Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 11
Xk^HT FIMMTUD A GUR 2S. JÚNl 1998 - 27 LÍFIÐ í LANDINU R A D D I R FÚLKSIIMS MEINHORNID • Óskiljanlegt hve seint og illa við ætlum að taka leiðbeining- um og aðvörun- um í umferð- inni. Sama hvað gerist. Alltaf höldum við okk- ar gamla lagi, hraðanum, sof- andahættinum, tillitsleysinu og asanum. Við lát- um okkur aldrei segjast og það er óþolandi. „Ég gafnú rannsóknarlögreglumanninum allt góssið úr eldhússkápnum og sá ekki eftir því, hann virtist ánægður með söguna sem ég hafði sagt honum og taldi enga ástæðu til að efast.“ • Meinhymingur þolir ekki þegar hann er spurður um fríkort í verslunum sem með það manga. Þegar af- greiðslufólk hef- ur fengið í hend- ur peninga eða greiðslukort - en ekki fríkort - þá ætlar meinhyrn- ingur ekki að nota fríkort. Og það er algjörlega óþolandi að vera spurður um það í hvert einasta skipti. Mein- hyrningur notar ekki fríkort! Og hana nú! Óþolandi er sú árátta Islend- inga að spyrja hvem einasta út- lending sem hingað kemur: „... and how do you like Iceland?“ Þegar amma var eftirlýst af Interpol (2) Helga R. Einarsdóttir skrifar Strandgötu 31, 600,Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Síminn lesendaþjónustu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tðlvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengn' bréf. Nú voru komin á vett- vang hjón sem tilheyrðu mínum hópi og sátu þau hjá okkur og fylgd- ust með samræðunum, án þess að leggja mikið til málanna. Að endingu gaf hann mér mynd af sér, sem tekin var af götuljósmyndara og á öxl hans sat grettinn apaköttur. Þótti mér álitamál hvor væri fríðari, en fannst svosem bara ókurteisi að afþakka myndina, svo ég stakk henni í töskuna mína ásamt pundunum, heim- ilisfanginu og kínversku seðlunum. Fór hann nú að tygja sig til brottfarar, en hafði orð á því áður en hann kvaddi hvort hann gæti fengið nafn og heimilis- fang hjá mér. Þótti mér það ekki nema sjálfsagt, þar sem ég var með fulla vasa fjár frá honum. Eg skrifaði nafnið mitt og póstáritun á miða sem ég lét hann hafa og svo kvöddumst við með vin- semd. Segir nú ekki meira af þessum degi eða Lundúnadvölinni yfírleitt. Farsæl- lega heim komin tókum við til við dag- legt amstur hversdagsleikans, gjafir og peninga frá vini mímum Antony lagði ég upp í eldhússkáp og hugðist taka með mér í næstu kaupstaðarferð. Símtal og heilabrot Um það bil þremur vikum síðar hringdi síminn og ég varð fyrir svörum. Karl- maður kjmnir sig og segist hringja frá Rannsóknarlögreglu ríkisins, hann spurði eftir Helgu Einarsdóttur og ég sagði til mín. Þá spurði hann hvort ég þekkti mann að nafni Antony Jones, já ég hélt nú það, „hann er vinur minn sem ég kynntist úti í London í sumar, og ég á fullan eldhússkáp af dóti frá hon- um“. Jæja væna mín, sagði rannsóknarlögreglumaður ríkisins, getur þú hitt mig á lögreglustöðinni á Selfossi á morgun klukkan eitt? Og taktu með þér dótið. Jú, ég hélt að það væri í lagi, en ekki fékk ég frekari skýringar að sinni. Þetta símtal olli mér töluverðum heilabrotum það sem eftir lifði dags, það vafðist fyrir mér hvernig Rannsóknarlög- regla ríkisins hefði komist í samband við þennan skyndikunningja minn. - Gat verið að hann væri kominn til landsins og væri að reyna að hafa uppi á mér? Ekki Ieist mér á það. Næsta dag tók ég allt góssið úr eldhússkápn- um, pund, kínaseðla, mynd og nafn- spjald og hélt út á löggustöð í tæka tíð. Þá flaug mér í hug að þetta hlyti að vera meiriháttar mál, rannsóknarlögreglu- maður ríkisins gerir sér varla ferð út á land fyrir smámuni, hér eru rannsókn- arlöggur sem ættu að geta séð um svona nokkuð. Af hverju gat Hergeir ekki bara spjallað við mig? Erindi frá Intcrpol A Iögreglustöðinni tók þessi mæti mað- ur á móti mér og bauð til sætis inni í litlu herbergi, svo lokaði hann dyrunum kyrfilega áður en hann