Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 5
^ O ;
V
i w ;r
"X ■».
n ^ n r
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 27.FEBRÚAR 1998 - S
Atök í vændiun
Stjóm Osta- og
smjörsöluimar treysti
sér ekki til að ráða
forstjóra úr hópi 70
umsækjenda. MiMl
óánægja með niður-
stöðuna hjá KEA,
stærsta eiganda.
„Verður með stærri
málum á aðalfundi64
og hugsanleg átök í
uppsiglingu.
,Eigendur þurfa að velta fyrir sér
þessari niðurstöðu stjórnar og
málið verður örugglega með
stærri málum á aðalfundi 6.
mars nk. Auðvitað finnst hæfur
maður úr hópi 70 umsækjenda
sem allir geta sætt sig við,“ segir
Þórarinn E. Sveinsson, mjólkur-
samlagsstjóri KEA. „Sem fulltrúi
stærsta eigandans, Mjólkursam-
lags KEA, en ekki sem umsækj-
andi, get ég sagt að þetta er ekki
lausn sem er ásættanleg að mati
KEA sem er langstærsti eigand-
inn.“ KEA á 29,5% í Osta- og
smjörsölunni og 40% af viðskipt-
um hennar eru við KEA. „Nýr
Forstjóri á m.a. að taka við nýjum
Jakob Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri.
Bæiarstjóri
viíl semja
Jakob Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, segir um úrskurð
kærunefndar jafnréttisráðs, að
hann telji meiri líkur en hitt á að
reynt verði að semja við Ragn-
hildi Vigfúsdóttur jafnréttisfull-
trúa. Bæjarráð á þó eftir að
Qalla um málið með viðeigandi
hætti. „Við eigum tvo mögu-
leika, annars vegar að hafna álit-
inu eða ræða við jafnréttisfull-
trúann um viðeigandi lausn og
ég aðhyllist þann kost frekar,"
segir Jakob.
Málið hefur vakið upp spurn-
ingar um nauðsynlegar breyting-
ar á launakerfi sveitarfélaga.
Jakob segir varhugavert að draga
of víðtækar ályktanir af niður-
stöðunni en hins vegar standi
nú yfir endurskoðun á launa-
kerfi bæjarins. „Urskurðurinn
gæti orðið innlegg í þá umræðu
sem þegar á sér stað innan kerf-
isins. An þess að dæma kerfið
ónýtt tel ég þörf á að endur-
skoða þessi mál,“ segir Jakob.
Akureyrarbær greiðir nálægt
milljarði í laun á ári. — BÞ
Mjólkurbús Flóamanna, og aðrir
stjórnarmenn Þórólfur Gíslason
kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki,
Magnús Olafsson bóndi að
Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu,
Vífill Búason bóndi að Ferstiklu
í Hvalfirði og Þórarinn E.
Sveinsson, mjólkurbússtjóri
Mjólkursamlags KEA á Akureyri.
Þórarinn vék úr stjórn sem um-
sækjndi, og tók Jóhannes Sig-
valdason sæti hans. Dagur hefur
fyrir því heimildir að valið hafi
staðið milli Þórarins E. Sveins-
sonar og Þóris Páls Guðjónsson-
ar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Borgfirðinga, en einnig hafi ann-
ar umsækjandi utan mjólkuriðn-
aðarins komið til greina.
Dagur hefur fyrir þvi heimildir að valið hafi staðið milli Þórarins £ Sveinssonar og
Þóris Páls Guðjónssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga, en einnig hafi
annar umsækjandi utan mjólkuriðnaðarins komið til greina.
búvörusamningi eftir 2-3 ár og
því verður að nást samstaða,"
segir Þórarinn E. Sveinsson.
Vanhæf stjóm?
Er það vatihæf stjóm sem ekki
leysir ráðningu forstjóra?
“Það finnst mér vera mál aðal-
fundar, en það eru eflaust marg-
ir þeirrar skoðunar. Stjórnin skil-
ar auðu í þessu máli þrátt fyrir
að hafa átt að leysa málið. Það
kunna því að verða átök um kjör
nýrrar stjórnar á aðalfundinum."
Stjórn Osta- og smjörsölunnar
telur fullreynt að ekki náist
nægilega góð samstaða um ráðn-
ingu forstjóra og hefur því samið
við Óskar H. Gunnarsson, frá-
farandi forstjóra, um framleng-
ingu á starfssamningi til loka
ársins 2000. 70 umsóknir bárust
um starfið.
Stjórnarformaður Osta- og
smjörsölunnar er Birgir Guð-
mundsson, mjólkurbússtjóri
Engar skýringar
Birgir Guðmundsson, stjórnar-
formaður, vildi ekkert tjá sig um
málið eða hvort djúpstæður
ágreiningur hefði ríkt i stjórn-
inni. Magnús Ólafsson sagði að
ekki hefði náðst samstaða þrátt
fyrir að ýmsir hæfir menn hafi
sótt um stöðuna. Magnús vildi
ekki svara þeirri spurningu af
hverju hefðu ekki verið greitt at-
kvæði um umsækjendur og
stjórnin síðan staðið að baki
þeim sem flest atkvæði hlyti.
