Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 4
20 — FIMMTVDAGVH 30.APRÍL 1998 LÍFIÐ í LANDINU Xfc^MT' Islendingar Muthafar í Microsoft og Coca Cola Peningar vaxa ekki eins og ávextir á trjám. En um þá gilda oft svipuð lögmál og um jarðargróðurinn. Peningar vaxa ekki með því móti að geyma þá undir höfðalaginu, né heldur í peningatanki að hætti Jóakims von Andar. Þeir þurfa að vera á hreyfingu og velta hratt. Peninga- mál eru flestu fólki fremur torskilin og valda taugatitringi og kvíða. Margt fólk ver varla augnabliki til umhugs- unar um fjármál, sem er óskynsam- legt. Þó fer þeim fjölgandi sem nálg- ast hina nýju tíma í peningamálum og íhuga vandlega ávöxtun peninga og hyggja að sparnaði. Af litlu fræi getur skapast ágætur gróður þegar fram í sækir. Erlendar þjóðir hafa lengi stundað verðbréfamarkaði, og þá er verið að tala um almenning. Islendingar voru lengi í viðjum hverskyns viðskiptahafta. Verslun með hlutdeild í fyrirtækjum eða kaup og sala á skuldabréfum eða aðrar fjár- kröfur þóttu hið argasta brask og spilling. Fyr- irtæki voru ekki í háu áliti og fólk gladdist kannski einkum þegar gengi þeirra var slakt. Nú er öldin önnur. Fólk fylgist með fyrirtækjum, og það vill gjarnan eignast aðild að velgengni þeirra með þátttöku í hlutabréfakaupum. Kornung og kaupa verðbréf Við gefum okkur að viðskiptavinur komi til verðbréfasala með 100 þúsund, eða kannski 500 þúsund krónur. Tvennt vill hann örugglega, góða ávöxtun og fullkom- ið öryggi. Hvorugu er hægt að lofa. Það gerir eng- inn verðbréfasali með sómakennd, segir Mar- grét Sveinsdóttir í Verðbréfamarkaði Is- landsbanka. Vextir bankanna eru ekki háir og hafa engan veginn getað keppt við fyrirtækin sem selja bréf á undanförnum árum. Þrátt fyrir að heldur hafi hallað niður á við frá blómatíma bréfanna, þykir ljóst að þau gera betur en bankarnir í ávöxtun. Raunar eru vextir banka í mörgum tilfellum neikvæðir, skila minni ávöxtun en sem nemur verð- bólgu. Hundruð milljóna króna eru á neikvæðum vöxtum í bankakerfinu, eink- um innistæður eldri borgara að sagt er. Það er alveg ljóst að við- skipti með verðbréf, hluta- bréf og skuldabréf eru áhættu- söm. En þau geta verið ábata- söm og hafa fært mörgum vinn- inginn á umliðnum árum. En þau hafa líka orðið fólki til stórtjóns, um það eru allmargar sögur, eins og til dæmis þegar menn kepptust við að kaupa bréf í forritunarfyrirtæki sem reyndist lítið annað en sápufroðan. Þegar fólk sest niður við skrifborðið hjá henni Margréti Sveinsdóttur' hjá VÍB, Verðbréfamarkaði íslandsbanka á Kirkjusandi, þarf það að geta sagt henni hvað það hefur í hyggju með fjármuni sína. „Það er alltaf fyrst farið yfir vissar grunnforsendur. Stundum hefur fólk ákveðnar hug- myndir um það hvað það vill með þessari fjárfestingu, en stundum ekki. Valkostir geta kannski verið einn eða tveir, en stundum miklu fleiri. Oft þarf því að fara yfir sviðið með viðskiptavini, þegar um margt er að velja. Við bjóðum langmest upp á verðbréfa- og hlutabréfasjóði, erlenda sjóði sem henta einstaklingum vel. Auðvitað eru Jón-Bingip Pétupsson skrifar „Það eykst mjög að fólk leggi reglulega fyrir, og aldur þessa fólks fer lækkandi. Núna sfðasta árið hef ég tekið sérstaklega eftir þessu. Ungt fólk er að Ieggja í einskonar auka-varasjóð. Fólk er líka að spara saman fyrir íbúða- kaupum