settist á móti mér \áð borðið. Svo fór hann að spyrja mig. Hvernig kynntist ég Antony vini mínum? Hafði ég hitt hann oftar? Hvenær komum við heim? Allt mögu- legt vildi hann vita, en honum fannst engin ástæða til að segja mér hvers vegna hann var að forvitnast þetta. Ég sagði honum nú þá sögu sem hér er að framan skráð og dró ekkert undan sem mér fannst skipta máli, hann skrif- aði þetta allt niður jafnóðum og skaut inn einstaka spurningu. Að endingu vildi hann vita hvort einhver myndi geta staðfest að þetta væri satt og rétt frá sagt og ég nefndi hjónin sem sátu hjá okkur í hótelanddyrinu. Að þessu Ioknu las hann fyrir mig það sem hann hafði skrifað og ég kvittaði undir að rétt væri eftir mér haft. Nú loksins þótti rannsóknarlögreglu- manni ríkisins ástæða til að segja mér hvers vegna hann hafði svona mikinn áhuga á mér og vinum mínum. Rann- sóknarlögregla ríkisins hafði fengið er- indi frá Interpol, þar sem þeir voru beðnir að hafa uppi á þessum kven- manni sem hét Helga Einarsdóttir og átti heima á Rauðholti á Selfossi. Vinur minn Antony hafði verið tekinn fastur í London, þar sem hann hafði gengið á milli verlsana og hótela og selt gamla, græna, verðlausa hundrað króna seðla frá Islandi sem sænskar krónur, og var víst ekki smátækur. Eina vísbendingin um hvar hann gæti hafa fengið seðlana var blað sem hann hafði á sér með nafn- inu mínu og heimiiisfangi. Þar lá við að Danir lægju í því! Ég gaf nú rannsóknarlögreglumannin- um allt góssið úr eldhússkápnum og sá ekki eftir því, hann virtist ánægður með söguna sem ég hafði sagt honum og taldi enga ástæðu til að efast. Að sögu- launum sagði hann að ég skyldi halda pundunum 25, ég gæti notað þau í næstu ferð. En hvernig er það, eru þeir ekki óvelkomnir í útlöndum sem eru á skrá hjá Interpol? Auglýsing varðandi íslenskan ríkisborgararétt Meö lögum nr. 62' 12. júní 1998 um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952 er sett ákvæði til bráðabirgða þar sem þeim hjónabandsbörnum íslenskra mæðra og erlendra feðra, sem fædd eru á tímabilinu eftir 1. júlí 1964 en fyrir 1. júlí 1982 og hefðu öðlast íslenskt ríkisfang ef lagabreyting, sem tók gildi 1. júlí 1982, hefði verið í gildi við fæðinguna, er veitt heimild til að öðlast íslenskan ríkisborgararétt að fullnægðum tilteknum skilyrðum. Þeir sem óska eftir að notfæra sér þessa heimild skulu tilkynna það til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Samkvæmt lagaákvæðinu skal móðir barns sem fætt er á þessu tímabili og er innan 18 ára aldurs lýsa yfir að hún óski eftir íslenskum ríkisborgararétti fyrir barn sitt og skal barnið einnig samþykkja yfirlýsinguna. Móðirin skal vera íslenskur ríkisborgari og hafa forsjá barnsins. Hafi barn sem lagaákvæði þetta á við náð 18 ára aldri getur það tilkynnt ráðuneytinu um að það óski eftir að nýta sér þessa heimild til að fá íslenskan ríkisborgararétt. í því tilviki skal móðirin hafa haft íslenskan ríkisborgararétt við fæðingu barnsins og a.m.k. til 1. júlí 1982 og barnið skal fullnægja skilyrðum 8. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt til að vera íslenskur ríkisborgari. Samkvæmt þeirri lagagrein skal barnið vera fætt hér á landi eða hafa átt lögheimili hér áður en það náði 22ja ára aldri eða dvalið hérlendis umtalsverðan tíma. Yfirlýsingu eða tilkynningu þess sem óskar eftir að notfæra sér ofangreindan rétt skulu fylgja eftirtalin gögn: 1. Fæðingarvottorð barnsins. 2. Fæðingarvottorð móðurinnar. 3. Gögn um ríkisborgararétt móðurinnar. 4. Gögn um forsjá móður sé barnið undir 18 ára aldri. 5. Vottorð Hagstofu íslands um búsetu eða önnur gögn um dvöl hér á landi sé barnið yfir 18 ára aldri og ekki fætt hérlendis. 6. Upplýsingar um í hvaða ríki barnið á nú ríkisborgararétt. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 23. júní 1998.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.