Dagur - 25.06.1998, Blaðsíða 4
■^O-riSítlTVDAGVfl 2,S.,IpNÍ 1998
Xkyytr
LÍFIÐ í LANDINU
Heimsmeistarakeppnin í
fótbolta hefur ekki rask-
að mínum hvunndegi, þó
sjálfsagt þyki að beinar
útsendingar í sjónvarpi
ryðji öðru efni úr vegi
svo áhorfendum finnist
þeir sameinaðir í miklum
heimsspenningi. Eg horfi
aldrei á íþróttaleiki og
sáralftið á sjónvarp þegar
náttúra og mannlíf Ioks
springa út af krafti um
bjarta daga og nætur.
Það plagar mig heldur ekki þó aðrir horfi
á leikina ef æsingahljóðunum úr tækinu
er stillt í hóf. A hinn bóginn hef ég ævin-
lega furðað mig á misgóðu keppnisskapi
íþróttafólks sem og áhorfenda og aðdá-
enda. Vissulega er sigurgleðin sæt, en
taugatrekkur og grátur, fýluköst og
skammir, jafnvel ofbeldi virðast ekki síður
fylgja íþróttunum, enda sigurvegarinn að-
eins einn. Títtnefnd „útrás" sem áhorf-
endur fá við að horfa upp á þessa vand-
lega uppbyggðu taugaspennu í keppnum
er mér óskiljanleg. En kannski er líf
margra svona óspennandi.
Hærra - lengra - hraðar
Það er ekki langt um Iiðið síðan skólum
Iauk og út í sumarið runnu ungmenni
með spánýjar mælingar upp á vasann:
Einkunnir fyrir árangur vetrarstarfs.
Eg á ekki börn í grunnskóla, en fékk
stundum að heyra frá stoltum vinum
mínum hvernig gengið hafði f prófunum.
Eg tók eftir ákveðnu mynstri hjá
nokkrum fyrirmyndarnemendum: Frá-
bærar einkunnir -nema í Ieikfimi! Þó
voru þetta ólatir og skýrir krakkar, vanir
að leggja sig fram. Árangurinn var bara
ekki betri. Árangurinn í hverju? Höfðu
þau ekki komist hærra, lengra eða hrað-
ar? Var það varkárni, skortur á keppnis-
skapi eða vaxtarlagið sem réði úrslitum?
Þá hefur leikfimikennslan greinilega ekk-
ert breyst frá því ég var barn. Þá er ennþá
verið að hlæja að fitubollunum sem sitja
fastar uppi á kistunum og fþróttakennar-
inn stendur glottandi með skeiðklukkuna
og flautuna um hálsinn. Þá hefur andi
„hreyfingar fyrir alla“ ekki náð inn í skól-
ana. Þá erum við enn að segja: Hreyfing
ER EKKI fyrir alla, á sama hátt og lágar
einkunnir í bóklegum greinum hafa verið
lesnar sem skilaboð um að forðast
frekara nám í þeim fræðum. Sá vand-
meðfarni gjörningur að gefa einkunnir
þykir í flestu námi illnauðsynlegur, ann-
ars staðar er hann allsendis óþarfur og í
UMBUÐA-
LAUST
þriðja stað hlægileg vitleysa. Þetta á ekki
eingöngu við skóla, taka má sem dæmi
stjörnugjöf fyrir bókmenntir eða aðrar
listir!
íþróttaandans menn
I samfélaginu öllu er fólk hvatt til heil-
brigðara lífernis með hollri hreyfingu og
réttu mataræði. Eg vona að skynsamlegur
matartilbúningur sé kenndur í heimilis-
fræðum í skólum, en mig grunar að í
leikfimisalnum svífi enn andi íþrótta- og
ungmennafélaga þar sem helstu gildin
eru keppni og mælingar upp á punkt og
prik. I grunnskólum ætti að kenna hreyf-
ingu, með áherslu á heilbrigði, ekki
keppni. Ef marka má útkeyrða kennarana
veitti heldur ekki af að kenna börnum
slökun í stað þeirra áflogaþrauta sem
margar íþróttir eru. Þó löngum hafi þótt
auðveldast að henda bolta inn í krakka-
hópinn, mætti almennt KYNNA í skólum
til muna fjölbreyttari íþróttir og
hreyfilistir. Fyrir þessar æfingar ætti ekki
að gefa einkunnir, engin próf ættu að
vera á heilbrigðri hreyfingu, svo sjálfsagð-
ur þáttur daglegs starfs sem hún er. Enda
sjá margvísleg félög um keppnisfíklana
með mikilum sóma og heilbrigðiskerfið
tekur við þeim sem þjösnast á sjálfum sér
í keppnisíþróttum með tilheyrandi afleið-
ingum: brákun, brotum, tognun, sliti og
skurðum.
