Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 5
 MIO VIKVDAGUR l.APRÍL 1998 - S FRÉTTIR Kj ördæmábreyting reirnur ekki í gegn Ljóst er af viðbrögð- um alþmgismanna að margar hugmyndir um kjördæmabreyt- ingu eru á lofti og engin ein leið á greið- an gang í gegnum þingið. Af samtölum við þingmenn má ráða að það verði ekki auðvelt að finna lausn sem allir sætta sig við hvað varðar kjördæmabreyt- inguna. Sú hugmynd sem viðruð hefur verið um fækkun kjör- dæmanna í sex og frá var sagt í Degi í gær virðist fá misjafnar undirtektir. „Þessi hugmynd sem þið birt- uð í Degi í dag hefur aðeins ver- ið viðruð í þingflokkunum og þá aðeins sem hugmynd. Það er ekkert farið að þrengja hringinn enn og því get ég ósköp lítið um þetta sagt nema hvað ég tel að það verði afar erfitt að halda uppi eðlilegum tengslum þing- manna og almennings í kjör- dæmunum ef þau verða stækkuð jafn mikið og viðrað hefur verið,“ sagði Jón Kristjánsson, þing- maður Austurlandskjördæmis. Norðlendmgafjórðimgur æskilegur „Ef menn eru að velta fyrir sér að stækka kjördæmin finnst mér vel koma til greina að endurreisa Norðlendingaljórðung sem kjör- dæmi. Menn á Siglufirði og í Eyjafirði vilja gjarnan sameinast í eitt sveitarfélag. Forsendan fyr- ir því er auðvitað göng milli Olafsfjarðar og Siglufjarðar, sem ég tel vel koma til greina en þarf að skoða betur. Þingeyjarsýslur og Skagaljarðarsýsla eru á ytra þjónustusvæði Akureyrar og má segja að það liggi beint við að stækka kjördæmið með þeim hætti. Það hafa Iíka heyrst radd- ir um að stækka kjördæmið þannig að Eyjafjarðar-, Þingeyjar og Múlasýslur verði eitt kjör- dæmi,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra. Risakjördæmi „Minn fyrsti kostur er, eins og annarra alþýðuflokksmanna, að landið verði eitt kjördæmi. En ef menn eru að tala um Suðurnes og Suðurland allt að A-Skafta- fellssýslu eða jafnvel allt að Höfn þá yrði um gríðalega stórt kjör- dæmi að ræða, sem erfitt yrði að sinna,“ sagði Lúðvík Bergvins- son, þingmaður Suðurlands. Hann benti á að ef kjördæm- um yrði fækkað mætti líta á það sem skref í þá átt að gera landið allt að einu kjördæmi og því myndi hann fagna. Landið eitt kjördæmi Sighvatur Björgvinsson, þing- maður Vestfirðinga, minnti eins og Lúðvík á tillögu krata um að gera allt landið að einu kjör- dæmi. Hann sagði hins vegar að ef hugmyndin væri að sameina Vestfjarða- og Vesturlandskjör- dæmi hefði það bæði kosti og galla. Kostirnir væru að gengið væri í átt að því að gera landið að einu kjördæmi. Gallarnir aftur á móti að kjördæmið yrði of stórt. Of stórt Guðjón Guðmundsson, þing- maður Vesturlandskjördæmis, sagði að sér Iitist illa á að sam- eina Vesturlands- og Vestfjarða- kjördæmi. „Það yrði stórt og erfitt kjör- dæmi yfirferðar og myndi gera þingmönnum þess erfitt fýrir að sinna sfnu kjördæmi eðlilega. Eg held að það muni bitna illa á samskiptum þingmanna og um- bjóðenda þeirra að fækka kjördæmum og stækka,11 sagði Guðjón Guðmundsson. -S.DÓR Guðmundur Bjarnason á skrifstofu bæjarstjóra á Neskaupstað. Ekki er Ijóst hvort hans skrifstofa verði þar áfram, verði hann bæjarstjóri hins nýja sveitarfélags. mynd:gg Guðmundur bæjarstjóra- eiiu Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í Neskaupstað, verður bæj- arstjóraefni Fjarðarlistans í sam- einuðu sveitarfélagi Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarð- ar. Að Iistanum standa Alþýðu- bandalagsfélögin á Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað, Al- þýðuflokksfélag Eskifjarðar auk óflokksbundinna félagshyggju- og jafnaðarmanna. Alþýðubandalagsmaðurinn Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Neskaupstaðar, segist munu skipa eitt af efstu sætum listans ásamt alþýðuflokks- manninum Asbirni Guðjóns- syni, bæjarfulltrúa á Eskifirði og Elísabetu Benediktsdóttur á Reyðarfirði, forstöðumanni skrifstofu Byggðastofnunar á Egilsstöðum. Ekki er enn ljóst hvort bæjar- stjóraefnið tekur sæti á lista Fjarðarlistans, en ekki tók Smári Geirsson því fjarri. Stefnt er að því að birta listann 14. apríl nk. — GG Halldór Blöndal samgönguráðherra telur vel koma til greina að endurreisa Norð- lendingafjórðung sem kjördæmi. Guðjóni Guðmundssyni, þingmanni Vesturlands- kjördæmis, líst illa á að sameina V-kjördæmin. Tal í síma Islenska farsímafélagið hefur breytt nafni sínu í Tal. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið nýtt merk Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Tals, segir að fyrir- tækið muni hefja samkeppni við Landssímann í GSM-símaþjónustu í maí nk. Símanúmer á GSM - símum Tals byrja á 696. Um 50 starfsmenn munu starfa hjá fyrir- tækinu þegar það tekur til starfa. Til að byrja með verður dreifing- arsvæði Tals bundið við höfuðborgarsvæðið, Selfoss, Hveragerði, Akranes og Reykjanes að Grindavík undanskildri. Af öðrum stöðum er Akureyri einna fremst á forgangslistanum. Arnþór Halldórsson framkvæmdastjóri og Liv Bergþórsdóttir markaðsstjóri Tals afhjúpuðu nýtt merki fýrirtækisins í gær. Það stefnir að því að taka til starfa í næsta mánuði. mynd: hilmar Pilsaþytiir hjá Hlíf „Þetta er kannski táknrænt fyrir það sem koma skal,“ segir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði hefur flutt höfuðstöðv- ar sínar í húsnæði Hlífar þar sem það leigir aðstöðu fyrir starfsemi sína. MikiII vilji er meðal félagsmanna að félögin verði sameinuð í eitt og hafa viðræður staðið yfir í nokkurn tíma. Ekki er búist við að at- kvæðagreiðsla um sameininguna verði fyrr en nk. haust. AHt húiö hjá sátta Embætti ríkissáttasemjara leiddi til lykta alls 101 mál í þeirri kjaralotu sem hófst í fyrra og lauk sl. föstudag. Aldrei fyrr hafa jafnmörg mál komið til kasta ríkissátta- semjara á einu ári. Samningar náðust í langflestum málum án átaka. Stærstu átökin voru á Vestfjörðum þar sem launafólk var í verkfalli vel á annan mánuð. Síðustu málin voru kjaramál sjómanna og útvegs- manna sem lauk með samþykkt Alþingis á fjórum frum- vörpum stjórnvalda sl. föstudagskvöld. Um svipað leyti náðust samningar á milli Stéttarfélags sálfræðinga og launanefndar sveitarfélaga eftir sjö tíma samningafund. -GRH Þórir Einars- son, rikissátta- semjari. Hálfur imHjarður í sundlaugma Nýja sundlaugin á Akureyri ætlar að verða dýrari en til stóð. Skólabókardæmi um hvernig ekki á að standa að hlutunum, segir Sigurður J. Sigurðsson. Nýja sundlaugin tekin í notkun í júnímánuði í byrjun ferðamanna- vertíðar. Ljóst er að gestum Sundlaugar Akureyrar gefst ekki kostur á að synda í nýju sundlauginni frá deginum í dag, 1. apríl, eins og stefnt var að um tíma. Sam- kvæmt síðustu áætlun verður nýja sundlaugin tilbúin í júní- mánuði. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að hún yrði tekin í notkun 15. júní 1997 en síðan var ákveðið að fresta þvf að steypa upp húsið þar sem m.a. verður nýr inngangur og bún- ingsklefar kvenna. Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, seg- ir að ekkert sé farið að vinna við sundlaugarkarið og allt ófrá- gengið innanhúss, og því finnist honum ólíklegt að sundlaugin verði tilbúin fyrr en líða tekur á sumarið. Skipan framkvæmda- nefndar í upphafi kjörtímabils hefur ekki skilað þeim árangri sem vænst var og þar h'afa ekki farið saman orð og efndir. Ljóst er að kostnaðurinn verður um 500 milljónir en áætlun gerð í maímánuði 1995 hljóðaði upp á 359 milljónir króna. Þegar farið var í útboð lá kostnaðaráætlun ekki fyrir, en Ijóst sé að enn vant- ar 40 til 50 milljónir króna til þess að endar nái saman. „Bygging sundlaugarinnar hef- ur farið verulega úr böndum og það sem veldur mestum von- hrigðum er að þetta er ekki eina verkið sem er skólabókardæmi um það hvernig ekki eigi að standa að framkvæmdum hjá Ak- ureyrarbæ," segir Sigurður J. Sigurðsson. Jakob Björnsson, bæjarstjóri, segir ljóst að framkvæmdin sé orðin mun umfangsmeiri en stefnt hafi verið að í byrjun og endanlegt markmið ekki ljóst, en kostnaður á einingu sé ekki meiri en gerist annars staðar á landinu. „Það var ekki skilgreint í upp- hafí hvað menn ætluðu sér, þá voru settar í þetta 160 milljónir króna sem nægt hefði til að end- urnýja gamla húsið, byggja stiga- hús og breyta gömlu Iauginni, ekkert annað. Frá því að fram- kvæmdanefnd kom að verkinu 1995 hefur kostnaðurinn aukist verulega en það er rangt að hönnunarkostnaður hafi farið úr böndum. Mér sýnist ljóst að þetta verður eitt af kosningamál- unum á þessu vori, og því tengj- ast umræður um yfirbyggt skautasvell og knattspyrnuvöll," segir Jakob Björnsson. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.