Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 6
22 - FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998
LÍFIÐ í LANDINU
L.
D^ht
Það varblíðskaparveð-
urí síðustu viku þegar
Kútterjóhanna lagði
úrhöfn áAkureyri rétt
eftirhádegi með far-
þega ofan þilja á leið í
siglingu um Eyjafjörð-
inn.
Skipstjórinn Níels Erlingsson
leysti landfestamar og veður-
barðir faereyskir sjómenn ýttu
skútunni frá landi og komu vél-
inni í gang. Við sigldum rólega
út á PoIIiníi og karlarnir hífðu
seglin upp með tilheyrandi köll-
um og sviptingum. Fyrir rúm-
um hundrað árum var skútan
fyrst sjósett og það hafa eflaust
margir sjóarar staðið á þilfarinu
að draga sé björg í bú. Skútan er
einstaklega falleg og virðuleg í
allri sinni dýrð og sem betur fer
tókst að bjarga henni frá votri
gröf þar sem margar systur
hennar hvíla nú með sögur sem
aldrei verða sagðar til fulls, af
hugrökkum sæförum og stór-
brotnum ævintýrum frá fyrri tíð.
Kútter Jóhanna er nú komin til
sumardvalar, við Torfunefs-
bryggju á Akureyri þar sem
heimamönnum gefst kostur á að
sigla um Eyjafjörðinn í sumar og
njóta náttúrunnar við fiskveiðar
og dýralíf.
„Skútan var byggð í Grimsby á
Suður-Englandi árið 1884 en
var síðan keypt til Færeyja árið
1894,“ segir Níels Erlingsson
skipstjóri. Arið 1981, þegar átti
að sökkva henni, eins og þá tíðk-
aðist með úr sér gengnar skútur
var stofnað félag um varðveislu
skútunnar sem fékk hana keypta
á krónu. Skútan var gerð upp í
sinni upprunalegu mynd og tók
viðgerðin 7 ár.
Draumórar í pabbanum
Níels Jakob Erlingsson og sonur
hans Erlingur Níelsson hafa nú
leigt Kútter Jóhönnu, og verða
um borð í sumar. Níels hafði
gengið með þennan draum í
maganum í nokkur ár þegar
hann hafði samband við félag
Kútter Jóhönnu. Níels bauð Er-
lingi syni sínum að taka þátt í
ævintýrinu, en Erlingi leist ekk-
ert á þessa „draumóra" í pabba
sínum til að byija með. Níelsi
Níels Jakob Erlingsson
og sonurhans Erlingur
Níelsson hafa nú leigt
Kútterjóhönnu, og
verða um borð í sumar.
Kútter Jóhanna leggst að Torfunefsbryggju á Akureyri. myndir: rut
tókst þó að sannfæra son sinn
og félagið tók vel í hugmyndina.
Loksins var lagt í hann og
skútan var sótt til Færeyja. Ferð-
in tók fjóra sólarhringa og með
henni kom tíu manna færeysk
áhöfn, sem nú er farin aftur
heim fyrir utan stýrimann og há-
seta sem verða i áhöfninni f
sumar auk Níelsar og Erlings.
Níels hefur ekki komið á sjó í 30
ár og er nú orðinn skipstjóri í
sumarfríinu og segir það kær-
komna tilbreytingu. „Það eru
margir sem skoðað hafa skútuna
sem fá blik í augun, því Færey-
ingar Iögðust oft að bryggju á
Akureyri og þá hlupu litlir guttar
um borð og fengu beinakex,11
segir Níels.
Þeir feðgar ætla að leigja hana
tvö næstu sumur, ef vel gengur
en 25. júlí fer Kútter Jóhanna til
vetrardvalar við bryggju í Vág og
hefur nú þegar verið pantað
pláss með henni í þá ferð. Skút-
an er tilvalin fyrir veislur og
hverskyns skemmtiferðir lengri
eða styttri þar sem hægt er að fá
veisluþjónustu um borð ef óskað
er.
„Viðtökurnar hafa verið von-
um framar og við höfum mikla
trú á að þetta eigi eftir að setja
svip á bæinn og Iífga upp á
ferðaþjónustu í Eyjafirði,“ segir
Níels Erlingsson skipstjóri á
Kútter Jóhönnu. -Rut
Kvöldsigling í Firðinum
Sáfarkostur sem býðst
nútímavíkingum er
harla ólíkurlangskip-
unum frægu en ævin-
týrið erengu að síður
til boða hjá Langskip-
um íJJafnarfirði sem
bjóða mönnum upp á
siglingu á nútíma vík-
ingafleyjum.
Það eru Ingi Þór Þorgrímsson
og kona hans Margrét Jóna
Jónsdóttir sem gera út gúmmí-
bátana með skrímslahausunum
og Islendingar eru helstu við-
skiptavinirnir en ekki ferðamenn
eins og maður hefði haldið.
„Islendingar vilja söguna,
hérna í kringum Bessastaði og
Gálgahraunið er frá miklu að
segja. I hrauninu voru menn
hengdir, skornir niður og dysjað-
ir,“ segir Ingi Þór. „Það er líka
alveg bráðskemmtilegt að sýna
fólki staði sem það hefur
kannski verið á alla ævi en aldrei
tekið eftir eða spáð í.“
Lagt er af stað við Fjörukrána
og tekur ferðin um tvo tíma.
Tengslin við víkingakrána eru þó
óbein en stundum er fólki rænt í
bátana og því síðan skilað á
krána.
„Það hefur enginn orðið sjó-
veikur ennþá og menn eru Ijóm-
andi ánægðir með að láta ræna
sér, síðan er tilvalið fyrir sjálfvilj-
uga að fara í kvöldsiglingu á
sumrin," segir Ingi sem hefur
siglt með fólk í þrjú ár. „Eg er
að byggja þetta upp, smátt og
smátt, og fer aðallega út um
helgar og á kvöldin þó það fari
aðallega eftir bókunum."
Ingi Þór Þorgrímsson við stýríð, Jón
Halldór Jónasson, ferðamálafulltrúi
Hafnarfjarðar, og Kristján Helgason,
starfsmaður Upplýsingamiðstöðvar í
Hafnarfirði.