Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 5
I MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU FÍMMÍ-VÍÍAGVR 25'. JÚNÍ í $ 9 8 - 21 Margvísleg starfsemi ferfram íKirkjubæjar- stofu á Kirkjubæjar- klaustri. Ferðafólkfær fræðslu um náttúrufar og menningu - og há- skólahópar skilja eftir sig nýja strauma í hér- aðinu. I september á síðastliðnu ári var opnuð í gamla gistihúsinu á Kirkjubæjarklaustri rannsóknar- og menningarsetrið Kirkjubæjar- stofa, sem hefur að markmiði að efla rannsóknarstörf í héraði og skapa jafnframt áhugaverða af- þreyingu fyrir ferðafólk. Nátt- úrufar á svæðinu milli Mýrdals- sands og Skeiðarársands er stór- brotið. Náttúran óræð og ágeng, jafnframt því sem gróðursæld er mikil. Fjölmargir aðilar standa að starfseminni í Kirkjubæjar- stofu, bæði heimafólk og vís- indastoffianir sem sinna rann- sóknum á þessum slóðum. Getur orðið lyftistðng „Ég hef trú á að starfsemi Kirkjubæjarstofu geti orðið þessu byggðarlagi lyftistöng,11 sagði Helga Guðmundsdóttir, forstöðumaður Kirkjubæjar- stofu, í samtali við Dag. „Starf- semin er mikilvægur liður í upp- byggingu ferðaþjónustu. Sú at- vinnugrein hefur farið vaxandi í kjölfar samdráttar í sauðfjárrækt sem var aðalatvinnugrein í hér- aðinu. Kirkjubæjarstofa hefur þó ekki síðra gildi vegna þeirra strauma sem henni fylgja, til dæmis með öflugum og virkum tengslum við innlendar- og er- lendar mennta- og vísindastofn- anir.“ Helga segir að einnig sé mikil áhersla sé lögð á að sinna hlut- verki menningar- og fræðaseturs í heimahéraði. Meðal annars hafi verið í gangi samstarf við Kirkju- bæjarskóla síðasta vetur og ráð- gert sé að haida því áfram. Nem- endur skólans þar fái þar annan vettvang til að sinna sérstökum verkefnum og koma þeim á fram- færi - og Kirkjubæjarstofa fái að njóta þess hugmyndaflugs sem nemendur búi yfir. Ráðstefnur um eldgosið Dagskrá þessa árs í Kirkjubæjar- stofu hófst með tveggja daga fjölsóttri ráðstefnu sem var haldin í mars síðastliðnum og fjallaði hún um eldgos í vestan- verðum Vatnajökli og afleiðingar þeirra. „Ráðstefnan mæltist vel fyrir og það var eftirtektarvert að heyra hvernig staðarþekking heimamanna og fræðileg þekk- ing vísindamannana studdu hvor aðra í umræðum um þau málefni sem fjallað var um,“ segir Helga Guðmundsdóttir. I sumar og haust stendur yfir sýning í Kirkjubæjarstofu, þar sem tveimur þáttum úr sögu eldvirkni í héraðinu eru gerð sérstök skil. Annarsvegar gosinu í Gjálp og hlaupinu á Skeiðarár- sandi haustið 1996 og hins veg- ar Skaftáreldum og afleiðingum þeirra árið 1783. I tengslum við sýninguna er boðið upp á ýmsa dagskrárliði, myndasýningar, er- indi og vettvangsferðir. Fjöl- margir hafa þegar sótt sýning- una og Helga Guðmundsdóttir segir að oft hafi gestir glöggvað sig betur á náttúrufari í hérað- inu með heimsókn og leggi þeir jafnvel lykkju á leið sína til að skoða aðstæður betur þegar þeir halda ferð áfram. Staifsemi stofunnar getur átt sinn hlut í að lengjaferðamanna- tímabilið og lengja við- veruferðamanna. Það erlíka von heima- manna að stofnunin skapi ný störf. Helga Guðmundsdóttir í Kirkjubæjarstofu. Hér er hún við líkan þar sem sýnd- ar eru eldstöðvarnar í Vatnajökli, en á