Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2 5. JÚNÍ 199 8 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
Astin
á timum fótboltans
Norska þjóðin sprakk
tilfinningasprengju
þegarBrassamir lágu.
Okkar maður í gleð-
innifylgdist með
norsku bjálkakofimum
blómstra og njóta ásta
ísigurvímu:
Eftir jafntefli í tveimur fyrstu
leikjum sínum afskrifuðu margir
Norðmenn frekari frama sinna
manna í keppninni. Stoltið,
jafnvel montið, sem einkenndi
fóllk á förnum vegi fyrir keppn-
ina var að smá dtdna. Upp úr
klukkan tíu á þriðjudagskvöldið
var montið farið veg allrar ver-
aldar. Stoltið var vel grafið og
norska þjóðin sat Iömuð fyrir
framan sjónvarpstæki sín. Norð-
menn voru að tapa fyrir Brasilíu.
Marokkó var að bursta Skota.
Strákarnir voru á heimleið með
skottið á milli lappanna. Heima
sat lýðurinn hljóður og hnípinn.
Ekki sást sála á götum úti. Göt-
urnar voru eins og í draugaborg.
Skelfmgin heltók hópinn
A hverfispöbbanum í Grefsen,
Flamengo, var fríður flokkur
saman kominn til að fylgjast
með leik strákanna sinna við
Brassana á stóru tjaldi. Menn
skiptust á skoðunum en fæstum
datt í hug að knattspyrnusaga
Noregs yrði endurskrifuð það
kvöldið. Hörðustu stuðnings-
mennirnir töldu að jafntefli, við
heimsmeistaranna, væri sigur
fyrir norsku þjóðina. (Litlu
verður Vöggur feginn, hugsaði
íslendingurinn á staðnum.) Með
heppni gæti það dugað til
áframhaldandi keppni. Vertinn,
af pakistönskum uppruna,
reyndi að vera jákvæður og lét í
ljós þá skoðun að Norðmenn
gætu unnið. Allt í þeim tilgangi
að hvetja menn til að kaupa
meiri bjór á barnum.
Mikil öskur kváðu við á fyrstu
mínútunni. Norðmenn fengu
hornspyrnu. „Leo er bra. Han er
veldig bra,“ ómaði um allan sal-
inn. En hornið fór fyrir lítið.
Skömmu síðar kvað við andvarp
mikið og á eftir fylgdi stuna.
Gestirnir gripu ýmist um höfuð
sér eða fyrir augun. Ekki fór á
milli mála að liðið hafði orðið
fyrir áfalli, jafnvel miklu áfalli. A
skjánum birtist staðan f leik
Marokkó og Skotlands.
Marokkó hafði tekið forystuna
og þar með náð öðru sæti riðils-
ins af Norðmönnum. Norðmenn
voru úr leik þessa stundina.
Skelfing greip um sig. Vertinn
og aðstoðarstúlkan þeystu um
með bjórglösin til að drekkja
sorgum gesta sinna.
Gleðisprengja sprakk
Upplit norsku þjóðarinnar átti
eftir að breytast þetta kvöldið.
Það lifanði verulega yfir liðinu á
kránni þegar Tore Andre Flo,
óskabarn Norðmanna, jafnaði
leikinn. Brjálaður sjónvarpsþul-
urinn æpti, „vi har skoret, vi har
skoret, vi har skoret mot Brasil“.
Fólkið sem setið hafði þegjandi
drykldanga stund, lifnaði við og
muldraði hvort til annars,
„Meget vakker skoring". Fólkið
var ánægt með marldð. Héldi
þessi staða væri tapinu forðað
og heiðrinum borgið. Spenning-
urinn tók nú völdin á ný. Norð-
menn gerðu sig líklega til að
skora annað mark. Meiri bjór
var borinn á borð. Lýðurinn sat
nú uppréttur og hélt höfði. Allt í
einu! „Han for sjans. Han for en
stor sjans. Neiijjj!! han felt.“
Skarinn, sem var staðinn upp til
að fagna marki, hné niður með
öðru andvarpi og annarri stunu.
En nú var stutt í gleðina. „Vi for
straffespark, vi for straffespark"
Allir stóðu á öndinni þegar Kjet-
il Rekdal gerði sig líklegan til að
taka vítaspyrnuna.
„JJAAAAAAAAA!!! Han har
skoret. Norge leder, Norge leder
og Norge leder mot Brasil. Er
det ekki utroligt," öskraði þulur-
inn aftur. Gleðisprengjan var
hvellsprungin. Dansinn dunaði.
Drengurinn, sem skoraði eina
mark Norðmanna í Bandaríkj-
unum fyrir fjórum árum, hafði
skotið Norðmönnum áfram í
keppni meðal þeirra bestu í bolt-
anum. Nú, loksins, hófst fót-
boltafylleríið fyrir alvöru.
„Viforstraffespark, vi
for straffespark. “Allir
stóðu á öndinni þegar
Kjetil Rekdal gerði sig
líklegan til að taka
vítaspymuna.
“JJAAAAAAAAA!!!
