Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 6
6 MIDVIKUDAGUR l.APRÍL 1998 TfMptr ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.gbo kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7oao Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-1615 Amundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrí) 551 6270 (REYKJAVÍK) Kindagötuvald I fyrsta lagi Engin haldbær rök hafa komið fyrir því að gera hálendið EKKI að einni stjórnsýslueiningu. Þess í stað ætlar ríkisstjórnin að láta 40 hreppa þar sem búa 4% þjóðarinnar fara með stjórn- sýslu sem byggist á gjörsamlega úreltri nýtingu á hálendinu. Núverandi mörk byggjast á upprekstri og afréttum. Svo á að færa jöklana líka undir svipaða skiptingu, sem engum hefur dottið í hug fyrr, vegna þess að þar hafa aldrei verið kindur á beit. Aform ríkisstjórnarinnar byggjast á því að „eðlilegast sé að fela aðliggjandi sveitarfélögum" stjórnsýslu í óbyggðum. Aðliggjandi? Eru Mývetningar „aðliggjandi“ Bárðarbungu á Vatnajökli? t öðru lagi „Eðlilegast“ er ekki að dreifa valdi yfir þessari einstæðu auð- lind á ótal smákónga. Rökin fyrir því að fela hálendið einni stjórnsýslu eru mörg: frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóð- lendur mun gera það allt að almenningseign. Nýtingarmögu- leikar framtíðarinnar grundvallast ekki á beitarhagsmunum, heldur virkjana-, ferðamennsku- og náttúruverndarsjónarmið- um sem ganga þvert á þær línur sem nú á að draga. Og varða alla þjóðina, um alla framtíð. í þriðja lagi Þeir sem vilja fela „aðliggjandi" sveitarfélögum valdið býsnast yfír vantrausti á þá sem þar ráða. Það vantraust er engin meg- inröksemd í málinu, þótt það kunni að vera byggt á nýlegum hervirkjum og deilum. Dæmi: hrófatildrin á Kili þar sem bændur selja netalagnir í kvíslar Blöndulóns; Hveravalladeil- an. Meginröksemdin er hins vegar sú að hálendið allt verður fljótlega þjóðareign. Nýting byggir á möguleikum framtíðar- innar en ekki kindagötum sem óðast hverfa. Stjórnsýsluvald- ið á að miðast við þá vernd og þau not sem við ætlum að verði, en ekki þau sem voru. Stefán Jón Hafstein. Blað skilur bakka og egg Þetta er búið! hrópaði Garri upp yfir sig með grátstafinn í kverkunum, þegar hann sá í DV að hið ástríka samband þeirra Mel B og Fjölnis væri farið veg allrar veraldar. Þvínæst fór hann í símann og sagði upp Séðu og Heyrðu, sem hafði verið aðalheimild Garra um samband þeirra hjónaleysanna. Að vísu verður Garri að játa það að hann hlustaði grannt eftir alls konar kjaftasögum um Fjölni og Mel B á mannamótum. Garri hafði líka af því nokkrar áhyggjur að Fjölnir væri Sea- son All týpa og ótt- aðist að hann klúðr- aði sambandinu við Mel B, með því að líta aðrar fagrar kon- ur hýru auga. Bara af forvitni Líf Garra hefur meira og minna snúist um gegndarlaus- an áhuga Garra á því hvernig íslenska saltbauknum vegnaði í samskiptunum við krydd- stelpurnar. Garri var heldur ekki einn um þetta áhugamál, heldur komst hann oft í safa- rík samtöl við fólk á förnum vegi um einkamál þeirra Fjöln- is og Mel. Garri má þó eiga það að aldrei tók hann undir með þeim rægitungum sem fundu sífellt eitt og annað að þessu myndarlega pari. Garri er nefnilega ekki hald- inn illgjarnri öfund í garð ná- ungans og ekki nema á vel völdum augnablikum sem hann hefði verið til í að vera Fjölnir. Garri hefði hins vegar Mel B. aldrei getað hugsað sér að vera Mel B. Krydd í tilvenma Jafnvel þótt Garri gráti enda- lok sambands Mel B og Fjöln- is, þá gerir hann sér mætavel grein fyrir því upphafi í ís- lenskri hölmiðlun sem þetta samband markaði. