Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 10
26 - FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 199 8 LIFIÐ I LANDINU Eiga heimsmet í árekstmm Brúðurnar eru nauðsynlegur þáttur í árekstraprófunum, þar sem með þeim er hægt að rann- saka líkur á mismunandi áverk- um við árekstur. Einn mikilvæg- asti þáttur árekstraprófananna er áverkarannsóknin sem notuð er til að meta öryggi bíla. Algengustu brúðurnar eru Hybrid III og EuroSID-1. Þær eru smíðaðar úr stálgrind, ldæddar með gúmmíi og yfirfull- ar af viðkvæmum búnaði. Þegar rannsakaðir eru áverkar af árekstri framan frá er það Hy- brid III sem situr í bíl- stjórastólnum. Hann er meðalmaður á hæð og þyngd en niður- stöðunrnar sem fást eru lagfærðar til að taka tillit til mismun- andi líkamsbyggingar ökumanna. Sú gerð Hybrid III sem er að verða "árekstrabrúðan," þ.e.a.s. stöðluð gerð, var þróuð í Banda- ríkjunum við rann- sóknir á líknar- belgjum en helur síðan þró- ast í þá átt að veita víð- tækari upplýs- ingar úr árekstr- BILAR Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Þæreiga líklega heims- met í að hafa lent í á- rekstrum brúðumarsem notaðarem við að kanna áverka á hílstjóra ogfar- þega í alþjóðlegum á- rekstraprófunum. Innan í brúðunum er stíf grind sem líkir eftir beinagrind fólks. I prófunum eru brúðurnar færðar í föt til að draga úr skemmdum. Tæknibúnaðurinn er tengdur við upptökubúnað sem er aftur í bílunum við á- reksturinn. Af og til skemmast dúkkur í árekstrunum, en miklar skemmdir eru fátíðar, sem er kannski eins gott þar sem hver dúkka kostar allt að 12 milljónum króna. En þó brúðurnar sjálfar séu harðgerar, þá er ýmis búnaður þeirra svo viðkvæmur að stýra verður hitan- um á brúðunum. Ef þeim verður of kalt eða of heitt er hætt við að upplýsingarnar verði ónákvæmar. er Hybrid III fjarskyldur ættingi Hy- brid III. EuroSID-1 var þróuð í Evrópu beinlínis í þeim tilgangi að kanna áhrif af hliðarárekstrum. Að höfðinu undan- skildu er tæknibúnaðurinn með öðru sniði en á Hybrid. Það eru einnig til brúður í barna- stærðum og þær heita P 1 og P 3. Bók- stafurinn P stendur fyrir Pinocchio sem í íslenskri þýðingu hefur verið kallaður Gosi. Brúð- urnar eiga að samsvara, annars vegar 18 mánaða barni og hins vega þriggja ára barni. I á- rekstrapróf- unum sitja Gosarnir í stólum sem framleiðandi viðkomandi bíls hefur mælt með og að sjálf- sögðu í aft- --------------- ursætinu. Þegar próf- aðir eru árekstrar framan frá situr P3 aftan við bílstjórann en skiptir um sæti við yngri bróður sinn þegar skoðuð eru áhrif af árekstri frá hlið, þar sem ein- ungis litla brúðan er fullbúin tæknibún- aði. Höfuðið Höfuðið er gert úr áli og klætt með gúmmískinni. I höfðinu eru þrír skynjarar sem sýna hvaða áhrif áreksturinn hefði á heila manns. Háls í hálsinum er búnaður sem mælir beygjuna, snúningin og teygjuna sem verður á hálsinum þegar höfuðið kastast fram og aftur við árekstur. Hendur Hvorug hendin er með tæknibúnaði. Við árekstur sveiflast hendurnar og berjast við. Þó alvarlegir áverkar séu ekki algengir er erfitt að veita góða vörn fyrir hendurnar. Brjóst (árekstur að framan) Stálrifbein Hybrid III eru búin næmum búnaði sem mælir sveigjuna á brjóst- kassanum við árekstur að framan. Meiðsli verða ef kraftarnir sem beinast að brjóstkassanum eru of miklir, t.d. vegna bílbeltisins. Brjóst (hUðarárekstur) Hliðarárekstrar- brúðan, EuroS- ID-1, er með ger- ólíkan brjóst- kassa. Hann er með þijú rifbein sem mæla sam- þjöppun bijóst- kassans og hraða samþjöppunarinnar. Kviðarhol EuroSID-1 er með nemum sem áverka sem líklegir eru til að meiðslum í kviðarholi. mæla valda EuroSID-l Fætur EuroSID-1 er með nemum í hnénu er mæla líkurnar á brotum eða að mjöð- min gangi úr lið. í Hybrid III eru nemar í lær- inu til að kanna hættu á meiðsl- um á fætinum. I brúðunum er búnaður á neðri hluta fót- anna til að meta hættu á meiðslum á legg eða kálfa og sömu sögu er að segja um ökla og rist. