Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 2
18 — FIMMTUDAGVR 25. JÚNÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: JÓN BIRGIR PÉTURSSON Alltaí á næstu grosum Símaskráin er skemmtilegt rannsóknarefni. Hafa menn tekið eftir því að hvarvetna þar sem stjórnmálaflokkarnir eru skráðir í síma- skránni, þar er að finna auglýsingu frá Sjálf- stæðisflokknum á næstu grösum? Sallafín markaðsfærsla hjá Kjartani Gunnarssyni og hans fólki í Valhöll... Kjartan Gunnarsson, - minnt á Sjálfstæðis- flokkinn. Þorsteinn Njáisson bæjarfulltrúi og læknir Tvær fjölskyldur í tíu nefndum! Athygli vakti hér í dálkinum dugnaður Más Péturssonar og frúar hans, Sigríðar Jósefsdótt- ur í nefndastörfum fyrir Hafnarfjarðarbæ. Framsóknarmaður úr Firðinum sem hringdi, sagði að menn í þeim flokki væru undrandi (og dálítið ergilegir) yfir frama hjónanna sem lítið hefðu komið nálægt flokknum í bænum til þessa. Þau væru reyndar í samtals fimm nefndum en ekki bara fjórum. Önnur fram- sóknarhjón séu líka mikilvirk í nefndum Hafn- arfjarðar, Þorsteinn Njálsson bæjarfulltrúi og afar vinsæll heilsugæslulæknir og kona hans Ólöf Guðrún Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau munu líka vera í fimm nefndum. Tvær hafnfirskar framsóknarfamilíur á mikilli framabraut, í tíu nefndum, - geri aðrir betur. „Breska Ijónið, sem þekkt er fyrir baráttu frá upp- hafi til enda leiks, var eins og gamlall gæfur heimilisköttur í gluggakistu á sól- skinsdegi.“ Kjamgóð lýsing Guðna Þ. Ölvers- sonar íþrótta- fréttamanns Dags sem sleikir sólina og sigurvímuna í Noregi um þessar mundir. Sæl vertu, Sigiujónal! Bjöm Þórleifsson hagyrðingur á Akureyri er sagður höfundur þessarar hnyttnu Iimru. Hann horfði og hlustaði á Halldór Blöndal samgönguráðherra ræða við úkraínska konu sem hann hugði vera Siguijónu Sverrisdóttur eiginkonu Kristjáns stórsöngvara. Birni var skemmt eins og mörgum öðrum og varð að orði: Fólkið var glaðbeitt að góna á grásprengdan íhaldskóna sem rússnesku kvendi ég kveðjuna sendi: Sæl vertu Sigurjónal Engir Rollingar í sumar? Ólafur Helgi Kjartansson, sá hressi sýslumað- ur Isfirðinga, er sagður Bolling Stones aðdá- andi númer eitt í nýútkomnum Vestra. Kona hans, Þórdís Jónsdóttir er ekki síður mikill að- dáandi og hefur sótt fjölmarga tónleika. Ólaf- ur og Þórdís og þúsundir annarra, bíða komu Rollinganna í ágúst. Nú er sagt að tvær grímur séu að renna á mannskapinn þegar allskonar kárínur eru á ferðinni í hljómsveitinni góðu, rifbeinsbrotinn gítarleikari og söngvari með barkabólgu. Einn sem þekkir vel til í popp- heiminum sagði okkur að hætta væri á að Is- landi yrði fórnað í dagskránni, sem hefur riðl- ast. Thypr Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri fagráðs textíliðn- aðarins, segir að íslenska ullin sé hátækniefni frá náttúrunnar hendi. íslensk uH á nýrrl öld Nýtt, spennandi og villt. Þannig á að nýta ullina okkará nýrri öld. Nú í vikunni var hleypt af stokk- unum samkeppni um hönnun á fatnaði úr íslenskri ull. Sævar Kristinsson er framkvæmdastjóri fagráðs textíliðnaðarins sem stendur að keppninni. Æflum að búa til heila líuu Hann segir að markmiðið með keppninni sé að láta hönnuði vita af því að það er til efni sem heitir ull, sem er gaman að vinna með og leika sér með. „Is- lenska ullin er hátækniefni frá náttúrunnar hendi,“ segir Sævar, sem ætti að vita hvað hann er að tala um, því að hann var áður fram- kvæmdastjóri Sjóklæðagerðarinnar Max. Hann heldur áfram: „íslenska ullin, hefur það fram yfir aðra ull, að hún hrindir bæði frá sér vatni og óhreinindum." -Hvernig stendur á því? „Það eru þessi tvö Iög, þel og tog sem gera það að verkum," segir Sævar. „En það sem við viljum fá fram í þessari keppni er eitthvað nýtt og spennandi. Eitthvað villt. Við viljum að landslýður allur vakni til vitundar um hvað það er hægt að gera marga spennandi hluti úr ull- inni. Það er jafn mikið á milli eyrnanna á okkur og útlendingum og við eigum að geta hannað mjög fallegar flíkur úr ullinni okkar. Við ætlum að reyna að búa til heila línu. Frjálslegar reglur „Hönnuðurinn verður settur í samband við framleiðendur, bæði þá sem búa til voðina og hina sem sauma úr henni og getur unnið með þeim að þróun vör- unnar.