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir þöl- miðlar eru með nefið ofan í einkalífi fólks í þeim mæli sem tíðkast í útlöndum. Garri fagnar þessari þróun og vonar að hann fái til þess óteljandi tækifæri í nánustu framtíð, að kíkja í gegnum skrá- argöt hjá Islending- um og fylgjast með því sem samanbitnir smáborgarar kölluðu einkalíf til skamms tíma. Lengi vel var eina tækifærið sem menn höfðu til að fylgjast með ástum og örlögum „venju- legs“ fólk, að kaupa erlend blöð sem birtu fréttir af kónga- fólki og stórstjörnum. Þeir sem ekki bjuggu yfir jafn yfir- gripsmikilli tungumálaþekk- ingu og Garri, urðu að láta sér nægja mis vel þýddar greinar í fólki í fréttum í Mogganum eða DV. Nú er þessi tími fyrir bí og íslenskir íjölmiðlar veita milliliðalausan aðgang að per- sónuhögum áberandi fólks í samfélaginu. Þetta gleður Garra sem þarf ekki lengur að fara í felur með sína óslökkvandi gægjuhneigð. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Stundum hefur verið imprað á því í þessu horni hve illa þjóðin og landið passa hvert öðru. Þess vegna er sífellt verið að aðlaga þjóðina að landinu og landið að þjóðinni og hennar þörfum. Þetta er gert undir ýmsum for- merkjum og kallað ýmsum nöfn- um, svo sem byggðastefnur, jafn- ræði og samgöngubætur. Fleira er það í þjóðlífinu sem sýnist algjörlega ósættanlegt og aldrei er hægt að hafa i sæmi- legu lagi. Það er sjálf undirstaða lýðræðisins, sem er kosningarétt- urinn og skipan þeirrar stjórn- sýslu, sem fulltrúalýðræðið bygg- ist á. Hamast er við að breyta sveitarfélögum og fella þau að landslaginu og aðskiljanlegum þörfum sveitarstjórnarmanna. Elstu stjórnsýslueiningunum, hreppunum, er kastað fyrir róða, og fæstir sýnast gera sér grein fyrir hvað kemur í staðinn. Svo á enn einu sinni að fara að breyta kjördæmaskipaninni. Krukkað í stjómar skrána Nauðsynlegt er að gera þær rót- tæku breytingar á örfárra kjör- tímabila fresti vegna vanþroska og siðferðisbrests stjórnmála- manna og þingflokka. Eitur í bciniun Að jafna atkvæðis- rétt allra Iandsins barna er eitur í beinum þeirra sem telja sjálfum sér trú um og ljúga að öðrúm, að þingseta sé þröng hags- munagæsla fyrir einstök byggðarlög og gælur við út- valda atvinnuvegi. Þess vegna ræður þröngsýni og einkahagsmunapot för þegar verið er að breyta kjör- dæmaskipan eitthvað í þá veru að jafna atkvæðisrétt. Og ekki er fyrr búið að sam- þykkja breytingar á stjórnarskrá og ný kosningalög en farið er að ræða um að enn þurfi að breyta til að jafna kosningaréttinn til að fyrirbyggja það gífurlega ranglæti sem býr að baki svokölluðum kosningarétti. Nú ætlar Alþingi að jafna at- kvæðisréttinn rétt einn ganginn og nú er lausnar- orðið að fækka kjör- dæmum. Það er þrautalendingin til að svara óviðráðan- legum búsetubreyt- ingum, sem stjórn- málagarparnir botna hvorki upp né niður í. Þéttbýli, dreif- býli