Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30.APRÍL 1998 - 23 Xfc^ur LÍFIÐ í LANDINU Tómas Hermannsson ráðgjafi hjá Kaupþingi Norðurlands. „Vil ekki ráðleggja neinum að fara út I kaup á bréfum I einstökum fyrirtækj- um, nema fólk hafi þá sérstakan áhuga eða vilja til þess." - mynd: brink. Hlutverk ráðgjafa hjá verðahréfafyrirtækjun- um er vandasamt og finna þarflausnir sem hæfafjárhag hvers og eins. „Fátt stendur fólki næren afkoma þess, “ segir ráðgjafi hjá Kaupþingi Norður- lands. „Auðvitað ráðum við fólki frá því að taka miklar áhættu í fjárfest- ingum sínum. Sé það mjög áfjáð til þess arna spyrjum við það þá einfaldlega að því hvort það sé í raun tilbúið - ef í hart fer - að tapa þeim peningum sem það ætlar að leggja undir. Þá breytist viðhorfið yfirleitt því fátt stend- ur fólki eins nærri og afkoma þess,“ segir Tómas Hermanns- son, ráðgjafi hjá Kaupþingi Norðurlands. Hans starf felst í því að ráða almenningi heilt um ávöxtun fjármuna sinna og þarf þá að taka tillit til mismunandi þarfa hvers og eins. Erningabréf skila mestu Tómas Hermannsson segir að hjá Kaupþingi Norðurlands séu það Einingabréfin sem skilað hafi mestri ávöxtun. Meðaltalsá- vöxtun var 10 til 12% á sfðasta ári og jafnvel enn betri í sumum tilvikum. Meðaltalsávötun Ein- ingabréfa 6 hefur verið um 69% sl. þijá mánuði og Einingabréf 8 hafa gefið um 41% ávöxtun. „Að baki þessum bréfum standa sjóðir sem eru byggðir upp með mismundandi fjárfestinga- stefnu,“ segir hann. Hlutabréfakaup eru áhættusðm Altjend eru hlutabréfakaup áhættusöm Ijárfesting „... og ég vil ekki ráðleggja neinum að fara út í kaup á bréfum í einstökum fyrirtækjum, nema fólk hafi þá sérstakan áhuga eða vilja til þess. Hlutabréfsjóðirnir, sem eiga hlut í fjölda fyrirtækja, hafa komið vel út, þeir hafa gefið góða ávöxtun og áhættan er ekki eins mikil. Síðan gefa kaup í þessum sjóðum skattaafslátt, kaupi hjón t.d. bréf fyrir 260 þús. kr. á þessu ári gefur það þeim skattafslátt sem nemur um 42.500 kr., sem þau myndu fá greiddan út í ágúst á næsta ári,“ segir Tómas. Hann segir að ungt fólk sem kaupir verðbréf spái fyrst og fremst í góða áxötun en eldra fólkið kaupi ríkistryggða eignar- skattsfrjálsa pappíra. Ungt fólk eigi sjaldan miklar eignir og þurfi því ekki að hafa áhyggjur af eignaskatti. „Ennfremur er áhættufælni eða -sækni mjög mismunandi eftir aldursskeiði. Þannig gefa hlutabréf yfir lengra tímabil mun betri ávöxtun en skuldabréf og þannig hefur Hlutabréfasjóð- ur Norðurlands gefið 18,2% ávöxtun á síðustu sex árum - og því eðlilegra að yngra fólk eigi meira af hlutabréfum en skulda- bréfum á því æviskeiði,“ segir Tómas. Gengið stjómast af ýmsum þáttum „Gengi hlutabréfa í fyrirtækjum stjórnast af ýmsum þáttum en einkum af tvennu. Fyrst og auð- vitað að langstærstu Ieyti af af- komutölum þeirra og framtíðar- horfum, en síðan einhverjum straumum og stemmningu sem ekki er gott að útskýra í mörgum tilvikum," segir Tómas Her- mannsson. „Þegar einhver einn aðili kaupir bréf í fyrirtæki, þar sem sala hefur verið lítil á und- an, vekur það áhuga og þannig fer boltinn oft að rúlla án þess að áþreifanlegt tilefni sé beint til staðar. Stundum hagnast fólk á þessu, en oftar ekki. Miklu oftar er fjallað um þá sem hagn- ast, en þá sem tapa.“ Ekkt frltt spil Þó starfsfólk verðbréfafyrirtækja sé með puttann á púlsi Ijármála- lífsins hefur það sjálft ekki frítt spil um eigin Ijárfestingar, því ákveðnar siðareglur eru gild- andi. Starfsfólki Kaupþings Norðurlands er til dæmis óheimilt að kaupa bréf í fyrir- tækjum sem skráð eru á Opna tilboðsmarkaðnum, enda nær strangt eftirlit Verðbréfaþings Is- Iands ekki yfir félög sem eru skráð þar. Hinsvegar segir Tómas að fólk sem starfar í þessum geira hafi frjálsar hendur um eigin kaup á verðbréfum eða hluta- bréfum í fyrirtækjum sem skráð eru á Verðbréfaþingi, þó með nokkrum veigamiklum undan- tekningum. Þanning megi starfsfólk Kaupþings Norður- lands til dæmis ekki kaupa bréf í félögum sem koma ný inná markað í umsjón þess. Allur gangur sé hinsvegar á því hvort fólk sem starfar í þessum geira taki þátt í viðskiptum á þessum mörkuðum. -SBS. Undur oq stormerki... www visir is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður Tlie Sound of Music eftlr Richard Rodgcrs og Oscar Hammerstein II, sýn. föst. 1. ntaíkl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. 2. maí kl. 20.30 UPPSELT sýn. sunnud. 3.maíkl. 16.00 laus sæti sýn.föst. 8.maíkl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. 9. maí M. 20.30 UPPSELT sýn. sun. 10. maí kl. 16.00 sýn.föst. lS.maíkl. 20.30 sýn. laug. 16. maí kl. 20.30 sýn. mið. 20. maí kl. 20.30 sýn. fimm. 21. maí kl. 20.30 sýn. laug. 23. maí kl. 20.30 sýn. smm. 24. maí kl. 20.30 Síðustu sýningar „Saltið er gott, en ef saltið missir selt- una, með hverju viljið þér þá krydda það? Hafið salt í sjalfum yður, og hald- ið frið yðar á milli. “ 9. 50. Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bergdal. á Renniverkstæðinu. Lýsing: IngvarBjömsson. Leikmynd: Manfred Lcinkc. Leikstjóm: Trausti Ólafsson. sýn. fimmt. 30. april kl. 20.30 sýn. fiuunt. 7. maíkl. 20.30 sýn. fnnmt. 14.maíkl. 20.30 sýn. sunn. 17. maí kl. 17.00 síðustu sýningar á Akureyri í Bústaðakirkju í Reykjavik 31.maíkl. 20.30 og 1. júníkl. 20.30 Gjafakort á Markúsarguðspjall tilvalin fermingargjöf Landsbanki íslands vcitir handhöfum gull-dcbctkorta 25% afslátt. Miðasalan er opin þriðjud.-flnuntud. kl. 13-17, fðstud.-sunnud. frain að sýningu. Simsvari allan sólarhringinn. Munið pakkaferðirnar. Sími 462 1400 er styrktaraðili Lcikfélags Akureyrai'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.