Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 8
24 -FIMHÍTUDAGUR 3 0. APRÍl. 199 8 rD^r LÍFIÐ í LANDINU • Smávegis útlitsgölluð heimil- istæki eru oft seld með mjög miklum afslætti. Stundum er líka hægt að gera sölumönn- um tilboð sem lækka verðið enn. • Kaupið miða eða árskort í sund. Sund er ódýr og holl íþrótt og svo sleppur maður við að baða krakkana. • Vönduð stígvél endast miklu betur og oft geta systkini notað þau hvert af öðru. Þó þau séu dýrari í innkaupum, þá margborgar sig að kaupa þau. • Kartöfluréttir eru ódýrir og seðjandi. Fyrir utan að vera afspyrnu góðir. • Ódýr og góður hádegismatur fyrir svanga krakka er: 1 egg, steikt eða soðið, 1/4 ds. bak- aðar baunir og 1 brauðsneið með osti, kínakáli og gúrku. Með þessu drekkist eitt glas mjólk eða svo. I eftirmat er gott að borða banana eða epli. Lúxemborg- arar þegj a einsog steinar Kauphóll Landsbréfa - Netscape <#> KAUPHÖLL ^ LANDSBRÉFA Nú geta allir keypt og selt hlutabréf - á vefnum: kaupholl.landsbref.is * Ókeypis varsla verðbréfa. •> 33% lægri söluþóknun vegna hlutabréfa. * ítarlegt yfírlit um verðbréfaeign þína. * Lágmarksviðskipti með hlutabréf einstakra fyrirtækja aðeins 60 þúsund krónur. Allar nánari upplýsingar fást hjá ráðgjöfum Landsbréfa. Sæktu um aðgang á v e f n u m kaupholl.iandsbref.is LANDSBREF HF. 1 /tu k I. 0 6. 0 0 - 2 4. 0 0. Bankamaður segist trúa því að helmingur spamaðar Gunnu og Jóns sé ekki á skatta- framtalinu I smáríkinu Lúxembúrg, sem Is- lendingar hafa átt góð samskipti við frá því um miðja öldina eru 220 bankar starfandi. Það er auðvitað ekki nein tilviljun. Lúx- emborgarar eru búnir að koma sér vel fyrir með þann atvinnu- veg að geyma peninga fyrir fólk víða að af jarðarkringlunni. Og þeir eru þagmælskir ekki síður en Svisslendingar. Viðmælandi Dags, valdamað- ur úr bankakerfinu, sem alls ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að frá Islandi ætti sér stað stórfelldur fjárflótti vegna fjár- magnstekjuskattsins sem lagður hefur verið á. „Menn segja þetta ekki upp- hátt og fáir viðra það, alla vega ekki við blaðamenn, en það er auðvitað ljóst að þessir „offs- hore“-sjóðir í Lúxemborg gefa ekkert upp við íslensk stjórn- völd, þótt eftir því yrði leitað. Milli þessara landa er enginn tvísköttunarsamningur í gildi. Vilji menn láta fjármuni hverfa, þá verða þeir að eiga það við samvisku sína,“ sagði viðmæl- andi blaðsins. Hann sagði líka að fyrir nokkrum árum hafi innistæður fólks í bönkum hvorki verið framtalsskyldar né skattskyldar. Núna er staðan sú að innistæða í banka er hvort tveggja, fram- talsskyld og skattskyld ef farið er yfir ákveðið hlutfall. „Eg hugsa að helmingur eða meira af öllum bankainnistæð- um á íslandi séu ekki taldar fram. Menn halda nú að þetta séu stóru hákarlarnir sem eigi þetta fé, en þeir eiga hlutabréf og erlendar innistæður í bönk- um. En það er ekki svo. Þetta er bara venjulegt fólk, Jón Jónsson og frú, sem eiga kannski frá tveimur og upp í fimmtán millj- ónir, kannski undir koddanum þess vegna. Bankarnir þurfa hins vegar ekki að tilkynna skattyfirvöldum af hverjum þeir eru að taka fjármagnstekjurnar. Bankinn sendir bara eina ávísun fyrir alla sína viðskiptavini til ríkissjóðs," sagði heimild blaðs- ins. Ennfremur telur heimildin að fjármagnstekjuskatturinn þýði í raun að íslendingar séu farnir að leita útrásar fyrir spari- fé sitt til að fjárfesta betur, - og Iosna við óvinsælan íjármagns- tekjuskatt. -JBP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.