Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 30.04.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 30.APRÍL 1998 - 31 Thyur LÍFIÐ í LANDINU Og Lífís Ýmissagrasa kennirá innlendum markaði hvað spamaðarlíf- tryggingar varðar. ára kona semur um fimm millj- óna króna líftryggingu sem lág- mark og mánaðarlegar greiðslur í 30 ár. Þessi kona greiðir 10 þúsund krónur á mánuði og tæki iðgjaldatryggingu. Miðað við fimm prósenta vexti fengi hún rúmar sjö milljónir króna Samlíf, fyrirtæki í eigu Sjóvár-Al- mennra, Trygg- ingamiðstöðvar- innar, Islands- banka, Búnaðar- banka og fimm af stærstu lífeyr- issjóðunum í landinu, býður meðal annars upp á svokallaða Sparnaðarlíf- tryggingu, það er líftryggingu og reglulegan sparnað saman í einum pakka. Ólafur Haukur Jónsson fram- kvæmdastjóri segir að þarna sé um mjög hag- kvæman og áhugaverðan kost að ræða. Viðskiptavin- iiriiin ákveður I Sparnaðarlíf- tryggingunni getur tryggingar- taki ákveðið hve mikið hann sparar eða lág- mark 3.000 krónur á mánuði til tíu ára eða lengur. Á þess- um tíma er tryggingartakinn líf- tryggður og þegar samningstím- anum lýkur er sparnaðurinn greiddur út í einu lagi ásamt vöxtum. Boðið er upp á ýmsa innlenda og erlenda fjárfesting- arkosti í samvinnu við VIB, Búnaðarbankann og Henderson, eitt af stærri fjárfestingarfyrir- tækjum í Evrópu. Fyrst og fremst er fjárfest í hlutabréfa- sjóðum, skuldabréfasjóðum og ríkispappírum. „Tryggingartakanum gefst líka kostur á að taka iðgjaldatrygg- ingu inn í þennan sparnað. Ef viðkomandi tapar starfsorkunni sparar hann áfram og trygginga- félagið tekur yfir mánaðarlegar greiðslur hans,“ segir Ólafur Haukur. Hann nefnir sem dæmi að 30 „Söfnunarlíftrygging er svo- nefnd „einingartengd líftrygg- ing“ þar sem engin Ioforð eru gefin um ávöxtun og vátrygging- artaki ber sjálfur íjárfestingará- hættuna,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson. „Fyrir iðgjald vá- tryggingartaka eru keyptar ið- gjaldaeiningar. Kostnaður vegna kaupa á verðbréfum fyr- ir iðgjaldaein- ingar er mis- munur á kaup- og sölugengi ið- gjaldaeininga. Hluta þeirra er ráðstafað til greiðslu á ið- gjaldi dánará- hættulíftrygg- ingar og ið- gjaldatryggingar ef hún er inni- falin. Það sem eftir stendur af iðgjaldaeining- um fer í nafni félagsins til ávöxtunar vegna söfnunarþáttar vátryggingarinn- ar í verðbréfum samkvæmt val- inni söfnunar- Ieið vátrygging- artaka." Svcigjanleg trygging Verðbréfasöfn vegna söfnunar- líftryggingarinn- ar verða í eigu Líftryggingafé- lags Islands hf. en vátryggingartakar eiga jafn- margar iðgjaldaeiningar hjá fé- Iaginu og eignir þess eru í við- komandi verðbréfum vegna söfnunarþáttar vátryggingarinn- ar, í krónum talið. Fjöldi ið- gjaldaeininga tekur breytingum eftir ávöxtun íjárfestinga á hverj- um tíma. Gunnsteinn segir að söfnun- artryggingin sé sveigjanleg í samræmi við aðstæður á hvetj- um tíma. Þá sé í boði Líflína þar sem markmiðið sé að ná há- marksávöxtun miðað við lág- marksáhættu með hliðsjón af lengd söfnunartíma og aldri hvers og eins. Ef vátryggingartaki fellur frá fá hans nánustu greitt út það sem hærra er, líftryggingarfjár- hæð eða söfnun. -GHS. Lífls og Samlíf bjóða upp á ýmsa kosti hvað reglubundinn sparnaö og líftryggingu varð- ar, meðal annars er hægt að fá sparnaðarupphæðina greidda út í einu lagi að samn- ingstimanum ioknum að meðtöidum vöxtum. Það er ekki amalegt að eiga varasjóð þegar aldurinn færistyfir og ellilifeyririnn kannski afskornum skammti. við sextugt og rúmar 11 milljón- ir ef vextirnir væru 7,5 prósent. Samlíf býður einnig upp á hefðbundna líftryggingu, sem greiðist við andlát, og sjúkdóma- tryggingu. Lífís er einingatengd Líftryggingafélag Islands hf. býður upp á Lífís söfnunarlíf- tryggingu fyrir þá sem vilja hefja langtímasparnað til að eignast eigin lífeyrissjóð. Þessi trygging er bakhjarl og viðbótarstoð við almennan Iífeyrissparnað. