Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 10
10-FÖSTUDAGUR 27. FEBRVAR 1998 'FÉLAO ELDRI Aðalfundur ro^tr ÞJÓÐMÁL Bömin líða Aðalfundur félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Veitingahúsinu Glæsibæ, sunnudaginn 1. mars kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn munið félagsskírteinin og takið með ykkur gesti. Stjórnin Forréltur: Laxa{irenna Nýr, grafinn og reybtur. . Aðalréttur: Glóðarsteikt Isjötju'enna á teini. Lamt, naut og svín á hrísgrjónateði. Desert: ísfjrenna. Vanilluís, súkkulaðiís og jarðarkerjaís. Verð kr. 1.650,- Okkar vinsæla kaffiklaðkorð alla sunnudaga. Lindin Leiruvegi s. 461 3008 fyrir þig! Tilboð Danskir dagor SvÍDQkjöfsveislo svínokjöf of nýslofruöu o fröbæru, dönsku verði. Helgaifilboð GrillQður kjúklingur 09 fronskor kr. 898r- sfk. Hrísolundur fyrir þig. ^ JOHANNA SKHJRDAR DOTTIR ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Oflieldi, ekki síst kynferðislegt of- beldi gagnvart börnum, er einn alvarlegasti glæpur sem framinn er, enda ljóst að sá glæpur getur eyðilagt Iíf þolenda um alla fram- tfð. Þetta glæpsamlega athæfi skil- ur eftir sig djúp spor í sálarlífi barna, sem fylgt getur þeim alla ævi. Afleiðingarnar geta oft orðið þær að börnin verða síðar á ævinni fórnarlömb biturleika og reiði sem beinist gegn samfélaginu. Háværar kröfur um þyngri refsingar A sl. ári kom fram á Alþingi að barnaverndamefndir hafa á sl. 5 árum fengið 465 mál til meðferð- ar vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar á börnum og áttu þar hlut að máli 560 börn yngri en 16 ára. Uppi hafa verið mjög háværar kröfur um þyngingu refs- inga, en nokkurra mánaða dómar fyrir slíka glæpi hafa oft misboðið þjóðinni. I könnunum sem fram hafa farið um viðhorf fólks til refsinga hefur iðulega komið fram að 70-80% þeirra sem spurðir eru telja refsingar of vægar ekki síst við kynferðisbrotum. A Alþingi hefur undirrituð ásamt Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Kristínu Halldórsdóttur lagt fram frum- varp um breytingu á almennum hegningarlögum, sem kveður á um þyngri refsingar vegna kyn- ferðisbrota gagnvart börnum og að fyrningarfrestur til að kæra slík brot verði lengdur. Lögum verði breytt Efni þessa frumvarps er í fyrsta lagi að lögð er til sú breyting að fyrningarfrestur varðandi kyn- ferðisbrot gegn börnum hefjist ekki fyrr en þolandi brots hefur náð sjálfræðisaldri, þ.e. orðinn 18 ára. Rökin fyrir þessari breytingu Refsingar vegna kynferðisafbrota gegn börnum hafa oft misboð/ð réttlætiskennd fólks, segir Jóhanna Sigurðardóttir. lúta að eðli kynferðisbrota gegn börnum, en algengt er að ekki sé upplýst um slík brot fyrr en löngu eftir að þau voru framin. Þannig fyrnast mörg kynferðisbrot gegn börnum Iöngu áður en börnin verða fullorðin og Iíkleg til að tjá sig um brot sem framin hafa ver- ið gegn þeim í æsku. Sem dæmi má nefna að sök fyrnist nú á tveimur árum þegar ekki Iiggur þyngri refsing við broti en 1 árs fangelsi eða á fimm árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en fjögurra ára fangelsi. Sök fyrn- ist á tíu árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en tíu ára fangelsi og undir þennan flokk falla flest kynferðisbrot nema þau alvarlegustu. Samkvæmt frum- varpinu hæfist fyrningafrestur ekki fyrr en við 18 ára aldur og því fyrnist brotið ekki fyrr en brota- þoli er orðinn 28 ára og við 33 ára aldur sé um ítrekuð og gróf brot að ræða. I öðru lagi er ákvæði um eins árs lágmarksrefsingu vegna kyn- ferðisbrota gegn börnum. Lengi hefur verið kveðið á um eins árs lágmarksrefsingu við nauðgun, r- brotum og er síst ástæða til að hafa refsingar vægari þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börn- um en fullorðnum. Má í því sam- bandi nefna að á Alþingi hefur komið fram að f nokkrum dómum vegna kynferðisbrota gagnvart börnum var refsing ákveðin 2-30 mánaða fangelsi, en í dómum sem gengu í nauðgunarmálum var refsing ákveðin 12-48 mánaða fangelsi, en þar er nú f lögum kveðið á um eins árs refsilágmark. I þriðja lagi er lagt til að þyngja megi