Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 12
12 - MIBVIKUDAGUR l.APRÍL 1998 ÍÞRÓTTIR L. Skagamenn imnu KR Skagamenn sigruðu KR-inga, 78:74, í æsispennandi og fram- lengdum leik á Akranesi í gær- kvöld. Skagamenn hófu leik sinn gegn KR-ingum vel og eftir miðj- an fyrri hálfeik höfðu þeir náð 13 stiga forskoti, 32:19. Þá breyttu KR-ingar yfir í svæðis- vörn og söxuðu á forskotið og komust yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks, 34:36, en Skaga- menn skoruðu 3 síðustu stigin í hálfleiknum og leiddu í leikhléi, 37:36. I seinni hálfleik var mikil spenna og sterkar varnir. Liðin skiptust á um forystuna og um miðjan hálfleikinn var staðan 50:50. KR-ingar náðu síðan 3ja stiga forskoti, 54:57, og virtust vera að ná yfirhöndinni en Skagamenn neituðu að gefast upp og héldu í við KR-inga og höfðu lengst af eins til tveggja stiga forystu. Þegar tvær mínút- ur voru eftir var staðan 68:63 fyrir Skagann en KR-ingar náðu að jafna fyrir leikslok og staðan eftir venjulegan leiktíma var 68:68. Framlengja þurfti því leikinn og þá tóku KR-ingar for- ystuna og höfðu yfir þar til um miðja framlengingu að Skaginn náði að jafna, 72:72, og strax í kjölfarið skoraði Sigurður Elvar Þórólfsson sína fjórðu 3ja stiga körfu fyrir Skagamenn og kom þeim í 75:72. Eftir það var sigur heimamanna nokkuð öruggur og leiknum lauk með sigri þeirra, 78:74. Hjá Skagamönnum skoruðu Damon Johnson og Alexander Ermolinskíj 19 stig hvor en hjá KR var Keith Vassel stigahæstur með 28 stig og Nökkvi Jónsson skoraði 17. Það er skemmst frá því að segja að Keflvíkingar kjöldrógu nágranna sína úr Njarðvík í und- anúrslitinum DHL-deildarinnar í gærkvöld. Keflvíkingar fóru í kostum í leiknum og í leikhléi var staðan 59:41. § f; KR-ingurinn Björgvin Reynisson vinnur boltann. Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri, heimamenn í Keflavfk höfðu yfirburði og sigruðu 119:81. Falur Harðarson var stigahæstur Keflvíkinga með 31 stig og Morris SpiIIer skoraði 26. Hjá Njarðvík var Petey Sessoms með 26 stig og Teitur Örlygsson skoraði 17 stig. Staðan í báðum einvígunum er því 1:1. — GÞÖ Víkingar biðjast afsök- unar á hrekk Stjórn handknattleiksdeildar Víkings og stuðningsmenn fé- lagsins harma þá umræðu, sem skapast hefur vegna sfmhring- inga til þjálfara og Ieikmanna ÍBV eftir lokaumferð Nissan- deildarinnar þar sem Vfkingur féll í 2. deild þegar ÍBV tapaði á heimavelli gegn IR. Okkur hefur verið tjáð að hringt hafi verið úr Víkinni í þjálfara og leikmenn IBV og haft í hótunum við þá. Sá eða þeir sem þetta gerðu eru á engan hátt að tala fyrir munn okkar Víkinga, enda hæfir slíkt engan veginn íþróttahugsjóninni. Vissulega sárnar okkur Víking- um að Eyjamenn skyldu ekki að okkar mati leggja sig fram i heimaleik gegn IR og tryggja sér þar með betra sæti í átta liða úr- slitum. Hitt er svo annað mál að við Víkingar höfum ekki haft í hótunum hvorki við ÍBV eða aðra. Við höfum frétt að í Vest- mannaeyjum séu menn að setja þetta í samband við það að nokkrir okkar bestu stuðnings- manna mættu í Safamýrina og hvöttu Framara gegn IBV í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum. Þetta var af þeirra hálfu hugsað sem hrekkur til að strfða Eyja- mönnum svolítið, enda eru Eyja- menn landsfrægir fyrir hrekki, samanber hið Iandsfræga hrekkjalómafélag. Ef þessi litli hrekkur hefur farið fyrir brjóstið á Eyjamönnum biðjumst við af- sökunar á því. Samskipti IBV og Víkings í gegn um tíðina hafa verið mjög mikil og góð og von- umst við að svo verði áfram. Það er okkar ósk að mál þetta hafi ekki neina frekari eftirmála. Með íþróttakveðju Handknattleiksdeild Víkings