sýningunni sem nú er uppi í stofunni er einmitt brugðið Ijósi á þær. Kirkjubæjarstofa er til húsa í gamla gistihúsinu á Kirkjubæjarklaustri. Umhverfið er ægifagurt og yfir gnæfir Systrafoss, sem er eitt af einkennistáknum staðarins. mynd sbs Kirkjusagan á næsta ári Viðfangsefni næsta starfsárs Kirkjubæjarstofu verður kirkju- og klaustursaga og er undirbún- ingur fyrir þá starfsemi sem verð- ur boðið upp á í tengslum við það þema hafinn. Hefst starf- semin með ráðstefnu sem verður í mars á næsta ári. Er það viðeig- andi enda er Kirkjubæjarklaustur einn af höfuðstöðum kristninnar á íslandi og fyrr á öldum var þar nunnuklaustur og um það vitna örnefni einsog Systrastapi og Systrafoss. Ég er ekki í vafa um að Kirkju- bæjarstofa á eftir að láta margt gott af sér Ieiða fyrir héraðið. Starfsemin getur átt sinn hlut í að lengja ferðamannatímabilið og Iengja viðveru ferðamanna hér. Það er líka von heimamanna að stofnunin skapi ný störf sem kalli á fólk sem hefur flutt af svæðinu og sótt sér menntun til að hverfa til heimabyggðar á ný. Þeir straumar sem fylgja starf- seminni hafa jákvæð áhrif og auka á bjartsýni manna og það er fullvissa okkar að hún á eftir að hafa jálcvæð áhrif á þróun byggð- ar í héraðinu," segir Helga Guð- mundsdóttir. -SBS. ■ BÆKURj Mitóðrituin Kjalnesinga Kjalnesingar. Abúendur og , saga Kjalarneshrepps frá \ 1890 er mikið bókverk sem nú er komið út. Þorsteinn Jónsson tók ritið saman en ijölmargir aðrir lögðu hönd að verki, enda er það viða- mikið og Ijölbreytt að efni og myndum. Bókin er á sjötta hundrað blaðsíður í stóru broti. Auk ábúendatals, mann- lýsinga, æviágripa, forfeðra- tals og niðjaágripa er stungið Kjalnesingar Byggðir og bú gefur út ritið Kjalnesingar - Ábúendur og saga Kjalarneshrepps fra 1890. inn efni úr ýmsum áttum til að kynnast Iífi og örlögum Kjalnesinga. I formála segir Þorsteinn, að í riti sem þessu sé óhjá- kvæmilegt að ættfræðiþátt- urinn verði fyrirferðarmikill. Hið hefðbundna ættfræðirit er fyrst og fremst hugsað til uppsláttar um ákveðnar staðreyndir, fæðingar- og dánardægur, maka, tengda- foreldra, böm o.s.frv. Skrá- setjarinn upplifir miklu ítar- legri sögu í gegnum sín fræðistörf en lesandinn þar sem hann grandskoðar ýms- ar heimildir, kirkjubækur með ýmsum athugasemdum, minningargreinar, sagna- þætti og ýmsar aðrar frá- sagnir sem varpa ljósi á per- sónuna, sem er til skoðunar. Rit þetta hefur þróast þannig í meðförum, að það er ekki hefðbundið ættfræði- trit. Fjölmargir söguþættir eru í ritinu og fylgja mörgum þeirra forvitnilegar myndir sem ekki er að finna annars staðar á prenti. Marga sögu- þáttanna skráði Ólafur Kr. Magnússon, fyrrverandi skólastjóri á Klébergi. Þá skrifaði hann sögulega inn- gangsþætti um hvern bæ á Kjalarnesi og er þar margan fróðleik að finna. Ættfærsla og myndir af Kjalnesingum eru fyrirferð- armiklar, en greinargóðar ljósmyndir af staðháttum og vönduð kort gefa glögga mynd af söguslóðunum, sem nú eru að verða hluti af Reykjavík. En það breytir ekki því að Kjalarnesið á sér sína sjálfstæðu sögu og hana langa og merka. Það er forlagið Byggðir og bú sem gefur bókina út. V________________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.