Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 1
f
Jón Ásgeir framleiðir fluguhnýtingarefni m.a. úr íslenskum kálfahölum og selur til útlanda. Hann fékk strax viðbrögð þegar hann leitaði fyrir sér.
Flugur úr íslenskum kálfahölum eru bestar! mynd: brink
Enginjörð? Best að framleiða
fluguhnýtingarefni úrkúa-
hölum! JónÁsgeirHreinsson
ergrafískur hönnuður íAðal-
dal en framleiðir einnig
fluguhnýtingarefni og selur
út.
„Eg vann á auglýsingastofum í Reykjavík I
í 1 5 ár áður en við fluttum hingað. Ég var
orðinn þreyttur á bransanum og ætlaði að
gerast kúabóndi í Aðaldal en það var eng-
in jörð á lausu. Þannig að ég sneri mér
bara að kálfahölunum," segir Jón Asgeir
Hreinsson, grafískur hönnuður í Aðaldal.
íslenskt, nei takk
Enga fékk Jón Ásgeir bújörðina en býr í
gamla barnaskólanum í Aðaldal og hefur
komið sér þar upp prýðis vinnuaðstöðu.
Jón Ásgeir er sjálfmenntaður í hönnun-
inni og segir verkefnin næg og í raun allt
of mörg. „Ég anna þessu engan veginn.
Það gætu þess vegna verið tveir auglýs-
ingateiknarar hér í viðbót." Jón Ásgeir hef-
ur undanfarið staðið í ströngu við að und-
irbúa opnunina á Hvalamiðstöðinni á
Húsavík sem var opnuð þann 17. júní.
En Jón Ásgeir er ekki eingöngu í graf-
ískri hönnun. Hann hefur einng getið sér
gott orð fyrir að framleiða fluguhnýtingar-
efni úr íslenskum dýrum og selt það út.
„Hugmyndin kviknaði þannig að við vor-
um nokkrir aðilar að hnýta í fluguhnýting-
arklúbbi úr Aðaldalnum og frá Húsavík og
mig vantaði alltaf fluguhnýtingarefni. Ég
fór því að líta eftir efni og fékk að klippa
nokkur hár úr kálfahölum á stöku stað en
svo fór hugmyndin að fæðast. Það er nátt-
úrulega vitleysa að flytja þessi efni inn.“
Upp úr síðustu áramótum fór Jón Ásgeir
því að framleiða fluguhnýtingarefni fyrir
innanlandsmarkað en gekk illa. „Ég held
að Islendingar hafi bara ekki kveikt á per-
unni. Ameríkaninn kveikti hins vegar
strax. Efnið var upphafiega í íslenskum
umbúðum og á þeim stóð að þetta væri al-
íslenskt. Ég held að það hafi fælt Islend-
inga frá. Við kaupum ekki gallabuxurnar
frá Vír, við kaupum Levi’s."
Sem ungmeyjarhár
Jón Ásgeir sækir fluguhnýtingarefnið sitt í
ýmsar skepnur, t.d. ísbirni, refi, geitur,
hænur, rjúpur að ógleymdum kálfahölun-
um. Evrópumarkaðurinn er að opnast fyr-
ir Jón en hingað til hefur hann einungis
framleitt fyrir Bandaríkjamarkað sem
hann segir gríðarlega stóran. „Það besta
við Ameríkanann er það að um leið og það
er orðið erfitt að ná í vöruna er hún orðin
ákveðið „rarítet“. Kálfahalinn íslenski er
orðinn mjög mikið „rarítet" í Bandaríkjun-
um því hann er ekki ósvipaður ísbjarnar-
skinninu sem er bannað þar. Hann er því
mjög eftirsóttur þar ytra sem og refurinn,
geitin og rjúpan.“
Jón Ásgeir vinnur kálfahalana á ákveð-
inn hátt. Beinin eru tekin innan úr og
sldnnið þvegið. Þá er það lagt í mýkingar-
efni „...og að lokinni vinnslu lyktar þetta
sem ungmeyjarhár," segir Jón Ásgeir og
tekur fram að engin eiturefni eru notuð
við vinnsluna.
Tryggja sig í ellinni
Jón Ásgeir notaði veraldarvefinn til að
koma sér á framfæri erlendis. „Ég sendi út
fyrirspurnir og fékk strax viðbrögð og í dag
anna ég engan veginn eftirspurn. Það er
þó aðallega fyrir það að ég hef engan tíma
fyrir þetta. Ég er alltaf að teikna.” Jón Ás-
geir segist gjarnan vilja minnka við sig
hönnunina og eyða meiri tíma í fluguhnýt-
ingarefnið. Nú er undirbúningur fyrir
haustið en þá er mesta eftirspurnin eftir
efninu. „Nú eru allir að veiða en þegar
haustar og helsta veiðitímabilinu lýkur fer
menn að klæja í fingurna og vilja gera eitt-
hvað tengt veiðiskapnum eins og að hnýta
flugur.“ Jón Ásgeir hefur trú á þessum
bransa og telur þetta geta orðið arðvænt á
endanum. „íslenska hárið er ofsalega þétt.
Islensku kálfahalarnir eru t.d. miklu þétt-
ari en kálfahalar annars staðar. Hárin eru
lengri og þéttari hér vegna tíðarfarsins.
Þetta er eitthvað sem þeir erlendis hafa
ekki séð áður,“ segir Jón Ásgeir. „Með
þessu er ég líka að tryggja mér ákveðinn
hluta í ellinni. Þegar ég er orðinn gamall
maður get ég í sérvisku minni verið að
dútla við þetta." -jv
. . g æ ð i á
frábæiu verði!
UNIROYAL
Sterk og
vönduð jeppadekk fyrir
íslenskar aðstæður
Gúmmívinnustofan ehf.
Réttarhálsi 2, sími: 587 5588
Skipholti 35, sími: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allt.
t