Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2 7 ■ F E II R I/ A R 1 9 98 - 3 FRÉTTIR Raftækj aslagur virðist I iim—«■« I meölæsri verð, oe betta m „Veisla“ viröist framundan fyrir kaupendur raftækja vegna harðrar sam- keppni á markaðnum við opnun ELKO. Um helgina má huast við frumsýningu á tilboð- um. ,,Nei ekki aldeilis, við eigum von á því að verslun stóraukist hjá okkur við tilkomu ELKO og við Pögnum bara komu þeirra á markaðinn, reyndar með Hug- mynd sem við byrjuðum á,“ svar- aði Þorkell Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Raftækjaverslunar íslands, spurður hvort hann ætl- aði að horfa á eftir öllum raf- tækjakaupendum í Kópavoginn eftir að ELKO lofar að bjóða alltaf lægsta verð á hverju tæki. ,,Þú munt verða vitni að því á sunnudaginn hvort þeim hefur tekist það eða ekki,“ sagði Þor- Tækjaóðir ísiendingar fá nú veisiu tilboða og gagntilboða, allar heistu verslanir þykjast ætla að bjóða best kell, sem vill þó ekki uplýsa mót- leikinn fyrr en í fyrramálið, sama dag og ELKO opnar. „Þá koma skilaboðin frá Davíðs til Golí- ats.“ Verðux erfitt að vera alltaf ódýrastir? Fleiri raftækjasalar en hann hafa verið önnum kafnir við að undir- búa viðbrögð sfn við þeim boð- um sem ELKO lét út ganga í gær: Að taka til baka og endur- greiða tæki sem kaupendur væru ekki ánægðir með og/eða mis- muninn ef sama tæki fyndist ódýrara annars staðar. „Það eru allir komnir af stað lægri verð, og þetta leiða til lægra raftækjaverðs í framtíðinni,“ sagði Pétur Stein- grímsson, framkvæmdastjóri í Japis. Um þeirra mótleik sagði hann: „Hvað okkur snertir mun- um við bara bfða og sjá hvað þeir bjóða og síðan gera okkar ráð- stafanir. Því við getum alveg svarað svona samkeppni eins og hver annar. Spennandi sunnudagur? „Expert raftækjakeðjan, sem Raftækjaverslun Islands er hluti af, er alþjóðakeðja með rúmlega 4.000 búðir, um tuttugu sinnum fleiri en norska keðjan Elkjöp, sem ELKO er í samstarfi rað. Við verðum bara að sjá hvað ég og Expert getum gert. Það upplifir \iðskipta\inurinn á sunnudags- morgun," sagði Þorkell. Það virðist þannig meira en líklegt að „veisla“ sé í uppsigl- ingu fyrir þá sem nú hugleiða kaup á tölvum, heimilistækjum eða t.d. hljómflutningstækjum til fermingargjafa, sem nú stytt- ist í. -HEI Aila- reynsla fylshr veiðíleyfi Hæstiréttur hefur dæmt Ymir efh. til að greiða Flóa ehf. rúm- ar 7,5 milljónir króna vegna vanefnda á kaupsamningi vegna bátakaupa og 700 þúsund krón- ur í málskostnað. Fimm dómar- ar kváðu upp dóminn sem talinn er hafa fordæmisgildi þar sem aflareynsla fylgir veiðileyfi við skipakaup. Málavextir voru þeir að FIói taldi sig hafa borið skarðan hlut frá borði við afnám línutvöföld- unar og bráðabirgðahlutdeildar í steinbít. Þær aflaheimildir voru allar færðar yfir til Ymis vegna þess að hann var þinglýstur eig- andi bátsins. Þessu mótmælti Flói á þeim forsendum að þessi úthlutun væri byggð á afla- reynslu þess báts sem hann hafði keypt af Ymi. Af þeim sök- um taldi hann sig hafa verið hlunnfarinn í viðskiptum sínum þegar hann keypti bátinn án aflahlutdeildar en með veiði- leyfi. -GRH Magnús Gauti frá KEA til Snæfells Það kom töluvert á óvart þegar kaupfélagsstjóraskiptin voru tilkynnt á blaðamannafundi f gær. Myndin er tekin þegar tiðindin voru sögð - mynd: bös Magnús Gauti Gauta- son, kaupfélagsstjóri KEA, lætur af því starfi og tekur við Snæfelli á Dalvík. Ungur maður, Eiríkur S. Jóhaunsson, úti- bússtjóri Landsbank- ans á Akureyri, tekur við starfi hans. Káupfélagsstjóraskiptin verða að loknum aðalfundi félagsins, en dagsetning hans hefur ekki verið ákveðin. Jóhannes Geir Sigur- geirsson, stjórnarformaður KEA, segir Ijóst að gríðarlegar vænt- ingar séu gerðar til Snæfells og því mikils vert að vel takist til við uppbyggingu þess. Stefnt sé að því að Snæfell fari á hlutabréfa- markað og KEA hyggist eiga þar ráðandi hlut. Þegar