Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 01.04.1998, Blaðsíða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 T FRÉTTASKÝRING Getiun við dregið verulega úr losun gróðurhúsaloftteg- unda og haldið í stór- iðjudraumana á sama tíma? Bjarga okkur t.d. stórstígar tækni- framfarir í samgöngu- málum? Verða sett lög iiin takmörkun á bif- reiðaeign og akstri? Þessu og fleiru veltu menn fyrir sér á ráð- stefnu Framtíðarstofn- unar og Landvemdar um vamir gegn gróð- urhúsaáhrifum. Hvað getum við gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Þessari spurningu var varpað fram á fjölmennri og Iíflegri ráð- stefnu í gær. Island fékk því sem kunnugt er framgengt í Kyoto að fá að auka losun um 10% miðað við stöðuna árið 1990, en stjórn- völd telja það ekki nóg og segja ólíklegt að samningurinn verði staðfestur. Staðreyndin er sú að við erum þegar komin uppfyrir þessi mörk og hyggjumst ganga lengra en nú er í stóriðjumálum. Þarna getur því skipt sköpum hvort samdrátt- ur verði í losun á ýmsum öðrum sviðum. Útgerðin Iialnar „pappírslausnum“ Gróðurhúsaáhrif eru greinilega ekki vinsælt umræðuefni meðal útgerðarmanna. Dr. Kristján Þór- arinsson, stofnvistfræðingur LIU, minnti viðstadda á að sjávarút- vegurinn væri undirstaða allrar velmegunar á Islandi. Kristján taldi ólfklegt að sókn sjávarút- vegsins yrði stöðvuð á næstunni, nema fyrir tilverknað „óvinveittra stjórnvalda" og gagnrýndi harð- lega „sýndarmennskuna" í Kyoto. Kristján nefndi tvennt í útvegi sem gæti stuðlað að minnkandi Iosun; fiskveiðistjórnun og tækni- framfarir. Hann sagði að upptaka kvótakerfisins hefði minnkað olíusóun og nefndi í sömu andrá að stjórnlaus veiði í úthöfum heyrði brátt sögunni til, sem einn- ig minnkar olíunotkun verulega. Kristján sagði erfitt að spá í tækniframfarir, en þar beinast augun einnig að olíunotkuninni. Hann nefndi að mikið hefði áunnist við að nota rafmagn í 18 DAGAR í BARDAGANN 18. april Í0& Áakrtttaralmlnn er G1B 6100 im LEIKURINN Hvað hét Muhammed Ali áður en hann skipti um nafn? Hverjir börðust um heimsmeistaratitilinn í þungavigt í Kinshasa í Af rikurikinu Zaire árið 1974? skipum í höfnum og að framfarir hafi átt sér stað við hönnun veið- arfæra. Hvað notkun á öðrum orkugjöfum en olíu varðar, t.d. vetni, sagði hann að áhuginn væri mikill, en að ekki væri að vænta raunhæfs árangurs í bráð. Hann hafnaði alfarið „pappírs- lausnum" eins og að hætta sjó- ffystingu, að auka hlut smábáta (sem ekki myndi auka öryggi sjó- manna og nær til fárra fiskteg- unda) og að Ieggja mengunar- skatt á olíu, sem leysir engan vanda, heldur minnkar fiskveiðar og þar með þjóðartekjur. Olíukynding frá og sæstrengur framundan Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri iðnaðarráðuneytisins, fjallaði nokkuð um sérstöðu íslands og nefndi að við erum háðari nýt- ingu orkuauðlinda í atvinnuskyni en flestar OECD þjóðir. Jón lagði áherslu á þann árangur sem náðst hefði vegna þessa, svo sem að nú væru aðeins 2% húshitunar með olíu - og er þó enn lítil nýt- ing á orkulindum okkar. I því sambandi nefndi hann nokkra valkosti, svo sem að út úr nýtingu endurnýjanlegrar orku komi ný eldsneytistegund, sem vart er þó raunhæft næstu 20 árin. Og að hefja útflutning á raf- orku í gegnum sæstreng, en það getur dregið úr heimslosun sem nemur 1,5 til tvöfaldri heildarlos- un Islendinga. Jón dró saman punkta um hvað hefði verið gert á umliðnum árum til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Rafmagnsverð á skiparafmagni hefur verið lækk- að, rafskaut hafa verið tekin upp í stóriðju, kolflúorlosun hefur minnkað umtalsvert hjá ISAL, ár- angur hefði náðst hjá einstökum fyrirtækjum eins og Járnblend- inu, Sorpu, Sementsverksmiðj- unni og SteinuIIarverksmiðjunni. Öll þessi ofangreindu atriði hafa minnkað losunina sem nemur 10% af heildarlosuninni árið 1990. Möguleikac í samgöngumáliun miltlir Jón Rögnvaldsson, aðstoðarvega- málastjóri, fjallaði um loftmeng- un frá samgöngum og tekur þátt í Þjonustusíml 550 5DDD www.visir.is NÝR HEIMUR Á NETINU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.