Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 2
2 -MIDVIKUDAGUR l.APRÍL 1998 FRÉTTIR Hendir gaman að eigin starfslokum Kannski skiltid segi þaö sem segja þarf en Friðrik Sophusson fjármálaráðherra henti gaman að orðrómnum um að hann væri að hætta í ríkisstjórninni á hádeg/sverðarfundi Versiunarráðs um skattamál á Akureyri í gær. mynd: bös Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra vill skera skattstjóra á landsbyggð- inni og breyta störfum yf- irskattanefndar. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra henti gaman að orðrómnum um að hann væri að hætta í ríkisstjórninnni á hádegisverðarfundi Verslunaráðs á Ak- ureyri í gær. Friðrik var að svara fyrir- spurn og sagði að hann gæti lofað því að ekki yrði breyting á tilteknu skatta- atriði á meðan hann væri fjármálaráð- herra. „En þetta var kannski ekki stórt loforð," sagði Friðrik og glotti. Skattstjórar skomir Friðrik kynnti fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu og vék máli sínu m.a. að breytingum á störfum yfirskattanefnd- ar. Kærufrest yrði að Iengja úr 30 dög- um í 3 mánuði. Þá yrði að breyta kerf- inu þannig að kærendur fengju rétt til að fá málskostnað endurgreiddan. Af öðrum sviðum nefndi Friðrik að hann væri áfram um að fyrirtæki fengju heimild í framtíðinni til að fyrna við- skiptavild. Hann vill jafnframt rétt til samsköttunar móður- og dótturfyrir- tækja og segir nauðsynlegt að lagfæra refsi- og viðurlagaákvæði og samræma skattframkvæmd. „Mér finnst full ástæða til að leggja niður embætti skattstjóranna á landsbyggðinni. Þá er ég ekki að tala um að flytja allt báknið suður, heldur eru rökin tvíþætt fyrir þessu. Annars vegar breyting skatt- framtala á tölvutækt form sem auð- veldar alla vinnu og svo er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að ein málsmeðferð fái mismunandi afgreiðslu eftir skatta- umdæmum." Hátt neysluskattshlutfaU Friðrik sagði að hann teldi seinni tíma breytingar á skattakerfinu hafa átt mjög stóran þátt í að bæta efnahags- umhverfið á Islandi. Stefnt væri að FRÉTTAVIÐ TALIÐ lækkun tekjuskatts niður í 30% hjá fyr- irtækjum og yrði hann þá með því lægsta sem þekktist. Hann hefði verið 50% árið 1992. Fram kom í máli ráð- herra að neysluskattar Islendinga eru mun hærra hlutfall af heildarskatttekj- um ríkissjóðs en í nágrannalöndunum, þ.e.a.s óbeinir skattar. Friðrik sagði að nágrannar okkar teldu þetta til fyrir- myndar og stefhdu að lækkun beinna skatta en meiri neyslusköttum eins og hér. - BI> í bakherbergjum Alþingis var fullyrt í gær að þótt Friðrik Sophusson segði af scr ráð- herradómi á næstu dögum myndi hann þó áfram sitja á Alþingi. Ætlun hans sé að ganga frá frumvarpi uin ný kosningalög sem nú er til um- ijöllunar á þingi, en þar er gert ráð iyrir uppstokkun á núverandi kjördæma- skipan. Hann ætli að minnsta kosti að sitja á þingi til árainóta, en fari þá til starfa sem for- stjóri Landsvirkjunar. Gangi þetta eftir er ljóst að enn um sinn þarf Katrín Fjeldsted að bíða cft- ir þingmaimstigninni - að vcra altjend í skáta- hlutverkinu; ávallt viðbúin út þetta ár. Það var einnig mál manna í heitum þingpottum í gær að tilraunir framsóknannanna til að bera blak af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigóisráð- herra í þingsölum í gær hefðu verið hálf mislukkaðar. Það var enda Össur Skarphéðins- son sem stóð uppi með pálmann í höndunuin - og vottvorð frá forseta Alþingis upp á vasann um að ekkert væri