vafa- laust gera það áfram, með ein- um eða öðrum hætti, allt þar til yfir lýkur. Halldór gefur grípandi mynd af mikilvægi slíkra skáldsnillinga í fyrsta bindi sögunnar þegar hann lýsir þeim áhrifum sem Sigurður Breiðljörð hefur á líf Ljósvíkingsins: „Önnur skáld virtust ekki hafa nema mjög óljóst hugboð um þá leið sem Iiggur til hjartans, en Sigurður Breiðljörð rataði alveg ósjálfrátt þessa dularfullu leið, án þess að skilja þó eftir sig nokkur leiðarmerki handa hin- um skáldunum, já hann fann sérhvert hjarta og snart það feg- urð og sorg. ... Og svo bar það við, að í fyrstu sóldögum á þorra sté skáldið sjálft niður úr litla sólar- geislanum á súðinni, einsog úr himneskum gullvagni, og lagði í fylgd Steins Elliða Þótt óhjákvæmilega sé mikið af Halldóri sjálfum í ýmsum skáld- verkum hans, er hans sem ungs manns helst að leita í „Vefaran- um mikla frá Kashmír." Æðisgengin leit Steins Elliða að fastri jörð til að standa á í fjölbreyttri flóru hugmynda- og kenningarkerfa í bókmenntum, stjórnmálum og trúmálum er lýsandi fyri r Halldór sjálfan á þeim tíma. En þessi eggjandi bók er líka innblástur ungu fólki sem sættir sig ekki möglunarlaust við stóra- sannleika þess umhverfis sem mótað hefur það í æsku, heldur þorir að opna hug sinn fyrir nýj- um hugmyndum og meta þær sjálfstætt - jafnvel þótt það sé einungis til að geta hafnað þeim með rökum. Þess vegna er fátt hollara ungum leitandi mönnum en að eiga samneyti um stund með Steini Elliða. Draumurinn mikli Þegar Ólafur Kárason Ljósvík- ingur vaknar um miðja nótt, eft- ir að Jósep gamli er látinn, finnst honum hann sjálfur vera dáinn. Dáinn án þess að nokkur draumur hafi ræst. En hann jafnar sig smám saman og lætur sig dreyma um framtíðina. Það er vel við hæfi að Ijúka þessum hugleiðingum á útfarar- degi Halldórs Kiljans Laxness með því að vitna í áhrifamikla lýsingu hans á vökudraumi Ölafs Kárasonar Ljósvíkings: „Nei, hann var ekld dáinn. Ég á eftir að verða heilbrigður, hugs- aði hann; ég skal; einhverntíma. Rísa upp, hugsaði hann. Verða mikið skáld. Hann reyndi að gleyma þessari haustnótt í von- inni um þann dag þegar hann mundi rísa upp. Einn morgun mundi hann vakna snemma. Þennan morgun mundi hann alt í einu vera heill heilsu. Hann mundi klæðast einsog alt væri liðið og gánga áhyggjulaus útí vorið. Það mundi vera þessi ríka kyrláta heiðríkja yfir landi og sjó, síikja á haffletinum, flauels- mjúkir skuggar undan landi, einn samfeldur kliður af fugli, og þröstur í fjallinu. Blómin mundu vera útsprúngin í tún- inu. Og einginn mundi vera kominn á fætur nema hann, svona ósnortinn var þessi morg- unn, einginn hafði stigið fæti sínum í dögg þessa morguns, einginn, einginn hafði séð þenn- an morgun nema hann. Yndisleg víðerni breiddu faðm sinn móti honum einum. Og hann gekk brosandi af stað móti fegurð þessa dags. Já, einn vormorgun, þá mundi hann vakna snemma." Þennan sterka dagdraum um að verða einn vormorgun mikið skáld gerði Halldór Kiljan Lax- ness að glæsilegum veruleika í eigin lífi. Komandi kynslóðir munu njóta þeirra afreksverka skáldsins á meðan íslenska er lesin og töluð í landinu. sérhvert hjarta rjóður og bláeygur sína mildu snillíngshönd á hið kvalafulla höfuð Ólafs Kárasonar Ljósvík- ings og sagði: þú ert ljós heims- ins.“ Þannig er kraftbirtingarhljóm- ur hinna mestu skálda. ELIAS SNÆLAND JÖNSSON

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.