refsingu ef um endurtekið brot er að ræða. Réttlætiskeimd fdlks misboöiö Umboðsmaður barna hefur opin- berlega lagt til hliðstæðar breyt- ingar og nú Iiggja fyrir Alþingi. I samanburði sem umboðsmaður barna Iét gera á refsiramma á Norðurlöndum vegna kynferðis- brota gagnvart börnum kemur m.a. fram að löggjöf í Noregi og Svíþjóð kveður á um sérstaka lág- marksrefsingu, sem í Noregi er eitt ár og í Svíþjóð tvö ár. Einnig kemur fram að f Noregi er kveðið á um þyngri hámarksrefsingu, eða fangelsi í allt að 21 ár, þegar um sérstaklega gróft eða ítrekað brot er að ræða. Þetta á t.d. við þegar barn er yngra en 10 ára og þegar um síendurtekin brot hefur verið að ræða. I frumvarpi okkar þing- mannanna sem nú liggur fyrir Al- þingi er kveðið á um að hækka refsirammann úr 12 ára fangelsi í 16 ára fangelsi ef um er að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot. Ljóst er að refsiákvarðanir vegna kynferðisbrota gagnvart börnum hafa iðulega misboðið réttlætiskennd fólks, enda er um að ræða svo alvarlega glæpi að þjóðin gerir kröfu til þess að Iög- gjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald taki það mál föstum tökum. Meginregla ao greiða skuli sekt Dómsmálaráðimeytið hefur sent Degi atirnga- semd vegna umfjöllim- ar blaðsins um málefni tveggja fanga sem af- plánað hafa sektar- dóma á Litla-Hrauni, í ljósi meðferðarinnar á Þórði Þ. Þórðarsyni frá Akranesi. Ljóst er af athugasemdum ráðu- neytisins að ónákvæmni gætti í frásögn blaðsins af tilteknum efn- isatriðum, en það helgast fyrst og fremst af því að aðstæður félag- anna tveggja voru mismunandi. Eins og fram kom í Degi losnaði annar þeirra út þar sem hann greiddi inn á sekt sína. Dómsmálaráðuneytið fullyrðir að það hafi svarað öllum bréfum frá föngunum og Umboðsmanni Alþingis, þótt í einhverjum tilvik- um hafi orðið dráttur á endanleg- um svörum til annars fangans og umboðsmanns vegna öflunar upplýsinga og það hafi þeim verið tilkynnt skilmerkilega. I bréfi ráðuneytisins kemur fram að sama dag og fréttaskýring Dags birtist, 20. febrúar, hafi ráðuneyt- ið úrskurðað í máli þess fanga sem ekki hafði losnað út af Litla- Hrauni. Beiðni um frestun afplánunar Dómsmálaráðuneytið vísar á bug þeim fullyrðingum fanganna að þeir hafi orðið fyrir lög- og mann- réttindabrotum og segir: „Það er meginregla að greiða skuli dæmda sekt. Vararefsing er þvingunarúr- ræði sem beita skal ef sekt fæst ekki greidd. Hafi sekt ekki verið greidd innan þess frests sem veitt- ur er til greiðslu hennar verður sektarþoli ávallt að vera tilbúinn að sæta afplánun vararefsingar sé sektin ekki fyrnd. Verði dráttur á afplánun vararefsingar er ástæða þess langoftast beiðni sektar- greiðanda um frest á afplánun, í þeim tilgangi að reyna að afla fjár til greiðslu sektarinnar. Sú var einmitt raunin í báðum þeim mál- um er hér um ræðir. Annar mann- anna hafði m.a. fengið frest hjá sýslumanni á afplánun vararefs- ingar, þar sem mál hans væri til athugunar hjá umboðsmanni AI- þingis. Hinn mannanna hafði margoft gert samning við lög- reglustjóra um greiðslu sektarinn- ar og hafði hann greitt hluta hennar samkvæmt þeim samning- um.“ Ráðuneytið segir að það Iiggi ekki alltaf ljóst fyrir hvort sektar- þoli geti greitt sekt þótt hann sé gjaldþrota. Þess séu mörg dæmi að menn hafi aflað fjár með lán- um eða hjá ættingjum til greiðslu sektar. Þá hafnar ráðuneytið því að hægt sé að bera saman mál þess- ara fanga við mál Þórðar Þ. Þórð- arsonar, ekki sé um hliðstæðu að ræða, þar sem ráðuneytið ákvað að bjóða ekki í skuldabréf ÞÞÞ á uppboði. Sekt Þórðar Þ. Þórðar- sonar sé því ógreidd og „mun koma til afplánunar vararefsingar í því máli, fáist sektin ekki greidd." Framburður ráðuneytisins um að fangarnir hafi beðið um frest á afplánun vegna samninga um greiðslu sektar er örugglega rétt hvað annan fangann varðar, en í hinu tilvikinu standa orð gegn orði og ekkert annað að gera en að biðjast velvirðingar á því ef blaðið hefur að einhverju leyti birt eftir bréfum fanganna ranga frásögn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.