Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 12
I 1 b \ • •' Ví M v v « r, ^ r i I T V i 12- FÖSTUDAGUR 27.FEBRÚAR 1998 ÍÞRÓTTIR Verðugt verk- efnií Viluius íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Litháum í Vilnius á laugardaginn. Þetta er síðasti leikur liðs- ins í fyrri umferð riðlakeppninnar og kominn tími á sigur. Islendingar spiluðu við Iið Bosn- íu á miðvikudaginn íyrir troð- fullu húsi í Sarajevo. Leikurinn tapaðist, 109:84, og var kannski ekki við meiru að búast gegn einu sterkasta landsliði Evrópu um þessar mundir. Liðið stóð sig hins vegar vel í leiknum en slæmur kafli í lok fyrri hálfleiks varð þeim að falli. Nú er röðin komin að Litháen og ekki eru það neinir aukvisar þegar kemur að körfuknattleik. Leikurinn fer fram í Vilnius, höfuðborg Lit- háen, á laugardaginn kl. 18:15 að staðartíma. Islenska liðið flaug til Kaupmannahafnar í gær og ætlar að gista þar í eina nótt en síðan liggur leiðin til Vilnius í dag. Lið Litháa er í 3. sæti í riðl- inum rétt á eftir Króötum og liði Bosníu. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins í fyrri umferð riðlakeppn- innar í þessari Evrópukeppni og enn hefur liðið ekki náð að vinna sigur. Það er kannski óraunhæft að ætlast til að liðið vinni í Lit- háen en aldrei skal segja aldrei. I liði Litháen verður að minnast á Arturas Karnisovas sem er einn besti leikmaður Evrópu og spil- aði m.a. með liði Barcelona á Spáni í fyrra. Liðið hefur einnig innanborðs nokkra leikmenn sem eru hjá sterkum félagsliðum í Evrópu og nokkrir Litháar Ieika í NBA deildinni, m.a. Arvydas Sabonis hjá Portland og Zydr- unas Ilgauskas hjá Cleveland. Þessir leikmenn spila hins vegar ekki með Iandsliðinu í þessum leik. Jón Kr. Gíslason, landsliðs- þjálfari, var hress þegar blaða- maður Dags spjallaði við hann í gærdag. „Liðið stefnir að sjálf- sögðu að sigri eins og í öllum öðrum leikjum sem liðið leggur í. Lið Litháa er í svipuðum klassa og Bosnía og Króatía og þ\í er um erfitt verkefni að ræða. Allir í liðinu eru við hestaheilsu og við mætum því með okkar sterkasta Iið,“ sagði Jón Kr. Seinni umferðin í keppninni fer síðan fram á næsta körfuknattleikstímabili og ættu því fyrstu leikirnir í þeirri umferð að vera í nóvember á þessu ári. Staðan í riðlmum: Bosnía 4 4 0 309-275 8 Króatía 4 3 1 309-275 6 Litháen 4 2 2 305-275 4 Holland 4 2 2 319-342 4 Eistland 4 1 3 318-353 2 ísland 4 0 4 318-366 0 -JJ Jón Arnar Ingvarsson og félagar I íslenska landsliðinu mæta liði Litháa á laugardag. 330 keppendur Stórmöt verður haldið í íþróttahöUinni á Ak ureyri uin helgina. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum iim anhúss fyrir 12 tU 14 ára. Sannkölluð frjálsíþróttaveisla verður í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Þá mun UMSE halda Meístaramót Islands fyrir 12-14 ára. Þátttökurétt hafa börn fædd ‘84, ‘85 og ‘86. Keppt verður í sex greinum: 50 m hlaupi, hástökki, kúluvarpi, þrístökki án atrennu, langstökki án atrennu og lang- stökki með atrennu. Það má því gera ráð fyrir bestu einstaklingum í þessum greinum á landinu í þessum aldursflokki og ættu þeir sem hafa áhuga á frjálsum íþrótt- um ekki að láta þetta mót framhjá sér fara. Mótið hefst með skrúðgöngu og setningu kl. 9:15 á laugardags- morguninn og stendur yfir allan daginn til kl. 18:00. A sunnudag verður byrjað á sama tíma og áætlað er að mótsslit verði um kl.16:00. Ragnheiður Friðgeirsdóttir, for- maður frjálsíþróttanefndar UMSE, var bjartsýn og hlakkaði til helgarinnar. „Það verður rosa- lega mikið um að vera í höllinni. 