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirhelgi@islandia.is Síminn: 437 2360 Hádegið og heilsan SVOJMA ER LIFIÐ Ingibjöng Stefánsdóttir skrifar © Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyija, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Ég hef oft öfundað þá sem búa svolítið sunnar á hnettinum. Ekki bara vegna þess að það er hlýrra hjá þeim og rauðvínið ódýrara, heldur vegna „siestunnar" - hádegishlésins. Ég veit vel að það er nauðsynlegt í miklum hitum að draga sig í hlé á meðan sólin er hæst á Iofti, en það er ekki eina ástæðan. Það getur ekki verið. Málið er það að þessar þjóðir kunna að Iifa lífinu og íbúar þeirra vita hvað er hollt og gott fyrir þá. Það er nefnilega óhollt að borða of hratt. Það er Iíka óhollt að ná ekki að slappa af eftir matinn. Þess vegna ættu kjarasamn- ingar, þar sem kveðið er á um aðeins hálftíma i mat, að varða við lög. Ef fólk fengi aðeins lengri tíma í mat, hefði tíma til að fara í bankann, til skósmiðsins, borða og taka það rólega í smá stund, þá fækkaði örugglega þeim sem eru illa haldnir af stress- og menningarsjúkdómum. Krvstdlliiiii og blómin Kona hringdi og hafði eftirfarandi spurn- ingu: „Ég fæ oft blóm, set þau í krystalsvasa og set með duftið sem fylgir afskornum blómum. En sá galli er gjöf Njarðar að duftið virðist festast í glerinu og ég veit ekki hvern- ig á að ná því innan úr vasanum. Mér þætti líka gaman að vita hvort þér finnst krystall vera orðinn eitthvað öðruvísi eða verri en hann var í gamla daga.“ Ég hafði samband við Hjördísi Eddu hjá Leiðbeiningastöð heimilanna. Hún sagði að best væri að nota edik blandað vatni í hlutföllunum 1 á móti 3, skola vasann með þessari lausn og bursta hann að innan með mjóum bursta. Hægt er að nota bursta eins og þá sem notaðir eru til að hreinsa pela eða bara gamlan tannbursta. Síðan á að vera nóg að skola vasann með volgu vatni. Hvað varðar gæði krystals sagði Hjördís að þau væru mjög mismunandi. Hún taldi líklegt að þar sem nú væri orðið meira úrval af krystal, þá væri meira til af ódýrum krystal sem þá væri ekki eins góður og sá sem dýrari er og vandaðri. Ódýr, góður og vandaður krystall fæst því helst í Tékklandi, heimalandi krystalsins. Lesandi hringdi og vildi Iýsa ánægju sinni með túlípanabeðin sem nú má sjá víða um Reykjavíkurborg og sagði að það lífgaði óneitanlega heilmikið upp á tilveruna að geta horft á gula, rauða og bleika túlípana á umferðareyjum og víðar, þegar maður væri á leið- inni í vinnuna. Skómirhans dr. Maertens Dr. Martensskórnir eru líklega með vinsælli skófatnaði seinni ára. En hver var þessi dr. Martens og hvers vegna heita skór eftir honum? Fyrir nærri fimmtíu árum kynntust þeir Klaus Maertens og Herbert Funck í Munchen. Klaus varð bæklunarskurðlæknir, en Herbert doktor í verkfræði. Arið 1945 slasaðist dr. Maertens þar sem hann var á skíðum. Meiðslin ullu honum verulegum þjáningum, sérstaklega þegar hann gekk í venjulegum skóm. Þeir félagar Klaus og Herbert nýttu sér því læknisfræðiþekkingu hins fyrrnefnda og verkfræðiþekkingu hins síðarnefnda, til þess að búa til skó með eins konar loftpúðasólum. Tveimur árum seinna voru skórnir komnir í framleiðslu. Ekki einn einasti nagli var í skónum og þeir voru nærri óslítandi. Seinna var fram- leiðslurétturinn seldur til Bretlands, dr. Maertens varð dr. Martens, að enskum hætti og enn seljast skórnir sem aldrei fyrr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.