Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 5
Xfc^wr FIMMTUDÁGUR 30.APRÍL 1998 - 21 Kristján Guðmundsson. Margrét Sveinsdóttir. breytilega áhættu eins og hér á Iandi, og boðið upp á sjóði sem eru mjög áhættusamir eins og einn sem aðeins Qárfestir í há- tæknif)TÍrtækjum í Asíu, og eins öruggari sjóði sem dreifa íjárfestingum á fjölmargar atxinnu- greinar og markaði. Erlendir verðhréfa- markaðir virðast fréttum samkvæmt ofurviðkvæm- ir fyrir ýmsum atburðum. Kristján segir að hér á landi megi sjá tilsvarandi áhrif á - hlutabréfa. „Fréttir um afkomu fyrirtækja hafa áhrif á gengi bréfanna. Afkoma fyrir- tækisins hefur Iangmest að segja en svo er kannski eitthvað þarna sem er bundið sálfræði markaðarins, sem líka hefur áhrif. En atvinnulífið hér er einhæft og stór hluti fyrirtækja á hlutabréfamarkaði er sjávarútvegsfyrirtæki. Sá bransi ræður því miklu, en fyrirtækin eru vissulega misjöfn að uppbyggingu og misvel stjórn- að,“ segir Kristján. „Það er tvímælalaust til góðs að fólk fór að spara með kaupum á hlutabréfum. Þessi sparnaður hefur ávaxtast vel. Is- lenski hlutabréfasjóðurinn hefur verið að gefa 14% á ári síðustu fimm ár. Menn voru að slá tvær flugur í einu höggi þessum kaupum, fengu skattaafslátt, en auk þess góða eign sem gefur vel af sér. Flestir kusu að versla við hlutabréfasjóðina og það hefur sýnt sig að þeir hafa gefið vel af sér, þar til und- ir það síðasta, en ég tel nú að þarna sé um að ræða tímabundna niðursvcifiu,“ segir Kristján Guðmunds- son. Hann segir að von- brigðin með síðasta ár hafi kannski ekki verið svo voðaleg, því fjölmörg fyrir- tæki voru að sýna góða af- komu. í Evrópu. Þeir sem keyptu í fyrra í evr- ópskum hlutabréfasjóðum hafa hagnast vel. Allmargir Islendingar eru að verða sér- fræðingar í viðskiptum af þessu tagi. þeir fylgist náið með á Internetinu og á jafn- vel kost á að versla þar með bréf. A Yahoo á Internetinu má fylgjast með breytingum á verðbréfamörkuðum. En á E-trade versla aðeins þeir sem leyfi hafa og bankaheimild erlendis frá. I þeim hópi eru Islendingar. Ríkisbréf sem gefa vel af sér Hreiðar Már Sigurðsson hjá Kaupþingi segir að verðbréfasjóðirnir séu besta leið- in fyrir þá sem koma með peningasumm- ur til ávöxtunar, hvort heldur eru 100 eða 500 þúsund krónur, meira eða minna. „Fyrir þessar upphæðir er hægt að kaupa verðbréf, allt eftir tímalengd og áhættustigi sem fólk er tilbúið að taka. Ef horft er á 100% öryggi er Iitið til eignar- skattsfrjálsra sjóða sem fjárfesta eingöngu í skuldabréfum sem ís- lenska ríkið gefur út,“ segir Hreiðar Már. Hann segir að vel sé hægt að hagnast á þennan hátt, með réttum tímasetningum og vali. Svo dæmi sé tekið þá eru þeir sem eiga þessi ríkisbréf núna að hagnast vel, því fyrstu þrjá mán- uðina á þessu ári hafa bréf þessi skilað yfir 40% ávöxtun á árs- grundvelli. Fjölmargir íslend- ingar eru líka að kaupa í útlönd- um, þeir eru kannski orðnir óbeinir hluthafar að fyrirtækjum eins og Microsoft, Coca-Cola og fleiri slíkum risum, vel reknum og öruggum fyrirtækjum. Við- skiptin fara fram í gegnum Reykjavík og eins Lúxemborg og hafa þótt gefa góða raun á und- anförnum misserum. Tvær flugur í einu höggi íslendingum þykir orðið sjálf- sagður hlutur að verja hluta af sparnaði sínum til útlanda auk þess að kaupa verð- bréf á heima- velli, þegar það er fýsilegt. Þá er aðal- Iega boðið upp á þrjá alþjóðlega sjóði hjá Landsbréfum að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar. Þar er hægt að finna gengi Tugmilljónerar íeUmni “ Smávegis mánaðarlegt nurl, til dæmis með því að hætta að reykja, geturleitt til verulegrar eigna- myndunar,jafnvel hjáfólki sem byrjarmeð tværhendurtómar. Það er fróðlegt að skoða hvernig lang- tímasparnaður fólks getur komið út. Þtjá- tíu ára sparnaður, lítils háttar mánuð hvern, getur gert menn Ijallríka þegar ell- in nálgast. Slíkur sparnaður getur gert fólki kleift að hætta störfum fyrr en ella, kjósi fólk það. Þessi sparnaður þarf ekki að vera fóíginn í öðru en að hætta reyk- ingum! Karl J. Ottósson í Islenskum Qárfest- um ehf. reiknaði út dæmi um ávöxtun fijáls og óháðs langtímasparnaðar í bandarískum hlutabréfasjóði, Pioneer Fund í Boston. Dæmið er reiknað aftur á bak. Sparnaður hefst árið 1967 en lýkur 1997. Fyrst tökum við dæmi um 10 þúsund króna mánaðarlegan sparnað í 30 ár. Það þýðir sparnað um „aðeins" 3,6 milljónir króna. En innistæðan er engu að síður orðin 44 milljónir króna. Avöxtunin er því að meðaltali um 13,7%. Hitt dæmið er um 15 þúsund króna mánaðarlegan sparnað í jafnmörg ár. Sparnaður er 5,4 milljónir króna. I lok sparnaðartímabils er innistæðan samt orðin 65,5 milljónir króna. Auðvitað verður að hafa það í huga að þetta eru dæmi um mann sem hefði eign- ast stóra Ijármuni ef... Einnig verður að muna að góður árangur verðbréfasjóða á undanförnum árum er ekki gulltrygging fyrir eins góðum árangri í framtíðinni. Hann gæti reyndar orðið betri, - en líka mun lakari en áður. Sigurður B. Stefánsson framkvæmda- stjóri VIB lýsir sparnaði á raunhæfan hátt þegar hann segir: „Ef þú leggur fyrir 10 þúsund krónur á mánuði gætirðu átt eina milljón eftir 6-7 ár og tvær milljónir eftir 10 til 11 ár. Reglulegur sparnaður er ör- ugglega besta leiðin til að verða ríkur.“ Sigurður segir það ekkert vafamál að menn geti orðið efnaðir af verðbréfavið- skiptum. Um það séu fjölmörg dæmi hér- lendis sem erlendis. Fyrir flesta skipti mestu máli að það er líka hægt að byrja á núllinu. Leggi fólk fyrir 5 eða 10 þtisund krónur á mánuði, þá byggjast eignir upp smám saman þannig að þær verði að verulega háum höfuðstóli á undrastuttum tfma. -JBP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.