Dagur - 18.03.1998, Side 3

Dagur - 18.03.1998, Side 3
MlÐVIKÚDAGUR 1 8 . M Á R S ‘ 1 9 9 8 - 3 Dpptr FRÉTTIR Átta sig ekki á vandanum gert áætlun um aðgerðir vegna ársins 2000, kannað þörf á að- stoð og hvað hún tæki langan tíma. Og bara 5% hafa spáð í kostnaðinn af öllu saman. I sjöttu hverri stofnun er m.a.s. enn óákveðið hver ber ábyrgð á lausn vandans. Allt í lagi hjá mér „Alh of margir telja að allt sé í góðu lagi hjá sér, en gera sér oft á tíðum enga grein fyrir því hve víðtækur vandinn er. Ég hef mestar áhyggjur af þessum aðil- um,“ sagði Guðbjörg Sigurðar- dóttir, deildarstjóri í forsætis- ráðuneytinu, á ráðstefnu um ár- talið 2000. Hún lýsti áhyggjum af flestum framleiðslufyrirtækj- um og þjónustustofnunum í landinu sem hafa júnsan sér- hæfðan tækjabúnað með inni- byggðum tölvukubbum þar sem dagsetningar koma við sögu. „Ég hef áhyggjur af að allir þessir að- ilar geri sér ekki grein fyrir þess- um vanda - og að þar munum við e.t.v. mæta mestu vandamálun- um þegar ártalið 2000 nálgast." - HEI Forsvarsmenn fyrirtælýa og stofnana virðast ekki hafa nógu miklar áhyggjur af því að tölvukerfi þeirra ráði ekki við ártalið 2000, samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnu um ártalið sem haldin var i gær. mynd: RiEtim MiMð áhyggjuefni að allt of margir telja að allt verði í góðu lagi í tölvumálunum hjá þeim árið 2000, áu þess að kyuna sér það. Einungis í 15% ríkisstofnana (50 af 334) höfðu forstöðumenn fyr- ir því að senda svör við nýrri könnun sem Ríkiskaup gerðu til að athuga stöðu ríkisstofnana varðandi undirbúning upplýs- ingakerfa fyrir ártalið 2000. Þessi litla svörun þykir benda til að ríkisstofnanir hafí þetta mikil- væga mál ekki framarlega í for- gangsröðinni hjá sér og/eða að stjórnendur þeirra séu almennt ekki vel meðvitaðir um alvöru málsins. Éorstjóri Ríkiskaupa, Júlíus S. Ólafsson, taldi það t.d. athygli- vert að 80% svarenda sögðust nokkuð vissir um að ártalsbreyt- ingin valdi litlum vanda og lítilli hættu á alvarlegum rekstrartrufl- unum hjá þeim, þó bara 37% þeirra segði mikið vitað um þennan vanda innan sinnar stofnunar. „Hvernig geta menn þá dæmt um það hvort vandinn verður mikill eða lítill?“ spurði Júlíus. Bara 5% gert kostnaðaráætlun Sennilega væri sama vanþekk- ingin þess valdandi að aðeins þriðjungurinn hafði athugað hvort allt yrði í lagi með bók- haldskerfið og tölvubúnaðinn. Bara 15% hefðu athugað ýmis tæknikerfi, t.d. lyftur, símkerfi, lækningatæki, loftræstikerfi og fleira, eða tæki með innbyggðum tölvukubbum. Alíka fáir hafa Niöurrifi frestað Bæjarráð Akureyrar samþykkti sl. fímmtudag að Éækjargata 6 verði rifin, en húsið skemmdist mikið í eldi 17. janúar sl. Hús- friðunarnefnd ríkisins hefur far- ið fram á það að ákvörðun um niðurrif verði frestað og var til- laga bæjarstjóra, Jakobs Björns- sonar (B), þess efnis samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Stefnt er að þvf að Húsfrið- unarnefnd ríkisins komi á fund bæjarráðs Akureyrar 2. apríl nk. Gísli Bragi Hjartarson (A) sagði að leyfa þyrfti Húsfriðun- arnefnd að skoða húsið sem það hafí verið að fjalla um. Oddur Helgi Halldórsson (B) sagði að viðhorf til niðurrifs Lækjargötu 6 hefðu breyst eitthvað, en varp- aði fram þeirri spurningu hvort ekki væri rétt að selja húsið á eina krónu til þeirra sem húsið vilja vernda með ströngum kvöð- um um endurbyggingu þess. GG Valgerður til liðs við samfyUdngima? Valgerður Guðmunds- dóttir, bæjarfiiUtníi Aiþýöiiílokksiiis, er mjög hlyiiiit samein- mgarferlinu. Alþýðn- bandalagið samþykkti mótstöðulítið að vera með í samfylking- unni. Samkvæmt heimildum Dags eru vaxandi líkur á því að Valgerður Guðmundsdóttir, ritari Alþýðu- flokksins, sem skipaði annað sætið á lista Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í síðustu bæjarstjórn- arkosningum, muni ganga til liðs við samfylkingu félagshyggju- fólks í bænum. Alþýðubandalag- ið hefur ákveðið að vera með í samfylkingunni, en tillaga þess efnis var samþykkt gegn vægri mótstöðu Magnúsar Jóns Árna- sonar á félagsfundi í fyrrakvöld. Valgerður gafst upp á átökun- Valgerður Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins. um innan Alþýðuflokksins og bauð sig ekki fram í