Dagur - 09.04.1998, Qupperneq 2

Dagur - 09.04.1998, Qupperneq 2
18-FIMMTVDAGVR 9.APRÍL 1998 ro^ir LÍFIÐ í LANDINU Feguróardrottning Noróurlands var krýnd á föstudagskvöldið var. Drottn- ingin var valin, Ása Marla Guðmunds- dóttir, ung Húsavíkuimær. Viö taka stífar æfingar hjá henni fyrir keppnina um Ungfrú ísland, sem að vlsu er ekki í frásögur færandi, því aö það er nóg að gera hjá Ásu á öðrum vígstöðvum. Hún er nefnilega á leiðinni til New York á föstudaginn langa til að taka þátt í hæfileikakeppni. Þangað fer hún ásamt fleiri ungum og efnilegum íslendingum á vegum Kolbrúnar Aöalsteins. Stundin okkar hefur vakið lukku í vet- ur, ekki síst fyrir tilstuðlan bráð- huggulegu umsjónarkonunnar Ástu Garðarsdóttur enda sagt að þetta sé í fyrsta skipti síðan Bryndís Schram var og hét í bamatímanum sem karl amir fjöhnenna að skjánum síðdegis á sunnudögum. Til að gleðja þá má líka geta þess að Ásta mun halda áfram meó Stundina næsta vetur og ætlar reyndar að nota sumarið, maí og ágúst-september til að taka upp efni í bamatímann. Það er um að gera að vera vel hirg í haust þeg- ar vetrardagskráin byijar og Stundin hefur aftur göngu sína. Trausti Ólafsson leikhússtjóri LA og Aðalsteinn Bergdal leikari hafa verið að æfa Markúsarguðspjall á Renniverk- stæðinu. Á ýmsu hefur gengið þar scm iniklar framkvæmdir era í nágrenninu. Hamarshöggin hafa dunið á æfingar- tímanum og ýmislegt annað ónæði hcf- ur verið úr umhverfinu. Texti Markús- arguðspjalls er háleitur og þess að vænta að sýningunni sé gefinn gaumur að ofan. Himnasendingin sem þeir fé- lagar fengu var þó önnur en þeir kynnu að hafa búist við, því björgunarþyrla sveimaði yíir húsinu eina æfinguna svo erf- iðlega gekk að greina orðaskil í textanum. Borgarstjómarkosningarnar í Reykja- vík verða sein kunnugt er 23. maí. Sigurvissir stuðningsmenn R-listans em þegar famir að hlakka til sigurhá tíðariimar um kvöldið. Þeir framsýn- ustu meðal þeirra sjá fram á tveggja daga sigurhátíð því daginn eftir kosn- ingarnar halda hciðurshjónin og jafn- aöannennimir Einar Karl Haralds- son og Steinuim Jóhannesdóttir upp á afmæli sín en bæði eiga fimintugsaf- mæli á árinu. Fari svo ólíklega að R listinn tapi borginni má búast við að einhver sút muni setja svip á afmæli hinna lífsglöðu aímælisbama. Það má því segja að það ráðist af úrslitum borgarstjómarkosninga hversu gaman verður 1 afmælinu. Trausti Úiafsson. Ása María Guðmundsdóttir. Andrés Jónsson fékk vidurkenningu fyrir útvarpsþátt sinn. MA-ingarnir Eydís Hulda Helgadóttir, Guómundur Rúnar Svansson og Eygló S. Arnarsdóttir fengu viðurkenningu fyrir bestu ritgerðina, besta Ijóðið og bestu smásöguna. Hátt hlutfall hjá MA i þessari keppni! mynd: h/lmar þór. MA-mgamir sigruðu ÞrírMA-ingar báru sigurúrbýtum í rít- gerðasamkeppni ungra sjálfstæðismanna, Frelsispennanum. Þeir skrífuðu um frelsið. Fjórði verðlaunahaf- inngerði útvarpsþátt um frelsið. „Það er skrítið og gaman að við séum þijú úr MA en við vissum ekki hvert af öðru þegar við sendum inn efni í keppnina - eða við viðurkennum það að minnsta kosti ekki,“ segja MA- ingarnir Eydís Hulda Helgadótt- ir frá Sandgerði, Guðmundur Rúnar Svansson frá Dalsmynni á Snæfellsnesi og Eygló S. Árn- arsdóttir frá Akureyri en þau fengu öll verðlaun í Frelsispenn- anum, samkeppni ungra sjálf- stæðismanna. Vel máli farnir Alls bárust 60 ritgerðir, ljóð og smásögur f keppnina auk eins útvarpsþáttar. I störfum dóm- nefndar kom í Ijós að verkin, sem báru af, voru svo sambæri- leg að gæðum að ákveðið var að veita fern verðlaun til einstak- linga sem skiluðu inn frambæri- legustu verkunum, hvert á sínu sviði. Hver verðlaunahafi fékk því 25 þúsund krónur. Andrés Jónsson, Reykjavík, Pólitískur áhugi er ekki endilega neitt meiri íMA þótt nem- endurþarhafi skarað fram úríFrelsispenn- anum. hlaut viðurkenningu fyrir út- varpsþátt sinn. Eydís Hulda fékk viðurkenningu fyrir bestu rit- gerðina, sem nefnist Frelsi. Guðmundur Rúnar hlaut viður- kenningu fyrir besta ljóðið, Veg- urinn, og Eygló S. Arnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestu smá- söguna, Fangi frelsisins. Dóm- nefnd lét þess getið að almennt hefðu þátttakendur mátt vanda málfar sitt betur en ef marka má niðurstöður keppninnar virðast MA-ingar vera óvenju vel máli farnir. Ópólitískir menntskælingar Matthías Johannessen ritstjóri var formaður dómnefndar. Hann lét þess meðal annars getið að þátttakendur hefðu allir verið mjög uppteknir af frelsi einstak- lingsins meðan „við sem erum alin upp í kalda stríðinu hefðum gleymt okkur í að tala um hið þjóðfélagslega frelsi.“ Þegar rætt var við MA-ingana eftir afhendinguna vildu þeir ekki viðurkenna að pólitískur áhugi væri óvenjumikill í skólan- um en sögðu þó að þar væri mjög hvetjandi andi til skrifta. Þau kváðust ekki vera pólitísk, að minnsta kosti ekki flokkspóli- tískt bundin, en Guðmundur Rúnar Iýsti hátt og skýrt yfir að hann væri „harður kommi“. Ein- hverjar pólitískar umræður virð- ast því vera í skólanum. -GHS Hetja vUmimar erlax! Lax, lax, lax og meirí lax! Þessi kynjafiskur er hetja vikunnar á Islandi því honum hefur telzist að trylla Landsbankamenn, Alþingismenn, fjölmiðlafólk og þjóð- ina alla dögum og jafnvel vikum saman. Engum öðrum fiski tekst með sama hætti að stökkva inn í þjóðarsálina með nokkurra ára millibili og gera allt vitlaust, og það án aðstoðar þrautþjálfaðra áróðursmeistara og ímyndar- sérfræðinga. Húrra fyrir laxinuml Laxinn: hetja vikunnar!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.