Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR Malone för upp að hlið Malone! Karl Malone, miðheiji Utah Jazz er orðinn fjórði stigahæsti leik- maður NBA-deildarinnar. Malone hefur skorað 27.409 stig í deildinni, jafnmörg og Moses Malone, sem Iengst af lék með Philadelphia 76-ers. Það er ekki komið að tómum kofanum, þegar kemur að upplýsingum um tölfræði í NBA-deiIdinni, en nokkrir leikmenn náðu merki- legum áföngum í deildinni í síð- ustu viku. Jordan drjúgur af vítalinunni Annar kunnur kappi, Michael Jordan hjá Chicago Bulls, er nú í 7. sæti yfir þá leikmenn sem flest stig hafa skorað úr vítaskot- um. Jordan hafði fyrir leik liðs- ins sl. nótt skorað 6.714 stig af vítalínunni, tveimur stigum meira en Kareem Abdul Jaabar, miðherji Los Angeles Lakers, sem áður vermdi 7. sætið. Jord- an náði þessu takmarki í leikn- um gegn Atlanta Hawks, en 62.046 fylgdust með viðureign- inni í Georgia Dome, sem er að- sóknarmet í deildinni. Oakley með 10.000 fráköst Charles Oakley náði þeim áfanga um síðustu helgi að taka sitt 10.000 frákast í deildinni. Oakley, sem leikur með New York Knicks, hefur nú tekið 10.008 fráköst á ferlinum og á örugglega eftir að bæta við þá tölu á tímabilinu. Fá stig hjá Indiana Indiana Pacers, án helstu stjörnu sinnar, Reggie Miller, náði aðeins að skora 55 stig gegn San Antonio Spurs og er það lægsti stigafjöldi hjá liði í deild- inni, síðan reglan um 24 sek- úndna skotldukku var tekin upp. Meistaratitilliim til Kentucky Lið Kentucky varð í fyrrinótt meistari í bandaríska háskóla- körfuboltanum í annað sinn á þremur árum, eftir sigur á Utah, 78:69, í spennandi viðureign. Lið Utah, sem flestum á óvör- um sló út Iið Norður-Carob'nu í undanúrslitum og meistara síð- asta árs, Arizona, út í svæðisúr- slitum, hafði fimmtán stiga for- skot f leikhléi. Hittnin var hins vegar slök hjá liðinu á lokakafl- anum og eftir að hafa náð fjög- urra stiga forskoti, 64:60, stuttu fyrir leikslok gekk fátt upp hjá liðinu og Kentucky skoraði 18 af síðustu 23 stigum leiksins. „Þetta var sigur heildarinnar, en það er ekki hægt að lýsa því hvernig mér lfður með orðum, þetta er yfirþyrmandi," sagði Jeff Sheppard frá Kentucky, sem ver- ið hefur ein skærasta stjarnan í háskólaboltanum en hann var valinn maður úrslitaleiksins. Sheppard skoraði sextán stig fyr- ir Kentuckyliðið og tók fjögur fráköst, en Scott Padgett skoraði 17 stig. Hjá Utah skoraði bak- vörðurinn Andre Miller fimmtán stig. Hoddle fer hvergi næstu tvö árin I frönskum dagblöðum í fyrradag var greint frá því að Monaco hefði reynt að fá Glenn Hoddle, núver- andi þjálfara enska landsliðsins, til að taka við liðinu, en Jean Tigana, sem hefur þjálfað liðið að undan- förnu, mun taka við franska lands- liðinu eftir heimsmeistarakeppn- ina. Umboðsmaður Hoddle, Denn- is Roach, var fljótur til svars og sagði að skjólstæðingur sinn mundi ekki taka að sér félagslið næstu tvö árin, því hann yrði áfram með enska landsliðið. Barist um forsetastólinn hjá FIFA Ljóst er að Lennart Johansson og Sepp Blatter munu berjast um for- setastöðu alþjóðaknattspyrnusambandsins og kosningabarátta þeirra gæti orðið með líflegasta móti. Blatter hefur