“ Reglur keppninnar eru fijálslegar, hvað varðar hráefni, gerð og framsetningu hugmynd- arinnar. Hún verður þó að miðast við að íslensk ull sé notuð sem hráefni að miklu eða öllu leyti. Markmið keppninnar er því fyrst og fremst að stefna saman hönn- uðum annars vegar og framleið- endum, í leit að góðum hug- myndum, hins vegar. Keppninni er líka ætlað að vekja athygli á ís- lenskri hönnun og koma á fram- færi þeim fata- og textílhönnuðum sem eru að vinna með ullina. Þetta ber þó ekki að skilja svo að keppnin sé aðeins fyrir menntaða hönnuði, því að keppnin er öllum opin þó að menntuðum textíl- og fatahönnuðum sé sérstaklega boðið að taka þátt. Nútímaleg og framsækin hönnim „Stóra dæmið varðandi þessa keppni," segir Sævar Kristinsson, „er að við viljum bæði fá hönnuðina til að vinna með ullina og ekki síður fá almenning til þess að nota hana. Stærsti hlutinn af því sem ferðamenn kaupa á Islandi eru íslenskar ullarvörur. Við þurfum líka að kenna þeim sem eru í þessum iðnaði að finna hvað markaðurinn vill og uppfylla svo þær óskir. Markmiðið er að vera með nútímalega og fram- sækna hönnun, sem á erindi inn í nýja öld,“ segir Sævar að lokum. -is „viljum bæðifá hönnuðina til að vinna með ullina og ekki síðurfá almenn- ing til þess að nota hana...“ SPJflLL ■ FRÁ DEGI TIL DflGS Ég hugsa aldrei um Iramtíðina, hún kemur nógu snemma. Albert Einstein. Þetta gerðist • 1244 var Flóabardagi, eina verulega sjóorrusta Islendinga, háður á Flúnaflóa. Bardaginn var á milli Sturl- unga og Asbirninga. • 1809 Jörgen Jörgenssen, betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, tók sér völd á Islandi og lét hreppa stift- amtmann og fleiri valdsmenn í varð- hald. • 1941 Finnland Iýsir stríði á hendur Sovétríkjunum og hófst þá finnska vetr- arstríðið formlega. • 1955 Stórhlaup úr Kötlugjá, kom í Múlakvísl og Skálm og tók brýr af báð- um ánum. • 1988 Vigdfs Finnbogadóttir var endur- kjörin forseti íslands með 95% at- kvæða. Sigrún Þorsteinsdóttir hlaut 5% atkvæða. Fædd þennan dag • 1900 Mountbatten lávarður, náfrændi bresku konungsfjölskyldunnar. • 1916 Theodore P. Toynbee, breskur blaðamaður og rithöfundur. • 1944 Svavar Gestsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra. • 1945 Carly Simon, bandarísk söng- kona. • 1963 George Michael, breskur söngv- ari og lagasmiður. Vísa dagsins Vestur-íslenska tækifærisskáldið Kristján N. Júlíus, betur þekktur sem K.N. eða Káinn gat verið kaldhæðinn. I þessari vísu lýsir hann kynnum sínum af Onnum þessa heims. Eg md þungar þrautir kanna á þessum vetri; hér er komin önnur Anna, ekki betri. Afmælisbam dagsins Breski rithöfundurinn George Orwell, sem hét reyndar Eric Arthur Blair, fæddist á Indlandi þann 25. júní árið 1903. Hann er þekktastur fyrir tvær bóka sinna, Dýragarð (1945) og Nítján hundruð áttatíu og fjögur (1949). Einnig var hann afbragðs góð- ur greina- og ritgerðasmiður. I seinni heimstyrjöldinni starfaði hann m.a. sem stríðsfréttaritari fyrir BBC-út- varpsstöðina. Hann Iést í London árið 1950. Veffang dagsins Dagur mælir með Menningarneti íslands, ww'w.menning.is - þar sem er að finna fjöl- breytt efni um allar helstu listgreinar, söfn, stofnanir, menningamðburði og tengingar inn á aðra menningarvefi. Merkisdagur Þennan dag fyrir 23 árum fékk Mozambique sjálfstæði frá Portúgal. í landinu, sem er á austurströnd Afríku sunnan Sahara, búa yfir 18 milljónir íbúa. Eftir að sjálfstæði var náð, tók við komm- únistastjórn, stríð og innanlandsátök. Aríð 1990, var samþykkt ný stjórnarskrá, með auknum réttindum fyrir almenning. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnir voru svo haldn- ar í Mozambique, árið 1994. Landið er ríkt af málmum og þar eru góðar aðstæður til jarðræktar. Aratuga ófriður hefur þó leikið það illa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.