Dagur - 25.04.1998, Page 7
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 - T
l^ir
RITSTJÓRNARSPJALL
Hvalur skorinn í Hva/firdi: Ætla íslensk stjórnvöld aó sýna heiminum glæsilega ímynd íslensks nútímasamfélags viö lok tuttugustu aldarinnar með því að skjóta og skera hval á nýjan leik?
Lifandi eða dauðan?
ELÍAS
SNÆLAND
JÓNSSON
SKRIFAR
Margar hugmyndir hafa verið á
lofti um hvernig Islendingar eigi
að fagna þúsund ára landsfund-
um víkinganna í Ameríku þannig
að eftir yrði tekið í útlöndum.
Sérstök nefnd hefur safnað til-
lögum landsmanna um þetta
efni og er að meta þaer hverja
fyrir sig. Mikið er Iíka lagt upp úr
samstarfi við Bill Clinton, for-
seta Bandaríkjanna, og aðild ís-
lendinga að nefnd sem hann hef-
ur skipað til að skoða þessi mál
þar vestra.
En svo kemur allt í einu í ljós
að allt þetta umstang er hinn
mesti óþarfi. Ríkisstjórnin virðist
með það á hreinu hvernig best sé
að vekja athygli umheimsins á
Islandi og Islendingum \áð lok
tuttugustu aldarinnar.
Jú, fullyrt er að ráðherrarnir
hafi í hyggju að sýna heiminum
glæsilega ímynd íslensks nútíma-
samfélags með því að hefja hval-
veiðar á nýjan leik!
VandræðaganjJur
Það að fara að drepa hval að nýju
núna rétt fyrir aldamótin væri
svo sem í fullu samræmi \ið fyrri
vandræðagang í hvalamálinu.
Fyrir einum og hálfum áratug
eða svo var ákveðið á fundi Al-
þjóða hvalveiðiráðsins að banna
hvalveiðar í atvinnuskyni tíma-
bundið. Islendingar voru andvíg-
ir þeirri ákvörðun. Engu að síður
samþykkti Alþingi að mótmæla
henni ekki, andstætt því sem til
að mynda Norðmenn gerðu.
Með því að mótmæla tryggðu
Norðmenn sér lagalegan grund-
völl til frekari hvalveiða, ef þeim
sýndist svo. Islendingar misstu
afþeirri lest með eigin gjörð.
I samræmi við samþykktir Al-
þjóða hvalveiðiráðsins hættu Is-
lendingar formlega hvalveiðum
árið 1985, en héldu samt áfram
að drepa hvali - nú í nafni vísind-
anna. Flestum var að vísu Ijóst
að hvalir voru áfram veiddir hér
við Iand til að halda hvalstöðinni
í Hvalfirði í rekstri, þótt vafa-
laust hafi visindamenn fengið
einhverja viðbótarþekkingu í
leiðinni. Þessum vísindaveiðum
var loks hætt árið 1989 - fyrir
níu árum.
Hik og hökt
Þegar í ljós kom að mikill meiri-
hluti þjóða innan Alþjóða hval-
veiðiráðsins hafði engan hug á
að leyfa hvalveiðar að nýju, þótt
takmarkaðar veiðar á tilteknum
tegundum ættu ekki að setja við-
komandi hvalastofna í hættu,
gripu Islendingar til þess ráðs að
segja sig úr ráðinu og reyna að
byggja upp nýtt ráð veiðiþjóða á
norðurslóðum. Það samstarf
hefur ekki skilað þeim árangri í
hvalamálinu sem vonast var eftir.
Þess vegna er það nú talið ein af
forsendum þess að hefja svokall-
aðar vísindahvalveiðar á nýjan
leik að Islendingar gangi aftur í
Alþjóða hvalveiðiráðið.
Sú spurning hlýtur að vera of-
arlega í hugum margra hvers
vegna Islendingar ættu núna að
fara að hefja hvalveiðar á nýjan
leik, fyrst þeir hafa ekki þorað að
gera það mörg undanfarin ár.
Þótt ekki hafi skort þrýsting frá
þröngum hagsmunaaðilum til að
taka þetta skref, hafa stjórnmála-
mennirnir hingað til áttað sig á
því að með því að fara að drepa
hval er verið að taka mikla áhæt-
tu fyrir smávægilegan ávinning.
Þess vegna hafa síðustu ríkis-
stjórnir tekið á málinu með hiki
og hökti. Framlag sjávarútvegs-
ráðherra hefur verið að skipa
hverja nefndina á fætur annarri.
Þingmenn hafa flutt tillögur um
hvalveiðar skömmu fyrir þinglok
svo ljóst væri að enginn tími ynn-
ist til að afgreiða þær.
Hver er ávirminguriim?
Þingmannatillaga um að helja
hvalveiðar að nýju var til með-
ferðar á Alþingi síðasta vetrar-
dag. Fonátnilegt var að fylgjast
með þeirri snubbóttu umræðu.