sakað Johansson um að vera handbendi þýska sambandsins, en Svíinn, sem meðal annars kom hingað til lands í vetur, segir að Blatter, sem tilkynnti framboð sitt sl. föstudag, sé lítið annað en strengjabrúða núverandi forseta, Brasilíumannsins Joao Havelange. Þess má svo geta að Blatter telur sig hafa stuðning fimmtán þjóða, þar á meðal Brasilíu, en hann hef- ur tilkynnt að Frakkinn Michel Platini verði ráðinn sem aðstoðar- maður hans, ef hann fær kjörgengi þann 8. júní. Glenn Hoddle. Mark frá Maradona valið „mark aUra tíma66 Annað mark Argentínumannsins Diego Maradona, sem hann skoraði gegn Englandi í lokakeppni HM árið 1986 hefur verið valið mark allra tíma, af dómnefnd sem skipuð var núverandi, jafnt sem fyrrver- andi knattspyrnumönnum. Knattspyrnutímaritið Fjórir-fjórir-tveir gekkst fyrir könnuninni og fékk mark Maradona næstum helmingi fleiri atkvæði, en það næsta. Eftirtalin tíu mörk þóttu standa upp úr í könnun tímaritsins. 1. Diego Maradona (Argentína-England 1986) 2. Marco Van Basten (Holland-Rússland 1988) 3. David Beckham (Wimbledon-Man. Utd. 1996) 4. Carlos Alberto (Brasilía-Ítalía 1970) 5. Trevor Sinclair (QPR-Barnsley 1996) 6. Roberto Carlos (Brasilía-Frakídand 1997) 7. Geoff Hurst (England-V. Þýskaland 1966) 8. Pele (Brasilía-Ítalía 1970) 9. Ronnie Radford (Hereford-Newcastle 1971) 10. John Barnes (Brasilía-England 1984). Tímaritið 4-4-2 er gefið út í Bretlandi og ekki er ólíklegt að góður hluti þeirra knattspyrnumanna sem þátt tóku í könnuninni hafi ver- ið breskir, að minnsta kosti er helmingur markaskoraranna á listan- um frá Bretlandseyjum. Frá slysstað í fyrrakvöld eftir að flugvél með átján leikmenn Leeds innanborðs hlekktist á. Sluppu með skrekkiim Átján IeÍKmenn enska úrvalsdeildarliðsins Leeds, sluppu með skrekk- inn, þegar flugvél sem hugðist fljúga með þá frá London til Leeds, hlekktist á í fyrrakvöld, eftir leik Iiðsins við West Ham. Við flugtak kom upp eldur í hreyfli vélarinnar og hún brotlenti nokkrum sekúnd- um síðar við enda flugbrautarinnar. Meiðsl leikmanna voru minni- háttar. „Það er erfitt að útskýra hvað fer f gegn um huga manns, þeg- ar vélin rennur stjórnlaust áfram, en við vonuðumst eftir því að hún myndi ekki lenda á neinu og að ekki yrði sprenging," sagði David O’Leary, aðstoðarframkvæmdastjóri Leeds, sem meiddist á öxl. Leik- menn Leeds skiluðu sér á Elland Road ldukkan 7:20 í morgun, með langferðabíl, þar sem leikmenn höfðu ekki mikinn áhuga á að stíga upp í flugvél eftir brotlendinguna. Tvöföld (tveggja laga) einangrun með Hollow-trefjum. Verðdæmi: -5°C kr. 5.990- (1,8 kg.) -15°C kr. 6.790- (2,1 kg.) -20°C kr. 7.140- (2,5 kg.) Grisport gönguskór (tegund 389) úr öndunarefni. Termoform-innrisóli og höggdempun í sóla. .Jíocus (3.675) Vinsælu sjónaukarnir með sjálfvirkum fókus. Engar stillingar. Leðurtaska. % ' : (3(968) Flísjakkar í úrvali. Margir litir. Ómissandi útivistarflík sem nýtist allt árið. Verð frá 3.968- ÞRJÁR FLÍKUR í EINNI Ein vinsælasta útivistarflík síöari ára. Þrjár flíkur í einni. Grandagarði 2 - Rvík. Sími 552-8855 og 800-6288 OPIÐVIRKA DAGA 8-18 LAUGARDAGA 10-14

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.