í góðu keppnisskapi
Það er svo sem ekki að furða þótt margur
glími við ömurlegt líkamsástand: Eðlileg
hreyfing fæst ekki í vinnunni eins og fyrir
mannsaldri, en þjóðin úðar í sig feitmet-
inu eins og hún ætli til gegninga og skít-
moksturs eða til róðra í brimi og stórsjó.
Raunin er sú að hálf þjóðin situr á rass-
inum í prýðilegu keppnisskapi fyrir fram-
an skjáinn, með blóðþrýstinginn í sannar-
lega keppnisfæru ástandi af spenningi,
en lítur á daglega hreyfingu AN KEPPNI
sem lítilsgildar æfingar fyrir sjúka og
aldraða. Gjarnan fer svo að ástundun
hollrar hreyfingar hefst ekki fyrr en eftir
alvarleg sjúkdómsáföll og lærdóm dreg-
inn af biturri reynslu. Þá fyrst nær áhugi
manna á hreyfingu að hitta í mark.
Forgangsröðun í forvömum
Þegar einstök orð íslensks máls
eru ofnotuð fellur jafnframt
gengi þeirra. Oll höfum verið
lesið söguna um strákinn sem
kallaði „úlfur, úlfur“ en enginn
kom úlfurinn. En loksins þegar
hann kom tók enginn mark á
stráksa. Strákur hafði fellt gengi
viðvörunarorða; forvarnanna
sem við getum kallað svo.
Við getum bætt okktir
Forvarnir eru eitt þeirra orða í
málinu sem hafa misst marks
sökum ofnotkunar. Hátt ber umræðan
um að verjast fíkniefnum, sem er vita-
skuld göfugt markmið. En forvarnirnar
svonefndu eru hinsvegar, að mati þess
sem hér lemur lyklaborð, afar yfirborðs-
kenndar. Slíkt er ekki vænlegt til árang-
urs; þegar skortir jarðveg fyrir því að
raunverulegur árangur náist í vímuefna-
baráttunni. Sá jarðvegur sem til staðar
þarf að vera er agi og festa í þjóðlífinu.
Síðasta laugardag var ég viðstaddur
þegar ungmenni í Eyjafjarðarsveit settu
upp umferðarskilti með varnað-
arorðum þar sem þau minnast
félaga síns, Fannars Arnar Arn-
ljótssonar. Hann hefði orðið tvl-
tugur þennan dag, 20. júní, en
Fannar Iést í bílslysi lyrir tveimur
árum. Athöfnin var látlaus, en
hafði þó yfir sér það yfirbragð að
maður trúir því að hugur fylgi
máli. Þarna var komið saman
ungt fólk sem sára reynslu hefur
lifað og vilj fyrir þeirra hluta sak-
ir bæta heiminn. Og það er
vissulega hægt. „Við verðum að
hugsa sem svo að þetta geti líka komið
fyrir okkur. Og ég trúi því að við getum
bætt okkur í umferðinni," segir Gunnur
Yr Stefánsdóttir, ein þeira ungu Eyfirð-
inga sem að þessu myndarlega framtaki
stóðu.
Er forgangsrööm rétt
En talandi um forvarnir og forgangs-
röðun. Fjöldi fólks á öllum aldri hefur
sótt sér aðstoð til þeirra meðferðarstofn-
MEIUNINGAR
VAKTIN
ana og ekki skal orði að því fólki hallað.
En skyldi sá fjöldi fólks sem lent hefur í
umferðarslysum og fyrirvaralaust hefur
verið kippt út úr daglegu lífi ekki vera
enn meiri?
Fólk sem ekki á sér aðra framtíð en
hækjur, hjólastól eða vist á vernduðum
stöðum. Vaknar sú spurning hvort for-
gangsröðunin í forvörnunum sé ekki
röng; ættum við ekki að leggja þyngri
áherslu á berjast gegn hinum blóðuga
bardaga úti á vegunum?
Hraðinn drepur
ert þú næst(ur)
Umferðarforvarnir ungra Eyfirðinga. Á að breyta forgangsröðun í forvörnum þjóðfélagsins?