Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 1
Verð í /ausasö/u 150 kr. 81. og 82. árgangur - 40. tölublað Pólití sk uppreisn Hópur verkalýðs- og vinstrisinna í Hafnar- firði viH knýja íram sameiginlegt framboð með einum eða öðrum hætti. Alþýðuflokkur inn gæti klofnað og vinstri arinuriim boð- ið fram með Alþýðu- bandalaginu. 33 Hafnfirðingar á vinstri kantin- um hafa boðað til borgarafundar á morgun um stofnun samtaka fé- lagshyggjufólks og er höfuðmark- mið hópsins að knýja á um sam- eiginlegt vinstraframboð. Sam- kvæmt heimildum Dags er Guð- mundur Arni Stefánsson ekki for- vígismaður í hópnum en óánægð- ir kratar hafa þrýst mjög á hann um framboð gegn Ingvari Viktors- syni bæjarstjóra í boðuðu próf- kjöri Alþýðuflokksins. Fundarboðendur sætta sig ekki Sú níunda hjá Bónus Jóhannes Jónsson. Breiðhyltingar í Seljahverfi fá 500 fermetra Bónusbúð á laugardag. Þann dag opnar níunda verslun fyrirtækisins með alls kyns opn- unartilboðum. Bónus, sem hefur starfað í níu ár næsta vor, tók upp rafrænt verðmerkingarkerfi í búð- inni í Grafarvogi í fyrra, og það kerfi verður í nýju Tindasels- versluninni. Slík kerfi auðvelda verðsamanburð og tryggja jafn- framt að verðmerking á hillu verður alltaf sú sama og verð í af- greiðslukassa. I tilefni opnunar- innar verður opið í Tindaseli á sunnudag frá 13-17. Opnunar- tími Bónusbúða er annars frá 12 til 18:30 virka daga og 10 til 16 á laugardögum. - JBP við að tilraun A-flokkanna til sam- fylkingar hafí farið út um þúfur. Þetta er einkum fólk úr verkalýðs- hreyfingunni, vinstra armi AI- þýðuflokksins og Alþýðubanda- laginu, en einnig er að fínna þar Hilmar Kristensson, sem átti að skipa 10. sætið á lista Framsókn- arflokksins, en hefur yfirgefið flokkinn. Fengið nóg af hatri og eitri 1 hópnum eru m.a. Oskar Vigfús- son, fv. forseti Sjómannasam- bandsins, Sigurður T. Sigurðsson í Hlíf, Kristján Bersi Olafsson skólastjóri, Rejnir Ingibjartsson, framkvæmdastjóri Búseta, Mar- grét Ákadóttir, Birgir Svan Sím- onarson, Kristján Hannesson, Páll Árnason og Unnur Helga- dóttir, formaður Verslunarmanna- félags Hafnaríjarðar. Erlingur Kristensson, einn for- vígismanna hópsins, segir að hóp- ur fólks hafi rætt þá stöðu sem upp kom eftir að samfylkingin stöðvaðist og Alþýðuflokkurinn boðaði prófkjör. „Síðan fjölgaði f hópnum og var ákveðið að boða til fundarins. Við viljum stofna samtök félagshyggjufólks, sem verða skipulagslega óháð núver- andi stjórnmálaflokkum og stefn- um að framboði félagshyggju- fólks,“ segir Erlingur. I/erkalýðsforkólfarnir Óskar Vigfússon og Sigurður T. Sigurðsson eru meðal þeirra sem vilja þvinga fram sameigin- legt framboð félagshyggjufólks í Hafnarfirði. Hann segir að einhugur ríki um að ástandið í pólitíkinni sé óþol- andi. „Þess vegna er yfirskriftin hjá okkur „Ut úr ógöngunum". Við erum félagslega sinnað fólk sem vill nýtt blóð og ferska vinda. Við erum búin að fá nóg af þess- ari stöðnun, hatri og eitri,“ segir Erlingur. Bæjaxstjórinn mælti með samfylMngu Ingvar Viktorsson bæjarstjóri hafði ekki heyrt um fundarboð hópsins. Aðspurður hvort hann teldi enn möguleika á samfylk- ingu sagði hann: „Það er fulltrúa- ráð flokksins sem svarar fyrir flokkinn um framboðsmál. Ég get bent á að ég var einn af þeim sem lagði til að það yrði sameiginlegt framboð. Eg vil hvorki mæla með né gegn því sem þessi hópur er að segja, það er búið að boða próf- kjör og enn hefur ekkert gerst sem breytir því,“ segir Ingvar. Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, hefur enn ekki ákveðið hvort hann býður sig fram í prófkjöri flokksins og segist lítið þekkja til hins boðaða fund- ar. „En maður sk)mjar vissulega mikla óánægju með að ekki hafi náðst saman um sameiginlegt framboð. Eg þykist vita að þetta sé fólkið sem ekki sættir sig við þá niðurstöðu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Guðmund Árna Stefánsson í gær, en hann er staddur í Tyrklandi. - FÞG Kaupfélagsstjóri fer Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, kveður stólinn og tekur við útgerðarrisanum Snæfelli. Magnús er kaupfélags- madur í húð og hár og kveður vettvanginn undir augnatilliti fyrirrennara. Verkefni hans verður nú að stýra fyrirtæki þar sem mikið er lagt undir. Sjá nánar bls. 3. - mynd: bös Jóhanna: Hörð atlaga að láglaunafólki. Margt semokkur hugnast vel „Við áttum fulltrúa í þeirri nefnd sem vann að málinu fyrir ráðherra og ég held að í frumvarpinu sé margt til bóta, frá sjónarhóli sveit- arfélaganna,“ sagði Þórður Skúla- son, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga, í samtali við Dag um hið nýja frumvarp félagsmála- ráðherra um húsnæðislánakerfið. Hann svarar þeirri gagnrýni að verið sé að skera sveitarfélögin niður úr snörunni á þann hátt að þau hafi haft ákveðnum skyldum að gegna í núverandi kerfi. „Þau höfðu þær skyldur að sjá til þess að útvega húsnæði ef sýnt var fram á að þörf væri fyrir það. Síðan hafa aðstæður breyst á mörgum stöðum." Jóhanna Sigurðardóttir, alþing- ismaður og fyrrum félagsmálaráð- herra, segir frumvarpið einhverja verstu atlögu sem gerð hafi verið að heimilunum í landinu í langan tíma. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra segir að ekki hafi verið hjá því komist að breyta lögunum. Sjá bls. 8-9. - S.dór Myrkráhöfðiitg- iim fékk mest Kvikmyndasjóður úthlutaði í gær 75 milljónum króna til framleiðslu þriggja leikinna bíó- mynda. Myrkrahöfðingi Hrafns Gunnlaugssonar fékk 38.7 millj- ónir, Englar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson 26 millj- ónir og Oskabörn þjóðarinnar eftir Jóhann Sigmarsson 10.3 milljónir. Þrjár aðrar bíómyndir fengu vilyrði til framleiðslu: Ungfrúin góða og húsið eftir Guðnýju Halldórsdóttur (30 milljónir), Symbiosa (101 Reykjavík) eftir Baltasar Kormák (20 milljónir) og Fíaskó eftir Ragnar Bragason (20 milljónir). Átta höfundar fengu handrita- styrki sem verða samtals 4.3 milljónir króna. Þar á meðal er handrit Einars Heimissonar „Benjamfn í Berlín og Moskvu." mmmmm GabrioW (höggdeyf a"r) ClSvarahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 Premium miðlarar WILOI Perfecta Hringrásardælur r> i v Wr BORGARTUfl SINDRI -sterkur í verki ;o ;o ■P =o ‘-Os u-\ t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.