Han harskoret. Norge
leder!“
Gat ekki setið heima
Norsk kona sagði Degi frá
reynslu sinni í fyrrakvöld. „Við
sátum heima yfir sjónvarpinu
eins og flestir aðrir. Þegar stað-
an var enn 0-0 í hálfleik og
Marokkó að vinna Skotland,
sagði maðurinn minn að hann
hefði ekki taugar í að sitja leng-
ur undir þessu. Hann dró mig út
£ göngutúr og við röltum um
galtómar göturnar. Allsstaðar
heyrðum við þó óminn frá hús-
unum og þegar skelfingarópin
heyrðust vissum við að eitthvað
var að. Brassarnir höfðu skorað.
Næst heyrðum við ánægjulegri
hróp, heia Norge, greinilegt að
að fólk skemmti sér vel. Það fór
svo ekkert á milli mála þegar
Norðmenn skoruðu sigurmark-
ið. Allt varð vitlaust og ekki leið
á löngu þar til göturnar iðiðu af
lífi. Við tókum að sjálfsögðu
gleði okkar aftur.“
Villtur samba um víöan völl
Tugþúsundir borgarbúa fylltu Karl
Jóhann, Austurstræti þeirra
norsku, bílflautur voru þeyttar,
tónlist ómaði, fánum var veifað og
lýðurinn dansaði, söng og hyllti
Drillo eins og Israelsmenn gull-
kálfinn, forðum í eyðimörkinni.
Norskur SAMBA var stiginn.
Meira að segja Þrándheimssamba
eins og stoltur þrándheimsbúi
sagði á strætinu. Gleðin var ósvik-
in og allsráðandi. Þeir sem ekki
fóru á Karl Jóhann gengu á milli
húsa, heimsóttu nágrannanna,
kysstu þá og óskuðu hvorir öðrum
til hamingju. Undirritaður, sem
býr í góðu og kyrrlátu hverfi, vissi
ekki fyrr til en bankað var á dym-
ar og úti stóð fjölskylda sen ein-
faldlega sagði „Heia Norge“. ís-
lendingarnir skyldu fá að taka þátt
í gleðinni. „Det var kjempe god
karnp," var það eina sem maður
gat sagt á móti. Að sjálfsögðu ber
að fagna með gestgjöfum sínum á
slíkri hátíðarstundu sem nú var
runnin upp.
Of gott til að vcra satt
Fögnuðurinn stóð næturlangt
með tilheyrandi drykkju dansi
og öðrum nautnum sem gjarnan
fylgja í kjölfar tilfinninga-
sprengju eins og sprakk f Noregi
í fyrrakvöld. Fólk óð ekki aðeins
um með fagnaðarópum. Það
kom sér vel fyrir á bekkjum og
undir trjám þar sem það naut
ásta í rfku mæli í heitri miðsum-
arnóttinni. Hinir dansandi
máttu passa sig að detta ekki
um pörin sem lágu hvar sem
hægt var að liggja. Aðrir sögðu
að sigurtilfinningin væri miklu
betri en ástalífið og gáfu sér
engan tíma í slíkt hjóm. Þeir
sungu,“ „Vi gár videre, vi gár
vivdere, heia Norge. Þetta er of
gott til að vera satt.“ Þannig
gekk nóttin fyrir sig hjá frænd-
um vorum. Sannkölluð kjöthá-
tíðarstemmning ríkti, að hætti
Brasilíumanna. Nú var það mið-
borg Óslóar sem iðaði meðan
stræti Ríó voru að tæmast. Allir
voru á fylleríi, nema kóngurinn,
sem var í heimsókn í Egersund.
Þar er nefninlega strangt áfeng-
isbann.
Miðvikudaguriim 24. júní
Norðmenn vöknuðu margir
hverjir timbraðir í miðvikudag-
inn 24 júní. Sumir jafnvel há-
timbraðir. Atvinnulífið var seint
að taka við sér. Menn voru enn
að fagna og sumir trúðu varla
atburðum næturinnar. Fyrstu
tímarnir fóru í að ræða atburði
gærdagsins.
Hjá kaupmanninum á horn-
inu, góðlegum vietnömskum ná-
unga, voru dæturnar við kass-
ann brosandi út að eyrum og
kímdu við kúnnana, flesta gam-
almenni á eftirlaunum sem voru
að rifna úr monti. Þeir höfðu
ekki lifað jafn ánægjulegan dag
frá því Noregur var frelsaður
undan nasistunum í stríðslok.
Brosið breikkaði sífellt á Ví-
etnömunum og munnvikin náðu
nánast saman bak við eyru
þeirra.
Það er ágætt að enda umfjöll-
unina um miðsumarnótt í lífi
Norðmanna á orðum forsætis-
ráðherrans, Kjell Magne
Bondevik. Hann er að sjálfsögðu
í skýjunum yfir sigrinum. „Þetta
er órúlegt en satt. Eg hneigi mig
fyrir strákunum sem ég var að
senda heillaóskaskeyti." Um
Kjetil Rekdal, vítaskyttuna
snjöllu, sagði forsætisráðherr-
ann, sem sjálfur er áhuga-
íþróttafréttamaður og stuðnings-
maður Molde í norska holtan-
um. „Enginn nema Romsdæl-
ingur getur verið svona ískaldur
eins og Rekdal var í vítaspyrn-
unni.“ -GÞÖ
Vi gár videre, vi gár vivdere, heia Norge.