Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 11
O^tir MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Palestínumenn hafa hingad til þurft að kasta grjóti eða grípa til enn verri ofbeldisverka til að ná athygli Israelsmanna. Undan■ farnar vikur hefur rödd þeirra heyrst nánast milliHðalaust í ísraelska ríkissjónvarpinu. Kocharian virðist öruggur með sigur í Armeníu ARMENIA - Fyrstu niðurstöðutölur úr forsetakosningunum f Armeníu benda til þess að forsætisráðherra landsins, Robert Kocharian, beri ótvíræðan sigur úr býtum. Eftir að um þriðjungur at- kvæða hafði verið talinn var Kocharian með um 60% atkvæða, en höfuðandstæðingur hans, Karen Demirchian, leiðtogi Kommúnista- flokksins, kom langt á eftir. Kocharian er eindreginn stuðningsmað- ur lýðræðisumbóta, en hefur verið ósveigjanlegur í málefnum Nagorno-Karabak, sem Armenar hafa háð tvær styrjaldir út af við ná- grannaríkið Aserbædjan. Verða að spenna beltin alla ferðina BANDARIKIN - Tvö stærstu flugfélög í Bandaríkjunum, American Airlines og United Airlines, hafa ákveðið að farþegum verði framveg- is skylt að vera með beltin spennt alla flugferðina, en ekki einungis við flugtak og lendingu eins og verið hefur. Er þetta gert til að koma í veg fyrir slys ef skyndilega verður mikil ókyrrð í Iofti. Sðgulegt uppgj ör í ísraelska sjónvarpinu Nú er verið að sýna í ísrael sjónvarpsþátta- röð þar sem ísraelsbú- um birtist önnur og dfrýnilegri sögusýn en þeir eiga að venj- ast. „Þarf síonisminn virkilega að sitja á sakamannabekknum í sjónvarpsþáttaröð sem sýnd er á ríkisstöð í Israel?“ spurði Limor Livnat, ráðherra í ríkisstjórn ísraels. „Þurfum við að fram- leiða kvikmyndir þar sem sjónar- mið araba eru gerð að okkar, en þeir hafa í 100 ár haldið því fram að við séum heimsvaldasinnar, nýlenduherrar og landráns- menn.“ Livnat er hér að tala um heim- ildamyndaröð í 22 þáttum um sögu Israels, sem sýnd er í ríkis- sjónvarpinu í tilefni af 50 ára af- mæli ríkisins. I myndunum er jöfnum höndum talað við helstu þjóðhetjur ísraelsmanna sem og fulltrúa þeirra hópa sem mark- visst hefur verið reynt að útskúfa - innflytjendur, araba og Palest- ínumenn. Sumir Iíta svo á að sjónvarps- þáttaröðin marki tímamót í þjóð- málaumræðu í ísrael, þar sem landsbúar fá að kynnast annarri og fremur óþægilegri hlið á stormasamri sögu sinni. Oðrum finnst þættirnir vera ekkert ann- að en hneyksli sem aldrei hefði átt að Ieyfa sýningar á. Gróf afbökun Ariel Sharon, samgönguráðherra sem verið hefur áberandi í þjóð- lífi ísraelsmanna nánast frá upp- hafi, skrifaði Jitsak Leví mennta- málaráðherra bréf, þar sem hann kvartar undan því að þætt- irnir séu gróf afbökun sem gerir að engu „alla siðferðislega undir- stöðu þess að Ísraelsríki hafi ver- ið stofnað og sé við Iýði.“ Stuðningsmenn þáttanna segja að helsti kosturinn við þá sé einmitt hvað þeir komi óþægi- lega við ísraelsmenn, sem vanist hafa hinni opinberu söguskoð- un, veki erfiðar spurningar og umræður. „Hvort sem maður er sammála þáttunum eða ekki þá vekja þeir réttu spurningarnar," sagði Yoel Rappel, sem er sagnfræðingur og útvarpsmaður. Hann sagði þættina geta orðið ungu fólki hvatning til þess að leita frekari upplýsinga í bókum og bíómynd- um. „Eina leiðin til þess að finna lausn á landadeilu ísraela og araba er að vekja réttu spurning- arnar. Það er fyrsta skrefið á langri Ieið.