Dagur - 18.03.1998, Page 4

Dagur - 18.03.1998, Page 4
4 -MJDVIKUDAGUR 18. MARS 1998 FRÉTTIR L Deilt um vínveit- ingaleyfí Bæjarstjórnin á Akranesi deildi á dögunum um hvort veita ætti nýjum veitingastað við Kirkju- braut á Akranesi vínveitinga- leyfi. Niðurstaðan varð sú að leyfið skyldi veitt. Deilurnar eru athyglisverðar í ljósi þess að þegar eru starfrækt tvö veit- ingahús með vínveitingaleyfi, örskammt frá nýja veitinga- staðnum. Þegar eru tveir veitingastaðir við Kirkjubraut á Akranesi með vínveitingaleyfi; Barbró og H-Barinn. Bæjarst/órnin deiidi um þann þriðja. Nýr listi í Borgarbyggð Nýr listi, Borgarbyggðarlistinn, hefur verið stofnaður í Borgar- byggð, nýja sveitarfélaginu f Mýrasýslu. Að listanum standa um 100 einstaklingar, þ. á m. núverandi bæjarfulltrúar Al- þýðuflokks og Alþýðubanda- lags. A-flokkarnir koma ekki með beinum eða formlegum hætti að nýja listanum en hafa lýst yfir stuðningi við hann og jafnframt að þeir muni ekki bjóða fram í næstu sveitar- stjórnarkosningum í Borgar- byggð. Kerskáli vígður með söng „Söngurinn er nú tilkominn þannig að mjög oft þegar við erum að klára hús og þau eru komin í það ástand að hægt er að syngja í þeim þá hef ég gjarnan haft það fyrir sið að prufa þau og athuga hvernig hljómburður- inn er í þeim,“ sagði Helgi Maronsson, stór- söngvari og byggingastjóri hjá íslenskum aðalverktökum, en hann steig á stokk og tók lagið íyrir starfsmenn Lava hf. í tilefni af því að lokið er við uppsetningu járnbita og járn- klæðningar á kerskála Norðuráls hf. á Grundartanga. Um og yfir hundrað manns hafa verið að störfum á vegum Lava hf. á Grundartanga þegar mest hefur verið. Á næstunni verður unnið að frágangsvinnu auk þess sem eftir er að reisa 2-3.000 fermetra steypuskála tengdan kerskálunum. — OHR Hluti af undirbúningsnefnd Borgarbyggðaríistans. Runólfur Ágústsson, Kristmar Ólafsson, Jenni R. Ólason, Sigurður Már Einarsson, Guðbrandur Brynjúlfsson og Snjólaug Guðmundsdóttir. Skagafjarðarlistinn alskapaður Framboðslisti Skagafjarðarlistans í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi hefur verið samþykktur að undangenginni skoðanakönnun. I efstu sætunum eru Ingibjörg Hafstað, Staðarhreppi; Snorri Styrkársson, Sauðárkróki; Pétur Valdimarsson, Sauðárkróki; Anna Margrét Stef- ánsdóttir, Seyluhreppi; Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Fljótahreppi; Jó- hann Svavarsson, Sauðárkróki; Helgi Thorarensen, Hólahreppi; Hjalti Þórðarson, Hofshreppi; Þórarinn Leifsson, Rípurhreppi og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Seyluhreppi. Skortur á víðsýui I Feyki á Sauðárkróki lýsir Þórólfur Gísla- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga, áhyggjum yfir því hversu stirð sam- skipti Sauðárkróksbæjar og KS hafi verið í ýmsum málum. Þórólfur segir m.a. að hann hafi vonast eftir eins góðri samvinnu við bæjaryfirvöld um Villinganesvirkjun eins og fékkst um málefni mjólkurframleiðenda og loðdýrabænda. „Eg vona að innan nýrrar sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði ríki meiri víðsýni en verið hefur innan bæjarstjórnar Sauðárkróks," segir Þórólfur Gíslason. Bæjarstjórn Sauðár- króks hafnaði aðild að Skagfirskri orku. Undirritaður hefur verið samingur milli heimamanna og RARIK um virkjun Vill- inganess og stofnun rekstrarfélags um virkj Þórólfur Gíslason. unina. — GG Meiri kröfur en sömu laun Aðalfundur Samflots, bæjar- starfsmanna innan BSRB, sem haldinn var nýverið á Akureyri, lýsti yfir áhyggjum vegna þeirrar þróunar sem á sér stað í kjara- og réttindamálum starfsmanna sveitarfélaga. Fundurinn telur launanefnd sveitarfélaga bera þar milda ábyrgð. Sveitarfélögin eru að taka við nýjum verkefnum og auka þjón- ustu sína og því eru gerðar sífellt meiri kröfur til starfsmanna