Örfáir þingmenn tóku til máls,
flestir úr kjördæmi hvalstöðvar-
innar. Ræður þeirra voru ekki
síst merkilegar fyrir það sem ekki
kom fram í þeim.
Enginn þingmannanna upp-
lýsti til dæmis hvað veiði á 100
hrefnum, eins og nú er talað um,
gæfi af sér í þjóðarbúið, þannig
að hægt væri að meta slíka
ákvörðun út frá beinum tekjum.
Enginn upplýsti heldur hvar ætti
að selja afurðir af hvölum sem
veiddir yrðu í óþökk ríkisstjórna
allra helstu stórþjóða beggja
vegna Atlantshafsins. Astæðan
er auðvitað sú að hvalaafurðir
verða ekki seldar úr landi að
óbreyttu.'Gróðinn er því enginn.
Þingmennirnir voru hins vegar
nokkuð sammála um eina meg-
inástæðu þess að þeir vildu veiða
hval á ný. Það var til að sýna um-
heiminum að Islendingar láti
ekki einhverja útlendinga segja
sér fyrir verkum! Það er nánast
fyndið að heyra slíkt nú á dögum
þegar íslenskri þjóð er sagt fyrir
verkum í stóru og smáu frá út-
löndum á hverjum einasta degi,
og lætur sér bara vel líka.
Vemdun fiskveiða
Veiði á nokkrum hrefnum skiptir
engu máli fyrir þjóðarhag íslend-
inga. Við lifum hins vegar á fisk-
veiðum. Orku íslenskra stjórn-
valda væri óneitanlega betur var-
ið í að vernda rétt okkar og ann-
arra til skynsamlegra fiskveiða
en að efna til ófriðar við volduga
nágranna út af nokkrum hrefn-
um.
Það er nefnilega veruleg hætta
á ferðum í þeim efnum, eins og
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, benti réttilega á í
þriðjudagsgrein sinni í Degi í
vikunni. Þar kom fram að al-
þjóðastofnanir telja „að 70%
fiskistofna veraldar séu illa á sig
komnir, það er fullnýttir, of-
veiddir, tæmdir eða að jafna sig
eftir rányrkju."
Áróður þeirra öflugu samtaka
og einstaklinga sem láta sig um-
hverfismál mestu varða beinist í
auknum mæli að þessu hörmu-
lega ástandi fisksins í sjónum, og
sá málflutningur hefur þegar
náð athygli fjölmiðla og almenn-
ings.
Lítið dæmi um þetta mátti sjá
á vinsælum vef einnar stærstu
sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna
á „Degi jarðar" sem nú er hald-
inn árlega víða um heim í apríl-
mánuði. Þar var þeirri spurn-
ingu beint til almennings hvaða
dýrategundir væru í mestri út-
rýmingarhættu í heiminum.
Velja átti á milli margra svara,
svo sem fíla, hvala, nashyrninga
og svo framvegis. En rétta svarið
við spurningu sjónvarpsstöðvar-
innar var þessi: Fiskurinn.
Ömurlegt ástand margra fiski-
stofna er ekki bara nýjasta
áhyggjuefni umhverfisverndar-
samtaka, heldur líka áhrifamik-
illa stjórnmálamanna í hinum
vestræna heimi, þar á meðal í
Bandaríkjunum, og sumir þeirra
eru reiðubúnir að grípa til rót-
tækra aðgerða. Mildlvægt er að
Islendingar hafi áhrif á umræður
og aðgerðir í þessum efnum á
komandi misserum og árum, því
þarna er tekist á um raunveru-
lega hagsmuni þjóðarinnar allr-
ar.
Lifandi auðlind
Þótt hvalveiðar hafi Iagst af hér
við land hafa hvalir haldið áfram
að gefa þjóðarbúinu umtalsverð-
ar tekjur. Dugandi menn hafa
nefnilega byggt upp nýjan og sí-
vaxandi þátt í íslenskri ferða-
þjónustu: skipulagðar ferðir til
að skoða Iifandi hvali í náttúru-
legu umhverfi sínu í hafinu við
Island. Lifandi hafa hvalirnir
þannig reynst Islendingum nota-
drjúg auðlind.
íslendingar eiga m'mælalaust
mikla möguleika á að draga til
sín sívaxandi fjölda ferðamanna
sem vilja skoða þessa lifandi
auðlind í hafinu umhverfis land-
ið. Landið gæti hæglega orðið
langstærsta miðstöð hvalaskoð-
unar við Norður-Atlantshaf. Það
hlýtur að teljast ótrúleg skamm-
sýni að ætla að setja framtíð
þessarar atvinnugreinar í hættu
með því að taka upp á nýjan leik
alþjóðlegan slag við öflugustu
nágranna okkar um arðlitlar
hvalveiðar. Hafa stjórnmála-
mennirnir okkar virkilega ekkert
þarfara að gera?
f