Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 4
4-FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998
ro^ftr
FRÉTTIR
Þrávirk lífræn efni
Þeir Ossur Skarphéðinsson, Kristján Pálsson,
Gísli S. Einarsson og Arni M. Mathiesen hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar um könnun á þrá-
virkum lífrænum efnum í lífríki Islands. Þeir vilja
að magn verði mælt í helstu tegundum nytjafiska,
að fram fari sérstakar mælingar á útbreiðslu efn-
anna meðal sjávarspendýra og að fram fari skipu-
legar rannsóknir á því hvernig þrávirk lífræn efni
flytjast upp fæðukeðjuna.
Samræmd gæði
Árni M. Mathiesen, Ossur Skarphéðinsson og Sturla Böðvarsson
flytja tillögu til þingsályktunar um að samræmd verði gæði tölvubún-
aðar í framhaldsskólum. Meðal annars Ieggja þeir til að gerð verði
áætlun um samræmda endurnýjun á tölvubúnaði framhaldsskólanna
í framtíðinni.
Búfé af vegnm
Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum, undir for-
ystu Steingríms J. Sigfússonar, hafa lagt fram frum-
varp til laga um breytingar á lögum um búfjárhald
sem miðar að því að skylda eigendur hrossa óg
nautgripa að hafa þá í vörslu allt árið og sjá til þess
að þeir gangi ekki lausir á eða við þjóðvegi. Ekkert
í frumvarpinu snertir vegagöngu og vegabeit sauð-
fjár.
Upplysingar um laun
Guoni Agústsson flytur frumvarp til laga um breytingar á lögum um
ársreikninga. Hann vill að veittar séu upplýsingar um heildarlaun,
önnur starfskjör og ágóðahluta til stjórnarmanna félags, fram-
kvæmdastjóra eða annarra stjórnenda fyrir störf f þágu þess. Sundur-
liða skal heildarlaun og önnur starfskjör þessara aðila. Þá skal veita
upplýsingar um meðallaun starfsmanna eftir starfshópum, karla ann-
ars vegar en kvenna hinsvegar.
Atvinnuleysi kveirna
Jóhanna Sigurðaraóttir er með fyrirspurn til félags-
málaráðherra um atvinnuleysi kvenna. Hún spyr
um skýringar ráðherra á því að atvinnuleysi í Iand-
inu var tvöfalt meira hjá konum en körlum í desem-
ber sl. Hún spyr líka hvort skýring sé á því að at-
vinnuleysi kvenna í Norðurlandskjördæmi vestra
Sigurdardóttir. var nærfe^1 þrisvar sinnum meira en karla í desem-
----- ber. - s.DÓR
Steingrímur J.
Sigfússon.
Össur
Skarphéðinsson.
ISAFJÖRÐUR
Atlaga að laiidbúnaði
Landbúnaðarnefnd Isafjarðarbæjar tel-
ur mikilvægt að huga vel að valddreif-
ingu í hinu unga bæjarfélagi. Mikilvægt
sé að íbúarnir finni sig í sveitarfélaginu
en upplifi ekki breytingarnar á þann veg
að sveitarstjórnarstigið hafi verið lagt
af. Landbúnaðarnefnd mótmælir harð-
lega fækkun bæjarfulltrúa, bæjarráðs-
fulltrúa og fulltrúa í nefndum. Mót-
mælt er harðlega þeirri áætlan að leggja
niður landhúnaðarnefnd, það sé atlaga að landbúnaði og bændum á
svæðinu sem eru útverðir hins víðfeðma sveitarfélags.
Lægsta tilboð í endurbyggingu safna-
húss 34,7 milljónir króna
Opnuð hafa verið tilboð í útboðsverkið „Safnahúsið ísafjarðarbæ,
endurbygging gamla sjúkrahúsins" en kostnaðaráætlun verkkaupa
hljóðaði upp á 36.887.950 krónur. Lægsta tilboðið var frá Eiríki og
Einari hf. að upphæð 34,7 milljónir króna. Gengið hefur verið til
samninga við lægstbjóðanda.
Togmenn gáfii eftir 35 milljónir
króna
Frystihúsið Frosti var ofmetið um 66 milljónir króna við mat á fyrir-
tækinu við kaup útgerðarfyrirtækisins Gunnvarar á Isafirði við kaup
hluts Togs hf. í Frosta. Togsmenn slógu 35 milljónir króna af sölu-
verðinu en fimmmenningamir, eigendur Togs, munu hafa fengið 90
milljónir króna hver við söluna en kaup Togs á meirihluta í Frosta
ollu á sínum tíma miklum átökum í Súðavík og málaferlum. Frosti
hefur verið sameinaður Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. - GG
Algengur verðmunur er 30-40% á soðn/ngu. - mynd: bös
Soðningin
snarhækkar
Verð hefur snarhækk-
að á öllum tegundum
af fiski í verslunum á
höfuðhorgarsvæðinu.