ljóst hafi verið að Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Snæfells, léti af störfum hafi þessi möguleiki komið upp á borðið. „Eg vil leggja á það áherslu að þessi ákvörðun er tek- in í mestu sátt og samlyndi,“ sagði Jóhannes. Allan starfsaldurinn hjá KEA Magnús Gauti hefur starfað hjá KEA nánast allan sinn starfsald- ur eða frá árinu 1974 og verið kaupfélagsstjóri frá árinu 1989. Hann sagði að fjölmargar ástæð- ur lægju að baki þessari ákvörð- un og hún hcfði ekki verið auð- veld. „Hjá KEA á ég gott sam- starfsfólk og því fylgir þessari ákvörðun að sumu leyti eftirsjá og söknuður.“ Magnús Gauti segir að það hafi ráðið miklu unv ákvörðunina að Snæfell sé eitt að stærstu útgerðarfyrirtækum landsins og KEA hafi lagt í það mikla fjármuni. „Mér finnst mjög spennandi og skemmtilegt að taka við nýju fyrirtæki sem er í mótun og útgerð og fiskvinnsla þau starfssvið sem ég hef haft Eiríkur S. Jóhannsson. hvað mestan áhuga á í starfi mínu hjá KEA.“ Jóhannes Geir segir skiptin marka tímamót í sögu félagsins og að það sé tímanna tákn að stjórnendur séu skemur í starfi á sama stað, en verið hafi í sögu félagsins. Hann segir ungan ald- ur nýs kaupfélagsstjóra ekki hafa verið ástæðu ráðningarinnar. „Við litum fyrst og fremst til reynslu hans, hæfileika og mannkosta. Það er ekkert nýtt í sögu félagsins að ungir menn séu kallaðir til ábyrgðarstarfa." Ekki nýjar áherslur Landsbankinn er helsti við- skiptabanki KEA og mikil tengsl hafa verið milli bankans og fyrir- tækisins. Jóhannes Geir segir að þessi tengsl hafi ekki haft áhrif á ráðningu nýs kaupfélagsstjóra. Jóhannes segir að ekki sé um það að ræða að stjórn félagsins hyggi á áherslubreytingar með manna- skiptunum, en nýír menn setji alltaf svip á starfsemina. Eiríkur S. Jóhannsson er lið- lega þrítugur að aldri. Hann er hagfræðingur að mennt og að loknu námi frá Vanderbilt Uni- versity í NashviIIe í Tennessee 1994 hóf hann störf að nýju á fyrirtækjasviði Landsbankans, þar sem hann hafði starfað áður en hann hélt utan. Hann hefur gegnt starfi útibússtjóra Lands- bankans á Akureyri og verið svæðisstjóri bankans á Norður- landi frá árinu 1996. — H11 Hagnaður Samherja 377 miUjónir króna Rekstrartekjur Samherja á Akureyri námu 6,9 milljörðum króna og rekstr- argjöld 5,4 milljörðum króna. Hagnað- ur af reglulegri starfsemi nam 486 milljónum króna en að teknu tilliti til tekjuskattsskuldbindinga var hagnaður ársins 1977 tæpar 377 milljónir króna. Heildarafli skipa Samherja var 202 þúsund tonn að verðmæti 3,7 milljarð- ar króna en verðmæti landvinnslu 3,8 milljarðar króna. FyMrsjáanlegt er að tap verður af rekstri dóttur- og hlut- deildarfélaga Samherja erlendis. - GG Kópavogur vex Kópavogur græddi á annað þúsund nýrra íbúa £ fyrra með fólksflutningum til bæjarins. Reykjavík var eftirbátur, með „aðeins“ 300 í plús. Flestir aðrir bæir töpuðu íbúum. Akur- eyri tapað 100. Höfuð- borgarsvæðið allt græddi 1700 aðflutta, flestir komu frá Vestfjörðum. Lífevrissjóðir bjóða í Islandsbanka Tvö tilboð bárust í hlut Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í Islands- banka í gær þegar tilboð voru opnuð. Nokkrir lífeyrissjóðir buðu ann- ars vegar ríflega 941 milljón króna en hitt tilboðið var frá Kaupþingi og hljóðaði upp á 828 milljónir. Um var að ræða 7,12% hlut að nafn- virði 276 milljóna króna. Frestur er gefinn til 10. mars til að ákvarða hvort og hvaða tilboði verður tekið. IHviðri og ófærð Illviðri var komiðvíða um land í gærkvöld og færð farin að spillast á Norður- og Vesturlandi. Ofært var orðið yfir Steingrímsfjarðarheiði og til Hólmavíkur og á Norðurlandi var flestum mannamótum frestað vegna veðurs. Veðurspáin gerir ráð fyrir Ieiðindaveðri í dag, hvassviðri og töluverðu frosti, sérstaklega norðanlands. Frost gæti orðið um 20 stig. — BÞ Þorsteinn Már Baldvinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.