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lífís eru kostir söfnunarlíftryggingarinnar þeir að hún sameinar reglu- bundinn sparnað og Iíftrygg- ingu. Uppsafnaður sparnaður og ávöxtun greiðast út í einu Iagi í lok söfnunartíma. Smáráð til spamaðar Þegar nóg er til afpeningum er engin ástæða til að spara þá hafifólk á annað borðgaman afþví að eyða. En því mið- urhafaflestirþað vandamál við að stríða að launin hrökkva réttfyrír lífs- nauðsynjum og kannski smá lúxus eins ogbíl ogsumaifríi. Þess vegna erágætt að hafa það í huga að aðeins er hægt að eyða hverri krónu einu sinni. • Vendu þig á að slökkva Ijós þegar þú ferð út úr herbergi. • Þvoðu ávallt fulla vél af þvotti ef það er mögulegt. Það sparar bæði orku og vatn, fyrir utan það að minna af þvottaefni fer út í lífkerfið. • Vertu ávallt með blað og penna í eldhúsinu til að skrifa hjá þér það sem klárast, þannig sparast tími við inn- kaupalistagerð. Spara frekar krónumar • Gott er að hafa þá peninga sem ætlaðir eru til matar- kaupa sér, þannig að ávallt sjáist hversu mikið er til og ekki sé neitt rugl í gangi um það hversu mikið er notað af peningum í matarkaupin. • Það kostar nokkuð að setja tvöfalt gler í gömul hús, en það margborgar sig í hitakostnaði. Eins að fara vej yfir einangrun húsa og bæta úr henni þar sem við á. Ótrú- lega mikill hiti vill tapast við slæma einangrun. • Gamalt máltæki segir að spari maður aurinn, spari krónurnar sig sjálfar. Þetta máltæld er í fullu gildi enn þann dag í dag. Gosið kostar sitt • í nýútkomnu neytendablaði er reiknað út hvað sparast í bensíni á ári \ið það að skipta yfir í léttari og eyðslu- grennri bíl. Þetta eru stórar upphæðir og geta skipt miklu máli fyrir Ijölskyldu með litlar tekjur, því ekki er aðeins um að ræða þá upphæð sem bensínið kostar, heldur einnig skatta. • Það er gaman að eyða peningum í allt sem hugurinn girnist, en því miður eru þeir af skornum skammti hjá okkur flestum. Því er mikilvægt að hugsa um það hvort það sem á að kaupa sé alveg nauðsynlegt, eða hvort betra er að bíða með að eyða í það skiptið og eiga fyrir einhvetju öðru. Til dæmis góðu sumarfríi, en ein gosflaska og súkkulaði á hverjum degi samsvara því að eyða um 70.000 kr. á ári og svo bætast skattarnir við. Sanmýting úr pokaniun • Það er fínt að láta poká með fötum ganga á milli fjöl- skyldna og getur þá hver fjölskylda bætt í hann og tekið úr honum eftir þörfum. • Notið símann á þeim tíma sem ódýrast er að hringja. Það er alveg eins gott að tala á kvöldin. • Þeir sem hafa yfir tölvu og mótaldi að ráða, geta sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að tala við þá sem eru í útlöndum, í gegnum tölvuna. Slökkva, slökkva... • Slökkvið á tækjum sem ekki eru í notkun, s.s. tölvum, útvörpum og hljómtækjum. • Myljið eggjaskurn og blandið saman við gróðurmoldina til að fá betri næringu í hana. • Bakið brauðið heima. Það sparar óhemju fé, tekur lítinn tíma og heimabakaða brauðið bragðast miklu betur af einhverjum ástæðum, sérstaklega ef það er nýbakað. Að ekki sé talað um ilminn af nýbökuðu brauði, ummm. • Ekki fjölmenna í innkaupaíeiðangra. Það orsakar bara meirí eyðslu í það skiptið. Best að fara einn og saddur. • Það er allt í lagi að tæma ryksugupokana og nota þá aft- ur í stað þess að henda þeim. VS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.