Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 1
Full langt gengið í reykingaáróðrinum Tilmæli tóbaksvarnar- ráðs til sveitarstjórna um að ráða ekki ungl- inga sem reykja mæl- ast misvel lyrir. „Mér finnst þetta fráleitt og ég er andsnúinn svonalöguðu. Ég efast um að þetta sé rétta leiðin til að snúa reykingafólki til rétts vegar," segir Össur Skarphéðinsson, for- maður heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis. Tóbaksvarnarráð og Krabba- meinsfélag Reykjavíkur hafa sent erindi til sveitarstjórna í Iandinu þar sem þess er farið á Ieit að þær ráði ekki unglinga sem reykja í sumarvinnu. „Okkar tillaga er sú að tekið sé fram í auglýsingunni ... að þeir verði aðeins ráðnir sem reykja ekki og nota ekki tóbak ... Hinum yrði boðið upp á nám- skeið að hætta að reykja," segir orðrétt í erindinu. Þar segir einnig að þetta yrði Iiður í framtíðaraðlögun unglinga að vinnumarkaðnum þar sem æ algengara verði að fyrirtæki ráði aðeins reyklausa starfsmenn. Einnig segir í bréfinu að verði farið að þessum tilmælum verði að gera unglingum það Ijóst að það varði brottrekstur að ráða sig í vinnu á fölskum forsendum. Fráleitar aðferðir Össur Skarphéðinsson segir að Karl Björnsson, bæjarstjórí á Selfossi. Verður næsta skrefað hvetja til þess að unglingar sem reykja verði útilokað- ir frá öðrum skólum. fráleitt væri að hefta atvinnu- möguleika fólks þó það reykti og verið gæti að aðgerðir af þessu tagi samræmdust ekki stjórnar- skránni og jafnræðisreglum stjórnvalda. „Vinnuskóli Reykjavíkur er reyklaus vinnustaður og því reyk- ir enginn þar. Hvort reykt er þar fyrir utan vitum við ekki og þjón- ar engum tilgangí að spyrja út í það," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Full langt gengið „Mér finnst þetta erindi fremur sérstakt og að hér sé full langt gengið," sagði Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, í samtali við Dag. „Ég er ekki talsmaður unglinga sem reykja, en mér hugnast ekki að verið sé að skipta þeim upp í tvo hópa, 1. og 2. flokks, eftir því hvort þau reykja eða ekki. Mér er til efs að þessi baráttuaðferð Tóbaksvarnarráðs sé rétt - og það er spurning hvort áróður af þessu tagi skilar tilætl- uðum árangri." Karl Björnsson tók fram að Selfossbæ hefði ekki borist þetta erindi, svo sér væri kunnugt, og það hefði því ekki fengið formlega umfjöllun. Hann sagði að unglingavinnan væri réttilega vinnuskóli og því væri það umhugsunarefni hvort næsta skref gæti orðið að hvetja til þess að unglingar sem reykja yrðu úti- lokaðir frá öðrum skólum. -SBS Vístr - nýr heimurá Netiiiu Frétta-, skemmti- og þjónustu- miðillinn Vísir, sem birtist á Net- inu í dag, mun bjóða upp á frétt- ir af innlendum og erlendum vettvangi auk margvíslegrar þjón- ustu og samstarfsaðila. Að baki fréttum á Vefnum standa rit- stjórnir þriggja blaða - Dags, DV og Viðskiptablaðsins - auk starfs- manna Vfsis. Má því með sanni segja að stærsta ritstjórn landsins annist stöðugan fréttaflutning á vefnum sem er öllum opinn. Stefnt er að því að stöðugt flæði frétta verði frá klukkan sjö að morgni til miðnættis. Auk al- mennra frétta má m.a. nefna um- fjöllun um íþróttir, viðskipti, veð- ur og kosningarnar í vor og sér- staka vefi fyrir smáauglýsingar, bílamarkað, ferðaskrifstofu og ættfræðiupplýsingar. Vísir er samstarfsverkefni DV, Dags, Viðskiptablaðsins, Skímu og margra fleiri. Með Degi í dag fylgir sérstakur fjórblöðungur um Vísi. Vefurinn var opnaður í morg- un, en formleg opnunarhátíð verður í Borgarleikhúsinu síðdeg- is. Slóð Vísis er: http://www.visir.is Sjá nánar á bls. 21 \S "» O gs Blessuð sólin taeðir allí Baráttan við náttúruöflin tekur á sig ýmsar myndir, eins og sjá mátti á skautasvelli Akureyringa þar sem norðlenskir skautamenn kepptust við að moka snjó á skautasvellið til að vernda það gegn sólbráðinni. Blessuð sólin hafði betur og varð að aflýsa íshokkíkeppni sem vera átti I gærkvöld. - mynd: bús Katrín Fjeldsted, læknir. Katrín ávallt reiðubútn „Það hefur enginn hringt í mig enn þá en verður maður ekki að vera eins og skátarnir, „ávallt reiðubúin" enda er ég fyrsti vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík," sagði Katrin Fjeldsted læknir aðspurð hvort hún væri farin að búa sig undir að taka við af Friðrik Sophussyni þegar hann hættir um miðjan mánuðinn, eins og talað er um. „Það kallar því á nokkra endur- skoðun á mínum störfum öllum verði ég kölluð inn á þing. Það skiptir að vísu nokkru máli hvenær kallið kemur. Það er ekki sama hvort það verður strax í vor eða ekki fyrr en í haust," segir Katrín. - s.DÓR ^¦SBJHB^H !f> in _±_

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.