sem það sér fyrir að verði innan nokkurra ára. Algengt er að fólk sé að borga mánaðarlega 10 þúsund, en líka minna og meira. Það fer eftir aðstæðum hvað fólk vill taka mikla áhættu," segir Margrét Sveins- dóttir. Erlend hlutabréf í stað tóbaksins Karl Jóhann Ottósson hjá íslenskri fjárfest- ingu ehf., verðbréfamiðlun með aðgang að Verðbréfaþinginu, segir að margir bæti við Iífeyrissjóði sína með því að spara til lang- tíma með mánaðarlegum kaupum á hlutabréfum. Hann segir að fram til þessa hafi slík kaup verið mjög ábatasöm. Jafnt yngri sem eldri taki þátt í slíkum sparnaði, sem fólk tekur ekki svo mildð eftir fyrr en það sér uppsafnaðan sparn- aðinn, oft glæsilegar fúlgur. „Sígarettupakki á dag kostar 8-9 þús- und krónur á mánuði, vindlar 15 þús- und. Það er betra að eiga þetta fé í hlutabréfum í góðum fyrirtækjum, og eiga mikið fé og betri heilsu á efri árum,“ segir Karl Jóhann. Hann veitir fólki ókeypis ráðgjöf um fjármál, og það munu reyndar aðrir í faginu gera. „Fólk hugsar jafnvel á unga aldri til þess að veita sér sitt af hveiju þeg- ar það hættir að vinna. Sjóðir fólks geta orðið ansi gildir með árunum, og þetta fé er alltaf hægt að leysa út ef farið er fram á það. Með þessu móti getur fólk hætt að t,~=.2>vinna um sextugt, jafvel fyrr ef það kýs það,“ segir Karl Jó- hann. Mánaðarlegur sparnaður fólks er á bil- inu frá 5 til 25 þúsund á mánuði að hans sögn. Islenskir fjárfest- ar eru með umboð fyrir íslensku verð- bréfafyrirtækin og hlutabréfasj óðina. I körfunni eru er- Iend fyrirtæki eins Pioneer, Fidelity, Frank- furt Trust, Tempelton, Flemings og fleiri þekktir sjóðir, banda- rískir og evr- ópskir. Fyrst- nefnda fyrirtækið er 70 ára gamalt og hin öll rótgróin og öflug. „Þarna er um að ræða mjög dreifða áhættu, sjóðirnir kaupa í hundruðum fyrirtækja. Þetta er góð viðbót- ar fjárfesting. Hérna heima áttu hús og bíl og kannski sumarbústað. En erlendis fjárfesta menn almennt Iítið. Menn skortir alla yfirsýn yfir þann markað og það skapar áhættu. En núna síð- ustu árin megum við kaupa á þennan hátt og það er Ijóst að það verður xánsælt. Þessi leið opnaðist ekki fyrr en 1994. Aður hafði fólk á Islandi geymt peningana sína í steinsteypu,11 segir Karl Jóhann. Allt lóðrétt upp á vlð í Evrópu Hlutabréfamarkaðurinn í Evrópu hefur á þessu ári legið nánast þráðbeint upp í loft að sögn Jafets Olafssonar hjá Verðbréfastofunni. Það fyrirtæki annast aðeins litillega um eignavörslu fyrir minni fjárfesta en þeim mun meira af fyrirtækjum og stórum fjárfestum. Bein hækkun á hlutabréfum er að meðaltali 1 5-20% það sem af er árinu sjóðirnir afar mismunandi og þá þarf að velja af kost- gæfni eftir því hvað liggur að baki íjárfestingunni hjá einstaklingnum,“ segir Margrét. Ráðgjafinn þarf að vita hvenær eigandinn hyggst grípa til Ijárins, til dæmis til fbúðakaupa eða bílakaupa svo dæmi sé nefnt. Þegar viðskiptavinur getur svarað þessari grundvallarspurningu sem og þeirri hvort hann er reiðubúinn að taka áhættu, þá er fyrst hægt að sigta út rétta fjárfestingarkostinn. Fólk vill auðvitað tvennt fyrst og fremst, - mikla ávöxtun og mikið öryggi. Þetta fer auðvitað ekki endilega saman. Oryggið þýðir oftast lakari ávöxtun á fénu. Þó vilja sumir fjármálaráðgjafar benda á kosti sem sameina þetta tvennt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.