Dagur - 18.03.1998, Side 1

Dagur - 18.03.1998, Side 1
Kemur í veg fyrlr ónefni í sveitum Átök í meimtamála- nefnd um frumvarp um bæjamefni. Mið- stýring við nafiigiftir sveitabæja aukin? Þingmaður Alþýöii bandalags segist gátt- aður. Menntamálanefnd mun á næstu dögum skila frá sér frumvarpi um bæjarnefni og er tekist á um afgreiðsluna. Samkvæmt frum- varpinu verður eigendum býla á landsbyggðinni ekki heimilt að gefa bæjum sínum nöfn, nema að fengnu samþykki Ornefna- nefndar. Sumir bænda sem blað- ið hefur rætt við telja að vegið sé að frelsi þeirra. Óhófleg miðstýring Svavar Gestsson, þingmaður Al- Snjóflóða- leit í Hlið- arfjalli Árleg æfing Björgunarhunda- sveitar Islands hefur farið fram í Hlíðarljalli síðan á laugardag og er liður í að auka hæfni hunda til leitar að fólki sem grafist hefur í fönn, t.d. í snjóflóðum. Auk þess að þjálfa þá 15 hunda sem hing- að komu til leitar hafa farið fram fyrirlestrar um ýmis efni að Þela- merkurskóla. I gærkvöld var fólk grafið í fönn og hundarnir tóku síðan þátt í leit að fólkinu ásamt Ijölda aðstoðarmanna og björgunar- sveitarmanna. Hundarnir, sem og það mannfólk sem tekur þátt í æfingunni, koma víða að af landinu. Leitarhundarnir þurfa árlega að taka próf sem fram fara á námskeiðinu, og skiptast þau í A, B og C gráðu. Æfingin þykir hafa tekist vel, en þó hefur veður truflað áætl- unina nokkuð og hefur fyrirlestr- um innandyra íjölgað nokkuð af þeirri ástæðu frá upphaflegri áætlun. GG þýðubandalags, er lítt hrifinn af frumvarpinu. „Eg tel að þarna sé um óhóflega miðstýringaráráttu að ræða. Hún felst bæði í frum- varpi um Örnefnastofnun sem búið er að samþykkja sem og þessu frumvarpi um bæjarnöfn- in. Ég er í raun gáttaður á að menn skuli ætla að ganga svona langt,“ segir Svavar. Vantbneðfarið mál Hjálmar Árnason, varaformaður menntamálanefndar, segir að nefndin muni afgreiða frumvarp- ið á allra næstu dögum. „Við erum að ræða hvar eigi að stoppa. Á að gefa nafngiftir frjálsar, hver á að ákvarða hvað er við hæfi og hvar á að draga mörkin'? Eins og gefur að skilja er þetta afskaplega vandmeðfar- ið og við gerum okkur grein fyrir því,“ segir Hjálmar. „Starlight“ í Biskupstungum? Að sögn Hjálmars er hætta á að alls konar ónefni komi fram ef frelsi landeigenda til nafngifta verður algjört. „Fáum við ensk orð á býlin eins og t.d. „Star- Iight“? Eða verður viðkomandi að leita staðfestingar? Mín skoð- un er að hugmyndaflugið eigi að fá að njóta sín en ég vil vera þjóðlegur og er að því Ieytinu til íhaldsmaður. Ég vil minna á það sem gerst hefur í t.d. nafngiftum veitingahúsa að undanförnu. Við höfum séð mikið af framandi enskum nöfnum og mér þætti dapurlegt ef við færum að sjá býlin okkar og örnefni bera slík nöfn. Þar er ég ekki síst að hugsa um verndun tungunnar." Sitt hvor áttin Landeigandi sem blaðið ræddi við sagði að athygli vekti að þetta frumvarp kæmi á svipuðum tíma og frumvarp um breytingar á mannanafnalögum sem miðuðu að auknu frjálsræði. Um það segir Svavar Gestsson: „Ég var þeirrar skoðunar að þar væri gengið of langt, vegna þess að þar væri bara ein krafa gerð að lokum, að viðkomandi nafn gæti tekið eignarfallsendingu. Hér eru menn hins vegar að hneppa þessi mál í fjötra með tilteknum hætti." BÞ Ungmennin á leið i dómsal. -mynd: s Ungumþióf- umgenð tækifæri Átta 16 til 18 ára ungmenni, sjö piltar og ein stúlka, voru í Hér- aðsdómi í gær dæmd í 6 til 15 mánaða fangelsi fyrir rán og gripdeildir í verslununum Kvöld- úlfi við Sundlaugaveg og Kjalfelli við Gnoðarvog. Dómurinn er þó skilorðsbundinn að fullu hjá mörgum þeirra og að stórum hluta hjá öðrum og má því segja að ungmennin fái nokkurt tæki- færi til að bæta sig - en þeim er gert að halda sig frá áfengi og öðrum vímuefnum næstu þrjú árin. Ránin voru framin í september og október á síðasta ári. Höfðu fjórir piltanna sig mest í frammi af hópnum. I ránsferðunum voru sakborningarnir grímuklæddir og ógnuðu þeir afgreiðslustúlku Kvöldúlfs með hnífi. Ungmenn- in höfðu yfirleitt ekki mikið upp úr krafsinu, einhveija tugi þús- unda króna, sígarettur og fleira. Sum ungmennanna tóku einnig þátt í að hrifsa veski af öldruðum konum og ræna innihaldi þeirra. Þetta gerðist tvisvar og mátti í sjálfu sér ekki miklu muna að illa færi fyrir gömlu konunum. - FÞG Aurarúr umferð Nú verður enginn lengur af aur- um api því ríkisstjórnin hefur ákveðið að afnema aurana þann- ig að krónan verði lægsta mynteiningin. Við þetta verður 5, 10 og 50 aura mynt tekin úr umferð. Um leið gerist það að upphæð sem reiknast 50 aurar eða minna verður sleppt en upp- hæð sem er 51 eyrir eða meira verður hækkuð upp í eina krónu. Eigi að síður má eftir lagabreytingu þessa verðleggja í aurum svo sem eldsneyti, raf- magn og heitt vatn en upphæðin færð upp eða niður eins og að framan segir. -S.DÓR HnHBHBl ■■■ mmmmmmmmm Nvtt símanúmer 4 6 0 2 5 0 0 SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA I Skipagata 9 • Pósthólf 220 • 602 Akurcyri -----------■ Promiuni itiiðlcirar 1 Alfa Laval BORGARTUNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 Varmflskiptflr SINDRI % -sterkur í verki 2aj ;o ;o !On ■ r- !Os IsO

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.