Lúða nálgast þúsund-
kallinn.
Stórlúða í sneiðum er nú að
meðaltali 19% dýrari en fyrir ári
og ýsan hefur hækkað um 13%.
Mikil hækkun á fiskverði kom í
ljós þegar samkeppnisstofnun
kannaði verð á fiski í 20 fiskbúð-
um og 14 matvöruverslunum á
höfuðborgarsvæðinu núna um
miðjan mánuðinn og bar saman
við verðlag í samsvarandi könn-
un fyrir ári. Nær allar helstu
fisktegundir hafa hækkað um 5-
8% og þaðan af meira, jafnvel
allt upp í fimmtung. Verðhækk-
un á fiskmörkuðum og minna
framboð á lúðu segir Samkeppn-
isstofnun meðal helstu skýring-
anna á þessu. Verð á stórlúðu
nálgast nú 1.000 kr. kílóið, þar
sem hún er dýrust og ýsuflökin
600 kr.
Allt á annað hvort 350 eða
570 kr. hjá Hafliða
Gríðarlegur verðmunur er milli
búða, og meira að segja innan
Hagkaupskeðjunnar og innan
Nóatúnskeðjunnar. Margar teg-
undir eru í lægri kantinum í
Stjörnufiskbúðinni í Mosfells-
bæ, fiskbúðunum á Arnarbakka
og Reykjavíkurvegi og líka Hag-
kaupi og Fjarðarkaupum. En
hátt verð sést oft í Fiskbúðinni
okkar, Þinni verslun í Grímsbæ
og í Nóatúnsbúðunum.
Fiskbúð Hafliða vekur sér-
staka athygli fyrir það, að allur
fiskur, utan karfaflök, kostar þar
annað hvort 350 krónur eða 570
krónur kílóið. En Hafliði átti
ekki lúðu.
Um 30-40% munur á hæsta
verði og lægsta er mjög algengur
en líka allt að 60-80% munur. í
krónum talið þýðir þetta 200 til
370 króna verðmun á kílói af
lúðu og 1 50 til 230 króna verð-
mun á ýsu, heilli, flakaðri og
reyktri. Utvatnaður saltfiskur
kostar allt frá 450 krónum upp í
690 krónur kílóið. — HEI
Eftirstöðvar kvóta á miðju fiskveiðiári
fremri súla sýnir heildarafla í tonnum á fiskveiðiárinu 97/98 sú aftari eftirstöðvar.
1160.000, 158.348
120.000,
80.000,
40.000
Þorskur Ýsa
3L
Ufsi
10-429 8.874 9.540 , „ ,
ÍHlÍlÉlS
karfi Steinbítur Grálúða
Súluritið sýnir úthlutaóar heimilidir og hversu mikið er óveitt.
Aðeins fjórðungHr ýsu-
kvótaus enu nýttur
Þegar fiskveiðiárið 1997/1998 er
nú nánast hálfnað hefur aðeins
27% ýsukvótans verið nýttur,
þ.e. aðeins fjórða hver ýsa sem
má veiða er komin að Iandi.
Mest er þó óveitt af steinbítnum,
eða nær 9 þúsund tonn af
10.400 tonna kvóta, en steinbít-
urinn fer ekki að veiðast að ráði
fyrr en hann fer að ganga upp á
grunnið vestur af fjörðum, aðal-
lega við Patreksfjörð, þegar nær
dregur vori. Patreksfirðingar
hafa raunar viðrað þá skoðun
sína lengi að þeir ættu að fá sér-
staka úthlutun á steinbít og
benda á að innfjarðarrækjukvóta
er úthlutað til heimabáta á við-
komandi svæðum, eins og t.d. í
Skagafirði.
Liðlega helmingur þorskkvót-
ans er enn óveiddur en búast má
við að meira fari að veiðast af
þorski þegar t.d. aflabrögð fara
að glæðast á vetrarvertíð við
Suðvesturland, eða þorskganga
fer að sýna sig vestur á Halamið-
um. Tölur um botnfisk, annan
en karfa, miðast \ið slægðan
fisk. — GG