Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 2
 2-LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 FRÉTTIR Mjög fallegt veður var i Hlíðarfjalli í gær og frábært skíðafæri. Hins vegar er kuldinn varasamur og dæmi eru um að börn hafi kalið í andliti. mynd: bös Skíðakrakka kól í andliti Krakkar sem voru á skíðaæfingu í Hlíð- arfjalli við Akureyri í fyrrakvöld, fengu kalbletti í andlit og einn fékk frostsár. Töluverður vindur var í fjallinu og mik- ið frost. Að sögn Ivars Sigmundssonar, forstöðumanns Skíðastaða, aðvaraði hann þjálfara barnanna vegna veðurs- ins, enda taka börn oft ekki eftir því þegar kalblettir eru að myndast. „Þeir sem þekkja þetta sjá þetta eins og skot, en menn verða að átta sig á að þetta getur gerst. Eg hef reyndar verið á skíðum í útlöndum í 30-35 stiga frosti og þótti það ekkert tiltökumál, en auðvitað veldur kuldinn þvd að menn verða að fara varlega. Það er best að hylja andlitið í svona frosti, vera með andlitsgrímu eða kraga og gleraugu,“ segir Ivar. Mjög kalt var á Akureyri í gær en stillt. Frost fór yfir 20 stig og olli m.a. skemmdum á loftinntaki hjá Efnaverk- smiðjunni Sjöfn á Akureyri. Tjón varð þó ekki mikið. Þrjátíu gráðu frost við Mývatu MikiII kuldi gekk yfir landið í gærdag og í gærmorgun klukkan 9 var mesta frostið 30 gráður á Syðri-Neslandar- tanga við Mývatn. Jón Aðalgeirsson, bóndi í Vindbelg í Mývatnssveit sagði heimamenn lítið kippa sér upp við kuldann: „Þetta er engin nýlunda á þessum slóðum. Ætli frostið fari ekki nálægt þessu nánast á hveijum vetri. Ég man eftir 30 gráðu frosti nálægt sumarmálum,“ sagði Jón. Á Grímsstöðum á Fjöllum var frostið 27 gráður, 25 gráður á Möðruvöllum í Hörgárdal, 24 gráður á Nautabúi í Skagafirði og 23 gráður á Þingvöllum sem er með því mesta sem mælst hef- ur þar. Óvenju kalt hefur einnig v'erið á suðvesturhorninu og er talsverður lagnaðarís á sundum og vogum. Is- skæni þekur Sundahöfn í Reykjavík og einnig Fossvoginn. Spáð er vaxandi suðaustanátt um allt land og mun fyrst hlýna vestan til á landinu. Því dregur eitthvað úr frosti norðan og austan til um helgina en á þriðjudag er aftur spáð norðanátt sem væntanlega mun auka á frosthörkuna að nýju. Kuldaboli mun því halda áfram að narta í kinnar landsmanna og er full ástæða til að fylgjast sérlega vel með að börnin séu klædd í samræmi við frosthörkurnar. — bþ/gg Endurskoðendur, helst þessir með fínu útlendu nöfnin, óttast mjög að upp sé komitt sú staða, að viðskiptavinir þeirra láti ekki hvað sem er yfir sig ganga. Forráðamenn fyrirtækja hafa trúað endurskoðunarstofum í blindni fyrir fjárhag sínum. Sumir forstjórar eru sagðir treglæsir á reikninga fyrirtækja sinna. Nú hefur Coopers Lybrand á íslandi verið stefnt af Natlian & 01- scn. Fyrirtækinu þykir það slæm endurskoðun þcgar sölukona getur hnuplað 30 milljónum á fáum árum án þess að bjöllur klingi hjá endur- skoðanda... í pottinum eru endalausar umræður utn lista Framsókn- armanna. ValtýSigurbjamar- syni, forstöðumanni Byggöa- stofnunar á Akureyri var stillt upp í þriðja sæti listans en tapaði í kosningu fyrir Sigfríði Þorsteinsdóttur, með eins at- kvæðis mun. Fullyrt er í heita pottinum að Valtýr hafi ekki mætt á fulltrúaráðsfundinn í vikunni vegna veikinda. Þetta þykir pottverjum sýna að Valtýr eigi ekki mikið erindi í pólitík. í þeim bransa mæti menn á svona mikilvæga fundi hvað sem tautar og raular... í heita pottinum er fullyrt (óstaðfest) að það hafi verið óskastaða þeirra Birgis Guð- mundssonar, formanns Osta- og smjörsölumiar og mjólk- ursamlagsstjóra á Selfossi, og Þórólfs Gíslasonar, kaupfé- lagsstjóra á Sauðárkróki að stjómin gæti ckki fundið for- stjóra fyrir Osta- og smjörsöluna. Þeir hafi báðir haft áhuga á starfinu, en óttast höfnun. Nú kann sú staða að vera uppi að öðram hvorum þeirra verði boðið starfið, emmitt það sem þeir vonuðust eftir - hvor fyrir sig. Langsótt plott, en gott - ef það gengur eftir. Þórólfur Gíslason. Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Hæg breytileg átt, víðast léttskýjað og frost 4-13 stig, mildast við ströndina sunnan og vestan til en kaldast á Norðurlandi. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------; ln a Færð á vegum Færð er víðast hvar góð og allar aðalleiðir færar. Snjóþekja er þó víða og hálkublettir á heiðum sem ber að varast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.