at- hugavert við störf hans sem formanns heilbrigð- isnefndar Alþingis. Taugatitringurinn vegna borgarstjómarkosn- inganna í vor fer greinilega mjög vaxandi. Borg- arfulltrúar sjálfstæðismanna og Reykjavíkur- listans moka út misgáfulcgum tillögum um hvað eina og boða tii fréttamannafundar í hvert sinn. í heita pottinum er fullyrt að báðar fylk ingar áætli að eyða tugum milljóna í baráttuna og sjálfstæðismcim sýnu meira. Pétur J. Bjama- son framkvæmdastjóri Félags rækju- oghörpudiskframleiðenda og nýkjörinnformaður Fiskifélagsins. Samþykktarhafa verið grundvallarbreytingar á staifsemi og uppbyggingu Fiskifélagsins. Tilgangurinn er ekki síst sá að skapa Fiskifélaginu afturþann sess að vera samtök alls sjávarútvegsins. Tímamót í sögu Fiski- félagsins — / hverju eru breytingarnar fyrst og fremst fólgnar? „Veigamesta breytingin er kosning til Fiskiþings. Þar voru áður 42 fulltrúar frá fiskifélagsdeildunum, sem voru áhugafélög fólks um sjávarútvegsmál í nánast öllum sjávarplássum á Islandi, sem mynduðu Fiskifélagið. Undanfarin ár hefur þetta breyst vegna þess að starfsemi þessara deilda hefur minnkað mjög mikið og því hafa þær ekki verið sami samnefnarinn fyr- ir sjávarútveginn og áður. Arið 1970 var stofnuð svokölluð B-deild þar sem hags- munasamtökin voru og þau kusu 14 fulltrúa á Fiskiþing, en voru eftir sem áður í miklum minnihluta." —Hefur samnefnari Fiskiþings sem um- ræðuvettvangur í sjávarútvegi farið þverr- andi? “Alveg tvímælalaust. Vægi Fiskifélagsins og trúverðugleiki sem talsmaður sjávarút- vegsins alls hefur farið minnkandi undan- farin ár, að hluta til vegna áðurnefndrar uppbyggingar. Einnig vegna þess að hags- munasamtökin hafa orðið stærri og sterkari og ýmis verkefni innan Fiskifélagsins hafa færst yfir á hagsmunasamtökin auk þess sem umræðan um sjávarútvegsmál hefur meira verið þar. Með breyttri stjórnsýslu hafa verkefni einnig verið að færast frá Fiskifélaginu til Fiskistofu. Staldrað var við og leitað svara við þeirri spurningu hvort Fiskifélag væri nauðsynlegt eða sameiginlegur vettvangur. Svarið var já- kvætt og því var ráðist í að skapa Fiskifélag- inu aftur þann sess að vera samtök alls sjáv- arútvegsins og nýtur stuðnings allra hags- munaaðila í sjávarútveginum að svo megi verða. Ég held því að vægi Fiskiþinga verði mun meira í framtíðinni." — Munu Fiskiþing taka breytingum? “Þar verða ekki á dagskrá málefni ein- stakra greina sjávarútvegsins þar sem verið er að sækja einhver mál á hendur öðrum greinum sjávarútvegsins heldur fjallað um málefni sjávarútvegsins í heild sinni en ekki einstakar greinar hans. Búast má við að hvert þing verði helgað ákveðnu málefni. Samkvæmt þessum breytingum er Fiskifé- laginu ætlað að verða meira áberandi í um- ræðunni um sjávarútvegsmál og vinna að verkefnum sem varða allan sjávarútveginn. Mér finnst það Iíka eðlilegur vettvangur fé- Iagsins, en fyrst þarf að efla trúverðugleik- ann og þær forsendur hafa nú verið skapað- ar.“ — Endurspeglar nýkjörin stjóm valda- hlutföllin í Fiskifélaginu? “Hagsmunasamtökin munu tilefna 39 fulltrúa á Fiskiþing. Auk mín sitja í stjórn Ágúst H. Elíasson frá Samtökum fisk- vinnslustöðva, Kristján Þórarinsson frá LÍÚ, Kristján Loftsson frá LÍÚ, Guðjón A. Kristjánsson frá FFSÍ, Helgi Laxdal frá Vél- stjórafélaginu, Elínbjörg Magnúsdóttir og Björn Grétar Sveinsson frá Verkamanna- sambandinu og Örn Pálsson frá smábáta- eigendum.“ — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.