prófkjöri flokksins á dögunum. Athygli vekur að á nafnalista yfír 100 manns sem styðja samfylkinguna í Moggaauglýsingu er m.a. að finna systur Valgerðar og börn. „Ég stjórna fjölskyldu minni ekki í stjórnmálum og hef enga ákvörðun tekið um hvað ég geri í þessum málum. Hitt er annað mál að ég er mjög hlynnt samein- ingarferlinu hér eins og um land allt. Mér finnst að Hafnarljörður eigi ekki að skera sig úr í því starfi," segir Valgerður. Aðspurð hvort þetta þýði ekki að hún muni ganga til liðs við samfylk- inguna í Hafnarfirði vildi Val- gerður hvorki neita né játa. „Ég er ennþá í Alþýðuflokknum. Ef einhver breyting verður á því þá kemur það bara í ljós,“ segir Val- gerður. Trausti Baldursson, formaður Alþýðubandalagsfélags Hafnar- fjarðar, segir í samtali við Dag að ákvörðunin um að ganga til Iiðs við hið nýja samfylkingarfram- boð félagshyggjufólks hafi verið tekin án teljandi andstöðu á fé- lagsfundinum. „Þetta var sam- þykkt nánast samhljóða, en eðli- lega voru ekki allir jafn áhuga- samir og ýmsir höfðu athuga- semdir um útfærsluna, höfðu t.d. áhyggjur af Alþýðubanda- lagsnafninu. Sjálfur fagna ég niðurstöðunni og er bjartsýnn um að þessi hópur muni skila góðum árangri í komandi kosn- ingum,“ segir Trausti, - fþg Sjálfseignarstefnan styrkt Davíð Oddsson, forsætisráðherra og starfandi fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir breyt- ingum á lögum um tekju- og eignaskatt sem gera þarf í tengsl- um við breytingar á húsnæðis- Iánakerfinu. Samkvæmt þeim eiga hærri vaxtabætur að koma í staðinn fyrir niðurgreidda vexti í félagslega húsnæðislánakerfinu. Vaxtabætur á að greiða sama ár og eign er keypt en ekki árið á eftir eins og nú er. „Með fráhvarfi frá margbrotnu miðstýrðu aðstoðarkerfi verður valfrelsi einstaklinganna aukið og sjálfseignarstefnan í húsnæð- ismálum styrkt í sessi," sagði for- sætisráðherra þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Davið sagði að stuðningur við íbúðar- kaupendur )TÖi markvissari en nú er og fleirum gert kleift að kaupa á viðráðanlegu verði. Stjórnarandstæðingar hafa harðlega gagnrýnt frumvarpið og vilja að afgreiðslu þess verði frestað eins og verkalýðshreyf- ingin hefur farið fram á. Forsæt- isráðherra telur ekki ástæðu til þess. Sjú einnig bls. 7. Fimm sækja um varalög- reglustióra Fimm umsóknir bárust um embætti varalög- reglustjóra í Reykjavík sem var auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var til 15. mars og eru umsækjendur þessir: Bjarni Stefánsson sýslumaður, Georg Kr. Lárusson sýslumaður, Stefán Hirst skrifstofustjóri lögreglustjóra- embættisins í Reykavík, Þórir Oddsson vara- ríkislögreglustjóri og Sturla Þórðarson yfírlög- fræðingur hjá lögreglustjóraembættinu í Böðvar Bragason. Reykjavík. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, áminnti Sturlu Þórðarson nýlega fyrir ummæli sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum í kjölfar Steinermálsins svokallaða. FjögiiT mál duttu upp fyrir Fjögur fíkniefnamál hlutu ekki eðlilega framhaldsmeðferð hjá ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík að því að kemur fram í svari lögreglustjórans í Reykjavík við fyrirspurn frá dómsmálaráð- herra. Eitt þessara mála er fyrnt, en hin hafa nýlega verið send í framhaldsrannsókn. Þá glötuðust skýrslur í sjö minniháttar fíkni- efnamálum. Tilefni fyrirspurnarinnar voru ummæli sem Margrét Frímannsdótt- ir Iét falla í umræðum á Alþingi um skýrslu Atla Gíslasonar um mál Fraklíns Steiner. Snorri ekki til fyrir alda- mót Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Washington, hefur rætt við sérfræðinga í Bandaríkjunum um hugmynd Olafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, sem hann setti fram í heimsókn sinni til Bandaríkjanna, að gerð verði teiknimynd í Disney-stíl um Snorra Þorfinnsson, fyrsta evrópumanninn sem fædd- ist í Ameríku. Þetta kom fram í fréttum Ríkis- sjónvarpsins. Jón Baldvin segir að of seint sé að gera slíka mynd fyrir aldamót, þar sem vinnslutími slíkr- ar myndar sé sex ár. Hann segir að afmæli Iandafundanna gefi Is- Iendingum ýmis tækifæri til að Iáta að sér kveða í Ameríku. Jórt Baldvin Harmibalsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.