þeirra án þess að bætt launakjör fylgi. A næstu vikum munu sveitarstjórnir kynna stefnur sín- ar vegna komandi sveitarstjórn- arkosninga. Því skorar fundur- inn á sveitarstjórnarmenn að láta kjara- og réttindamál starfs- manna sveitarfélaga vera þar of- arlega á blaði. Aðalfundur Samflots harmar þá miklu óvissu sem enn ríkir í líf- eyrismálum starfsmanna sveitar- félaga. Skorað er á nefnd þá sem vinnur að framtíðarskipan lífeyr- issjóðsmála starfsmanna sveitar- félaga að ljúka þeirri vinnu sem allra fyrst. Jafnframt sé það óvið- eigandi að bókanir í kjarasamn- ingi aðila hafi ekki verið upp- fylltar. — GG Jón Vilhjálmur Sigurðsson ásamt syni sinum, Sigurði Árna Vilhjálmssyni, á bátnum Hilmi ST-1 sem Jón gerir út frá Hólmavík við annan mann, Unnar Ragnarsson. mynd: gb Rækj tiveiði á Himaflóa loldð Hólmavíkiirbátar eru að ljuka iimfjarðar rækjuveiði þessa dag- ana sem og bátar frá öðrum útgerðarstöð- iLin við Húnaflóa, endakvótiuu búinn. Jón Vilhjálmur Sigurðsson og Unnar Ragnarsson á Hilmi ST-1 voru að ljúka veiðum á innQarð- arrækju sem þeir hafa stundað í vetur, aðallega á Húnaflóadýp- inu. Innfjarðarrækjan hefur ver- ið fremur smá í vetur, um 300 stk/kg og jafnvel minni. A síð- ustu vertíð fengu þeir félagarnir á Hilmi ST úthlutað 180 tonn- um af 2.100 tonna kvóta, sem koma til skiptanna á Húnaflóa, en alls eru 4 bátar á innljarðar- rækju frá Hólmavík og fer allur aflinn til vinnslu hjá Hólnia- drangi. A yfirstandandi vertíð var heildarúthlutunin 1.400 tonn og hlutur Hilmis skv. því um 130 tonn. Nokkurt seiðamagn var í aflanum fyrst í haust og því var vissum veiðisvæðum á Stein- grímsfirði Iokað fyrst í stað. Nokkuð er um smábátaútgerð á Hólmavík. Einn smábátanna er á kvóta, hinir allir á sóknar- dagakerfi sem gaf þeim aðeins 20 daga þegar fyrst var úthlutað á síðasta hausti. Már Olafsson á Ösp segir það hafa verið visst áfall í haust að komast að því að hann mætti vera 14 daga á Iínu, ekkert hafi legið annað fyrir þá en að „deyja“ hægt og rólega í út- gerðinni því ekki sé að annarri vinnu að hverfa. Smátrillukarl- arnir fara því ekki á sjó nema þegar frést hefur af góðri veiði til að nýta þessa fáu daga sem allra best, helst að drekkfylla í hvert sinn sem haldið er út. — GG Vamimar saimað sig Snjóflódavamimar sem settar vom upp á Siglufirði 1996 hafa staðist álagið að mati eftirlitsmannsms á staðnum. Örlygur Kristfinnsson, eftirlits- maður með snjóflóðum á Siglu- firði, segir að þær grindur, net og fleira sem sett voru upp ofan bæjarins sem tilraunaverkefni til varnar gegn snjóflóðum hafi stað- ist það álag sem verið hefur á þeim í vetur og Iofi mjög góðu. Það verður þó ekki fyrr en eftir þennan vetur sem hlutlægt mat verður Iagt á notagildi þeirra og Snjóflóðavarnirnar á Siglufirði hafa staðist álagið í vetur, segir Öriygur Kristfinnsson. hvort þau verða sett upp víðar ofan byggðar þar sem snjóflóða- hætta er til staðar á vetrum. Þeg- ar hafi þau hindrað að flóð falli úr gilinu og þar megi verða mikil snjósöfnun til þess að þar falli yf- irborðssnjóflóð, til þess þurfi stoðvirkin að fara á kaf. Skömmu eftir að stoðvirkin voru sett upp haustið 1996 fauk hluti þeirra um koll. Ástæðan fyr- ir því var talin vera að þau voru ekki nægjanlega vel boltuð niður. „Stoðvirkin eiga að safna í sig snjó svo hann skríði ekki af stað niður hlíðina og valdi tjóni. Þeim var valinn staður í djúpu gili, sem ekki er algengt í Evrópu þar sem þau hafa verið notuð. Þarna er að fást mjög dýrmæt reynsla og við Siglfirðingar megum þakka fyrir að þessari tilraun var valinn stað- ur á Siglufirði. Miðað við stöð- una í dag er langt í að það falli snjóflóð í þessu gili þar sem stoð- virkin eru,“ segir Örlygur Krist- finnsson. — GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.