Dagur - 01.04.1998, Side 10

Dagur - 01.04.1998, Side 10
10 -MIDVIKUDAGUR 1. AP RÍL 1998 Húsnæðismálin ÞJÓÐMÁL Opinn fundur á Hótel Borg fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.00-13.30 Frummælandi: Páll Pétursson, félagsmálaráðherra Meðal umræðuefna: Nýtt frumvarp um húsnæðismál, félagslega kerfíð, húsbréf, Húsnæðisstofnun o.fl. Fundarboðandi: Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður Hádegisverður: Súpa, fískur og kaffi kostar kr. 1.100 Hvers vegna karlar? Örn Amarson, karl í vinnunni. í Degi þann 20. þessa mánaðar benti Helga Magnúsdóttir leik- skólakennari á þá staðreynd að karlmenn væru 1% leikskóla- kennara. Já heilt prósent! Þetta hlutfall (99-1) er íslenskum karlmönnum (og ekki síður konum) umhugsunarvert, sér- staklega á tímum jafnréttis. Eða er jafnréttisbarátta eitthvað sem konur hafa eignað sér? Leikskólakennarar í Félagi ís- lenskra leikskólakennara hafa ekki sætt sig við „ástandið" og hvetja til breytinga rétt eins og Helga. Nú má spyrja: Er eitt- hvert „ástand" í leikskólum landsins? Hafa leikskólarnir ekki verið hingað til mannvæn- legir staðir og konur þar með sýnt fram á að karla sé ekki þörf í leikskólakennslu? Gott betra Undirritaður er svo lánsamur að rúmast innan þessa fræga prósents, bæði með y-litning og leikskólakennarapróf. Hvernig horfir þessi umræða við karl- manni í stéttinni? Eftir að hafa starfað í leik- skóla meira eða minna í rúm 7 ár, verður látið nægja að full- yrða að starfsfólk Ieikskólanna hefur skilað afar góðu starfi. - Hér verður látið hjá líða að fara yfir í hveiju gott starf er fólgið, það bíður lags. Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá því að leikskólana má bæta á margan hátt. Eitt af því sem myndi efla uppeldisstarfið í leikskólunum er að Qölga körlunum sem þar vinna. En því fer fjarri að karlar eigi að starfa að uppeldi þeirra eiginda vegna að vera karlar! Fagið þarfnast aðeins karla sem eru starfi sínu vaxnir, þ.e.a.s. hæfir. En á hvaða hátt verður gott starf betra með karlmönn- um? Eyland hugsana A vinnustað þar sem annað kynið er allsráðandi er hætta á að hugmyndir starfsins verði einsleitar. Þetta gerist sjálfsagt einnig ef starfsfólk er of keim- líkt, samanber menntun, aldur og fyrri störf. (Nægir að nefna í þessu sambandi lögfræðinga- flóðið á alþingi). Með öðrum orðum; það skortir bölbreytni. Leikskólarnir eru skýrt dæmi um einsleitan hóp starfsfólks, en karlar myndu gefa starfinu þar nýja vídd með nýjum áherslum. Auðvitað er hætta á að karl í Ieikskólastarfi fari að skýra annarskonar sýn á upp- eldi sem eitthvað kynbundið fremur en persónulegan mun. En af samtölum við aðra karla, bæði í faginu og leikskólakenn- aranáminu, verður ráðið að það er eðlismunur á viðhorfum kynjanna til uppeldis og þar með leikskólastarfs. Við höfum annað gildismat sem vissulega má kalla karllægt. Hugmynda- heimur konunnar er ríkjandi í öllu leikskólastarfinu og mega þá sumar skoðanir karla sín lít- ils, þó konur hlusti vel og séu duglegar að tileinka sér nýjung- ar. Hugmyndir karla verða því að nokkurskonar hugsunareyju. Munur á hugmyndum kynj- anna og þar með starfi, felst meðal annars í því að: - Karlar leggja meiri áherslu á grófhreyfingu, en minni á föndur og aðra borðvinnu. Þeir eru meiri talsmenn íþrótta og vilja að börn læri að takast á á heilbrigðan hátt. - Karlar forða börnum ekki frá smáskakkföllum, heldur vilja kenna þeim í ríkari mæli Það að hafa karlmeim til jafns við konur í leikskólum, gerir karlmanninn sýnileg- an í veröld bamsins, nálægan og áþreifan- legan. Þá fyrst skap- ast grundvöHur raun- verulegrar jafnréttis- vitundar í þjóðfélag- inu. að takast á við veruleikann og læra af mistökunum. - Karlar eru meiri þátttakend- ur í Ieikjum barnanna og eiga auðveldara með að bregða sér í leikinn á forsendum þeirra. Fyrir vikið verða þeir vinsælir í barnahópnum. Jafnframt er há- vaðaþol þeirra meira og útrás barna þar með síður stöðvuð. - Karlar tala öðruvísi við börn. Samtalið á sér ekki alltaf ytra markmið heldur er einungis verið að spjalla og jafnvel leika sér með mál - spauga. - Samskiptaform karla er ein- faldara en kvenna og þeir taka síður gagnrýni sem persónuleg- um aðfinnslum. Ef hugsað er til þess hversu karlar eru fáir í leikskólakenn- arastétt er auðvelt að sjá ann- marka á slíkum vangaveltum. Það er ekki nægjanleg reynsla komin á starf karla í leikskólum til þess að taka megi þessa upp- talningu sem algildan sannleik. Þó er Ijóst ef engu eða litlu er frá logið, að þessi önnur tök karla á leikskólakennslu myndu auðga starfið. Fyrirmyndarekla Margt er það fleira sem sýnir okkur að karlmannsleysið er óásættanlegt. Það að hafa karl- menn til jafns við konur í leik- skólum, gerir karlmanninn sjmilegan í veröld barnsins, ná- lægan og áþreifanlegan. Þá fyrst skapast grundvöllur raun- verulegrar jafnréttisvitundar í þjóðfélaginu. Drengjum væri skenkt gott fordæmi og stúlkur fengju jákvætt viðmið. Þessi fyrirmyndarekla hrjáir ekki bara drengina stuttu held- ur skortir karlkyns Ieikskóla- kennara sárlega fordæmið. Þeir karlar sem sinna leikskóla- kennslu nú eru frumheijar og einhvern veginn reynist fólki erfitt að sjá fyrir sér fimmtugan karlmann inn á deild að sinna uppeldi! Að axla ábyrgð Hverra er ábyrgðin? Er hún al- farið karlanna? Nei, það hlýtur að vera jafn brýnt fyrir konur og karla (foreldra) að börn þeirra njóti allra bestu uppeldisskil- yrða. Uppeldi er nefnilega ekk- ert einkamál einstaklings, þjóð- félagshóps eða kyns. Samt er málið allt þannig vaxið að vér karlar hljótum að axla ábyrgð- ina. Það er engra annarra að breyta hlutföllunum og stíga skrefið inn í leikskólana. Og vit- ið menn! Þar er körlum vel tek- ið, ekki síður af konum en börnum. Vonandi verður því á þann veg farið, að í framtíðinni finni börn ímynd karlmennsk- unnar í íslenskum leikskólum en ekki í sjónvarpinu, í mynd Batmans eða prinsanna!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.