Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 2
T T 18 - FIMMTVDAGUR 30.APRÍL 1998 LÍFIÐ í LANDINU Hver er hugsanagang- urungafólksins ífjár- málum? Hvað hefur ungtfólk í huga þegar það stofnarfjölskyldu og kemur sér þaki yfir höfuðið? Steingrímur Pétursson erheimilis- faðirínn í ungrí þriggja mannajjölskyldu. Fjölskyldan í Rimasíðunni á Ak- ureyri er Steini og Linda Björk og dóttir þeirra Þórunn Björk. Steini og Linda hafa búið saman í nokkur ár og Steini segir að frá upphafi hafi þau reynt að hafa íjármálin í lagi, það hafi skipt þau mildu máli. Reynum að eyða ekki um efni iram „Okkur finnst það vera grund- vallaratriði að maður eigi fyrir sínu og helst aðeins meira. Það er líka bundið ákveðið öryggi í því að íjármálin séu á hreinu,“ segir hann. Þau hafa alltaf haft það að leiðarljósi að lifa ekki eingöngu fyrir daginn í dag og láta morgundaginn ráðast. „Við hugsum til framtíðar.'1 Þessi unga Ijölskylda, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, rejmir að eyða ekki um efni fram þannig að það komi niður á henni seinna. „Ef eitthvað kem- ur upp á þarf að eiga smá vara- sjóð. Við viljum hafa ákveðið svigrúm ef eitthvað kemur fyrir." Reglubundinn spamaður Steini segir að frá því hann og Linda byrjuðu að búa hafi þau lagt fyri r til að safna upp í fyrstu íbúðina. Þau leggi enn þann dag í dag fyrir en þar sé um að ræða reglubundinn sparnað. Þau reyni að ávaxta sparnaðinn á ýmsan hátt og það sem skipti þau máli í þeim efnum sé að þau fái örugga ávöxtun. Aðspurður um tryggingar segir Steini að í hans huga sé ákaf- lega mikilvægt að vera vel tryggður. „Við erum með allar venjulegar heimilistryggingar og svo er ég með líftryggingu og sjúkdómatryggingu. Við tryggð- um allt okkar strax og við byij- uðum að búa og eignuðumst eitthvað og eftir að við keyptum íbúð þá var ég líftryggður.“ Fjárfesting að eignast íbúð „Eg held að ungt fólk hugsi al- mennt vel um fjármálin og það skipti það máli að hlutirnir gangi vel fyrir sig,“ segir Steini þegar hann er spurður um hugs- anagang ungs fólks í fjármálum. „Hvort það hins vegar gengur upp hjá öllum efast ég um. Það er að vísu hægara sagt en gert að láta enda ná saman þegar verið er að kaupa sína fyrstu íbúð. Þá er Iítill afgangur. Þó upphæðin sem þarf að borga á mánuði sé í sjálfu sér ekki há þá er hún aldeilis nóg. I mínum augum er það hins vegar fjár- festing að eignast íbúð.“ HBG Viðerum ámóti vasapening Eiga unglingar aðfá vasapeninga? Efsvo, hversu mikla peninga á að láta þáfá? Svörin við þessum spuming- um em sjálfsagt marg- vísleg, enDagurræddi viðforeldri og ungling íMosfellshæ um þessi mál. Ásta Björg Björnsdóttir og Hall- dór Andrésson sonur hennar búa í Löndunum í Mosfellsbæn- um. Halldór er 15 ára gamall, fæddur1983. „Eg er alfarið á móti því að láta krakka hafa einhverja fastá- kveðna upphæð í vasapeninga," segir Ásta ákveðin. „Það er miklu betra að mínu áliti að láta þau hafa þá peninga sem þau þarfnast hverju sinni en að þau hafi fasta upphæð. Halldór fær fyrir því sem hann þarfnast hér heima, hann fær föt þegar hann þarf þau, fyrir skátunum og öðru tómstunda- starfi, þar með talið útilegum og svo fær hann fyrir skólaskemmt- unum og öðru því sem hann er Ásta Björg Björnsdóttir og sonur hennar Halldór Andrésson hafa svipaða skoðun á vasapeningum. að gera í sambandi við skólann," segir Ásta. Halldór tekur undir þetta og segist reyndar ekkert hafa á móti því að fá vasapeninga, en ekki endilega það sama hverju sinni, því stundum þurfi hann tals- verða peninga og stundum litla eða enga. Hins vegar segir hann að honum finnist það ekki rétt að láta unglinga hafa mikið af peningum án skilmála, þau verði að læra gildi peninganna og það að það er vinna á bak við þá. „Þegar krakkar hafa orðið möguleika á því að vinna sér inn tekjur, eru komin vel á unglings- aldurinn," segir Ásta, „þá finnst mér sjálfsagt að þau geti notað þá peninga sjálf. Eg er ekkert að skipta mér af því hvað Halldór gerir við launin sem hann fékk í unglingavinnunni í sumar, hann á þá peninga sjálfur. Hann greiddi ekki heim en hinsvegar ef hann ynni með skólanum og væri með fastar tekjur að vetrin- um líka, þá fyndist mér allt í lagi að minnka eða jafnvel taka alveg af honum þá peninga sem við erum að láta af hendi. Krakkar verða að gera sér grein fyrir því að við fullorðna fólkið þurfum að láta endana ná saman og við byrjum á því að kaupa nauðsynj- ar en ekki kók og pizzu.“ Halldór segir það ákaflega misjafnt hvað unglingar fái af peningum hjá foreldrum sínum. Flest fái fyrir því sem þau þurfa, skemmtunum og tómstundum, en nokkur hinsvegar meira. Þeir sem hann umgengst mest eru flestir í fyrri flokknum og nokk- uð sátt við það. -VS L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.