Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 27.02.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 - 11 ERLENDAR FRETTIR Norðurírska Mðarferlið DAGUR ÞORLEIFS- SON SKRIFAR Sinn Fein, pólitískum armi írska lýðveldishersins (IRA), hefur verið vísað frá samningaborði hins norðurírska friðarferlis. Var það gert út af morðum og sprengingum sem IRA framdi á Norður-Irlandi. Eðlilegt er að þannig væri far- ið að við Sinn Fein, þar eð flokki þessum var hleypt að téðu borði með því skilyrði að „hernaðarleg grein“ hans, IRA, stillti sig um að fremja hryðjuverk. Afturkippur Með þessu er kominn alvarlegur afturkippur í umrætt friðarferli, sem farið er að Iíkja \ið annað frægt „friðarferli," það sem á að heita að í gangi sé milli ísraels og araba. Heyrist sagt að vonin um að ferli þessi leiði til varan- legs friðar sé álíka mikil í báðum tilvikum. Norðurírska friðarferlið held- ur þó áfram, og fréttaskýrendur skrifa að brottrekstur Sinn Fein frá samningaborðinu muni kannski fyrst og fremst verða formlegur. Sinn Fein muni stöðugt fá fréttir af samninga- umleitununum og líklega verði flokknum aftur hleypt inn í við- ræður þessar eftir nokkrar vikur. Sinn Fein hefur hafið áróðurs- herferð gegn brottvísuninni. GerryAdams, leiðtogi Sinn Fein, fullyrðir að hann og flokkur hans ráði engu um gerðir IRA. Otrú- legt þykir það. John Major, for- sætisráðherra Bretlands um skeið, sagði eitt sinn um flokka þessa eða flokksarma tvo að hann teldi að að þeir væru mjög samantengdir með „gagnkvæmri aðild“ flokksmanna. Því sama hefur verið haldið fram í all- nokkrum bókum og mörgum blaðagreinum og sjónvarpsþátt- um með margskonar heimildir að baki. Samkvæmt þeim var Ad- Gerry Adams [t.h.J: talinn vera í stjórn IRA. ams lengi virkur IRA-liði og ekki einungis norðurírska lögreglan, heldur og lögregia írska Iýðveld- isins telur að hann sé í stjórn IRA. Sjálfur harðneitar Adams því að hann sé í því liði. Kyirna sig sem friðflytjendur Markmið Sinn Fein með nefndri áróðursherferð \árðist vera að kynna sig sem friðelskandi flokk, sem vísað hafí verið frá samn- ingaborðinu af aðilum með næsta takmarkaðan friðarvilja. Þeim málflutningi er einkum beint að fólki, sem ætla má að af ýmsum ástæðum hafi áhuga á gangi mála á Norður-írlandi. Margt af því, en ekki allt, er írskrar ættar og kaþólskrar trúar. Þar á meðal mundu vera kaþ- ólskir menn á Norður-írlandi, al- menningur í írska lýðveldinu og margt fólk í Bretlandi. Sumt af síðasttalda markhópnum er írskættað og kaþólskt og kannski ekki laust við samúð með Sinn Fein-IRA, annað í þeim hópi fólk af ýmsum ættum og trúflokkum sem vill flest til vinna að norður- írsku hryðjuverkaerjunum, sem íbúar Bretlands eru síður en svo öruggir fyrir, ljúki. Það fólk hef- ur kannski ekki mjög mikið á móti því að Bretland kaupi íbúa sína úr þeim háska með því að leggja Norður-írland í sölurnar. Síðast en ekki síst mun áróðri þessum beint að írskættuðum Bandaríkjamönnum, sem eru e.t.v. öflugasti bakhjarl Sinn Jeltsín hótar ráðhemun hrottrekstri RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, hélt i gær stutta ræðu þar sem hann hótaði því að reka þrjá af ráðherrum í ríkisstjórninni og skipa aðra í staðinn. Jeltsín er óánægður með frammistöðu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum og hyggst draga þá sem slakast hafa staðið sig til ábyrgðar. Yfírmaður nýja eftirlitshópsins skipaður SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Stjórnarerindreki frá Sri Lanka, Dhanapala, hefur verið skipaður yfirmaður nýju sérnefndarinnar sem á að framkvæma vopnaeftirlit á forsetasvæðunum svonefndu í írak, samkvæmt samningnum sem Kofi Annan gerði. Forsetasvæðin eru samtals um 3 1 ferkílómetri að stærð. Samkomulagið var enn til umræðu í höfustöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær, og voru ekki aliir á eitt sáttir þótt öllum helstu áhyggjuefnum Bandaríkj- anna hefði verið eytt. Martraðarástand í Afganistan AFGANISTAN - Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, Vieira de Mello, segir að ástandið þar sé hrein martröð. Allt samgöngukerf- ið sé ónýtt og Iífsskilyrði nánast ómöguleg. Björgunarfólk hefði verið fimm daga að komast 200 km leið að jarðskjálftasvæðunum, þar sem mikil neyð ríkir. í Kabúl lifi fólk nær eingöngu á þeirri fæðu sem berst frá matvælaaðstoð SÞ. Fein-IRA, að öllu samanlögðu. Barátta flokks þessa, bæði með Þrátt fyrir hryöju- verk IRA imdanfarið er talið að brottvísun Sinn Fein frá samn- ingaborðinu verði að- eins til bráðabirgða og kannski mest í orði kveðnu. hryðjuverkum og áróðri, er að miklu leyti kostuð með fé frá bandarísku írunum. Ahugi bandarískra stjórnmálamanna á atkvæðum írskra landa sinna hefur leitt til þess að Bandaríkin hafa hikað við að taka eindregna afstöðu gegn athæfi IRA. Meðal líklegra ástæðna til þess að IRA hóf hryðjuverk á ný er að Sinn Fein-IRA telji að flokkur- inn muni ekki fá kröfu sinni um sameiningu Norður-Irlands og Irska lýðveldisins, sem hann hef- ur ekki slakað hið minnsta á, framgengt ef hann láti af of- beldi. En meirihluti íbúa Norð- ur-írlands er mótmælendur, ætt- aðir frá Skotlandi og Norður- Englandi og þeir taka samein- ingu við írska lýðveldið ekki í mál. Bretland að gefast upp? Einn helstu sagnfræðinga Bret- lands hélt því fram nýlega að Bretland væri í þann veginn að hörfa frá Norður-írlandi. Ekki er ótrúlegt að Bretland væri þegar búið að sleppa hendinni af Norður-Irlandi, ef ekki hefði ver- ið eindregin andstaða þarlendra mótmælenda \dð það og vægi sem þingmenn þeirra hafa á breska þinginu. Ófáir, þ.á m. margir norður- írskir mótmælendur, segja Sinn Fein-IRA hafa sýnt fram á að of- beldi geti borgað sig. Vopnuð Ieynisamtök mótmælenda þar fóru sér lengi vel hægar við hryðjuverk en IRA, bæði vegna þrýstings frá breskum yfirvöld- um og af þ\a' að mótmælendur ætluðust til verndar af þeirra hálfu. En fyrir nokkrum árum tóku hryðjuverkamenn af mót- mælendatrú upp reglu nokkurn veginn á þá leið, að ef IRA myrti einn eða tvo mótmælendur, skyldu hryðjuverkamenn af mót- mælendatrú myrða tvo eða þrjá kaþólikka. Ekki löngu eftir þetta lýsti IRA yfír vopnahléi í fyrra skiptið. Leikfélag Dalvíkur sýnir Að eilífu eftir Árna Ibsen. Leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson. Sýningar: Föstudaginn 27. febrúar kl. 21.00. Laugardaginn 28. febrúar kl. 21.00. Fimmtudaginn 5. mars kl. 20.00. Laugardaginn 7. mars kl. 21.00. Miðapantanir frá kl. 18-19 sýningardaga. Nánari upplýsingar í síma 466 1900. Leikfélag Dalvíkur. í Mjólkursamlagi KEA laugardaginn 28. febrúar kL 11-16 Kynnum starfsemi: - Mjólkursamlags KEA - Saf agerðar KEA Komið og kynnið ykkur starfsemina og smakkið á framleiðsluvörunum. Kaffiveitingar Verðlaunagetraun Allir hjartanlega velkomimv StarisfólJk Mjólkursamlags KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.