ERLENT Arsenal nálgast Manchester Utd. Arsenal minnkaði forskot Manchester United niður í þrjú stig í gærkvöld, þegar lið- ið lagði Bolton á Reebok stadium, 0:1. Bolton var nær einrátt á vellinum fyrsta hálf- tíma leiksins, en eftir það fóru gestirnir að bíta frá sér. Marc Overmars, sem leikið hefur frábærlega með Arsenalliðinu, fór meiddur af velli í Ieikhléi, en stöðu hans tók Stephen Hughes. Hughes átti þátt í eina marki Ieiksins, en það skoraði Christopher Wreh á 47. mínútu. Leikmenn Arsenal vörðust vel sfðustu tuttugu mi'núturnar, eftir að Martin Keown var sýnt rauða spjaldið. Arsenal hefur nú hlotið 60 stig úr 30 leikjum, en toppliðið frá Manchester hefur 63 stig úr 32 leikjum. Blackburn skaust upp í 4. sæti deildarinnar, upp fyrir Chelsea og Leeds með 2:1 sigri á Barnsley á heimavelli sínum. Það tók Martin Dahlin aðeins átta mínútur að ná for- ystunni fyrir Blackburn en Georgi Hristovjafnaði metin á 67. mínútu. Allt stefndi í jafn- tefli, þegar varamaðurinn Kevin Gallagher skoraði sigur- mark heimamanna fjórum mínútum íyrir leikslok. Kenny Dalglish gerði sex breytingar á liði Newcastle, þegar liðið mætti Wimbledon í Lundúnum. Breytingarnar skiluðu sér ekki og það segir sitt um þá röndóttu að þeir áttu ekkert einasta skot á mark Wimbledon í fyrri hálf- leiknum. Hvorugu liðinu dugðu níutíu mínútur til að skora, en Wimbledon var sterkari aðilinn. Evrópukeppni félagsliða Undanúrslit - jyrri leikir Atletico Madrid- Lazio 0:1 - Jugovic 33 Inter Milan-Sp. Moskva 1:1 Zamorano 45, Ze’Elias 90 - Alenitchev 48. íslendingaliðið Strömgodset Islendingalioið Strömgodset, sem Óskar Hrafn Þorvalds- son og Valur Fannar Gíslason leika með, tekur á móti meistur- unum í Rosen- borg í fyrstu um- ferð norsku úr- valsdeildarinnar í fótbolta sem hefst á annan páskadag. I spjalli við Dag sagði Óskar allt gott að frétta af Is- lendingunum í liðinu. „Eg varð fyrir smá meiðslum á dögunum en er búinn að ná mér af þeim og farinn að leika með liðinu á fullu. Við lékum við Molde um helgina, við ömurlegar aðstæður. Svartaþoka var meðan á leiknum stóð og völlurinn eins og kál- garður enda var leikurinn eftir því. Við töpuðum með einu marki en annars hefur okkur gengið ágætlega," sagði lands- liðsmiðvörðurinn og fyrrum KR- ingurinn Óskar Hrafn Þorvalds- son. Þess má geta að Stefán Gísla- son, bróðir Vals Fannars, sem nú leikur með KR, er í láni hjá vest- urbæjarliðinu frá Strömgodset. Þá Iék Marco Tanasic, sem lengi var í herbúðum Keflvíkinga, með Godset á síðustu leiktíð en hefur yfirgefið Iiðið nú. Eftir því sem Dagur kemst næst vill hann komast aftur til Islands. Stjaman lagöi Val Stjarnan sigraði Val í fyrsta leik Iiðanna í undan- úrslitum 1. deildar kvenna. Leikið var að Ásgarði í Garða- bæ og höfðu heimamenn sig- ur, 21:19, eftir að hafa haft tveggja marka for- skot í Ieikhléi, 10:8. Ragnheiður Stephensen skoraði tíu af mörk- um Stjörnunnar, en hjá Val var það Brynja Steinsen sem var at- kvæðamest með níu mörk. Haukar og Víkingur hefja einvígi sitt í undanúrslitunum í kvöld, en liðin mætast á heimavelli Hauka, í Strandgötunni, klukk- an 20. Ragnheiður Stephensen. Tryggviog Sveinn til Dan- merkur Tveir af sterkari badmintonspil- urum landsins, þeir Tryggvi Nielsen og Sveinn Sölvason, munu stunda íþrótt sína í Dan- mörku á næsta ári. Það kemur fram í Fjaðrafoki, fréttabréfi Badmintonsambandsins, sem nýlega kom út. Tveir af bestu spilurum landsins í kvenna- flokki, þær Vigdís Asgeirsdóttir og Erla Hafsteinsdóttir, hafa dvalist í Danaveldi í vetur, en óvíst er hvað þær taka sér fyrir hendur næsta haust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.