330 keppendur mæta til leiks og eru skráningar í greinar samtals 940. Eg vil hvetja alla til að kíkja í höllina því þarna verður mikið af okkar efnilegasta fijálsíþróttafólld og þetta verður frábær skemmt- un,“ sagði Ragnheiður. - JJ rD^u- Framarar hafa sótt um kærufrest til að geta kært málið til ÍBR. Tilbakaáupp- hafsreitiim Valsmenn endurheimtu bikar- meistaratitil sinn í handknattleik í gærdag þegar Dómstóll ISI birti félögunum þann dóm að meðferð málsins væri ómerk, þar sem hún samræmdist ekki lögum Iþrótta- og Olympíusambandsins. Hand- knattleiksdeild Fram hefur farið fram á það við dómstól ISI að hann veiti þeim nýjan kærufrest f málinu, en stjórnarmenn deildar- innar hafa þó ekki enn gert það upp við sig hvort þeir haldi mál- inu til streitu. Dómstóll ISI taldi sér bært að taka afstöðu til málsins, þar sem það hafi almennt gildi fyrir íþróttahreyfinguna í heild að grundvallarreglum hennar um dómstóla sé fylgt og á það reyni í þessu máli. Dómurinn byggir á 5. grein dóms og refsiákvæða ISI en í þeirri grein segir „Skjóta má úr- skurði fyrsta dómstigs til hlutað- eigandi sérsambandsdómstóla." I þessu felst að mál ber að höfða á fyrsta dómstigi og að sérdómstól- ar teljist vera annað dómstig. I dómsorði segir að hinn áfrýjaði dómur sé ómerktur og málinu vísað frá dómstóli HSI, en dóm- endur voru þrír, Magnús Óskars- son, Björgvin Þorsteinsson og Karl Gauti Hjaltason. Kjaftshögg Dómurinn í gær var óneitanlega kjaftshögg fyrir handknattleiks- hreyfinguna, en hefði ekki þurft að koma á óvart. Dómstóllinn byggði á fordæmi árið 1990, þeg- ar málsmeðferð var dæmd ógild með sömu rökum í svokölluðu „Þorbjarnarmáli.“ Sá dómur féll um sjálfan sig, þegar ISI-dóm- stóllinn úrskurðaði að höfða hefði átt málið í héraði, fyrir dómstól sem skípaður sé af við- komandi íþróttabandalagi, eða af sérráði viðkomandi íþróttagrein- ar, en svo var ekki fyrir að fara í málunum tveimur. Óvíst hvort Fram kærir að nýju „Við höfum óskað eftir kæru- fresti, til að geta kært málið til IBR en eigum eftir að taka ákvörðun um það hvort við kær- um að nýju. Við erum búnir að fara illa út úr þessu máli, menn eru að velta sér upp úr þessu máli í stað þess að einbeita sér að öðr- um hlutum og það yrði hrikalegt álag fyrir leikmenn að vera með þetta mál hangandi yfir sér í úr- slitakeppninni. Eg á von á því að við munum setjast niður ein- hvern næstu daga með leikmönn- um okkar og ákveða framhaldið," sagði Knútur Hauksson, formað- ur handknattleiksdeildar Fram, aðspurður um það hvert fram- hald málsins yrði. Klúður hjá HSÍ? Með dómi ISI er það ljóst að dómstólaleið innan handknatt- leikshreyfingarinnar er algjörlega óvirk. Samkvæmt Iögum HSI ber félögum að höfða mál fyrir dóm- stóli ISI, en slík meðferð er hins vegar ekki í samræmi við lög Iþrótta- og Ólympíusambands Is- lands og því verður