Sameina á þau kjördæmi sem fólksfækkun hrjáir mest öðrum lífvænlegri. Svo á að minnka stærsta kjördæmið í útjöfnunar- skyni. Þegar Reykjavík er búin að innbyrða hálfa Mosfellssveit og Kjalarnesið fær sveitarfélagið ekki Iengur að vera eitt kjör- dæmi. Það er kannski rökrétt þar sem Reykvíkingar vænta einskis af sínum þingmönnum og vita raunar fæstir hveijir þeir eru. En samkvæmt hefðinni ber nauðsyn til að dreifbýli höfuð- borgarinnar fái sína þingmenn til hagsmunagæslu, eins og aðrar dreifðar byggðir. Samt er íhug- unarvert hvers vegna Reykjavík þrífst öðrum byggðum betur þótt enginn þingmaður gæti ímynd- aðra hagsmuna á Alþingi. Það skyldi þó aldrei vera vegna þing- mannaskorts sem Reykjavík dafnar? Ibúar annarra kjördæma ættu að huga að því nú þegar enn á að fara að breyta kosninga- lögum til hagsbóta fyrir flokk- ana. Hér skal svo ítrekuð gömul til- laga um kosningalög: Þingmenn skulu aldrei vera fleiri en svo, að þeir rúmist vel innan veggja í þinghúsinu við Austurvöll. Þingmenn skulu aldrei vera fleiri en rúmast með góöu móti í þessu húsi. snnrObi svairad Hvort telur þú :u) sé heppilegni fyrir unga afbrotamenn; aðfjölga skilorðsdómum eða koma upp sérstöku unglingafangelsi ? Einax Gylfi Jónsson deildarstjóri forvamadeildar SÁÁ. „Eg tel að ungl- ingafangelsi sé ekki lausn á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. I fyrsta lagi erum við að tala um tiltölulega fáa unglinga sem fara í afplánun, í öðru lagi efast ég stórlega um að eldri fangar skaði þá yngri jafn mikið og af er látið - og í þriðja Iagi tel ég að ungir afbrotamenn þurfi ýmiskonar stuðning og meðferð sem er ekkert endilega best fyrir komið innan fangelsis- kerfisins, heldur hjá stofnunum sem vinna í nánu samstarfi við dóms- og fangelsisyfirvöld." Svefnn Andri Sveinsson lögmaður. „Eg er hlynntari því að beita skil- orðsúrræðinu og hef ekki trú á unglingafang- elsi. Ég held að það verði að reyna að beita þessu sérstaka skilorði, því ungir afbrotamenn eru gjarnan á kafi í fíkniefna- neyslu. Þá á ég við að viðkom- andi verði - dómi samkvæmt - að leita sér meðferðar, en sýni hann ekki viðleitni í þeim efnum teljist það skilorðsrof og þýði þá fang- elsisvistun." Karl Steinar Valsson afbrotafræðingur og aðst.yfirlögreglu■ „Oll úrræði hafa kosti og galla. Mest er um vert að reynt sé, varðandi ung- linga í brota- starfsemi, að koma þeim út úr því ferli. Þá er hægt að beita ýmsum aðferðum, t.d. hóp- eða einstaklingsúrræð- um. Ef slíkt dugar ekki til getur ekki annað en fangelsisvist tekið við. I slíkum tilvikum er ég ekk- ert endilega viss um að það sé einstaklingum verra að taka út refsingu sína lyrir sín afbrot þar, en hvar annarsstaðar." þj. í Reykjavík. Hrafn Jökulsson blaðamaður. „Það er fráleitt að vista unglinga á Litla-Hrauni. Unglingafang- elsi, þar sem lögð væri áhersla á uppbyggilega meðferð, er lík- legt til að skila nýtum þegnum. Stokka þarf kerf- ið upp, því engra er hagur að úr fangelsum komi menn vondir og harðsvíraðri. Engin samræmd stefna um skilorðsbindingar er til, en þó sjást teikn um að dóm- arar telji ekki affarasælt að loka hálfstálpaða unglinga í fangelsi með síbrotamönnum."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.