Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 3
ÞRIÐJVDAGUR 31.MARS 1998 - 19 r^wr LÍFIÐ t LANDINU Akumesingar ætla að setja upp fiska- og sjávarútvegs- safn íbænum. Hugmyndin kviknaðijyrst kringum 1992. Ævar Hardarson arkitekt og verkefnisstjóri fyrir forverkefni um fiska- og sjávarútvegssafn á Akranesi. Vitinn sem hugmyndin er að verði inngangur í safnið á bak við hann. - myndir: ohr. „Okkur hefur alltaf þótt að ís- lendingar sem sjávarútvegsþjóð þurfi að standa betur að kynn- ingu á lífríki hafsins en hún ger- ir en það er eitt fiskasafn starf- rækt í Vestmannaeyjum," segir Ævar Harðarson arkitekt og verkefnisstjóri fyrir forverkefni um fiska- og sjávarútvegssafn á Akranesi. Nú er starfandi nefnd á vegum Akranesbæjar að skoða grundvöll að stofnun safnsins. Ævar og félagar voru búnir að vinna mjög mikla undirbúnings- vinnu áður en að því kom. Rannsóknarferð til nágrannalanda „Þegar við byijuðum á þessu töldu menn þetta tiltölulega lítið mál en eftir að hafa leitað upp- lýsinga, m.a. hjá Krisjáni Egils- syni forstöðumanni fiska- og náttútugripasafnsins í Vest- mannaeyjum sem reynst hefur okkur ákaflega vel var afráðið að leita frekari upplýsinga erlendis þar sem mikið var að gerast á þessu sviði í nágrannalöndun- um. Að tilhlutan Kristjáns fór ég á ráðstefnu rekstraraðila fiska- safna á Norðurlöndum og í framhaldi af henni í rannsókn- arferð á öll helstu fiskasöfn á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Skrifuð var skýrsla um ferð- ina þar sem gerð var hugmynda- fræðileg og rekstrarleg úttekt á þeim söfnum sem heimsótt voru og tillögur um hvernig best væri að standa að áframhaldandi vinnu við verkefnið. Ferðin var að miklu leiti íjármögnuð með styrkjum frá Akranesbæ og einkaaðilum. Við fengum ágætar viðtökur með hugmyndir okkar m.a. hjá alþingismönnum Vest- urlands og í framhaldi af því sóttum við um stuðning til fjár- laganefndar Alþingis haustið 1993. Við fengum verulegan Ijárstuðning frá Alþingi og menntamálaráðuneyti til að kanna hugmyndafræði, rekstrar- grundvöll og fleiri þætti í sam- bandi við það að setja á fót fiska- og sjávarútvegssafn. Við sóttum einnig um stuðning til Rannsóknarráðs Islands og Akraneskaupstaðar og fengum ágætan styrk sem rannsóknar- verkefni á sviði ferðaþjónustu og kynningar á Iífríki hafsins. Verk- efnið var síðan skilgreint sem nokkurra ára rannsóknarverk- efni þegar búið var að fjármagna rannsóknarþáttinn. Opinberir aðilar tóku undir þá skoðun okkar að kanna þyrfti hug- myndafræði og rekstur vel áður en ráðist yrði í umfangsmiklar fjárfestingar,“ segir Ævar. Getur staðið undir sér „I rannsóknarverkefninu lögð- um við mikla áherslu á að kanna rekstrargrundvöllinn og gerðum umfangsmiklar mark- aðsrannsóknir og spár um að- sókn. Niðurstaðan varð sú að starfsemin gæti staðið undir sér. En gera mætti ráð fyrir 50- 70 þúsund gestum á ári og með tilkomu Hvalfjarðarganga gæti þeim fjölgað. Það var aftur á móti fljótlega Ijóst að stofn- kostnaður þyrfti að koma sem framlög frá heimaaðilum og öðrum. Ljóst er að ef 50-70 þúsund gestir kæmu til Akra- ness á ári hverju mundi það hafa all nokkur áhrif á eftir- spurn eftir vörum og þjónustu á svæðinu. Svo að fiskasafnið ætti að geta haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og verið mikið aðdráttarafl fyrir Akranes. Samkvæmt markaðsrannsókn- um okkar mátti gera ráð fyrir að innlendir gestir væru um 60% almennir ferðamenn, ráð- stefnugestir og skólakrakkar en 40% erlendir ferðamenn. Við kynntum þessar hugmyndir okkar um Iifandi safn um lífríki hafsins og nýtingu þess fyrir heimaaðilum, þingmönnum, ráðuneytum og fyrirtækjum í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þessir aðilar tóku vel í hug- myndir okkar." Byggt á Breiðinni „Þarna vorum við, að okkar mati, komin með all vænlega hugmynd. Við vorum búin