“ Komu í friði Þættirnir, sem heita Tekuma eða „endurfæðing”, endurspegla deilur sem átt hafa sér stað með- al ísraelskra sagnfræðinga í meira en áratug. Viðtekin söguskoðun ísraelskra sagnfræðinga af gamla skólanum - og þeirra sem gagn- rýna þættina - er nokkurn veginn á þessa leið: Hópur gyðinga, eld- heitra hugsjónamanna, hafi komið til Palestínu til að nema þar land, sem var afar stijálbyggt þótt þar hafi búið arabar. Gyð- ingarnir komu til þess að búa f friði meðal arabanna og trúðu því að hægt væri að finna mála- miðlun, en mættu óbilgirni og andstöðu þannig að þeir neydd- ust til þess að verja sig. Meðan sjálfstæðisstríð ísraels stóð yfir árið 1948 yfirgáfu arabar þorp sín í Palestínu að undirlagi arabaleiðtoga, sem lof- uðu því að þeir gætu snúið aftur eftir að sigrast hefði verið á ísra- elsmönnum og ríki þeirra gert að engu. En gyðingar unnu stríðið gegn aröbum, rétt eins og Davíð sigraðist á Golíat. Þessi útgáfa er kennd í ísra- elskum skólum og henni trúa flestir ísraelsmenn. Leiðtogamir gerðu mistök eins og aðrir En hópur „nýsagnfræðinga" hef- ur leyft sér að efast um þessa sögusýn og eru farnir að grafa undan því sem þeir kalla „goð- sögurnar" um stofnun Ísraelsrík- is. Þeir segjast lýsa helstu þjóð- hetjum ísraels, á borð við David Ben-Gurion og Goldu Meir, sem manneskjum sem gerðu mistök ekki síður en aðrir en höfðu um leið mikil áhrif á söguna. Þessir nýsagnfræðingar segja ísraelsmenn hafa glutrað niður tækifærum til þess að semja við arabaríki og að hafa flutt hundr- uð þúsunda Palestínumanna nauðungarflutningum frá þorp- um sínum í stríðinu 1948. I þáttunum er skýrt frá því sem hverri annarri staðreynd að um 700 þúsund Palestínumenn hafi flúið frá Palestfnu vegna ótta eða vegna beinna hótana hersins í stríðinu 1948. Margt sem aldrei hefur sást áður í þáttunum sjást myndir sem aldrei hafa áður verið sýndar í sjónvarpi í ísrael, svo sem mynd- ir af þeim Palestínumönnum sem voru áfram í landinu eftir stríðið og afhentu vopn sín ísra- elskum hermönnum. Meðal þess sem bent er á er að um 60 þúsund arabar hafi skráð sig til herþjónustu árið 1954, en verið hafnað á þeim forsendum að þeim væri ekki treystandi til þess að berjast gegn öðrum aröb- um. Síðan hafa arabar ekki gegnt herþjónustu í ísrael og hefur það oft verið notað sem réttlæting fyrir því að neita þeim um sömu réttindi og aðrir lands- menn njóta. Sjálfsskoðun styrkir Framleiðandi þáttanna, Gideon Drori, hafnar því að þættirnir séu ekkert annað en niðurrifs- starfsemi og segir ísraelsmenn vera orðna nógu þroskaða til þess að takast á við þær spurn- ingar sem varpað er fram. „Gagnrýni má meta eftir því hvaða árangri hún nær,“ segir hann. „Að mínu mati er þetta uppbyggileg gagnrýni." Hann segist ekki skilja hvaða niðurrifs- starfsemi sé fólgin í því að þjóð- félag taki sjálft sig til skoðunar og spyrji sig spurninga. „Veikir það okkur? Að mínu mati styrkir það okkur. Við erum ekkert síður föðurlandssinnar en þeir sem eiga erfitt með að horfast í augu við sjálfa sig.