Dagur - 13.05.1998, Síða 7

Dagur - 13.05.1998, Síða 7
MIDVIKUDAGUR 13. MAÍ 199 8 - 23 LÍFIÐ í LANDINU Afmæli Celine Dion Afmæliskaka Celine var ekki af verri endanum og það var útgáfuféiagið Sony sem sá fyrir henni. Ættingjar og vinir kanadísku söngkonunnar Celine Dion héldu henni veglega veislu á dögunum í tilefni þritugs afmæl- is hennar. Þar var glatt á hjalla og gestirnir voru klæddir í föt sem áttu að endurspegla tiðar- anda áttunda áratugarins. Spurð um framtíðaráform á þessum tímamótum í lífi sfnu segist söngkonan vilja læra spönsku, ítölsku, þýsku og japönsku. Hún vill einnig leika í kvikmynd og segir ekki verra að leika á móti eftirlætisstjörnum sínum, þeim Meryl Streep og Barböru Streisand. Celine segir kvikmyndaleik þó ekki geta orð- ið að veruleika vegna anna fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. PlRT ÁM ABYRGÐAR Vísindameim hátta sig á sviði Sex vísindamenn á Spáni - karlkyns - gerðu sér lítið fyrir og berhátt- uðu sig á skemmtistað í Madríd nýlega - í fjáröflunarskyni fyrir fræðistörfin. Áhorfendur voru um 2.000, konur í meirihluta. Vís- indamennirnir sex - þrír líffræðingar, tveir eðlisfræðingar og einn sérfræðingur í krahbameini - voru búnir að fá sig fullsadda af árang- urslitlu streði sínu til þess að fá fjármagn frá rfkinu til rannsókna og gripu því til þessa ráðs. Sagt er að þeir hafi áður verið búnir að æfa atriðið á rannsóknarstofu sinni. Löggan leitar að Hómer Simpson Lögreglan í Kanada leitar nú ákaft að glæpamanni sem þykir svo ótrúlega líkur Hómer Simpson, teiknimyndahetjunni einu og sönnu, að hann gengur orðið undir því nafni. Hómer þessi hefur rænt þrjá banka í Toronto á síðustu mánuðum. Gjaldkerar bankanna eru á einu máli um að bæði í hegðun og útliti verði ræningjanum best lýst sem lifandi eftirmynd nafna sfns óheillakrákunnar úr sjónvarpinu. Björgunarmaðurinn gleymdist Hann hugsar sig sennilega tvisvar um næst áður en hann kemur hundi í nauðum til bjargar. Jósef P. heitir maðurinn sem af hetju- skap sínum lét sig síga í reipi niður um 20 metra í loftræstingarstokk í háhýsi nokkru í Búdapest, en þar var staddur hundur einn sem af einhverjum ástæðum féll niður í stokkinn og komst hvergi. Maður- inn batt reipið um hundinn þannig að eigendur hans, eldri hjón sem voru björgunarmanninum ákaflega þakklát, gátu dregið hann upp. Urðu þar miklir fagnaðarfundir, en alveg gleymdist að henda reipinu aftur niður til Jósefs. Fjórum dögum síðar heyrðist loks til hans, þar sem hann kallaði veikum rómi á hjálp. Hann var fluttur í hvelli á sjúkrahús illa á sig kominn vegna næringarskorts. Celine með umboðsmanni sínum og eiginmanni sem er tuttugu og fjórum árum eldri en hún. Afmælisgjöf hans var hálsmenið sem söngkonan ber. f ' x 9- maí 1998 Til haxningju! Eftirtaldir lesendur voru dregnir úr pottinum og hljóta verðlaun í fjölmiðlaleik Dags. Klara Jónsdóttir, Grasarima 14., Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Lára Asgrímsdóttir, Grundarsmára 14, Kópavogi 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Sigrún Bjarnadóttir, Flyðrugranda 18, Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Hulda Geirsdóttir, Furulundi 4_j, Akureyri 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Hafdís Hermannsdóttir, Einilundi 2-f, Akureyri 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Margrét Asgrímsdóttir, Furulundi 8-b, Akureyri 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Magnea Magnúsdóttir, Kambsvegi 16, Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Hjörtur Þór Bjarnason, Kringlumýri 6, Akureyri 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Dóra Skúladóttir, Stallaseli 2, Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Sigurður Sæmundsson, Unufelli 15, Reykjavík 16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II Fylgstu vel með og vertu með daglega í skemmti- legasta fjölmiðlaleik allra tíma! D Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður The Sound of Music eftir Richard Rodgers og Oscar Hammersteni II, sýn. föst. lS.maíkl. 20.30 UPPSELT sýn.laug. 16. maíkl. 20.30 UPPSELT sýn.mið. 20.maíkl. 20.30 sýn. fimm. 21. maí kl. 20.30 sýn. laug. 23. mai kl. 20.30 sýn. sunn. 24. maí kl. 20.30 Allra síðustu sýningar „Saltið er gott, en ef saltid missir selt- una, með hverju viljið þér þá krgdda það? Hafið salt i sjálfum gður, og hald- ið frið gðar á milli." 9. 50. Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalstcins Bergdal. á Renniverkstæðinu. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Lcikmynd: Manfred Ix'rnkc. Leikstjóm: Trausti Ólafsson. sýn. fimmt. 14. inaí kl. 20.30 sýn. sunn. 17.maíkl. 17.00 síðustu sýningar á Akureyri í Bústaðakirkju i Reykjavfk 31.maíkl. 20.00 og l.júníkl. 20.00 Gjafakort á Markúsarguðspjall tilvalin fermingargjöf LandsbanM íslands veitir handhöfum gull-debetkorta 25% afslátt. Miðasalan er opin jrriðjud.-finmrtud. ki. 13-17, föstud.-sunnud. frain að sýningu. Súnsvari allan sólafhringinn. Munið pakkaferðimar. Sími 462 1400 — - e> er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.