að finna fyrir safnið mjög fallega lóð á ysta odda Akraness sem heitir Breiðin. Þar eru gömul sjávarútvegsmannvirki, tveir vit- ar og mjög mikið og gott útsýni yfir Faxaflóann. Umhverfis eru fjörur með lífríki og fuglum og oft eru bátar á Ieið til veiða eða að veiðum rétt fyrir utan. Hugmynd vinnuhópsins var að reisa safnbyggingu í þremur áföngum sem væri 1500 til 1700 fermetrar að stærð. Gert var ráð fyrir því að fyrsti áfangi væri kostnaðarsamastur og kost- aði 140 til 160 milljónir vegna þess að koma þyrfti upp tækja- búnaði til sjótöku og gera lóð og umhverfi aðlaðandi. Næstu byggingaráfangar gætu kostað 40 til 60 milljónir hver eða sam- tals 220 til 270 milljónir króna. Allar þessar tölur eru háðar mik- illi óvissu þar sem aðeins er um hugmyndatillögur að ræða og hönnun hefur ekki farið fram.“ Lifandi safn „Miðpunktur safnsins yrði sýn- ing á lífríki hafsins þar sem sýndir væru helstu nytjafiskar í stórum og litlum búrum. Við gerum ráð fyrir að vera með eitt mjög stórt búr eða tank þar sem til sýnis yrði t.d. síldartorfa og þar á einnig að vera stór fiskur eins og háfur sem heldur torf- unni á hreyfingu. Slíkt fyrir- komulag skapar spennandi og áhugaverða sýningu. Við höfum gert ráð fyrir að vera með allt að 3 til 4 metra háa sýningarglugga á þessum tanki. Aðrar lífríkis- sýningar kynna svo búsvæði eins og t.d. botndýr og fiska o. fl. I nánum tengslum við lífríkissýn- inguna verður svo kynning á veiðarfærum og vinnslu, veiði- stjórnun og umhverfisvernd. Að sjálfsögðu verður svo veitinga- salur með útsýni yfir Faxaflóann og nánasta umhverfi þar sem boðið verður upp á sjávarrétti. I safninu er einnig gert ráð fyrir fundar- og fyrirlestraaðstöðu. Rætt hefur verið um að ráð- stefnugestir eða kaupendur á sjávarafurðum gætu t.d. farið í sjóferð frá Reykjavík og endað þarna úti á Breiðinni. Tengdist umhverfinu Gert hefur verið líkan af hug- myndum vinnuhópsins. Vitarnir á Breið gegna hlutverki í hug- myndum þeirra að sjávarútvegs- safni. Eins og ég hef áður sagt þá eru á Breið tveir vitar, annar er gamall eða frá því í upphafi aldarinnar og stendur úti á skerjunum. Hinn sem er enn í notkun stendur á Breiðinni. Við höfum hugsað okkur að hann gæti orðið hluti af safninu og þá sem inngangur og útsýnisturn. Þetta höfum við nefnt við vita- og hafnarmálayfirvöld og fengið jákvæðar viðtökur. Astæðan fyrir því að við telj- um að Akranes sé afar heppilegt sem staður fyrir svona safn er nálægðin við höfuðborgarsvæðið og þær rætur sem sjávarútvegur byggir á. Það má nefna að Har- aldur Böðvarsson var með salt- fiskverkun á Breiðinni upp úr aldamótunum. Nú og HB er eitt elsta og stærsta sjávarútvegsfyr- irtæki landsins. Þannig að ef af þessu verður þá ætti að vera hægt að bjóða upp á mjög skemmtilegar og fræðandi sýn- ingar um lífríkið og atvinnu- hætti sem hafa beina skírskotun um umhverfið og stuðla þannig að auknum skilningi nútíma ferðamannsins á þessum þátt- um.“ Ævar segir að hefðbundn- um aðferðum verði beitt við að afla sjávardýra til safnsins. „Komið verður á samstarfi við sjómenn og Hafrannsóknar- stofnun í því sambandi. Einnig skiptast söfnin innanlands og er- lendis á dýrum. Við höfum verið f norrænu samstarfi og munum halda því áfram,“ segir hann. Með glæsibrag „Það er mín skoðun að það þurfi að gera þetta með glæsi- brag ef menn ætla á annað borð að kynna lífríki hafsins og ís- lenskan nútímasjávarútveg. Eig- um við ekki að segja að það þurfi að sinna þessum málum í samræmi við mikilvægi sjávarút- vegsins fyrir þjóð okkar. Þetta tengist einnig vel hugmyndum um áhugaverða ferðaþjónustu sem byggir á upplýsingamiðlun um staðhætti og umhverfi. En eins og ég hef sagt áður von- umst við eftir því að þessum hugmyndum verði hrint í fram- kvæmd og þá helst fyrir alda- mót.“ OHR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.