—GG
Ráðamenn Landsvirkjunar undirrituðu í gær milljarðasamning við rússneskt ríkisfyrirtæki um framleiðslu og uppsetningu mastra
og leiðara fyrir 400 kv Búrfellslínu þrátt fyrir að hafa ekki leyfi fyrir henni. Landsvirkjun hefur þó vaðið fyrir neðan sig og getur
breytt samningnum í 220 kv línu fyrir 15. apríl nk. ef allt um þrýtur. mynd: pjetur
Lman skal upp
Landsvirkjun sivimir
u in framleiðslu og
uppsetningu á 400 kv
Búrfellslínu. Kostar
rúman milljarð. Hægt
að minnka límma í
220 kv fyrir
15. apríl. Krafa nátt-
úruvemdarsamtaka
hefur verið um hreytt
línustæði.
„Þetta er ekki gert til að setja ein-
hverja þumalskrúfu á umhverfis-
ráðherra heldur til að uppfylla
lagaskyldur okkar. Við verðum að
hafa þarna flutningsgetu til að
geta annað' þeim skuldbinding-
um sem við höfum og vinnum
samkvæmt því,“ segir Þorsteinn
Hilmarsson, upplýsingafulltrúi
Lands virkj unar.
Skipulagsstjóri hefur vísað
þessari línustærð um Hengils-
svæðið í umhverfismat, og hefur
umhverfisráðherra kæru Lands-
\irkjunar um það efni nú til at-
hugunar. Náttúruverndarsamtök
hafa krafist þess að h'nustæði
verði breytt frá núverandi áform-
um, og skipti ekki máli hvort hún
verði 220 kv eða 400.
I gær undirritaði Landsvirkjun
samning við rússneska fyrirtækið
Technopromexport um fram-
leiðslu og uppsetningu mastra og
leiðara fyrir 400 kílóvatta Búr-
fellslínu 3 A. Samningurinn
hljóðar upp á 1.185 milljónir
króna, eða sem nemur um 69%
af kostnaðaráætlun. I samningn-
um er einnig kveðið á um að
Landsvirkjun getur fyrir 15. apríl
n.k. tekið ákvörðun um það hvort
línan verður reist fyrir 220 kv
spennu eða 400 kv.
Veltur á ráðherra
A sHpuðum tíma rennur út sá
frestur sem Guðmundur Bjama-
son umhverfisráðherra hefur til
að ákveða hvort 400 kv Iínan þarf
að fara í umhverfismat sam-
kvæmt úrskurði skipulagsstjóra
ríkisins eða ekki. Hinsvegar hef-
ur Landsvirkjun leyfi fyrir 220 kv
línu. Þessi línulögn er engin
smásmíði. Hún verður 94 kíló-
metrar að lengd með alls 252
turnum og verður í 21-28 metra
hæð. Stefnt er að því að byija að
reisa hana í maí og taka í notkun
20. nóvember nk. -GRH
Hæstiréttur sneri í gær dómi
undirréttar, Hróa Hetti í hag.
Hrói Höttnr lagði
pizzasendH
HÆSTIRETTUR
Pizzafyrirtækið Hrói Höttur var í
gær sýknað í Hæstarétti af kröfu
pizzasendils, sem taldi sig hafa
verið hlunnfarinn f greiðslum á
svokölluðu sendingargjaldi eða
þóknun fyrir að aka með pizzur á
eigin bifreið.
Pizzasendillinn hafði unnið
málið í héraðsdómi, en Hæsti-
réttur snéri úrskurðinum við.
Sendillinn hafði fengið greitt
222.900 krónur í sendingar-
gjaldi og að baki sagði hann að
lægju 21.555 kílómetrar. Aðal-
krafa hans var að þóknunin yrði
463.024 krónur til viðbótar og er
þá miðað við kílómetragjald sem
ákveðið er af ríkisskattstjóra
vegna afnota vinnuveitanda af
bifreið launþega. Hæstiréttur
taldi hins vegar að ekki hefði ver-
ið samið um þetta og að sendill-
inn hefði ekki rökstutt að samn-
ingur hans við Hróa hött væri
ósanngjarn og andstæður við-
skiptavenju. - FÞG
Ofbcldismaður
fékk notið vafans
Fertugur síbrotamaður, Heiðar
Þór Guðmundsson, var í Hæsta-
rétti í gær dæmdur til 14 mán-
aða fangelsis vegna grófrar lík-
amsárásar á salerni Ölkjallarans
á síðasta ári. Hæstiréttur mildar
dóm undirréttar um 10 mánuði.
Heiðar Þór var sakfelldur fyrir
að hafa slegið mann hnefahöggi
í andlit við karlasalerni Ölkjallar-
ans og hrint honum afturábak.
Féll maðurinn í gólfið og skall
með hnakka á flísalagðan stokk
með alvarlegum afleiðingum.
Hann lamaðist á hægri hendi og
hægri fæti um tíma, en ber
heilaskaða. Hæstiréttur taldi
ekki ljóst, hvort fall mannsins
hafi fremur en af höggi Heiðars
orsakast af öhoin hans og bleytu-
hálku á gólfi. Heiðar naut
vafans. - FÞG
Iðraðist og fékk
dóm imldaðan
Hæstiréttur hefur mildað dóm
Héraðsdóms Norðurlands eystra
yfir ungum manni, sem hlotið
hafði 1 5 mánaða dóm fyrir grófa
líkamsárás. Taldi Hæstiréttur að
með hliðsjón af breyttum högurn
mannsins og ungum aldri hans
mætti fresta fullnustu 12 mán-
aða af dómi hans í fimm ár.
Maðurinn játaði fúslega brot
sín og hefur greitt bótakröfu
tjónþolans að fullu. Hann hefur
gengið til geðlæknis og farið í
fulla meðferð hjá SÁÁ — FÞG