“ -The Washington Post Þingið býr sig iuulir átök við Jeltsín RÚSSLAND - Boris Jeltsín staðfesti í gær að Jev- gení Prímakov verði áfram utanríkisráðherra í rík- isstjórn landsins, og sömuleiðis verði Sadornov Ijármálaráðherra áfram í embætti sínu. Rússneska þingið þarf á föstudag að staðfesta tilnefningu Jeltsíns á Sergei Kíríjenkó í embætti forsætisráð- herra, en Sjúganov, leiðtogi kommúnista, segir að þingið muni ekki gera það nema Jeltsín ræði við fulltrúa þingsins fyrst. Jeltsín er ófús til þess, og hefur sagst ætla að rjúfa þing og efna til kosninga verði tilskipun hans ekki staðfest á föstudaginn. S aiu ii iiigavi ð ræ öur uin stækkun ESB hafnar EVRÓPUSAMBANDIÐ - í gær hófust opinberar samningaviðræður Evrópusambandsins við þau fimm ríki sem meiningin er að bætist í hóp aðildarríkja sambandsins. Um er að ræða Ungverjaland, Pólland, Eistland, Tékkland, Slóveníu og Kýpur. Ef allt gengur að óskum má reikna með að aðild þeirra verði að veruleika eftir fimm ár, eða e.t.v. nokkru síðar. Önnur fimm ríki, Búlgaría, Rúmenía, Litháen, Lett- land og Slóvakía, hafa einnig sótt um aðild en hefur ekki verið boð- ið til viðræðna enn sem komið er. Viðræðitt í hnút ISRAEL - Dennis Ross, aðalsamningamaður Bandaríkjanna í deilum ísraela og Palestínu- manna, sneri heim til Bandaríkjanna í gær án þess að hafa náð neinum árangri í friðarumleitunum sínum. Atti hann bæði viðræður við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra ísraels, og Jasser Ara- fat, Ieiðtoga Palestínumanna. Telur Ross að deil- urnar séu í erfiðum hnút, einkum vegna þess að Netanjahu vill í engu hvika frá stefnu sinni varð- andi landnám á Vesturbakkanum. Hugsanlegt er talið að Bandaríkjamenn breyti nokkuð um áhersl- ur í sáttasemjarahlutverld sínu vegna þess þrots sem viðræðurnar eru komnar í. Líffæragjöf verði almeim skylda DANMÖRK - Mikill skortur hefur undanfarið verið á líffærum til ígræðslu á dönskum sjúkrahúsum. Preben Kirkegaard, yfirlæknir á ríkisspítala Danmerkur, telur að einungis verði hægt að leysa þetta vandamál með því að gera Iíffæragjöf að almennri skyldu. I stað þess að Iíffæri séu einungis tekin úr þeim sem veitt hafa skriflegt sam- þykki sitt fyrir dauðann, þá verði Iæknum heimilt að nota líffæri úr öllum sem ekki hafa undirritað skriflega yfirlýsingu þess efnis að það væri þeim á móti skapi. Wei Jingsheng tekur við Olof Palme- verðlaunum SVIÞJÓÐ - Kínverski andófsmaðurinn Wei Jingsheng tók í gær við verðlaunum úr minningarsjóði Olofs Palme, sem honum voru veitt árið 1994. Wei átti þá ekki heimangengt til þess að taka á móti verð- laununum, þar sem hann sat í fangelsi í Kína. A síðasta ári var hon- um vísað úr Iandi eftir 18 ára fangelsisvist og býr nú í útlegð í Banda- ríkjunum. Hann er nú á ferðalagi um Norðurlönd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.