útkoman marldaus, þegar DómstóII ÍSI fær viðkomandi mál til umljöllunar. Örn Magnússon, fram- kvæmdastjóri HSI, segir að ákvæði laga um að höfða beri mál fyrir Dómstóli HSI hafi verið komið á 1974, en fram að þeim tíma hafi fyrsta dómstigið verið í héraði. „Meginástæðan fyrir því að Iögum sambandsins var breytt árið 1974 var sú að héraðsdóm- stigið, sem átti að vera fyrsta dómstigið, einfaldlega virkaði ekki og mál voru að týnast og deyja. Fyrir bragðið var ákvörðun tekin um að breyta þessu og ég tel að það hafi gengið ljómandi vel, alveg þangað til kom að mál- inu árið 1990, en lyktir þess komu mjög á óvart, þar sem menn töldu að ISÍ hefði sam- þykkt þær reglur sem HSI hafði sett,“ sagði Örn. Aðspurður um það af hveiju lögum sambandsins hefði ekki verið breytt í kjölfar dómsins fyr- ir átta árum sagðist Örn ekki geta svarað því. „Eg geri ráð fyrir því að þáverandi stjórn hafi réttilega verið þeirrar skoðunar að héraðs- dómstigið væri dautt fyrirbrigði og henni hafi skort úrræði. Þá má benda á að mestur tími sam- bandsins hefur farið í að safna fé og aðrir hlutir hafa þ\í miður oft þurft að sitja á hakanum." Dagur hefur heimildir fyrir því að íþróttasambandið hafi sett ofan í við Handknattleikssam- bandið oftar en einu sinni, vegna þess að lög sambandsins stöng- uðust á við lög og reglur ÍSÍ. Sami heimildarmaður sagði að HSI væri ekki eitt sérsambanda um að hafa óhreint mjöl í poka- horninu að þessu Ieyti, því pottur væri víða brotinn. Unnið er að endurbótum og nýlega var skipuð nefnd innan ISI sem ætlað er að skoða lög og reglur innan íþrótta- hrey'fingarinnar ofan í kjölinn. Horft tH KSÍ Það er ekkert nýtt að héraðssam- bönd hafi farið illa út úr því að bíða eftir að héraðsdómstólar taki mál til dóms. Iþróttamót hafa oft klárast áður en ágrein- ingsefni, sem lögð hafa verið í hendur dómstóla, hafa verið leidd til lykta. „Við höfðum mjög slæma reynslu af héraðsdómstólum og að vísa málum þangað jafngilti því í mörgum tilfellum að svæfa viðkomandi mál,“ sagði Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri KSI, um reynslu sambandsins af héraðsdómstólum, en það gerði athyglisverða breytingu á ársþingi sínu fyrir nokkrum árum, þegar það kom á fót svokölluð „sérdóm- stólum KSI í héraði“, sem nú er fyrsta dómstigið f þeim málum sem lúta að knattspyrnu. „Með því að sjá sjálfir um að skipa menn í þessa dómstóla, getum við verið vissir um að dómendur hafi þekkingu á þvf efni sem þeir hafi til umfjöllunar og tryggt er að úrlausn fáist í málunum," sagði Geir. Að lokiun... Boltinn er hjá handknattleiks- deild Fram og það kemur vænt- anlega í ljós innan tíðar hvort for- ráðamenn deildarinnar höfða málið að nýju. Ef svo fer má telj- ast nokkuð víst að nýr bikarúr- slitaleikur verður háður, því hæp- ið er að efnisleg afstaða Dóm- stóls HSl muni breytast á þeim tíma er líður á milli málanna. Þá er ljóst að Dómstóll ISI mun ekki fjalla um málið efnislega, þar sem dómurinn telur málsatvikin ekki hafa almennt gildi fyrir íþróttahreyfinguna í heild. Ef Fram og Valur eigast við að nýju í bikarúrslitum, þá mun sá leikur í fyrsta Iagi fara fram næsta vor. - FE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.